Morgunblaðið - 13.04.1983, Page 5

Morgunblaðið - 13.04.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 ^ n • ^ raeð árellisskuld Gott er að ganga a fjorum xtsr-8* Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson ANDVARI 1982 Hundraðasta og sjöunda ár. Stofnaður 1874. Tímarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Ritstjóri: Finnbogi Guðmundsson. Andvari hefur á sér svip hins liðna nú eins og oft áður. Gunnar Árnason ritar ævisögu Ásmundar Guðmundssonar biskups; Tönnes Kleberg segir frá Codex Argent- eus; Jón Hnefill Aðalsteinsson á greinina Þjóðfræði og þakkar- skuld; Finnbogi Guðmundsson birtir samantekt úr ljóðum og bréfum Stephans G. Stephansson- ar; Bergsteinn Jónsson fjallar um Ekkjuna í Hokinsdal og 13 hundr- uð í jörðinni Arnardal; Loftur Guttormsson skrifar um það sem ábyrgir menn kölluðu „satans verk“, þ.e.a.s. frönsku byltinguna í Evrópu 1789—1794; Gísli Brynj- ólfsson rifjar upp Afaminningu og Holger Kjær víkur að Heima- fræðslu og heimilisguðrækni. Ritstjóri Andvara hefur aftur á móti snúið á þá sem gagnrýna Andvara fyrir að vera allur í for- tíðinni. Birt eru þrjú glæný ljóð eftir eitt af okkar helstu samtíma- skáldum: Þorstein frá Hamri. Ljóð Þorsteins nefnast Tilbrigði við Ásmund Atlason, Skriðu-Fúsi og Skáld. Skriðu-Fúsi er meinleg ádeila, en um yrkisefnið má lesa í Gráskinnu: „Hann var óreiðumað- ur hinn mesti og illa þokkaður. Var hann dæmdur til þess fyrir afbrot nokkurt að skríða ávallt á fjórum fótum, að minnsta kosti í annarra manna viðurvist... Einu sinni var hann á ferð yfir Kerl- ingarskarð vestra um vetur. Skellti þá á hann byl á fjallinu, og varð hann úti þar á skarðinu." Gefum skáldinu orðið: Þorsteinn frá Hamri Ég sem aldrei uppréttur mátti gánga, aðeins brölta á fjórum _ og sleikja ruður, í farartækinu fvrnist glæpur minn stórum. Eg flyt af Kerlíngarskarði í borgarhallir. Mér fer að skiljast, hve gott er að gánga á fjórum. Það gera nú allir. Öll eru þessi ljóð háttbundin. Skáld minnir á ljóðin í Spjótalög á spegil, að minnsta kosti upphafs- línurnar tvær: „Þú stiklar með varúð yfir ísabrot hugans / og ótryggar vakir, nístur til hjartar- ótar.“ En hinn persónulegi sárs- auki er ekki einráður í þessu ljóði heldur skiptir það máli að „skyggna eitthvað af aldarsvipn- um“. Greinarnar í Andvara eru yfir- leitt þægilegur lestur þótt sumar séu þurrlegar. Það er m.a. ljóst að bilið milli Andvara og Skírnis er að minnka. Tveir Andvarahöfunda eiga líka greinar í nýlegum Skírni. Norræna húsið: Kvikmynda- sýning í dag Miðvikudaginn 13. apríl kl. 20.30 verður sýnd kvikmyndin Vem ál- skar Yngve Frej?, sem er gerð eft- ir skáldsögu Stig Claessons. Meðal leikenda er Allan Edwall, en hann er m.a. þekktur hér á landi fyrir leik sinn í myndinni um Emil í Kattholti, en þar leikur hann föð- ur Emils. Kvikmyndin Vem álskar Yngve Frej? er minnisvarði um sænska smábóndann. í henni mætast and- stæður nýja og gamla tímans. Á nærfærinn og skilningsríkan hátt er fjallað um félagsleg og persónu- leg vandamál svo sem ellina og strjálbýlið. Myndin er í litum og sýningar- tími er 104 mín. Leikstjóri er Lars Lennart Forsberg. Áðgangur er ókeypis. Mazda 929HT LIMITED '83 Sá glæsilegasti á götunni í dag! Innifalinn búnaður: Álfelgur - Rafknúnar rúður - Rafknúnar hurðarlæsingar - Hraðastillir (cruise control) - Viðvörunartalva - Veltistýri - Útispeglar beggja vegna - Snúningshraðamælir - Quarts- klukka - Þvottur á aðalljós - Sjálfvirk opnun/lokun á aðalljósum - Mælaborð með snerti- rofum - Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi - Opnun á bensínloki og farangurs- geymslu innan frá - Halogen aðalljós - Litað gler í rúðum - Innfelld rúllubelti á fram- og aftursætum - Diskahemlar á öllum hjólum - Hitablástur aftur í og fjölmargt fleira. Nú er tækifærið til að eignast þennan glæsivagn á ótrúlega lágu verði: KR: 287.000 gengisskr. 7.4.’83 Aðeins fáir bílar til ráðstöfunar. Bankaborgið sem fyrst til að tryggja tollgengi aprílmánaðar. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.