Morgunblaðið - 13.04.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
63
Undir
diskómána
Hljóm
nniTTra
Frá vígslu Félags- og menningarmiðstödvarinnar.
Upphaflegum markmiðum náð
— sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson í ræðu við vígslu Félags- og menningarmiðstöðvar í Breiðholti
VIÐ VÍGSLU félags- og menning-
armiðstöðvar í Breiðholti hinn 4.
marz sl. flutti Eyjólfur K. Sigur-
jónsson, formaður stjórnar fram-
kvæmdanefndar byggingaráætlun-
ar, ræðu, þar sem hann gerði grein
fyrir þessu verki. Morgunblaðið
birtir hér á eftir lokakafla úr ræðu
Eyjólfs:
Þar sem vígsla þessarar bygg-
ingar er síðasti þátturinn í löngu
og ánægjulegu samstarfi fram-
kvæmdanefndarinnar vil ég við
þetta tækifæri bera fram sér-
stakar þakkir til meðnefndar-
manna minna fyrir samstarfið.
Verkefni það, sem nefndinni
var falið, var mikið og vanda-
samt. Það hófst með því að á
árinu 1965 var ákveðið að byggja
á vegum ríkisins og Reykjavík-
urborgar 1250 íbúðir. Þessi
ákvörðun var tekin af þáverandi
ríkisstjórn til þess að greiða
fyrir lausn á vinnudeilu, en hús-
næðiskostnaður hefir verið og er
meðal mikilvægustu þátta í kjör-
um manna.
Framkvæmdir hófust árið
1967 og á árunum 1968—1975 var
lokið við 1221 íbúð, en af ýmsum
ástæðum varð nokkur dráttur á
því að síðustu 30 íbúðirnar kæm-
ust upp.
Framkvæmd þessa mikla
verkefnis vakti miklar umræður
og hlaut misjafna dóma meðan á
henni stóð. Var það að vonum
þar sem farið var inn á nýjar
brautir í byggingarmálum og
reyndar nýjar byggingaraðferðir
með það fyrir augum að lækka
byggingarkostnað.
Hvað sem sagt hefir verið og
síðar verður sagt um frammi-
stöðu okkar, sem að þessu unn-
um, leyfi ég mér að fullyrða, að
upphaflegum tilgangi með því að
hrinda af stað þessu verkefni
hafi í aðalatriðum verið náð.
í Breiðholti búa nú 6—7 þús.
manns í vönduðum en ódýrum
íbúðum, sem byggðar voru á veg-
um framkvæmdanefndar bygg-
ingaráætlunar. Húsnæðiskostn-
aður í þessum íbúðum er miklum
mun lægri en almennt gerist og
þannig hefir þessi stóri hópur
hlotið verulega kjarabót.
Dómar manna um Breiðholts-
hverfið sem slíkt hafa verið mis-
jafnir. Ég leyfi mér að benda á,
að í svo stórum borgarhluta
hlýtur að taka nokkurn tíma að
koma upp öllu þvi sem krafist er
á sviði verslunar og viðskipta,
menntunar, aðstöðu, heilsugæslu
og annarrar opinberrar þjón-
ustu.
Þetta hefir allt stefnt í rétta
átt með árunum fyrir góðan
skilning borgaryfirvalda á þörf-
um hverfisins, þannig að gagn-
rýnisraddir heyrast nú sjaldnar
en áðiur og að því er ég best veit
una flestir íbúanna mjög vel hag
sínum hér í þessu hverfi.
Framkvæmdanefnd bygging-
aráætlunar vill fyrir sitt leyti
stuðla að því að fegra og bæta
mannlífið í hverfinu með því að
afhenda íbúunum til notkunar
þá félags- og menningarmiðstöð
sem nú er verið að vígja.
Ég vona að íbúar Breiðholts
fái notið þessa mannvirkis eins
og að er stefnt.
Grunnskólinn
— 6 ára börn
— eftir Jens Sumar-
liðason yfirkennara
Undanfarið hefur nokkuð verið
ritað um aukna kennslu fyrir 6 ára
börn.
