Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.04.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1983 35 Dollari hefur hækk- að um 27,69% frá síðustu áramótum Pundið um 17,64% — danska krónan um 24,66% og markið um 25,47% FORMLEG gengisskráning var að- eins þrjá daga í síðustu viku vegna páskahátíðar, en frá mánudegi til miðvikudags hækkaði sölugengi Bandaríkjadollars um 0,18%, eða úr 21,220 krónu í 21,260 krónu. Frá áramótum hefur Bandaríkjadollar því hækkað um 27,69% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hans skráð 16,650 krónur. DANSKA KRÓNAN Danska krónan hækkaði um 0,6% í verði í síðustu viku, en sl. mánudag var sölugengi dönsku krónunnar skráð 2,4599 krónur, en sl. miðvikudag hins vegar 2,4746 krónur. Frá áramótum hefur danska krónan því hækkað um 24,66% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi hennar skráð 1,9851 króna. BREZKA PUNDIÐ Brezka pundið hækkaði um 0,27% í síðustu viku, en við upphaf hennar var sölugengi þess skráð 30,951 króna, en sl. miðvikudag hins vegar 31,034 krónur. Frá ára- mótum hefur brezka pundið því hækkað um 17,64% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 26,381 króna. V-ÞÝZKA MARKIÐ Vestur-þýzka markið hækkaði um 0,57% í verði í síðustu viku, en sl. mánudag var það skráð 8,7388 krónur, en á miðvikudaginn 8,7888 krónur. Frá áramótum hefur vestur-þýzka markið því hækkað um 25,47% í verði, en í ársbyrjun var sölugengi þess skráð 7,0046 krónur. Of NGISÞROUNIN VIKURNAR 2125 0G 28 30 VARS1983 21,2. 21.8#—* 28,», 1$ 28,4. 28,2 mi, |». máki tWláw.mé. m4» ftre llitl „Stjórnun á íyrir- tækjum með aðstoð tölvustýrðra líkana“ FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur hádegis- verðarfund að Þingholti, Hótel Holti, fimmtudaginn 7. apríl, en þar mun Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands, mun fjalla um efnið „Stjórn- un fyrirtækja með aðstoð tölvustýrðra líkana“. f erindinu verður m.a. fjallað um skipulega meðferð upplýsinga og þýðingu þeirra við ákvarðana- töku, en upplýsingastjórnun er orðin sérstakt fag, sem nýtur vaxandi athygli, sérstaklega eftir að tölvur verða nú æ aðgengilegri fyrir stjórnendur. Gerð líkana sem líkja eftir raunveruleikanum verður einnig skýrð og sagt frá raunhæfum dæmum um notkun þeirra. Fjall- að verður um notkun tölva við þessi verkefni og sagt frá helztu nýjungum sem nú er beitt við hönnun stjórnunarkerfa. Enn- fremur verður sagt frá helztu Árni Gunnarsson vandamálum, sem upp koma þeg- ar þarfir stjórnandans og kröfur tölvunnar mætast. Fundurinn hefst klukkan 12.00 með hádegisverði og er opinn fé- lögum í Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Nánari uppl. í síma 33290 kl. 12-14 daglega Hressingarleikfimi kvenna og karla Vornámskeiö hefjast sem hér segir: • Hjá framhaldsflokkum í leikfimisal Laugarnes- skóla og í íþróttahúsi Seltjarnarness, fimmtu- daginn 7. apríl. Tímar óbreyttir frá vetrarnám- skeiöum. • 6 vikna námskeið nýrra nemenda í kvenna- flokki hefjast mánudaginn 10. apríl nk. í leik- fimisal Laugarnesskóla. • Fjölbreyttar æfingar — músík — slökun. Astbjörg S. Gunnarsdóttir, íþróttakennari. HVERJU SPÁIR PÚ? Kosningagetraun Frjálsíþróttasambands íslands er einföld. Leikurinn er fólginn í því að giska á hvaö flokkarnir fái marga þingmenn í komandi alþingiskosningum. Hverjir fá pottinn? Miöinn kostar 50 krónur og tara 20% af andviröi seldra miöa i vinninga, þannig aö seljist 50 þúsund miöar veröur potturinn 500 þúsund, sem þeir getspöku skipta á milli sín. Seljist 100 þús- und miöar veröur potturinn 1 milljón o.s.frv. Allir skilmálar eru á miöanum. Gott málefni Frjálsíþróttasambandinu er nauðsyn aö efla fjárhag sinn til aö geta sinnt öflugu starfi í þágu æskunnar í landinu. Allar tekjur af getrauninni fara til þess aö efla íþróttastarfiö. Takiö þátt í leiknum. Sölukerfi — sölustaðir Félagar í íþróttahreyfingunni o.fl. munu sjá um sölu miöanna alveg til kl. 19 á kjördag. Hægt veröur aö skila útfylltum miöum nú þeg- ar í íþróttamiöstööinni og hjá Samvinnuferöum, Austurstræti. Á kosningadaginn verður hægt aö skila seðlum i sérstaka stampa við flesta kjörstaöi. Hverju spáir þú um kosningarnar? Það er spurningin. Við spáum því aö potturinn veröi stór. Frjálsíþróttasamband íslands, íþróttamiöstööinni í Laugardal, sími 83386. Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.