Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 Útgefandi nttbKfeífe hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 210 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 18 kr. eintakiö. eir tímar eru ekki langt að baki í sögu þjóðar- innar er skortur grúfði yfir högum hennar. Talið er að um 9.000 manns hafi fallið hér á landi á harðindaskeiði áranna 1783—1785, eða tæplega fimmtungur þjóð- arinnar, en þá vóru íslend- ingar innan við 50.000 tals- ins. Milli 10 og 15 þúsund íslendingar fluttu til N-Am- eríku á seinni hluta liðinnar aldar. Nær í tíma eru kreppuárin, sem enn í dag svíða í minni fjölda fólks, sem hér mátti þreyja þorr- ann og góuna á atvinnu- leysis- og þrengingartímum fjórða áratugarins. Það er einkum tvennt sem öðru fremur hefur ráðið þeirri stökkbreytingu frá fá- tækt til velmegunar, sem við höfum búið við frá lyktum síðari heimsstyrjaldar. Hið fyrra er aukin menntun og þekking þjóðarinnar. Það síðara er sú tækniþróun, sem leitt hefur til stórauk- innar framleiðni og fram- leiðslu í undirstöðuatvinnu- greinum þjóðarbúsins: sjáv- arútvegi, landbúnaði og ið- naði. Menntun, þekking og framvinda tækninnar vóru þau vopn í lífsbaráttu þjóð- arinnar, sem gerðu henni kleift að auka svo þjóðar- tekjur, að þær risu, a.m.k. til skamms tíma, undir þeim lífskjörum, samneyzlu og einkaneyzlu, er við höfum tamið okkur. Hin síðari misserin höfum við sem heild lifað að hluta upp á erlenda krít. Bróðurparturinn af þess- um þjóðartekjum var sóttur með æ fullkomnari fiski- skipum, sífellt stórtækari veiðitækni, þróuðum fisk- iðnaði og söluaðstöðu á er- lendum mörkuðum, sem byggð var upp af hyggindum og framsýni. í sjávarútvegi, landbúnaði og úrvinnsluiðn- aði varð tækniþróunin og vélvæðingin slík, að við framleiddum meira og meira með minna og minna vinnuafli. Samtök launþega í land- inu eiga að sjálfsögðu sinn þátt í þeirri tekjujöfnun, launaþróun og bættum lífs- kjörum hins almenna manns, sem orðið hefur á liðnum áratugum. Það var engu að síður tækniþróunin og þau auknu verðmæti í þjóðarbúskapnum, sem hún leiddi af sér, sem báru kjarabæturnar uppi. Þannig var meðalvöxtur vergrar þjóðarframleiðslu 4,5% á ári á tímabilinu frá 1950 til 1980. Hinsvegar horfir nú, því miður, til nokkurs sam- dráttar í þjóðartekjum, m.a. vegna þess, hvern veg hefur verið búið að atvinnuvegum okkar og hve seint hefur miðað í að byggja upp orkumarkað/orkuiðnað. Tæknivæðing sú, sem skilaði þjóðinni frá fátækt til bjargálna, getur reynzt tvíbent vopn, ef höggvið er án hygginda. Þannig bendir margt til þess að við höfum — m.a. í krafti tækninnar — ekki aðeins fullnýtt heldur og ofnýtt ýmsa helztu nytja- fiska okkar. Þetta hefur gerzt þrátt fyrir útfærslu fiskveiðilandhelgi og brott- vísun erlendra fiskveiðiflota af íslandsmiðum. Síldar- stofninn, sem var einn stærsti innleggjandi í þjóð- arbúið, hrundi. Á sömu leið fór fyrir loðnustofninum, sem gengið var í af meira kappi en forsjá. Nú ugga margir um þorskstofninn — og ekki að ástæðulausu. Árið 1980 vóru 157.000 ís- lendingar á starfsaldri, þ.e. 15—74 ára. Árið 1990 verða þeir 179.300 talsins, eða 14,2% og 22 þúsundum fleiri, samkvæmt spá Áætl- anadeildar Framkvæmda- stofnunar. Sá aldurshópur, sem mestan þátt tekur í vinnuframlagi, þ.e. frá 25—59 ára, vex hlutfallslega mun meira eða úr 91.000 í 112.300. „Heildarfjöldi nýrra starfstækifæra, sem þurfa verða til á áratugnum 1980 til 1990, er því sam- kvæmt þessu á bilinu frá 25.000 til 34.000“, segir í grein í ársskýrslu Fram- kvæmdastofnunar. Einstaklingar á vinnu- aldri