Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 Ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1. maí 1983 Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga (ICFTU), sem 134 laun- þegasamtök í 94 löndum og 5 heimsálfum eiga aðild að, vill i til- efni af 1. maí, baráttu- og hátíð- isdegi verkafólks, benda á að ástandið í heimsmálunum hefur farið ört versnandi á allra síðustu árum. Almennt séð er ástandið slæmt, og í mörgum hlutum heims ríkir neyðarástand. Að minnsta kosti 30 milljónir atvinnulausra eru í 24 ríkjum OECD. í þróunarlöndunum nemur fjöldi atvinnulausra og þeirra sem enga reglulega atvinnu hafa hundruðum milljóna. Ársmeðaltal hagvaxtar í heim- inum, sem var 5,5% á 7. áratugn- um, féll á 8. áratugnum niður í 4,3% og stendur nú á núlli. Horfur eru á að heimsverslunin muni rýrna um 5% á yfirstand- andi ári. Mörg ríki þriðja heimsins skulda sem svarar 600 þús. milljón dollurum og flest af þessum ríkj- um eru orðin ófær um að greiða vexti af þessum lánum. Dag hvern deyja um 40 þúsund börn í heiminum úr hungri, — i heimi, þar sem framleidd eru næg matvæli fyrir allt mannkynið, en þar sem æ betur kemur í ljós van- geta til að dreifa matvælum þang- að sem þörfin er brýnust. Nú reynir meir en nokkru sinni fyrr á að alþjóðasamtök ræki þá skyldu sina að vinna á ábyrgan hátt að lausn þess ófremdar- ástands sem ríkir í heiminum. Alþjóðahreyfing frjálsra verka- lýðsfélaga hefur ítrekað gert bein- ar tillögur um hvernig leysa megi efnahagsvandann í heiminum og afstýra þeirri hættu, sem stafar af því upplausnarástandi, sem nú ríkir víða. Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga minnir á fyrri afstöðu sína til þessara mála, og með til- vísun til ráðherrafundar OECD- ríkja í maíbyrjun og toppfundar- ins í Willamsburg í maílok, skorar sambandið á ríkisstjórnir að sam- ræma stefnu sína. Alþjóðasam- band frjalsra verkalýðsfélaga leggur áherslu á nauðsyn þess að ná raunhæfum árangri í endur- skipulagningu alþjóðagjaldeyris- kerfisins og alþjóðaverslun. Lækka þarf vexti, gera gengi stöð- ugra og móta stefnuna í orkumál- um. Tryggja verður að aðstoð við þróunarlöndin nái 0,7 prósentum af þjóðarframleiðslu iðnríkjanna og að öllum körlum, konum og börnum í heiminum verði tryggð matvæli. 13. þing Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga, sem haldið verður 23.—30. júní 1983 í Noregi, mun gera úttekt á efna- hagslegu og félagslegu ástandi við umræður undir dagskrárliðnum „Full atvinna og útrýming ör- birgðar". Þingið mun einnig álykta um hver skuli verða stefna frjálsrar verkalýðshreyfingar næstu fjögur árin. Tvö önnur efni, sem fjallað verður um á fyrirhuguðu þingi Al- þjóðasambands frjálsra verka- lýðsfélaga eru „Verkalýðsréttindi" og „Friður, öryggi og afvopnun". Grundvallarverkalýðsréttindi eru óframseljanlegur réttur verkafólks, og hlutverk frjálsra verkalýðshreyfinga er þýðingar- meira á okkar dögum en nokkru sinni fyrr, því að víðsvegar i heim- Fallegasta hártískublað á Norðurlöndum! Nýlega var haldirm fundur formanna Noröurlanda- sambands hársnyrtifólks. Þeirra álit er, aö ekki sé gefiö út vandaöra hársnyrtiblaö á Noröurlöndum en Hár & fegUPÖ Viö kunnum vel aö meta álit formannanna. Viö bend- um Ifka á aö blaöiö stækkar stööugt, efnisval veröur fjölbreyttara og vandaöra meö hverju tölublaöi. Meö bestu kvedju, Hár & fegurö Sími 28141 inum eru mannréttindabrot dag- legt brauð og þar bitna ofsóknirn- ar oft fyrst á forsvarsmönnum verkafólksins. Frá árinu 1980 hafa um 80 velþekktir verkalýðsfor- ingjar orðið fórnarlömb pólitískra morðtilræða. Þúsundum virkra fé- laga í verkalýðsfélögum hefur ver- ið varpað í fangelsi eða þeir lokað- ir með valdi inni á geðsjúkrahús- um. Svo til allstaðar, þar sem ein- ræðisstjórnir eru við völd — í ýmsum ríkjum Mið- og Suður- Ameríku, i Sovétríkjunum, Pól- landi, Tyrklandi, Suður-Áfríku o.s.frv. — eru verkalýðsréttindi takmörkuð eða þau hafa jafnvel verið algjörlega afnumin. Ekki líður svo dagur að Al- þjóðasamband frjálsra verkalýðs- félaga blandi sér ekki í málin í einhverjum hluta heims, til þess að mótmæla aðgerðum stjórn- valda sem brjóta í bága við alþjóðasamþykktir um félaga- frelsi. Við höfum nýlega