Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 23 Blásarakvintett KinartTlharmoniunnar, sem Sigríður Vilhjilmsdóttir leikur með. Þegar hún fer aftur til Koblenz er næsta verkið einmitt að leika með blásarakvintettinum vortónleika í Blumenhof. unni. Ef vantar hljóðfæraleikara á æfingu þar, þá segja þeir bara: Hann kemur áreiðanlega í kvöld og byrjar æfinguna. Ekki í Þýska- landi! — Hvaða hljómsveitir voru þetta sem þú lékst með? — Ég fór að spila í austurrísku unglingahljómsveitinni, sem m.a. tók tvo óbóleikara frá Berlín með í hljómleikaferð til Frakklands og Italíu. Og ég lék með RIAS- útvarpshljómsveitinni, sem stofn- uð var eftir stríð og hefur verið við lýði alltaf síðan og þykir mjög góð. Nú, og það er hluti af náminu hjá Karajan-stofnuninni að maður er látinn spila með Berlínar fíl- harmoníunni, og það fékk ég að gera. Vilja engar konur — Ef ég man rétt, þá er þar ekki nokkur kona. Sagt að þessi virðulega hljómsveit vilji ekki konur. Varðstu vör við það? — Já, já, ég varð vör við það. Þetta er hljómsveit sem byggir á gömlum erfðavenjum, hefur verið í 100 ár án kvenna, nema að annar hörpuleikarinn er kona. Og hún er reyndar ekki fastráðin. Við vorum bara þrír óbóleikararnir við skól- ann, tveir karlmenn, Japani og Austuríkismaður, og ég var látin leika í hljómsveitinni. Síðan hefur þetta breyst, því nú hefur verið ráðin ein kona sem fiðluleikari í hljómsveitina. Og miklar deilur milli hljómsveitarinnar og Karaj- ans, sem vildi ráða kvenklarinett- leikarann Sabin Mayer, enduðu nýlega með því að hún var ráðin — hversu lengi sem hún verður nú þarna. Mér er alveg sama um þetta. Þeir mega halda sínum hefðum fyrir mér. Það er svo mik- ið af öðrum góðum hljómsveitum. En það var mjög góð og ströng þjalfun að leika þarna. — Er Karajan eins erfiður í umgengni sem hljómsveitarstjóri og af er látið? — Hann getur verið óskaplega vondur og grimmur. En hann get- ur líka verið ákaflega elskulegur maður. Þetta fræga fólk er bara rétt eins og hver annar, þegar maður hefur kynnst því svolítið. Karajan er heillandi maður og menn bera ákaflega mikla virð- ingu fyrir honum. — Mér skilst að almennt beri fólk ákaflega mikla virðingu fyrir þeim sem leika f Fílharmoníu- hljómsveit Berlínar. Hver sem það hefur gert, hafi uppfrá því fengið stóran gæðastimpil. Hvernig er andrúmsloftið í þessari hjóm- sveit? Eru menn ekki merkilegir með sig? — Það er mjög mikil samheldni innan hljómsveitarinnar, segir Sigríður. Og móðir hennar segir mér frá því hve hissa hún hafi orðið á hljómleikum, þegar búið var að leika verk eftir nútíma- tónskáld sem kom upp á sviðið og tók við lófaklappi, en hljómsveit- armennirnir tóku þá til við að baula á hann. Þeim líkaði ekki verkið. Og talið berst að öðrum atburði, sem fyrir hana kom á öðr- um tónleikum þar sem Sigríður lék annað óbóið með Fílharmoníu Berlínar. Konan við hliðina á henni fór að spyrja hana hvort hún væri ekki ákaflega stolt. Sagði: Þetta er Fílharmonía Berl- ínar og dóttir þín situr þarna og leikur með henni! Fannst hún ekki skilja eða gera sér nægilega grein fyrir hve stórkostlegur atburður þetta væri. Sigríður hlustar á okkur og hlær við. — Já, Þjóðverjum finnst óskaplega mikið til um hljóm- sveitina sína. Og þeir eru yfirleitt ákaflega mikið fyrir góða tónlist. í Berlín eru 3 stórar sinfóníu- hljómsveitir og fjölmargar minni. Og það er alltaf fullt á öllum tón- leikum og leiksýningum, sem eru margar. Alltaf svo mikið um að vera í menningarlífinu þar. Það er kosturinn við að vera í Berlín. Aft- ur á móti er maður dálítið einang- raður þar, ef maður vill fara eitthvað. Það tekur 3 klukkutíma í lest bara að komast út fyrir Austur-Þýskaland. Götuspil og blásarakvintettar Eftir fjögurra ára námsdvöl í Berlín