Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1983 t Sonur okkar, ODD EIRÍKSSON NILSSEN, sem andaðlst í Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn 27. apríl, verður jarðsunginn frá Vágur Færeyjum miövikudaglnn 4. maí. Lýdía Nilssen, Eiríkur Arnar Nilssen. Eiginmaður minn og faðir, HALLDÓR SIGURBJÖRNSSON, Hólmgaröi 47, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. maí kl.1.30. Valgerður Ragnars, Ragna Halldórsdóttir, Haukur Halldórsson, Halldór Gunnar Halldórsson. + Faöir okkar, tengdafaöir og afl. HANNESÖSKARSAMPSTED, vélsmiöur, Vífilsgötu 7, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. maí kl. 3 e.h. Hanna íris Sampstad, Anna María Sampsted, Erna Sampsted, Harry Sampsted, Óskar Gunnar Sampsted, börn og barnabörn. Hékon Sigurjónsson, Garðar Guömundsson, Haukur Guömundsson, Ragnar Solonsson, Stefanía Karelsdóttir, t Bróðir minn, INGVAR JÓNSSON, Hrafnistu, sem andaöist 19. apríl, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. maí kl. 4. Kjartan Jónsson. t \nni!eya.r í)akkir fyrir samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNAR GUNNLAUGSDÓTTUR frá Gröf, Hrunamannahreppi. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Hrafnistu fyrir góöa hjúkrun. Guö blessi ykkur öll. Gunnlaugur Arnórsson, Soffía Thorarensen, og barnabörn. t Þökkum sýnda samúö viö andlát ÓSKARS BERGSSONAR, áöur til heimilis aö Bókhlööustíg 60. Vandamenn. Sigurjón Jónsson vélstjóri - Minning Fæddur 12. júní 1906 Dáinn 22. apríl 1983 Frændi minn, Sigurjón Jónsson vélstjóri er látinn, tæpra 77 ára að aldri. Hann lést eftir stutta sjúk- dómslegu 22. þessa mánaðar. Sigurjón var fæddur hér í borg 12. júní 1906. Foreldrar hans voru Sigurborg Jónsdóttir, fædd 9. janúar 1891 að Hjallbjarnarstöð- um í Skriðdal, S-Múlasýslu, hún lést 1950, og Jón Sigurðsson járnsmiður, fæddur 2. júlí 1871 að Krossi í Ölfusi, hann lést 1959. Jón, faðir Sigurjóns, rak myndar- legt verkstæði þess tíma á Lauga- vegi 54. Var hann einn þekktasti járnsmiður hér í borg, enda smið- ur góður og harðduglegur, — mað- ur fróðurog mér ógleymanlegur persónuleiki. Sigurjón ólst upp á stóru mynd- ar- og rausnarheimili. Systkinin | voru sjö, auk þess var ávallt margt um langtíma gesti, frænd- og vinafólks þessara hjóna. Á þeim sannaðist hið gullvæga máltæki „þar sem er hjartarúm þar er líka húsrúm". Börn þeirra voru auk Sigurjóns, Vilborg, gift Kjartani Hjaltested, Hólmfríður, dó ung, Ögmundur, kvæntur Ingibjörgu Sigurðardóttur, Þuríður, gift Carl Billich, Gunnar, kvæntur Jóhönnu Sveinsdóttur, og Hjalti, ókvæntur. Þegar ég nú minnist frænda míns, leitar hugurinn til þeira ára er við vorum drengir að alast upp á Laugaveginum. Koma þá í hug minn upphafslínur í ljóði Guð- mundar bróður mins „Laugavegur lífsins gata, langar mig að heilsa þér“. Já, Laugavegurinn var svo sannarlega í augum okkar lífsins gata á þessum árum. Ég held að okkur hafi fundist hann miðdepill heimsins, við þekktum svo fátt utan hans. Þar var alltaf eitthvað að gerast sem líkast var ævintýr- um. Á þessu umráðasvæði Lauga- vegsins vestan frá Klapparstíg austur að Barónsstíg áttum við, ásamt stórum vinahópi, margar og frjálsar stundir. Sigurjón var oftast sjálfkjörinn foringi hóps- ins, hann var svo ótrúlega fundvís á ýmsa þætti