Á Alþingi var lagt fram frum-
varp til laga sem laut að breytingu
í þessa átt, en náði ekki fram að
ganga. Nú síðast er skrifað um
þessi mál í Morgunblaðinu 30.
mars sl.
Gott er til þess að vita að rætt
er um endurbætur og breytingar
innan grunnskólans en sá mála-
flokkur snertir flest alla lands-
menn, sem ættu að vera í aðal-
atriðum sammála um úrbætur og
framfarir í þeim efnum. Því er
leitt til þess að vita þegar pólitískt
óbragð er að skrifum þessum nú
rétt fyrir kosningar, en þau gefa
tilefni til að halda að lítið sé mark
á þeim takandi, því allt á að lag-
færa eftir óstjórn síðustu ára og
stefnir nú í sæluríki hjá okkur Is-
lendingum ef allt fer á þann veg,
sem landslýð er lofað í framtíð-
inni.
í fljótu bragði virðist sú breyt-
ing að fjölga kennslustundum 6
ára barna vera einkar einföld í
framkvæmd, en þegar grannt er
skoðað koma þó í ljós ýmsar stað-
reyndir, sem nauðsynlegt er að
gera sé grein fyrir áður en lengra
er haldið, og varðar störf skól-
anna.
Fyrir rúmum áratug þegar for-
skólinn, 6 ára börnin, var tekinn
inn í grunnskólann, var það gert
með litlum undirbúningi þannig
að í fjölmörgum tilfellum voru
börnin í ófullkomnu og óhentugu
húsnæði, eða aðrar kennslugrein-
ar máttu víkja fyrir þessari breyt-
ingu.
Við marga og þá einkum stærri
skóla hér í Reykjavík og víðar eru
svokallaðar færanlegar kennslu-
stofur, sem í sjálfu sér hefur verið
nokkuð góð lausn í húsnæðis-
vandræðum, en aldrei ætlað til
frambúðar.
Stundatafla nemenda er
sundurslitin vegna þess að allt of
margir nemendur eru í skólunum
miðað við húsrými, einkum er þar
um að ræða kennslu í sérgreinum,
svo sem hand- og myndmennt,
íþróttum og fleiri greinum, þar
sem kennsla stendur oft fram til
klukkan 6 til 7 að kvöldi, og skól-
inn tvísetinn.
Vinnuaðstaða fyrir nemendur
og kennara er víða lítil, og skól-
arnir búa við þröngan kost hvað
kennslutæki varðar, og ekki er
hægt vegna fjárskorts að fylgjast
með þróun í þeim efnum.
Nauðsynlegar námsbækur frá
Námsgagnastofnun koma ekki út,
eða seint og um síðir vegna þess að
ekki fæst fé í þann rekstur.
Mikið hefur verið rætt um röð-
un eða blöndun í bekki í grunn-
skólanum. Þær umræður snúast
Jens Sumarliðason
um það vandamál annars vegar að
aðstoða þá nemendur sem
skemmra eru á veg komnir svo
þeir dragist ekki aftur úr í námi
og hins vegar veita þeim sem
skara fram úr meira athafna-
frelsi. Til þess að hægt sé að fram-
kvæma þetta þarf aukinn kennslu-
kraft og betri aðstöðu á vinnustað.
Skólahús eru vinnustaður nem-
enda og kennara. Því miður hefur
í mörgum tilfellum hönnun þess
háttar vinnustaða ekki verið sem
skyldi hvað varðar skipulag og
vinnuaðstöðu.
Góður undirbúningur að bygg-
ingu skólahúss, þar sem vinna
saman að frumdráttum og hönn-
un, arkitektar, verkfræðingar,
skólastjórnendur og kennarar
ásamt fræðsluyfirvöldum er frum-
skilyrði þess að vinnustaðurinn
verði vel úr garði gerður, huga
þarf að notagildi hússins, öryggi
barna, starfsaðstöðu og skipulagi
umhverfis.
Um það sem hefur verið drepið
á hér að framan mætti skrifa
langt mál, en á þetta er minnst til
að sýna fram á að margt er ógert
og að mörgu þarf að hyggja þegar
fjallað er um skólamál.