er ekki eini aldurshóp- urinn sem stækkar. Manns- lífskjör ævin lengist og þeir laun- þegar, sem setjast í helgan stein vegna aldurs, verða æ fleiri með hverju árinu. Það hefur á skort að þróa þjóð- félagið að þeim aðstæðum, sem breytt aldursskipting þjóðarinnar hefur leitt til. Á hátíðisdegi launþega, 1. mai, hlýtur þrennt að vera ofarlega í huga: • 1) Hvernig verja megi þau lífskjör sem búið er við í dag, eins og nú háttar til í íslenzkum þjóðarbúskap. • 2) Hvernig eigi að standa að uppbyggingu íslenzkra atvinnuvega þann veg, að tryggj a megi til frambúðar annarsvegar atvinnuöryggi, þrátt fyrir vaxandi fjölda á íslenzkum vinnumarkaði á næstu árum, og hinsvegar þann vöxt þjóðartekna, er rísi undir bættum lífskjör- um. • 3) Hvernig létta megi þeim vaxandi fjölda laun- þega, sem hættir störfum aldurs vegna, að mæta breyttum aðstæðum. Á þessum vettvangi á laun- þegahreyfingin verk að vinna. Sá brennipunktur sem þetta allt mætist í er að auka verðmætasköpun í þjóðarbúskapum, þær þjóð- artekjur, sem bera verða uppi lífskjör okkar allra frá vöggu til grafar. Þar verður fyrst fyrir að tryggja undir- stöðuatvinnuvegum rekstr- ar- og vaxtarmöguleika, sem felst ekki sízt í því að ráða niðurlögum verðbólgunnar. En jafnframt verður að skjóta nýjum stoðum undir lífskjör og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Verður þá fyrst fyrir að hyggja að orkuiðnaði og fiskeldi, sem bjóða upp á mikla möguleika, ef rétt er að staðið. í þessu megin- markmiði eiga allar starfsstéttir þjóðarinnar sameiginlegra hagsmuna að gæta. Morgunblaðið árnar ís- lenzkum launþegum far- sældar á hátíðisdegi þeirra. Atvinnuöryggi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 25 Skríða menn í hraðferð hjá hlíðar fenniköfum. Skíðum renna röskir á ríða tvennum stöfum. Svona, eins og hann Sveinbjörn Beinteinsson lýsir í vísunni, skreið skíðafólkið einmitt yfir fannirnar í Bláfjöllum um síðustu helgi í blæjalogni og sólskini. Nú er einmitt kominn dýrðlegi árs- tíminn með björtum kvöldum, sól hátt á himni og silkifæri i brekk- um og á heiði. Landsmenn harma mikil snjóalög og síðbúna vor- komu. En ekkert er svo með öllu illt, að ekki hafi það eitthvað gott líka. Sá kostur fylgir nú að snjór verður langt fram á vorið í skíða- löndum og fer saman við björtu vornæturnar og sólvarmann. Heldur ekki langt í að pallurinn við skálann komi upp úr snjó og hægt að sóla sig þar. Um síðustu helgi var líka straumur af göngu- fólki á brautunum, sem troðnar höfðu verið um heiðina, og brekk- urnar við lyfturnar voru eins og hugur manns. Stundum hefði ég furðað mig á því að fólk, sem sótt hefur af miklum kjarki skíðastað- ina í óveðrum og vondri færð allt skammdegið, virðist stundum missa áhugann einmitt þegar besti skíðatíminn kemur að vor- inu. Eftir þennan snjóavetur er ágætt útlit fyrir að sá tími geti staðið út maí. Líklega eymir eftir af gömlum vana, þegar ekki var hægt að komast á farartækjum nema rétt í fjallsræturnar, þar sem snjó tók upp við fyrstu vor- sólina. En svo mjög þráir fólk samt þetta samband af sól og snjó, að stundum er spurt: Af hverju voru skíðalyfturnar ekki settar í brekkurnar mót suðri? Það er svo notalegt að vera á skíð- um í sólinni! Og því þá gleymt að sólin bræðir engu síður en vermir. Kannski kunni Gáruhöfundur enn betur að meta ferð á fjöll á sunnudaginn var af því þörfin fyrir hressingu var svo mikil. Um það leyti sem siðustu kosningatöl- ur komu í útvarpinu um 10 leytið um morguninn eftir spennandi vökunótt — í kjölfarið á margra vikna samfelldum spretti við að