Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.1983, Blaðsíða 28
formhonnun sf 28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MAÍ1983 Allur heimurinn er vettvang- ur „blaðamannanna" frá KGB Eftirfarandi frásögn og viðtal við rússneska „blaðamanninn“ og njósnarann Stanislav Levchenko birtist í danska biaöinu Berlingske Tidende sunnudaginn 24. apríl sl. I»að fer hér á eftir nokkuð stytt. Næstum helmingur allra sovéskra blaðamanna, sem starfa erlendis, er háttsettur í KGB, sovésku leyniþjónustunni, eða GRU, leyniþjónustu hersins, segir Stanislav Levchenko, fyrrum blaðamaður og majór í KGB, einhver þýðingarmesti undirróðursmaður Sovétmanna, sem flúið hefur til Vestur- landa. Levchenko hefur staðfest það, sem mönnum hefur lengi leikið grunur á: að margar friðarhreyfingar á Vesturlöndum og Austurlöndum fjær eru fjármagnaðar og stjórnað af KGB. Stanislav Levchenko, fyrrum foringi í KGB. Stanislav Levchenko hafði flest það til brunns að bera, sem prýða má góðan njósnara og KGB-mann. Félagslegar og hugmyndafræði- legar ástæður voru í lagi. Faðir hans var hershöfðingi og yfirmað- ur rannsóknastofnunar á vegum hersins og móðir hans var skurð- læknir. Levchenko ólst upp í Moskvu, lagði stund á háskólanám þar og fékk síðan starf við haf- rannsóknastofnunina þar í borg. Dag nokkurn var hann boðaður á fund í skrifstofum þeirrar deildar kommúnistaflokksins, sem fer með alþjóðamál, og boðið að ger- ast einkaritari og þýðandi fyrir japanska fréttaritarann í Moskvu, sem sendi þaðan fréttir til blaðs- ins Akahata, málgagns japanska kommúnistaflokksins. „Raunverulegt starf mitt átti hins vegar að vera að njósna um Japanann og senda inn skýrslur um hann til alþjóðadeildarinnar. Það var ekki vinna, sem ég kærði mig um, svo að ég afþakkaði gott boð,“ segir Levchenko. Hönd í bagga með Heimsfriðarráði Levchenko skrifaði seinna grein um sögu japönsku friðarhreyf- ingarinnar og starfaði um tíma sem ráðgjafi sovésku friðarnefnd- arinnar. Hún hafði það m.a. á sinni könnu að stjórna Heimsfrið- arráðinu, sem fyrir tveimur árum hélt mikinn fund í Kaupmanna- höfn undir forsæti indverska kommúnistans Romesh Chandre. Eftir nokkrar ferðir til Japans sem meðlimur í sovéskum sendi- nefndum fóru störf Levchenkos fyrir KGB smám saman að aukast og eftir nokkra dvöl í Kairó sem félagi í afrísk-asísku einingar- nefndinni var hann sendur til Tókýó sem blaðamaður fyrir tíma- ritið „Nýir tímar". Þá var hann búinn að ganga í gegnum njósna- skóla KGB og hafði starfað í níu mánuði á ritstjórn „Nýrra tíma“ til að afla sér nauðsynlegrar þekk- ingar fyrir væntanlegt starf sitt. „Nýir tímar“ eru gefnir út á mörgum tungumálum, t.d. rússn- esku, ensku, spænsku, arabisku, tékknesku, pólsku og þýsku, og að nafninu til eru þeir málgagn sov- ésku alþýðusamtakanna. Lev- chenko segir hins vegar, að í raun sé blaðið málgagn alþjóðadeildar kommúnistaflokksins og notað af KGB til að koma fyrir njósnurum víða um heim undir því yfirskyni, að þeir séu blaðamenn. „Þegar ég var blaðamaður hjá „Nýjum tímurn" voru 10 af 12 er- lendum fréttariturum þess KGB- njósnarar," segir Levchenko. „Starfið var ekki að sinna blaða- mennsku heldur að vera tengiliður við njósnanetið í Tókýó." Einn