í leik, stundum var það græskulaust gaman við ná- ungann, en þó beindust leikirnir mest að íþróttum og á miðjum Laugaveginum var farið í hörku keppni í flestum hefðbundnum þáttum íþróttanna, en þó var knattspyrnan vinsæiust. Fyrir kom að óhöpp hentu, boltinn braut rúðu í næsta húsi, og fór kannske inn á gólf og var stundum kyrr- settur. Samningaþóf um lausn- argjald eða loforð um að gera þetta aldrei aftur, — þá var gott að hafa góðan foringja til að leysa málið. Strax á unglingsárum Sigurjóns held ég að skaphöfn hans hafi ljóslega komið fram. Hann var með afbrigðum skemmtilegur, orðheppinn og hnyttinn í svörum, frásagnarhæfni og smitandi hlát- ur hans gat komið öðrum til að veltast um af hlátri. Það kom fljótt fram að hann hafði mjög góða teiknihæfileika. Ungir fórum við í teikninám til Stefáns heitins Eiríkssonar myndskera. Þar var fólk í teikni- námi sem síðar haslaði sér völl á listabrautinni. í þeim hópi sem við vorum í var Sigurjón tvímæla- laust besti teiknarinn. Árið 1924 lauk Sigurjón námi við Samvinnuskólann og eftir það vann hann við verslunarstörf nokkurn tíma, en síðar fór hann í járnsmíðanám hjá föður sinum. Að því loknu innritaðist hann í Vélskólann og lauk prófi þaðan 1933. Ekki fannst honum þetta nægjanleg menntun og því var, að hann fór í rafmagnsdeild Vélskól- ans og lauk hann prófi þaðan árið 1936. Um þetta leyti kynntist hann ungri og fallegri stúlku, önnu Jónsdóttur, ættaðri frá Akranesi. Þau gengu í hjónaband 6. mars 1937 og hafa því verið lífsföru- nautar í hamingjusömu hjóna- bandi í 46 ár. Þau eignuðust tvö börn, Jón Rafn, járnsmiður, fædd- ur 1938, og Sigríði, fædd 1947, gift Ólafi Inga Jónssyni, kennara. Þá sneri Sigurjón sér alfarið að sjómennsku og að sjálfsögðu sem vélstjóri. Var hann bæði á línu- veiðurum og togurum, aðallega hjá Kveldúlfi hf., en lengst mun hann hafa verið á togaranum Bjarna Ólafssyni frá Ákranesi, eða í 13 ár. Sigurjón var einn hinna mörgu íslensku sjómanna sem ótrauðir sigldu öll striðsárin þrátt fyrir hættur og ógnir á sigl- ingaleið íslenskra skipa. Sigurjón hætti sjómennsku 1961 og hbf þá störf sem bókhaldari hjá bróður sínum ögmundi, sem rekur gamla fyrirtæki föður þeirra, Vélsmiðju Jóns Sigurðssonar. Þar vann hann til hinsta dags á langri starfsævi. Eins og svo oft vill verða milli frændfólks og vina skilur leiðir á langri lífsleið, og svo var með okkur frændurna, en eftir að hann fór að vinna hjá Ögmundi bróður LEGSTEINAR t Vlö þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og hlýhug vlö andlát og jaröarför móöur minnar, systur okkar og mágkonu, GUÐRÚNAR ÞORSTEIN8DÓTTUR, Álftamýri 8, Reykajvík. bóra Björk Hjartardóttir, Bragi Þorateinaaon, Frföa Sveinsdóttir, Baldur Þorsteinsaon, Jóhanna Friöriksdóttír, Jóna Þorsteinsdóttir, Sigurjón Einarsson, Helgi Þorsteinsson, Svanhlldur Björgvinsdóttír. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ODDNÝJAR AÐALBJARGAR METHÚSALEMSDÓTTUR frá Ytri Hlfö, Vopnafiröi. Friðrik Sigurjónsson, Þórir Guömundsson, Arnfríöur Snorradóttir, Elín Friöriksdóttir, Snorri Sigurðsson, Sigurjón Frióriksaon, Guörún Emilsdóttir, Valgeröur Friöriksdóttir, Sveinn Sveinason, Dóra Lára Friöriksdóttir, Ásgrímur Þorsteinsson, barnabörn og langömmubörn. MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar, mágs og frænda, SIGURÐAR JÓNS ÞORLÁKSSONAR, bifreiöaatjóra. Sverrir Þorláksson, Kolbrún Þorláksdóttir, Kristjana Guömundsdóttir, Sverrir Þór, Margrét Fannar, Einar Þór, Þórarinn. t Þökkum sýnda samúö viö andlát og útför móður minnar og ömmu, SIGRÍDAR GfSLADÓTTUR. Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimllis- ins Grundar fyrir alla hjálpina. Guömundur Valgeirsson, Sigurkarl F. Ólefsson. sfnum hitti ég hann mjög oft, enda vorum við í félagsskap um lax- veiðiá og þurftum að ræða málin — og svo var auðvitað talað um þann stóra sem sleit, eða náðist eftir svo og svo langan tíma. Auð- fundið var að þessi tómstundaiðja, laxveiðarnar, og þau ár sem við stunduðum hana voru Sigurjóni ómetanlegt og ánægjulegt tímabil, en Jón Rafn, sonur hans, var veiði- félagi hans. Ungur dáði ég Sigurjón frænda minn fyrir teiknihæfileika og einnig í bókhaldsstarfinu fyrir forkunnar fagra rithönd. Snyrti- mennska var honum í blóð borin. Með Sigurjóni er genginn góður drengur, minnisverður persónu- leiki öllum þeim sem voru sam- ferðamenn hans í lífinu. Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu hans, barna þeirra, systkina hans og allra ættingja. Sæmundur Sigurðsson Á morgun ?. maí, verður til moldar borinn Sigurjón Jónsson, vélstjóri. Hann lést í Borgarspít- alanum eftir skamma sjúkdóms- legu. Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b. 17 árum, er ég tengdist fjölskyldu hans. Hér er ekki ætlunin að rekja æviatriði Sigurjóns né ætt. Mig langar að minnast hans í þessum fáu línum með þökk í huga fyrir ógleymanlegar samverustundir. Þegar við kynntumst hafði Sig- urjón skilað farsællega ævistarfi sem vélstjóri á sjó í yfir 30 ár. Hann var kominn í land og fjöl- skyldan fékk að njóta hans. Það sem fyrst hreif mig í fari Sigurjóns var gamansemi hans og leiftrandi frásagnargleði. Aldrei heyrði ég Sigurjón hallmæla nokkrum manni, þó var hann ákaflega opinskár og falslaus maður. Við sem fengum að njóta samvista við hann mátum mikils hve hreinn og beinn hann var í orði sem athöfnum. Sigurjón kvæntist eftirlifandi konu sinni, önnu Jónsdóttur frá Akranesi, árið 1937 og það duldist engum sem kynntist þeim hjónum að milli þeirra var einstaklega ástríkt samband. Þau eignuðust tvö börn, Jón Rafn og Sigríði. Þeir feðgar störfuðu á sama vinnustað síðustu 20 árin og var samband þeirra ákaflega gott. Jón Rafn var Sigurjóni hvort tveggja í senn félagi og sonur. Þeir áttu m.a. sameiginlegt áhugamál i stangaveiði og var þá sama hvort rennt var fyrir lax eða silung. Ég var fljótlega tekinn inn í þann fé- lagsskap og áttum við saman margar góðar stundir austur við Þingvallavatn og vestur á Skarðsströnd. Sigurjón var einstaklega barn- góður og fengu eldri börn okkar, Anna Sigurborg og Ingi Rafn, að njóta þess í ríkum mæli og voru ákaflega hænd að honum. Hann kunni urmul af sögum og var óþreytandi við að fræða þau um hin margvíslegustu efni. Þau hafa misst mikið, en minningin um afa lifir. Ekki fékk nafni hans litli að njóta afa síns lengi, þvi hann er nú aðeins rúmlega hálfs árs. En mikið var Sigurjón hamingjusam- ur með litla nafna sinn. Guð styrki ástvini hans. Minningin um góðan dreng mun lifa. Olafur Ingi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.