boða, auk daglegs brauðstrits, fagnaðarerindi flokksins á vinnu- stöðum og fundum og skjótast inn á milli í eltingaleik á eftir forseta vorum á erlendri grund f bíla- lestum með lögregluliði fyrir á milli staða og á spretthlaupi i bíl- ana til að verða ekki eftir — þá var svo sannarlega orðin þörf á endurhæfingu á líkama og sál. Hvers kyns hressingarkúrar eru nú mjög í tísku með tilheyrandi vitnisburðum. Gáruhöfundur læt- ur því ekki undir höfuð leggjast að bera vitni um sinn afbragðs kúr til að eyða stressi. Uppskrift- in 15 km röskleg skiðaganga i hreinu lofti og sólskini í Bláfjöll- um, með eftirfarandi neyslu á glænýjum rauðmaga, sem gripinn er upp af vagni niðri við höfnina í heimleiðinni og neytt með kampa- víni til afslöppunar. Likamleg þreyta líður burt og uppsöfnuð streita hverfur á mettíma. Lfður yfir í 8 tíma væran nætursvefn. Mátti raunar ekki á milli sjá hvor var rauðari, sólbrunninn skíða- göngumaðurinn eða nýveiddur rauðmaginn. Hvílíkt lúxuslíf! Og svo vaknað óþreyttur til nýrra átaka á mánudagsmorgni. Að visu höfðu fregnirnar um fall foringjans vors Geirs af þingi ekki verið uppörvandi fyrir and- ann í upphafi skiðaferðar. En að- gerð af þessu tagi svifar öllum úhyggjum frá og uppörvar Pollý- önnuaðferðina — að koma auga á bjartar hliðar á hverju máli. Sem ég stikaði þarna á spýtunum vest- ur heiðina, þar sem útsýni verður fegurst til Reykjavikur og Esj- unnar, kom mér i hug að kannski væri ekki svo afleitt eftir allt saman að fá f þessum efnahags- þrengingum þjóðarinnar til for- ustu ráðherra, sem mætti vera að því að einbeita sér að björgun- arstörfum, ótruflaður af löngum skyldusetum á þingi. Hafði ég ekki alltaf verið að halda þvi fram að ráðherrar ættu að víkja af þingi fyrir varamönnum sínum, eins og þeir gera f Frakklandi, þegar þeir taka við stjórnartaum- um í ríkisstjórn? Svo mikilvægt væri verkefnið að vera ráðherra að það væri fullt starf fyrir hvern og einn. Ef ráðherrarnir mættu einbeita sér að stjórnarstörfum einum, þá þyrfti kannski ekki fimmti hver þingmaður að sitja á ráðherrastóli, eins og síðast. Mætti komast af með færri. Hinir gætu þá snúið sér alfarið að þing- störfunum. Vitanlega verður slík- ur ráðherra að hafa fullan stuðn- ing þingfloks síns og meirihluta- fylgi í þingsölum, þótt verkaskipt- ing sé á störfum. Þessi hugleiðing fannst mér hreint ekki svo vit- laus, sem ég stikaði yfir fannirnar og fann margsvfsleg rök fyrir henni. Annars hefi ég alltaf dáðst svo að þeim, sem geta verið á tveimur stöðum i einu. Sjálf er ég alltaf að reyna að gera allt í einu og raða verkefnunum saman á daginn eins og púsluspili. Verður til þess að verkin breiðast yfir allan dag- inn frá morgni og fram á kvöld og flæða út yfir helgarnar. Svo mað- ur fyllist öfund, þegar horft er upp á þá sem kunna að sitja á tveimur fundum á aðskiljanlegum stöðum á sama tíma og missa ekki af einu. Það sýnist við fyrstu sýn hreint ekkert auðvelt til úrlausn- ar. Vinnutími á flestum stöðum frá kl. 8—9 og fram til 4—5 síð- degis, fastir fundir alþingis byrja kl. 2 frá mánudegi til fimmtudags yfir þingtímann og nefndarfundir á morgnana, borgarráð situr tvo daga í' viku frá kl. 11—12 að morgni og langt fram eftir degi, en borgarstjórn annan hvern fimmtudag frá 5 og fram á kvöld eða nóttina, en borgarnefndir dreifðar á daginn eins og skæða- drífa. Þetta verður ekkert auðvelt fyrir þá sem öllu þurfa að bjarga og enginn má án vera. Þessvegna dáist ég alltaf að þessu fólki, sem leysir svo flókið viðfangsefni af hendi eins og að drekka vatn að vera á mörgum stöðum