Morgunblaðið - 03.05.1983, Side 21

Morgunblaðið - 03.05.1983, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 29 ii keypt lands á fiskiskipum, endurtryggt að 20 til 30 hundraðshlutum hér inn- anlands, en 70 til 80% erlendis. Farmurinn var tryggður hjá Trygg- ingu hf. Ok hf. sem gerði skipið út, er í eigu einstaklinga og fyrirtækja á Isafirði og Skagaströnd, og var skipið keypt til að flytja út sjávar- afurðir frá Vestfjörðum og Skaga- strönd. Skipið var skráð á Isafirði. Sjópróf vegna árekstursins munu fara fram í Reykjavík í dag. Þýska skipið, sem að sögn Jóns Steinars Árnasonar, skipstjóra á tsberginu, var meira en helmingi stærra en fs- bergið, skemmdist talsvert við áreksturinn. nuna til Keflavíkurflugvallar í fyrrinótt, imaður, Bjarni Einarsson 1. vélstjóri, teinar Arnason skipstjóri og Hallgrímur Ljósm.: Kmilía Bj. Bjönudottir. di í koju ppið varð Einarsson matsvein út stjórnborðsmegin, og fjórum okkar tókst að komast þurrum f hann, en skipstjórinn varð að stökkva í sjóinn. Við rerum síðan að þýska skipinu, þar sem við vorum teknir um borð, drifnir inn í mess- ann og gefið heitt kaffi. ísbergið mun síðan hafa sokkið á um það bil klukkustund. Það má því segja að við höfum sloppið vel, en veður var gott þegar óhappið varð, að þokunni undanskilinni." — Og þú ætlar aftur á sjó? „Já, þetta stoppar það ekkert, þetta er eins og hvert annað óhapp. Mér skilst að útgerðin ætli að halda áfram, svo ef til vill verður ekki langt þangað til við förum af stað aftur,* sagði Hallgrímur að lokum. Mun leggja mig alla fram í keppninni í sumar — segir sigurvegarinn í söngkeppni sjónvarpsins, Sigríður Gröndal, í spjalli við Morgunblaðið Sigurvegari í söngkeppni sjónvarpsins, Sigríður Gröndal, í tíma hjá kennara sínum, Sieglinde Kahman, í gær. Það er greinilega ekki slegið slöku við. Ljósm. Mbi. KÖE „ÞETTA var erfítt. Ég veit ekki almennilega hvers vegna. Ég reyndi eftir megni að gleyma myndavélunum og tókst það nokk- urn veginn. En ég neita því ekki að þetta kostaði mikið átak. Enda væri skrýtið ef byrjandi væri ekki svolítið óstyrkur við slíkar aðstæð- ur.“ Þannig svaraði Sigríður Grönd- al, sigurvegari í söngkeppni sjón- varpsins sl. laugardagskvöld, þeirri spurningu blaðamanns hvernig það væri að syngja í sjón- varpssal í beinni útsendingu. Vit- andi það að hún fengi einkunn fyrir frammistöðuna. Sigríður er 27 ára gömul, í fullu starfi sem bókhaldari f Landssmiðjunni, nemandi í Tón- listarskólanum í Reykjavfk, syngur í Þjóðleikhússkórnum og er auk alls þessa á bólakafi ásamt eiginmanni sínum f þeirri ströngu þjóðaríþrótt Islendinga að koma sér upp þaki yfir höfuð- ið. — Nóg að gera, sem sagt? „Meira en nóg. Og ekki minnka verkefnin við að sigra í þessari keppni. Söngkeppnin f Wales verður í júlf og það þýðir ekki annað en að reyna að undir- búa sig sem allra best. Sem kost- ar mikla vinnu. Þá mun ég von- andi ljúka burtfararprófi frá söngdeild Tónlistarskólans í vor. Og nóg verður að gera í Þjóðleik- húsinu, því á föstudagskvöldið hefjast sýningar á Cavalleria Rusticana eftir Mascagne. Ég mun því ekki kvarta yfir verk- efnaskorti í bráð.