Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983
Mezzoforte:
Báðar plöt-
urnar inn á
„topp-tíu“
í Hollandi
Fimmmenningunum í Mezzoforte
tókst á sunnudag það, sem þeim
tókst ekki { Bretlandi, þótt litlu
munaði, þ.e. að komast inn á „topp-
tíu“-vinsældalistann í Hollandi, sem
svo er nefndur. Sunnudagurinn var í
raun tvöfaldur sigur fyrir Mezzo-
forte í Hollandi því bæði litla og
stóra platan komust inn á „topp-
tíu“-listana.
Litla platan með lögunum
„Garden Party" og „Funk Suite
No. 1“ lyfti sér úr 13. sætinu í það
10. á sama tíma og stóra platan,
„Surprise, Surprise", hélt sínu
striki og renndi sér upp í 9. sætið
eftir að hafa gist 12. sætið í síð-
ustu viku.
Þá er litla platan nú í 19. sætinu
í Belgíu, en þangað skaust hún
rakieiðis í einu stökki. Að sögn
Jónatans Garðarssonar hjá Stein-
um hf. hefur platan verið mikið
leikin í Belgíu, bæði í flæmska og
franská hlutanum.
Mikið er um að Frakkar hlusti á
franskar sendingar frá Belgíu og
öfugt, þannig að ástæða er til að
ætla að Mezzoforte nái e.t.v. að
koma undir sig fótunum í Frakk-
landi áður en langt um líður.
Færa ósa Skeiðarár tvo km til vesturs Li6,m«r^i
LEITARMENN á Skeiðarár-
sandi vinna nú af fullum krafti
við undirbúning uppgraftarins á
flaki Het Wapen Von Amster-
dam fram við sjó á Skeiðarár-
sandi, en í dag verður stórvirkri
jarðýtu komið niður á ströndina
og var hún sérstaklega keypt til
landsins vegna leitar að „gull-
skipinu". Skeiðará hefur breytt
farvegi sínum frá sl. ári og er
hluti af árfarveginum nú yfir
flakinu á ströndinni. Jarðýtan
verður notuð til þess að opna
nýja ósa fyrir Skeiðará, tveimur
km vestar en sést á meðfylgjandí
mynd, sem var tekin í gær.
Örin lengst til vinstri sýnir
hvar áætlað er að opna nýja ósa
til hafs fyrir Skeiðará, en örin til
hægri sýnir staðinn sem flak
„gullskipsins" er talið staðsett.
Sl. sumar var ströndin þarna
samfelld og ósinn var þá 2 km
vestar. Á innfelldu myndinni eru
nokkrir starfsmenn á Skeiðar-
ársandi, en þeir verða 10—12
talsins í sumar. Kristinn Guð-
brandsson er lengst til vinstri.
Morgunblaðið/Kristján Einarsson.
Frá opnun tilboða í framkvæmdir við Kvíslaveitu í gær.
Tilboð opnuð
í Kvíslaveitu
TILBOÐ í framkvæmdir við þriðja
ifanga Kvíslaveitu voru opnuð hjá
Landsvirkjun í gær, en framkvæma
á verkið á þessu ári og því næsta.
Verkinu er skipt í þrjá hluta, og
því verður að öllum líkindum sam-
ið við fleiri en einn aðila um
verksvinnuna. Tilboðin verða
könnuð nánar með tilliti til út-
boðsgagna og borin endanlega
saman, en að því loknu mun stjórn
Landsvirkjunar taka afstöðu til
þeirra. Upphæðir tilboðanna
reyndust mismunandi, ýmist
hætri eða lægri en kostnaðaráætl-
un. sem unnin var af verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen, en
oftast þó lægri. Eftirfarandi tilboð
í Kvíslaveitu bárust:
Tilboðsfjárhæðir
Verkhluti I Verkhluti II Verkhluti III
Valboð A Valboð B
kr. kr. kr. kr.
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða 17.634.500 26.230.350 30.608.350 90.547.950
Suðurverk sf. 12.617.300 27.421.200 32.063.000 86.446.063
ístak hf. 30.396.591 39.237.235 39.465.235 99.430.995
Vörðufell hf. 43.198.760 35.315.000 35.340.000 98.097.200
Ellert Skúlason 19.820.000 21.549.500 22.277.500 73.745.180
Hagvirki hf. Kostnaðaráætlun 45.325.000 38.594.000 40.719.000 136.634.900
ráðunauta 20.842.000 39.606.000 40.467.000 113.524.000
Verkhluti I tekur til hreinsunar
stíflugrunna og bergþéttingar í
Svartárstíflu, Þúfuversstíflu og
Eyvindarversstíflu. Þessum verk-
hluta skal ljúka 1983.
Verkhluti II tekur til graftar og
fyllingar í Svartárstíflu. Tilvik A
miðast við verklok 1983, en tilvik
B við verklok 1984.
Verkhluti III tekur til graftar
og stíflufyllingar o.fl. í Þúfu-
versstíflu og Eyvindarversstíflu.
Þetta verk skal vinna á árinu 1984.