í einu og fara létt með það. Og svo að lesa allar skýrslurnar, sem berast til að kynna sér fyrir hvern fund. Sem ég nú vegna úrslitanna í þingkosningunum var að fagna því að konum hefði þó fjölgað á þingi í einu stökki, svo að nú væri þar að magni til efni í heila stjórn — eins og sést á myndinni af þeim heima hjá henni Ragnhildi Helga- dóttur — og velta því fyrir mér hvort kona myndi nú eftir langt hlé setjast á ráðherrastól, þá rifj- aðist það upp að efsta kona kvennalistans vildi ekki láta kalla sig þingmann heldur þingkonu. Hún yrði þá óhjákvæmilega ráðskona, ef ráðherraembætti félli henni í skaut. Hálf kunni ég illa við þetta. Kannski eru það bara fordómar. Ráðskonustörf falla jú óneitanlega undir reynsluheim kvenna. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ! Reykjavíkurbréf j !......... Laugardagur 30. apríl .............} Frá Reykjavík Ljósm. Helgi HallvarAsson. Eftirmál um kosningar Það er góður siður í útlöndum, hvað stjórnmálamenn þar eru snöggir að taka ákvarðanir, þegar tímamót ber að höndum. Þetta á ekki sízt við, þegar kosningar leiða augljóslega til stjórnarskipta. Þá stendur ekki á oddvitum fráfar- andi stjórna að segja umsvifalaust af sér. Ríkisstjórn dr. Gunnars Thor- oddsen tók sér hins vegar fjögurra daga frest áður en hún gerði það upp við sig, að leggja fram lausn- arbeiðni. Að vísu voru einstakir ráðherrar þá orðnir býsna óþol- inmóðir og tveir þeirra, ólafur Jó- hannesson og Tómas Árnason, höfðu tekið ákvörðun um að segja af sér, ef forsætisráðherra bæðist ekki lausnar fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar allrar. Að lokum var sú ákvörðun þó tekin. Upphaf og endalok þessarar ríkisstjónar eru því með sínum hætti. Óneitanlega er það umhugsun- arefni, hve erfiðlega ætlaði að ganga að framkvæma kosningar til Alþingis á laugardag fyrir viku, vegna veðurfars og samgönguerf- iðleika. Þegar desemberkosningar voru ákveðnar 1979, var Morgun- blaðið meðal þeirra, sem ekkert töldu því til fyrirstöðu að efna til kosninga á þeim árstíma, þar sem samgöngur væru orðnar svo góðar um land allt, vegir fullkomnir og fjölbreytni samgöngutækja svo mikil, að ekki ætti að vera erfið- leikum bundið að efna til kosninga á hvaða árstíma sem væri. Fram- kvæmd desemberkosninganna gekk mjög vel. En þeir erfiðleikar, sem um skeið virtust blasa við á framkvæmd kosninganna hinn 23. apríl sl. eru áminning um, að þrátt fyrir góða vegi og samgöngur í lofti og á sjó, er veðurfar hér með þeim hætti, að eftir fengna reynslu sýnist meira en hæpið að efna til almennra kosninga á árs- tíma, þegar ekki er nokkuð örugg vissa fyrir, að samgöngur verið greiðar um land allt. Skoðanakannanir settu meiri svip á þessa kosningabaráttu en nokkru sinni fyrr. Morgunblaðið birti nú í fyrsta sinn niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi flokk- anna, sem Hagvangur hf. fram- kvæmdi óg naut til þess ráðgjafar frá Gallup-stofnuninni. öll vinnu- brögð við skoðanakönnun Hag- vangs hf. voru til fyrirmyndar og var þetta í fyrsta sinn, sem skoð- anakönnun fór fram á fylgi flokk- anna í kosningum, þar sem beitt var viðunandi vinnubrögðum. Væntanlega verður skoðanakönn- un Hagvangs hf. til þess, að aðrir aðilar, sem um skeið hafa fram- kvæmt skoðanakannanir hér, taki upp áþekk vinnubrögð og raunar ekki óeðlilegt, að löggjöf verði sett um skoðanakannanir, þar sem kveðið er á um það, hvernig að framkvæmd þeirra skuli staðið. Skoðanir eru skiptar um það, hvaða áhrif skoðanakannanir hafa á úrslit kosninga og sjálfsagt verður það seint fullreynt eða