orðið vitni að því að frjáls verkalýðs- samtök væru bönnuð, að félaga- frelsi væri takmarkað, verkalýðs- réttindi smám saman skorin niður, skuldbindingar verkalýðs- félaga tekin til endurskoðunar og eignir virkra félaga í verkalýðsfé- lögum gerðar upptækar. Við öll, verkafólk um víða ver- öld, verðum að taka höndum sam- an og sameinast innan alþjóðlegra samtaka i viðleitni okkar til að styðja þá mörgu, sem víða um lönd hætta lífi sínu og setja sig upp á móti yfirgangi ríkisstjórna og at- vinnurekenda til þess að verja frelsi og rétt verkalýðsfélaga, en þau eru grundvallarskilyrði fyrir eðlilegri sambúð hinna ýmsu þjóð- félagshópa. Annað hvort er fullt lýðræði eða ekkert lýðræði. í landi, þar sem verkafólk nýtur ekki grundvallarréttar, er ekkert lýðræði. Viðurkenning mannréttinda, réttlát dreifing framleiðsluvara og þróunar og friður við félagslegt ðryggi, á því einu grundvallast framtíð mannúðar og þessi atriði eru þeim mun mikilvægari sem framleiðsla háþróaðra kjarnorku- og hefðbundinna vopna skapar ógn, sem leitt getur til tortím- ingar okkar allra, hvar sem er f heiminum. Vegna þessa verður fjallað um efnið „Friður, öryggi og afvopnun" á þingi Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga í júní. í samræmi við áskorun framkvæmdastjórnar sambandsins í árslok 1981 um að þegar í stað yrðu hafnar á ný af- vopnunarviðræður, munu full- trúar á þinginu, sem eru um- boðsmenn 85 milljóna verkafólks og fjölskyldna þess, gera úttekt á því hvernig þessum viðræðum hef- ur þokað áfram og taka ákvörðun um til hverra aðgerða verkalýðs- félögin eigi að grípa. Brauð, friður og frelsi. Þetta hafa verið einkunnarorð Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýösfélaga allt frá stofnun þess 1949.1. maí munu milljónir verkafólks í öllum heimshornum safnast saman til þess að árétta markmið þessara einkunnarorða. Þetta markmið er mikilvægt. Stöndum saman og þá verður þess ekki langt að bíða að árangur ná- ist. Lengi lifi 1. maí. Lengi lifi frjáls verkalýðshreyfing. 1. maí ávarp Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafn- arfirði og Starfsmanna- félags Hafnarfjarðar Á baráttudegi verkalýðsins 1. maí 1983 blasa hrikalegri vanda- mál við verkafólki en oftast áður. Lífsbaráttan fer dagharðnandi, verðbólguhraði nálgast 100%, kaupmáttur launa hríðversnar og erlend skuldasöfnun stefnir í óefni. Alvarlegt atvinnuleysi hef- ur verið landlægt undanfarna mánuði og enginn bati fyrirsjáan- legur. Ráðaleysi stjórnvalda er algert og tilburðir ríkisstjórnar hafa verið á þann veg að segja má að landið hafi verið stjórnlaust um langan tíma. AUt gerist þetta á sama tíma og verkalýðshreyfingin hefur gert hógværari og lengri samninga en þekkst hafa um árabil og á þann hátt gefið stjórnvöldum gott tóm til að byggja upp farsæla atvinnu- og efnahagsstefnu þjóðinni til handa. En í stað þess að nýta meðbyr- inn hafa stjórnvöld setið með hendur í skauti og slíkt er aðgerðaleysið að jafnvel einstakir þingmenn hafa talið vansæmd af að taka þátt í störfum hæstvirts Alþingis. Á sama tíma hamrar atvinnu- rekendavaldið á því að verðbætur á laun verði að skera niður, þvf þær séu orsök vandans. Þessum staðhæfulausu fullyrð- ingum vísar verkalýðshreyfingin á bug og bendir á að ef vara og þjón- usta hækka ekki, þá taka laun ekki hækkunum vegna dýrtíðarbóta. Það er ljóst að nú þegar verður að stöðva þessa óheillaþróun, þjóðin þolir ekki slíka óreiðu. Það er jafnljóst að verkalýðs- hreyfingin ein er megnug, með samtakamætti sínum, að beita þeim þrýstingi sem nauðsynlegur er svo blaðinu verði snúið við. Verkalýðshreyfingin verður að kalla nýkjörna alþingismenn til ábyrgðar og krefjast þess að þeir stjórni landinu af þeirri einurð og festu sem af þeim er ætlast, svo allir landsmenn geti búið við at- vinnuöryggi og mannsæmandi kjör. Verkalýðshreyfingin hefur marga hildi háð, og árangur ætíð ráðist af samstöðu verkafólks. Nú ber brýnni nauðsyn en oft áður til að verkafólk um land allt snúi bökum saman og geri öllum það ljóst, að við erum reiðubúin til fórna í baráttunni fyrir bættum kjörum verkafólki til handa. Fram til baráttu hafnfirskt verka- fólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.