Aukning á kennslu 6 ára barna
kemur ekki að notum nema að-
staða sé fyrir hendi, hún kostar
meira en sú pappírsvinna, sem
liggur í því að leggja fram frum-
varp á Alþingi eða tillögu í
fræðsluráði.
Rétt er að huga vandlega að því
hvaða verkefni skuli hafa forgang
og svo hinu hverju skuli fresta.
Það ætti þó öllum að vera ljóst að
vandamál og skortur á leikskólum
og skóladagheimilum verður ekki
leystur innan forskólans eða
grunnskólans.
Siguröur Sverrisson
Spliff
Herzlichen Gliickwunsch
CBS/Steinar hf.
Spliff var sú hljómsveit, sem
kom mér langsamlega mest á
óvart á síðasta ári. Plata þeirra
85555 var hreinasta gull og því
var kannski ekki að undra, að
manni brygði í brún við að heyra
nýjasta afsprengi fjórmenn-
inganna, Herzlichen Glíick-
wunsch.
Hér kveður við allt annan og
um leið diskókenndari tón, en á
85555. Fyrst í stað taldi ég sveit-
ina ofurselda diskódjöflinum
grimma, en þegar kíkt var í text-
ana kom fram hárbeitt og biturt
háð í garð diskóæðisins og þess
fólks, sem dýrkar þá tónlist
mest.
Það er vissulega djarft teflt að
koma með plötu í diskóstíl éftir
meistaraverk á borð við 85555 til
þess eins að láta í ljósi óánægju
sína með diskóið. Þetta undir-
strikar þó rækilega, að strákarn-
ir í Spliff eru menn, sem láta
ekki segja sér fyrir verkum og
fylgja þaðan af síður tískufyr
irbrigðum í tónlistinni.
Það eru þeir Herwig Mitter-
egger/trommur, Reinhold Heil/
hljómborð, Manfrek Praeker/
bassi og Bernhard Potschka/gít-
ar, sem skipa Spliff. Þessir kapp-
ar gátu sér fyrst gott orð sem
undirleikarasveit hjá Ninu Hag-
en, en létu ekki deigan síga þótt
hún sigldi sinn sjó. Hafa eflst að
mun, sem eining, og hljóðfæra-
leikur er óaðfinnanlegur. Skiptir
engu hvar gripið er niður, allt
virðist jafn pottþétt.
Því verður ekki í móti mælt,
að Herzlichen Gluckwunsch er
ekki eins góð plata og 85555.
Kemur þar margt til, en fyrst og
fremst sú staðreynd, að lögin eru
einhæfari, kannski vísvitandi, og
því dulítið þreytandi á stundum
Bestu lögin eru þó afbragð.
Nægir þar að nefna titillag plöt-
unnar svo og lagið Die Maurer.
Textarnir eru margir hverjir
frábærir þótt sumum kunni
kannski að reynast erfitt að
skilja þýskuna. Ég ætla þó ekki
að líkja því saman hversu miklu
hljómfegurra er að heyra dreng-
ina flytja tónlist sína á móður-
málinu heldur en að vera að
baksa við enskuna, sem iðulega
fer fyrir ofan garð og neðan
Fleiri lög má nefna til og þá
einkum Wohin, Wohin og Tag
Fúr Tag svo og Es Ist Soweit.
Herzlichen Glúckwunsch er
plata, sem hreinlega hendir
manni frá sér við fyrstu hlustun
Hún vinnur á í hvert sinn, sem
henni er brugðið á fóninn og ekki
kæmi mér á óvart þótt Spliff
yrði fyrsta sveitin til að fá mig
til að meðtaka diskótakt án þess
að fá gæsahúð. Slíkur er segul-
kraftur Spliff.
Ný verzlun í Neskaupstað
Nýlega var opnuð verzlun að Melagötu 2 í Neskaupstað, en þar er verzlað
með fatnað, hljómplötur, úr og skartgripi. Verzlunin ber nafnið Nesbær, en
eigendur eru Sigurbjörg Eiríksdóttir og Laufey Sveinbjörnsdóttir, sem mynd-
in er af í hinni nýju verzlun.
— Asgeir.