sannað. Þó er ekki úr vegi að ætla, að bæði Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag hafi notið góðs af slakri útkomu þessara tveggja flokka í skoðanakönnunum. Hún reyndist þeim sú viðspyrna sem þeir þurftu á að halda í kosningabaráttunni. Auk þess að setja ákveðnar reglur um framkvæmd skoðanakannana er umhugsunarefni, hvort ákveða eigi, að skoðanakannanir verði að birtast hæfilegum tíma fyrir kjör- dag, en slík lagaákvæði eru sums staðar erlendis, til þess að draga úr líkum á því, að niðurstöður kannana hafi áhrif á úrslitin. Njósnastarfsemi í Svíþjód Sænska skýrslan um kafbáta- ferðir Sovétmanna við Svíþjóð hefur vakið heimsathygli og á eft- ir að hafa djúpstæð áhrif á al- menningsáiitið á Norðurlöndum í garð Sovétríkjanna. Birting skýrslunnar hefur leitt til marg- víslegra umræðna um njósna- starfsemi Sovétmanna í Svíþjóð og raunar á Norðurlöndunum öll- um. Fyrir nokkrum dögum birtist athyglisverð blaðagrein eftir sænskan blaðamann í bandarísku blaði, en blaðamaður þessi er dálkahöfundur við Svenska Dag- bladet í Stokkhólmi, Mats Jo- hansson að nafni. í blaðagrein þessari segir höfundur, að sovét- menn hafi reynt að smjúga inn í 205 af 1.359 fyrirtækjum í Svíþjóð. Sérstök áherzla er lögð á háþróuð tæknifyrirtæki, þar sem Sovét- menn þurfa mjög á slíkri tækni að halda. Höfundurinn segir, að fyrir nokkrum árum hafi sovézku raf- eindafyrirtæki, Elorg, sem stjórn- að er af KGB-njósnaranum Viktor Kedrov, tekizt að kaupa bandarísk rafeindatæki frá sænska fyrirtæk- inu Datasaab, þótt sænska fyrir- tækið hefði ekki útflutningsleyfi fyrir þessum tækjabúnaði, sem nú er notaður í sovézkum flugvélum. Mats Johansson segir í grein sinni, að sænska öryggislögreglan hafi sett upp sérstaka deild til þess að verjast iðnaðarnjósnum. Um síðustu jól vísaði sænska rík- isstjórnin þremur Sovétmönnum úr landi, sem höfðu reynt að afla tæknilegra upplýsinga frá tveimur heimsþekktum sænskum fyrir- tækjum, Ericsson og Saab-Scania. Mistök sovézku njósnaranna voru þau, að byggja á sænskum verk- fræðingi, sem reyndist vera gagn- njósnari í þjónustu sænsku örygg- islögreglunnar. Sænski blaðamaðurinn segir, að Sovétmönnum hafi tekizt að smjúga inn í bæði sænska herinn og sænsku öryggislögregluna. Hann minnir á, að 1970 hafi með- limur öryggislögreglunnar, sem hafði aðgang að hernaðarupplýs- ingum, verið dæmdur fyrir land- ráð, þar sem hann hafði selt sov- ézkum njósnurum verðmætar upplýsingar um fimm ára skeið. Sovétmenn eru ekki þeir einu, sem stunda njósnastarfsemi í Sví- þjóð að sögn sænska blaðamanns- ins. Árið 1979 vísuðu sænsk stjórnvöld tveimur pólskum sendi- ráðsstarfsmönnum úr landi en þeir höfðu njósnað um pólska út- laga í Svíþjóð. Þegar öryggislög- reglan rannsakaði hóp pólskra listaverkasala, sem ferðuðust um landsbyggðina í Svíþjóð undir því yfirskini að selja listaverk, kom í ljós, að þarna voru á ferð kjarn- orkuvísindamenn og verkfræð- ingar með fulla vasa af hernað- arkortum. Sovétmenn njósna einnig um sovézka útlaga í Sví- þjóð. Fyrir einu ári vísaði sænska ríkisstjórnin úr landi sovézkum sendiráðsstarfsmanni, sem um sex ára skeið hafði njósnað um útlaga frá Eystrasaltslöndunum. Mats Johansson segir, að talið sé, að Sovétmenn noti Stokkhólm sem eins konar miðstöð fyrir Sovét- menn, 3em reknir eru frá öðrum löndum. Æðsti maður KGB í Sví- þjóð nefnist Vladimir, Koretski, en hann var einn af 105 sovézkum sendiráðsstarfsmönnum, sem vís- að var frá Bretlandi 1971 í frægu njósnamáli. Á síðasta ári neitaði sænska ríkisstjórnin að hleypa aftur inn í landið sovétmanni