“ Fyrir fyrsta sæti í söngkeppni sjónvarpsins hlaut Sigríður í verðlaun þátttökurétt í alþjóð- legri söngkeppni sem haldin verður í Cardiff í Wales í sumar. Það er keppni söngvara á aldrin- um 18 til 35 ára sem eru að stíga sín fyrstu spor á söngferlinum. — Bjóstu við að vinna? „AIls ekki. Ég fór ekki í þessa keppni með því hugarfari að vinna. Og ég held að enginn keppanda hafi gert það. Aðalat- riðið var að vera með og gera sitt besta. Það er mikill heiður að fá að taka þátt f slíkri keppni og auk þess mikil kynning auðvit- að.“ — Hvernig leið þér svo þegar úrslitin lágu fyrir? „Eina tilfinningin sem ég fann fyrir var þreyta. Ég var gjör- samlega útkeyrð. Enda hafði all- ur dagurinn, og reyndar dagur- inn á undan, farið í að spenna sig upp fyrir keppnina. Og svo þegar maður hefur skilað sínu hlut- verki verður spennufall. Maður dettur niður og hugsar ekkert. Og þér að segja þá er ég varla ennþá búin að átta mig á þvi að ég hafi unnið.“ — Þú talar mikið um hvað þú hafir verið spennt og óstyrk. Það var ekki á þér að sjá. Áttu þá auðvelt með að leyna stressinu? „Það tilheyrir. Annars er ég geysilega skapstór, sumir segja frek, og það hefur hjálpað mér mikið. Það þýðir ekkert annað en að bíta á jaxlinn. En það er gott að heyra að ég hafi virkað róleg." — En víkjum aðeins að þínu tónlistarnámi. Þú hefur auðvitað verið ákveðin í því frá blautu barnsbeini að verða söngkona? „Ekki aldeilis. Ég ætlaði að verða píanisti, byrjaði að læra á píanó tíu, ellefu ára gömul f einkatímum. En fimmtán ára fór ég í söngnám til Elísabetar Erlingsdóttur og var hjá henni í tvö ár. Eftir að ég hætti hjá henni minnkaði söngáhuginn smám saman og ég reiknaði ekki með að fara nokkurn tfma út I söng af alvöru. En einhvern veg- inn slysaðist ég þó til að hefja nám í Tónlistarskólanum 1979. Sieglinde Kahman hefur verið minn söngkennari samfleytt síð- an þá. Þetta hefur síðan farið stigvaxandi og nú er ekki aftur snúið." — Er þá næsta skrefið söng- nám í útlöndum? „Ég held ég geti ekki annað en farið út f áframhaldandi nám. En hvenær það verður er ekki ljóst, kannski næsta vetur, kannski dregst það eitthvað. Það þarf að hugsa það mál vel og ég hef einfaldlega ekki haft tíma til þess ennþá." — Þú ert sópransöngkona, en hvers konar? „Kennari minn segir að ég sé lýrískur kóleratúr." — Þýðir það að þú sért betur fallin til óperusöngs en ella? „Það held ég ekki. Og í raun- inni er ég ekki með neina sér- staka óperudellu. Ég hef gaman af því að syngja alls konar tón- list, barrok, óratóríur, sönglög og eiginlega hvað sem er.“ — í lokin Sigríður, ertu kom- in á toppinn? „Nei, ég á langt í land. Ég er rétt að hefja gönguna um langan og hlykkjóttan veg sem aldrei verður séð fyrir endann á. Ég á eftir að læra geysilega mikið en sennilega getur maður aldrei lært nógu mikið. Það er alltaf hægt að bæta sig. En nú er um að gera að nota meðbyrinn og fylgja þessum árangri vel eftir. Ég er ákveðin í að leggja mig alla fram i keppninni í sumar.