flutti Sigríður sig til Kobl- enz. — Ég fór ekki í fast strax, enda var ég ekki ákveðin í að fara í hljómsveit, segir hún. — Svo sendi ég umsókn til Koblenz og var látin prufuspila ásamt 7 eða 8 öðrum. Einn þeirra var búinn að leika með hljómsveitinni í hálft ar, og það var leiðinlegt að hann skyldi þurfa að hætta. En ég var fastráðin hjá Rheinische Philharmoni-unni þar í borg. Hljómsveitin spilar mikið, þjón- ar öllu héraðinu og fer á milli borga. Haldnir 8—12 hljómleikar á mánuði. Þá er ekið þangað í bíl og heim eftir tónleikana, kannski upp í 3ja tíma ferð. Leikið er í leikhúsinu í Koblenz en tónleikar haldnir í Rhein — Mosel Hall. Á árinu 1984 eiga að fara fram breytingar á leikhúsinu og þá verður Rínar fílharmonían send í hljómleikaferðir til Spánar, Frakklands og Bandaríkjanna á meðan, svo mikið stendur fyrir dyrum hjá henni. — Þetta er ekki svo slæmt, seg- ir Sigríður, — því stundum hefur maður tvo heila frídaga á milli. Aðra daga er æfing og hljómleikar eða jafnvel tvær æfingar. En ég hefi alltaf mikið að gera, því ég leik með tveimur öðrum blásara- hljómsveitum, blásarakvintett úr Rínar fílharmoníunni, sem m.a. leikur nú á vördögum í Blumen- hof, sem er í svokölluðu Þýska- horni, þar sem árnar Rín og Mósel mætast. Þar spilum við serenöðu og kammermúsík. Vortónleikarnir fara að byrja þegar ég kem til baka núna. Fyrst leikum við Moz- art. Þetta eru vinsælir tónleikar. Hvert sæti jafnan setið. — Er ekki dálítið erfitt að koma þessu við fyrir þá sem leika í Fílharmoníunni? — Jú, það getur verið býsna flókið. Einkum þar sem hinn kvintettinn, Marsyas Ensemble, er myndaður af hljóðfæraleikurum, sem búa dreift. Tveir eru í Bonne, einn í Karlsruhe, einn í Stuttgart og svo ég í Koblenz. Þar hittumst við venjulega hjá mér og æfum í 4—5 daga einu sinni í mánuði. Ég verð þó að fara á æfingu á morgn- ana þrátt fyrir það. Þess má geta, sem hún nefnir ekki, að síðan hún kom til Koblenz hefur hún leikið einleik með hljómsveitinni og fengið ákaflega góða dóma. Nú síðast skrifaði gagnrýnandi Neuwieder Zeitung 14. mars sl.: „Sigríður Vilhjálms- dóttir hafði sólóana i C-moll Fash og Cimarosa óbókonsertunum, sýndi tilfinningu fyrir melódramatískri framvindu með löngum samfelltum „bogatóni". Hún hafði mjög áhrifaríka mótun með stuðningi hljómsveitarinnar." Það kemur í ljós í spjalli okkar, að Sigríður hefur ekki eingöngu leikið í virðulegum hljómleikasöl- um síðan hún hélt utan. Hún kvaðst oft hafa spilað með selló- leikara á götum úti í Berlín, Vín- arborg, Prag og víðar. Fjármagn- aði heilt ferðalag á þann hátt. — Það er lang skemmtilegast, sagði hún. — Fólkið gefur sér raunverulega tíma til að stansa og hlusta á heilu sónöturnar. Kemur svo á eftir til manns til að spjalla. Já, já, það borgar fyrir sig. Eitt sinn kom til dæmis til mín kona og þrýsti 100 mörkum í lófa mér. Kvaðst ekki ætla til Bayreuth í ár, svo hún hefði vel efni á að borga fyrir þetta. Smáatriðin skipa máli Og nú er Sigriður komin heim til að leika fyrir landa sína einleik á óbó með Sinfóníuhljómsveitinni Mozart-konsert í C-dúr. Aðspurð kvaðst hún hafa verið með hann á efnisskrá hjá sér í 5 ár, enda verði að hafa hann tiltækan fyrir allar prófanir, því þar er að finna allt sem sýnt getur hvort óbóleikari getur eða getur ekki. Hún kvaðst hlakka til þessa verkefnis. Er hún ekkert taugaóstryk fyrir tónleika? Hún kvaðst ekki vera mikið taugaóstyrk, ef ekkert sér- stakt komi fyrir. En hún sagðist vilja mæta snemma og vera viss um að allt væri í lagi. — Fyrir mig skipta slík smáatriði og und- irbúningur miklu máli, segir hún. — Hvað liggur svo fyrir hjá henni í framtíðinni? Fyrst er að ljúka næsta hljómleikatímabili i Koblenz, enda er hún fastráðin þar. Síðan veit hún ekki hve lengi hún