að nafni Nicolai Neiland, en hann var eitt sinn forstöðumaður hinnar svonefndu APN-„fréttastofu“ í Svíþjóð. Neiland átti að verða sendiherra Sovétmanna í Svíþjóð og taka við af öðrum KGB-manni, sem því starfi gegndi. Til viðbótar við allt þetta segir sænski blaðamaðurinn, að sovézka flugfélagið Aeroflot noti á flug- leiðum til Stokkhólms herflug- menn frá sovézka flughernum, augljóslega til þess að þeir geti þjálfazt í flugi á þessari leið. Þetta er til viðbótar við kafbátaferðirn- ar, sem allir þekkja. Reynsla okkar Upplýsingar sænska blaða- mannsins eru hinar athyglisverð- ustu, en þær eiga ekki að koma okkur á óvart. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum var tveimur sovézkum sendiráðsstarfsmönnum hér í Reykjavík vísað úr landi, en þeir höfðu reynt að fá íslending til þess að njósna fyrir sig. Þessi fs- lendingur hafði hins vegar sam- band við lögregluna. Fyrir nokkrum árum kom hing- að nýr sovézkur sendiherra, Far- afonov að nafni. Við athugun kom í ljós, að hann hafði vakið athygli öryggislögreglu víða um Vestur- lönd mörgum árum áður og raun- ar svo mjög, að hinn heimsfrægi bandaríski blaðamaður C.L. Sulzberger lýsti honum sem „súper“-njósnara í grein í New York Times, þegar á árinu 1967! Þessi maður var gerður að sendi- herra á íslandi og hefur bersýni- lega mikið þótt við liggja. Fjöl- mörg fleiri dæmi mætti nefna af þessu tagi. Er þetta nauðsynlegt? Spyrja má í ljósi þeirra frétta, sem nú berast frá Svíþjóð um kafbátamálin og Morgunblaðið skýrir rækilega frá í dag, laugar- dag, og þeirra upplýsinga, sem hér hafa verið raktar, hvort við erum nægilega vel á verði. Árum saman höfum við leyft svokölluðum sovézkum vísinda- mönnum að koma í vísindaleið- angra hingað til lands. Þeir hafa ferðazt um landið að vild. Við leyf- um sovézkum skipum að koma hér í höfn, eins og ekkert sé sjálfsagð- ara. Við leyfum sovézkum flugvél- um að millilenda á Keflavíkur- flugvelli. Til marks um áhuga Sovét- manna á íslandi og íslenzkum málum, er sú staðreynd, að fyrir nokkrum árum leituðu sovézkir sendiráðsstarfsmenn stíft eftir því við íslenzka aðila, að Aeroflot tæki að sér millilandaflug íslend- inga að einhverju leyti, þar sem íslendingar væru greinilega í vandræðum með flugrekstur sinn, og bentu sérstaklega á, að Aero- flot flygi nú þegar frá Moskvu til Luxemborgar og gæti auðveldlega haldið þaðan áfram til Keflavíkur. Af svipuðum toga voru óskir Búlg- ara fyrir allmörgum árum um að gera við okkur loftferðasamning, til þess að Búlgarar gætu tekið upp áætlunarflug til íslands! Á sl. sumri gerði fráfarandi rík- isstjórn, eins og frægt er orðið að endemum, efnahagssamvinnu- samning við Sovétmenn, sem þeir ætla sér m.a. að nota til þess að ná fótfestu í virkjunarframkvæmd- um á íslandi. Hingað til hafa flestir stjórn- málamenn og embættismenn litið svo á, að allt væri þetta saklaust, hvort sem um var að ræða „vís- indaleiðangra", heimsóknir í hafn- ir, viðdvöl á Keflavíkurflugvelli, eða hvaðeina, sem Sovétmönnum hefur dottið í hug að fara fram á. Fréttirnar, sem þessa dagana berast frá Svíþjóð, valda því hins vegar að gera verður þá kröfu til stjórnvalda, að þau taki öll sam- skipti okkar við Sovétmenn upp til endurskoðunar í ljósi reynslu Svía og þeirra upplýsinga, sem þar er að fá um vinnubrögð og aðferðir. Það er verðugt verkefni fyrir nýja ríkisstjórn að gera þessu máli rækileg skil, og væri þá ekki úr vegi að kanna sérstaklega aðdrag- anda þess samnings, sem gerður var á sl. sumri við Sovétmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.