Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 5 Sunnudagsstúdíóiö kl. 20.00: ísbjarnarblús og 1. maí Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00 er Sunnudagsstúdíóið — Útvarp unga fólksins. Guðrún Birgisdóttir stjórnar. — Það verður byrjað í anda dagsins, 1. maí, sagði Guðrún, — rabbað um daginn og litið inn til starfsfólks í Isbirninum. Þar tök- um við yngstu kynslóðina, 16—18 ára ungmenni, tali. Þau velja sér óskalög og Bubbi Morthens syngur fyri þau ísbjarnarblúsinn. Skóla- kynning verður að þessu sinni frá Æfinga- og tilraunaskóla Kenn- araskóla íslands. Ég ræði við skólastjórann, Ólaf H. Jóhannsson. Siðan verður vonandi tími til að líta í einhver bréf og fréttirnar verða á sínum stað. Þar verður m.a. sagt frá unglingaleikriti, sem á að sýna á næstunni í félagsmið- stöðinni Tónabæ. Leikritð heitir „Anna Lísa“ og það er leiklistarklúbbur sem starf- að hefur f Tónabæ sem stendur fyrir þessari uppfærslu. Fjórir að- alleikendanna koma í þáttinn og rabba við okkur. Bjargið — ný íslensk kvikmynd í norrænum barnamyndaflokki Bjargið nefnist ný mynd sem sjónvarpið hefur látið gera og er á dagskrá kl. 18.10. Myndin er framlag íslenska sjónvarpsins til norræns barnamyndaflokks. Leikendur eru Helga Gylfadótt- ir, Þóra Þorleifsdóttir, Svavar Gylfason, Konráð Gylfason og Bjarni Gylfson. Kvikmyndun annaðist Baldur Hrafnkell Jónsson, hljóð Sverrir Kr. Bjarnason, þulur er Hallgrímur Thorsteinsson, en umsjón og stjórn var í höndum Elínar Þóru Friðfinnsdóttur. Myndin gerist í Grímsey að vori til og er um nokkur börn sem fá að fara i fyrsta skipti í eggjaferð út á bjargið. Útvarp frá hátíðar- höldum í Laugardal Á dagskrá hljóðvarps kl. 14.15 er útvarp frá baráttusamkomu Fulltrúaráðs verkalýósfélaganna í Reykjavík, BSRB og Iðnnemasambands íslands. Flutt verður samfelld dagskrá með ræðum fulltrúa launþegasamtakanna. Fram koma m.a.: Þursaflokkurinn, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Samkór Trésmiðafélags- ins, Kristín Ólafsdóttir, Lúðrasveit verkalýðsins o.fl. Mánudagsmyndin kl. 21.50: Vörðurinn — dönsk sjónvarpsmynd Á mánudagskvöld kl. 21.50 verður sýnd nú dönsk sjónvarpsmynd, Vörð- urinn (Kontrolloren). Höfundur og leikstjóri er Jon Bang Carlsen, en í aðalhlutverkum Leif Sylvester Pet- ersen, Rita Baving og Kasper Spaa- bæk. Vörðurinn óttast eitthvað sem hann getur ekki skilgreint. Honum finnst samfélagið vera í upplausn og alls staðar leynist hættur sem hon- um beri skylda til að vara við. í smábænum, þar sem hann býr og starfar, virðist áþreifanlegasta ógnin stafa af erlendum innflytj- endum. Leif Sylvestar Petersen ( hlutverki varðarins í mánudagsmyndinni. 3 fr&bmr SmmWfflfc 20 dagar fyrir aðeins kr. 11.800 Innifalið: Flug, gisting, rútuíerðir, hálft fœði í rútuíerðum og íslensk íararstjórn. I samvinnu við Alþyðuorlol og Dansk Folke-Ferie efnir Sam- vinnuferðir-Landsýn til þriggja einkar hagstœðra skemmti- ferða til Danmerkur i sumar. Með góðum samningum, m.a um skipti a orlofshusum. hefur tekist að halda verði i algjOru lagmarki þannig að einsdœmi hlytur að teljast. I þessum serlega ódyru Danmerkurferðum, sem einkum eru skipulagðar með aðildarfelaga í huga. sameinum við kosti góðrar rútuferðar og ánœgjulegrar dvalar í sumarhúsi. Við dveljumst alls í 9 daga i notalegum sumarhúsum þar sem aðstaða oll er eins og best verður d kosið. Þar skipu- leggjum við leiki, kvoldvokur og skemmtanir, bregðum okkur 1 stuttar gonguferðir eða heimsœkjum nálœga merkisstaði og njotum lifsins ríkulega í gullfallegu umhverfi, í 11 daga rútuferðum kynnumst við síðan nánar danskri nátturu og einlœgri gestrisní, komum víða við á Jótlandi og Sjalandi og gerum ógleymanlega úttekt á danskri matar- gerðarlist. Islenskur leiðsogumaður verður ferðalongum að sjálfsögðu til trausts og halds i öllum ferðunum. Bókanir íara fram á skrifstofu Samvinnuferða-Landsýnar í Reykjavik og hjá umboðsmönnum um allt land. Barnaafsláttur kr. 1.500 fyrir börn 2-11 ára. 1. ferð 11. júní-30. júní 2. ferð 1. júlí-20. júlí 3. ferð 22. júli-11. ágúst Sjáumst í góðri Danmerkurferð Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.