heldur áfram. Gjarnan hefði hún viljað leika í útvarpshljóm- sveitum í borgum eins og Munch- en eða Köln, en ekkert rúm er þar laust fyrir óbóleikara. Henni líkar raunar ákaflega vel í Koblenz. — Ætli maður taki sér ekki nokk- ur ár í viðbót erlendis. En ég er búin að vera 9 ár í burtu, og maður sér alltaf betur og betur að heima er best. E. Pá. frá íslenskri náttúru sem hef- ur heillað mig allt frá barns- aldri. Ég var meira og minna í sveit frá þriggja ára aldri til átján ára aldurs, og það hefur sín áhrif. íslensk sveit, íslensk náttúra og bændameninng er mér í blóð borin. Ég held að svipaða sögu sé að segja af öllum þeim listmál- urum, sem búa erlendis, ísland verður þeim alltaf ofarlega í huga. Þannig var þetta til dæmis með Nínu Tryggvadótt- ur, sem ég þekkti vel; hún var alltaf að mála ísland, þótt hún byggi í fjarlægum löndum ára- tugum saman." — Svo þú átt þér ekki upp- áhaldsmálara í Bandaríkjun- um? „Það væri þá helst Joan Mitchel, hún er mjög skemmti- legur málari, og mér finnst stundum eins og eitthvað sé skylt með okkur eða því sem við erum að gera. Bandaríkja- menn eiga annars mjög marga góða listmálara, og óvíða ef nokkurs staðar er meira um að vera á þessu sviði en í Banda- ríkjunum. Ótölulegur fjöldi góðra listmálara er í New York, og hið sama á við um margar aðrar borgir.“ Aukið listalíf í Washington — Hvernig er Washington hvað þetta varðar? „Þar hefur orðið mikil breyt- ing á til hins betra síðustu ár. Listlíf hefur tekið mikinn fjörkipp undanfarið, hvort heldur um er að ræða málara- list, tónlist eða eitthvað annað. Tilkoma Kennedy Center hefur til dæmis orðið til þess að lífga mjög upp á tónleikahald, mál- verkagallerí hafa sprottið upp, og nú gerist það oft að leikrit eru „prufukeyrð" í Washington áður en þau eru sett upp á Broadway í New York.“ — Þú hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Bandaríkjun- um. Er ekki erfitt að koma sér á framfæri í svona stóru landi? „Jú, vissulega er samkeppn- in hörð, og það þarf talsverða heppni til að ná langt. í Bandaríkjunum skiptir það mestu máli að komast að hjá góðum galleríum, sem taka verk til sölu. Takist manni að komast að hjá þekktum og virtum sölugalleríum geta hjólin farið að snúast hratt, en minna er um það eins og hér að ungir listamenn haldi einka- sýningar og slái ef til vill í gegn á þann hátt. Úti leggja menn gjarna fé í ákveðna lista- menn, þeim er séð fyrir að- stöðu og fjármagni eytt í að kynna þá. Takist það eru þeir á grænni grein, en þetta þarf alls ekki að þýða það að bestu listamennirnir séu þeir þekkt- ustu.“ — Hefur þú sjálf verk þín til sölu á listagalleríum af þessu tagi? „Já, ég hef verið á samningi hjá galleríi í Washington, sem nefnist The Studios, þar hanga myndirnar uppi, og þar reikna ég með að halda sýningu nú í haust." Varla nokkurs staðar meiri áhugi en hér — Og hvernig er svo að koma heim frá útlöndum með málverkasýningu? „I fyrsta lagi er það ótrúlega mikið fyrirtæki! — Það er ekki svo lítil vinna við að flytja 92 innrömmuð málverk milli landa! — En það er skemmti- legt að koma heim, og ég hef fengið ágætis móttökur, og selt margar myndir. Kunningjar koma hingað, líta á sýninguna og heilsa upp á mig í leiðinni, og svo hefur verið hér tals- verður straumur fólks, sem ég kannast ekkert við. Það er greinilega mikill áhugi hér heima á listmálun, varla er nokkurs staðar annars staðar að finna svo mikinn áhuga. Það er gott að koma hingað heim með sýningu!" Á sýningu Ástríðar Ander- sen eru sem fyrr segir 92 verk, olíumálverk og acrylmyndir. Sýningin í Háholti er opin daglega klukkan 16—22, nema um helgar þegar opnunartím- inn er frá 14—22. Sýningunni lýkur 8. maí næstkomandi. — AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.