ÍSAL og Alusuisse leggja skattadeilumálin í alþjóðlega gerð:
Töldum aðrar leið-
ir vera fiillreyndar
— segir Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL
„VIÐ TÖLDUM aðrar leiöir fullreynd-
ar og um annað væri ekki að ræða í
Ijósi óréttmætra aðgerða ríkisstjórnar-
innar," sagði Ragnar S. Halldórsson,
forstjóri ÍSAL, í samtali við Mbl., (
tilefni þess, að ÍSAL og Alusuisse til-
kynntu sl. fostudag, að fyrirtækin
hefðu notfært sér rétt sinn til þess að
leggja í alþjóðlega gerð deilumál þeirra
við íslenzku ríkisstjórnina varðandi
skattheimtu af ÍSAL.
í frétt frá fyrirtækjunum segir, að
þessar aðgerðir feli meðal annars í
sér álagningu viðurlaga á ÍSAL fyrir
meinta vangreiðslu skatta fyrir árin
1976 til 1980. „ÍSAL og Alusuisse
hafa mótmælt kröftuglega að nokkr-
ar upphæðir séu í skuld, og hafa
ítrekað leitazt við að leysa deilu-
málin á vinsamlegan hátt í viðræð-
um og bréfaskriftum við iðnaðar- og
fjármálaráðuneytið. Nú hefur
fjármálaráðherra hins vegar heimt-
að greiðslu fyrir 1. maí 1983 að við-
BERGUR Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Hestamannafélagsins
Fáks í Reykjavík, er látinn í Reykja-
vík 67 ára aö aldri, en hann var
lögðu lögtaki," segir ennfremur í
fréttinni.
Ennfremur segir að við þessar að-
stæður hafi ÍSAL og Alusuisse
einskis annars úrkosta átt en að
nýta rétt sinn til að senda deiluna í
bindandi alþjóðlega gerð í samræmi
við gildandi samninga milli þeirra
SKAFTAFELLSMALIÐ svokallaða var
þingfest í gærmorgun í sakadómi
Austur-Skaftafellssýslu og hefur ákæra
verið birt og hljóðar hún upp á stór-
fellda líkamsárás og manndráp, sam-
kvæmt upplýsingum sem Morgunblað-
ið fékk hjá Braga Steinarssyni, vara-
Bergur Magnússon réðst til
starfa hjá Fáki 1961 og hefur
starfað þar óslitið síðan. Eftirlif-
andi kona Bergs er Ragnheiður
Vilmundardóttir.
BENEDIKT Ásgeirsson, 1. sendiráðs-
ritari við sendiráð íslands í Moskvu,
var viðstaddur 1. maí hátíðarhöldin á
Rauða torginu fyrir íslands hönd, í
fjarveru Haraldar Kröyer, sendiherra.
Fjöldi erlendra sendiherra mætti
ekki við hátiðarhöldin til að mót-
og ríkisstjórnarinnar.
I frétt frá iðnaðarráðuneytinu eru
deiluatriðin rakin, en í lok fréttar-
innar segir, að málshöfðunin sé nú
til athugunar hjá iðnaðarráðuneyt-
inu og fjármálaráðuneytinu.
Loks kom það fram hjá Ragnari S.
Halldórssyni, að væntanleg meðferð
í erlendum gerðardómi gæti hæglega
tekið allt að tveimur árum.
ríkissaksóknara, í gær, en hann er
sækjandi í málinu.
Málið er höfðað gegn Grétari Sig-
urði Árnasyni, Hofi 4 í Öræfum,
fyrir að hafa veist að frönskum
systrum í og við sæluhús á Skeiðar-
ársandi vopnaður haglabyssu. Ákær-
an er um stórfellda líkamsárás
gagnvart annarri og að hafa valdið
dauða hinnar. Stúlkan sem lést var
með 50 högl í líkama sínum eftir
skotárás, en þess utan var henni
aftrað þess að leita sér hjálpar og
henni síðan komið fyrir í farang-
ursgeymslu bifreiðar ákærða.
Umboðsdómari í málinu hefur
verið skipaður Gunnlaugur Briem,
yfirsakadómari, þar sem hinn reglu-
legi dómari hefur óskað þess að víkja
sæti vegna embættisanna. Áfram-
haldandi dómsmeðferð málsins er
fyrirhuguð síðar í þessum mánuði.
Verjandi ákærða hefur verið skipað-
ur Jón Oddsson hrl.
mæla hernaðaraðgerðum Sovét-
manna í Afganistan. Þá vakti það
athygli, að sendiherrar Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar mættu ekki til
hátíðarhaldanna til að mótmæla sf-
endurteknum siglingum sovézkra
kafbáta í landhelgi Svíþjóðar.
Bergur Magnússon
hjá Fáki látinn
fæddur í Gnúpverjahreppi 19. janúar
1916.
Skaftafellsmálið þingfest í gær:
Ákærður fyrir stórfellda
líkamsárás og manndráp
Viðstaddur 1. maí há-
tíðahöldin í Moskvu