“ Jón Þórarinsson, tónlistarmaður Morgunbladið/ KÖE „Það er á valdi ráðamanna sjónvarpsins að ákveða það. En fyrir mitt leyti vildi ég gjarnan að svo væri. Þessi keppni f Card- iff í Wales verður á hverju ári í framtíðinni og mér finnst ekki óeðlilegt að velja íslenska kepp- andann í innlendri sjónvarps- keppni. Þetta gefur ungum söngvurum tækifæri til að kynna sig þjóðinni og venjast sjónvarpsvélunum, auk þess sem slík keppni er þeim hvatning og uppörvun." Jón Þórarinsson, einn af dómurunum í söngkeppni sjónvarpsins: Mat á söng óhjákvæmi- lega einstaklingsbundið JÓN l>órarinsson hafði orð fyrir dómnefndinni sem hafði það vandasama hlutverk að meta söng keppenda í söngkeppni sjónvarps- ins sl. laugardagskvöld. Yfirleitt var niðurstaða dómaranna fimm nokkuð samhljóða, nema í tveimur tilfellum, en í öðru þeirra var ein- um keppanda skipað bæði í fyrsta og síðasta sætið. Morgunblaðið ræddi við Jón Þórarinsson í gær og var Jón m.a. spurður að því á hvaða forsendum dómarar byggðu mat sitt „Reglurnar sem við fylgdum voru í höfuðatriðum sniðnar eft- ir reglum sem beitt verður í hinni alþjóðlegu söngkeppni f Wales f sumar. Þetta eru ein- faldar reglur. Hver dómari raðar keppendum í töluröð, þann sem hann telur bestan í fyrsta sætið og svo framvegis. Hvernig dóm- arinn kemst að þessari niður- stöðu er algerlega hans mál. Það er ekki óeðlilegt að það veki athygli þegar einn keppandi fær bæði einn og sex, eða hæstu og lægstu einkunn. En í rauninni er þetta ekki eins fráleitt og það lítur út fyrir að vera, því mat á söng hlýtur óhjákvæmilega að vera að talsverðu leyti einstakl- ingsbundið, og það kemur kannski skýrast fram þegar um er að ræða eins fágæta rödd og þarna átti hlut að rnáli." — Byggist matið þá einvörð- ungu á smekk dómaranna? „Nei, engan veginn. Menn hlusta eftir raddbeitingu, fram- burði, túlkun, raddmagni, radd- fegurð og svo framvegis. Én það er sjálfsagt einstaklingsbundið á hvað menn leggja höfuðáherslu." — En er raunhæft að bera saman ólíkar raddtegundir, karlmanns- og kvenraddir, sópr- an og bassa? „Já, það held ég að sé. Ég býst við að hver dómari hafi í hugan- um ákveðið „ideal", það er að segja ákveðna hugmynd um það hvað teljist fullkominn söngur hverrar raddtegundar. Síðan reynir hann að meta söng við- komandi með hliðsjón af því hversu nærri söngurinn kemst þessu „ideali“.“ — Hvernig finnst þér að til hafi tekist á laugardaginn? „Ég hef nú ekki fengið tæki- færi til að skoða hvernig þetta kemur út í sjónvarpi ennþá. Ég er varla dómbær á það fyrr, því það er auðvitað allt annað að fylgjast með þessu „innan frá“ og svo má segja. En ég held þó að þetta hafi gengið snurðulítið. Að vísu bar nokkuð á því að sumir keppenda væru taugaóstyrkir og það háði þeim nokkuð. En það var varla við öðru að búast.“ — Er mikið til af frambæri- legu söngfólki í dag? „Feikimikið. Það tóku til dæmis 13 manns þátt í forkeppn- inni og það var ansi mjótt á mununum. Og margir prýðilegir söngvarar tóku alls ekki þátt í þessari keppni." — Má búast við því að söng- keppni af þessu tagi verði árleg- ur viðburður?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.