af njósnurum Levchenkos var góður vinur japansks blaða- útgefanda en blað hans var gefið út í þremur milljónum eintaka á degi hverjum. Fölsuð erfðaskrá „Nokkru áður en ég tók við sem yfirmaður þess njósnara hafði honum tekist að fá birt í blaðinu hina svokölluðu „Chou En-Lai- erfðaskrá", sem var í raun eitt mesta fölsunarafrek KGB. „Erfða- skráin", sem var endurbirt í fjöl- miðlum um allan heim, var búin til á vinnustofum KGB og tilgang- urinn með henni var að gefa til kynna, að mikil óeining hefði ríkt meðal kínverskra leiðtoga áður en Chou En-Lai lést. Fjöldi KGB-manna, sem gefa sig út fyrir að vera fréttamenn, er misjafn frá landi til lands en ég held það sé nokkuð nærri lagi að segja, að 40—50% allra sovéskra blaðamanna erlendis séu njósnar- ar á vegum KGB og GRU. Flestir eru þeir á vegum Tass en einnig fréttastofunnar Novosti og ýmissa sovéskra blaða." Hvernig starfar KGB-maður? Stanislav Levchenko gefur eftir- farandi lýsingu á starfsaðferðum dæmigerðs blaðamanns og njósn- ara á vegum KGB eða GRU: „Þessir menn hafa úr miklu meiri peningum að spila en venju- legir sendiráðsmenn og eru óspar- ir á að bjóða blaðamönnum og stjórnmálamönnum, sem KGB hefur augastað á, upp á dýrustu máltíðir á fínum veitingahúsum. Starfsaðferðirnar eru annars að mestu þær sömu frá einu landi til annars og næstum allir tala þeir tungu viðkomandi þjóðar. Hér áð- ur fyrr var reynt að höfða til hugmyndafræðinnar þegar verið var að ná tangarhaldi á nýjum njósnurum en nú er algengara, að beitt sé fjárkúgun, hótunum eða hreinum mútum. öllum tiltækum upplýsingum er safnað um við- komandi blaðamann eða stjórn- málamann. Hafi hann t.d. keypt sér hús, sem hann ræður ekki við eða skuldar mikið í, þá er upplagt að reyna að múta honum með fé. Þegar KGB hefur einhvern blaða- mann í sigti, þá eru allar greinar hans í nokkuð langan tíma skoð- aðar gaumgæfilega og þannig reynt að finna út hvaða stjórn- málaskoðanir hann hefur og hvaða afstöðu hann hefur til hinna ýmsu þjóðmálahreyfinga." LÚXUS ÞÆGINDI AMERICAN EAGLE 4X4 American Eagle 4x 4 er fyrsti ameríski fólksbíllinn með fjórhjóladrifi. Þú skiptir milli drifs á 2 eða 4 hjólum með einu handtaki, svokallað “select drive“. Innréttingin er ameriskur ldassi, með öllum sínum íburði. og tíl fialla íéi~6 cyi-'1WiðaiUstar, viðarldætt *£* <3uartskluWca, ferómliatar á brettakontuir, ^ ^ gúSistar á höggvörum, sér- sameinar kosti jeppa og fólks- bíls á mjög sannfærandi hátt. American Eagle er lipur í innanbæjar akstri og eyðslugrannur miðað við stærð. American Eagle er fjölhæfur fjölskyldubíll. Fjórhjóladrifið gerir fjallaferðina mögulega hvenær ársins sem er. American Eagle er kraftmikill og traustur þegar mest á reynir. Ameri- can Eagle 4 x 4 er valkostur þeirra sem vilja bíl fyrir íslenskar Nú er örfáum American aðstæður. Eagle árg. 1982 órádstaf- að á aldeilis frábæru verði. Við hvetjum þig til að bera saman verð og gæði á öðrum Amerísk- um fólksbílum, — og þú munt sjá að jeppinn er í kaupbæti!!! Stórlækkað verð frá verksmiðjunum aðeins kr. 520.000- Midað vid gengi i apni 1983. EGILL. VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, s. 77200 og 77202

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.