Morgunblaðið - 13.04.1983, Síða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
„ pamcx. sér&u ndeshx akalforstjónx.
(,Heim ser\di/\Qa/þ]6nustonncxr'',"
ást er...
... aö láta álit sitt
fallega og ákveðið
í Ijós.
Ttl Reg U.S. Pat. Off.-a* rtohts rMerved
»1983 Loe Angetee Ttmee Syndtcete
r—, r~- 202
Með
morgunkaffinu
Blessuð svaraðu í símann. Það
hringir cnginn meðan sjónvarpið
sendir, nema hún móðir þín!
HÖGNI HREKKVÍSI
Þrjár spurningar til Geirs Hallgríms-
sonar, formanns Sjálfstæðisflokksins
Magnús Kristinsson iðnaðarmað-
ur, Reykjavík skrifar:
„Geir Hallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, var á beinni
línu hjá Dagblaðinu—Vísi um
daginn. Ég hafði hug á að leggja
spurningar fyrir Geir, en gat ekki
hringt á tilskildum tíma.
f fyrstu ætlaði ég að láta við svo
búið standa, en eftir umræður á
mínum vinnustað afréð ég að
senda Morgunblaðinu spurn-
ingarnar, sem mér lék hugur á að
beina til formannsins. Ég bið
blaðið að koma þeim áleiðis og
birta svörin ef þau fást.
Um leið og ég óska flokki mín-
um, Sjálfstæðisflokknum, góðs
gengis í komandi kosningum, lýsi
ég aðdáun minni á hversu vel Geir
Hallgrímsson hefur staðið sig í
þrengingum flokksins undanfarin
ár.
Spurningar:
1. Hvers vegna tókstu þann kost
að leiða ekki sjálfur kosningabar-
áttuna í Reykjavík, þínu eigin
kjördæmi?
2. Eru íslendingar orðnir svo
skuldum vafnir, að þeir hafi glat-
að raunverulegu sjálfstæði sínu —
erum við sem þjóð komin á „sveit-
ina“?
3. Ýmsir hafa hátt um flokksræði,
að það sé mikið t.d. í Sjálfstæðis-
flokknum og segjast ekki una því.
Eru þetta ekki raddir fólks sem
getur ekki sætt sig við að meiri-
hluti ráði, ef samþykktir hans
ganga gegn skoðunum þess —
m.ö.o. andlýðræðissinnar?
Virðingarfyllst."
Skemmdarverk á Seltjarnarnesi
„Velvakandi:
Ég get ekki látið hjá líða, þótt
ég sé ekki vön að skipta mér af
opinberum málum, að gera lýð-
um Ijósar þær óskaplegu
skemmdir sem átt hafa sér stað á
mynd sem máluð er á vegg ís-
bjarnarins á Seltjarnarnesi, sem
blasir við manni til mikils
augnayndis þegar gengið er upp
Skólabrekkuna.
Á sínum tíma var efnt til sam-
keppni í Valhúsaskóla um
skreytingu á umræddan vegg og
meira að segja veitt verðlaun.
Þetta þótti lofsamlegt framtak
þá. Myndin sem prýtt hefur
vegginn er gerð af mikilli hug-
myndaauðgi og vitnar sérstak-
lega í aðalatvinnuveg okkar, fisk-
veiðarnar. Var mikil prýði að
mynd þessari á hinum stóra fleti;
nóg er af grárri steinsteypunni,
sem blasir við manni.
Við hörmum þegar óþroskaðir
unglingar í uppreisnarhug valda
skemmdum á gróðri og mann-
Guðrún Á. Símonar söngkona
skrifar og svarar Svönu Jörgens-
dóttur.
„Því miður er erfitt að skrifa
fólki um mál, viti það ekki neitt
um hvað þau snúast.
Best er að reyna að gera sitt
besta. Það er enginn að amast við
Sigurði Björnssyni, hvað hann
gerir í tónlistarmálum hér, það er
allt gott um það að segja. En í
virkjum. En hvernig er sú nefnd
í stakk búin, sem kosin er af bæj-
arbúum og leyfir slíkan ósóma?"
guðanna bænum, það eru til aðrar
söngkonur en konan hans, það er
hægt að gefa öðrum söngkonum
tækifæri. Þetta kalla ég að nota
sína aðstöðu, hvað sem hver segir.
Ég veit ekki til þess, að ég hafi
barist meira en aðrir fyrir óperu-
flutningi hér. Ég veit að Guðlaug-
ur Rósinkranz vildi bara hafa þær
sænskar og svo síðast Sigurlaugu
eiginkonu sína. íslenskar söngkon-
ur voru og eru eins og „hundarnir
í Reykjavík", bannaðar. Mínir
„erfiðleikar". Hverjir hafa þá
ekki? Veist þú eitthvað, sem ég
veit ekki? Gagnvart þroska mín-
um, það verða aðrir að dæma um.
Þú segist hafa heyrt lítið í Sieg-
linde Kahmann. Ég segi bara:
Hvar hefur þú verið manneskja?
Já, smáborgara-skrif. Þú skalt
muna eitt: í smáþjóðfélagi eins og
hér er þrífst enginn „stórborgari".
Þess vegna verður maður að vera
„smáborgari". Og ef ég er það, þá
það.“
Með bráðabirgöalög-
um skal land byggja!
Eftirfarandi vísa er ort í tilefni
af nýsettum bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar:
„Öllu er stefnt í algert strand,"
eytt mun þjóAarhögum.
I'ungt má greina þrautastand,
þingræðinu unnið grand.
Byggt skal land með bráðabirgðalögum.
E.E.
Þessir hringdu . . .
Held hann
hafi gefið
stærstu
gjöfina
„Gömul og fávís kona“ hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
Mig langaði til, að það væri
minnst á gjöfina hans Gísla á
Uppsölum, af því að ég hef
hvergi séð hennar getið í blöð-
um. Hann átti að fá nokkur þús-
und krónur fyrir að koma fram í
sjónvarpsþáttunum, en þegar
greiða átti honum féð, sagðist
hann vilja láta það renna til
Hjálparstofnunar kirkjunnar.
Og þá datt mér í hug saga Biblí-
unnar um ekkjuna, sem gaf af
fátækt sinni, allt sem hún átti,
alla björg sína. Mér fannst hálf-
vegis eins og það væri verið að
skensast með Gísla í fyrra, en ég
held að hann hafi gefið stærstu
gjöfina til Hjálparstofnunar
kirkjunnar. Mig langaði til að
þetta kæmi fram, ef það gæti
vakið einhvern til umhugsunar.
Gísli Gíslason á Uppsölum.
í smáþjóðfélagi þrífst
enginn „stórborgari“
X