Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 Christian Neureuther (33 ára), sem um 10 ára skeið var eínn besti skíðamaður Vest- ur-Þjóðverja í alpagreinum, velur 12 bestu skíöamenn allra tíma. Hann sigraöi meöal annars sex sinnum í heims- bikarkeppninni og auk þess vann hann sigur í hinni þekktu Hahnenkamm-svig- keppni í KitzbUhel. Neureuth- er hefur tekið að sér í vetur aö þjálfa efnilegasta skíðafólk vestur-þýska skíðasam- bandsins. 1980 giftist hann tvöföldum olympíusigurveg- ara í skíöaíþróttinni, Rosi Mittermaier. 12 bestu? Nr. 1 Ingemar Stenmark (fæddur 1956). Svíinn Ingemar Stenmark er án nokk»r* vafa tæknilega full- kcrnnasti skíöamaður allra tíma. Sú staðreynd að Ingemar Sten- mark sigraöi ekki í samanlagöri heimsbikarkeppni í vetur á rætur aö rekja fyrst og fremst til þeirra reglna sem um þá keppni gilda. Reglur keppninnar ganga nefni- lega út á þaö aö finna fjölhæfasta skíðamanninn í öllum saman- lögðum keppnisgreinum skíða- íþróttarinnar. Þessi tilhögun hef- ur skaöaö Ingemar Stenmark mest allra. Ingemar, sem kemur frá 800 manna þorpi, Tarneby, sem liggur aöeins 100 km sunnan við heimskautsbaug, hefur varla lengur áhuga á aö vinna þesaa keppni þar sem reglurnar eru honum svo óhagstæðar. 1976, 1977 og 1978 vann hann sigur í heimsbikarkeppninni. Á Olymp- íuleikunum, sem haldnir voru í Lake Placid 1980, vann hann til tveggja gullverölauna (í svigi og stórsvigi). Nr. 2 Rosi Mittermaier (fædd 1950). Hátindur ferils hennar var áriö 1976. Þá vann hún til nær allra verðlauna skíöaíþróttarinnar: heimsbikarkeppnina og áóur haföi hún unniö til tveggja gull- verðlauna á Olympíuleikunum f Innsbruck; í bruni og svigi. í þriðju keppnisgreininni, stór- svigi, vann hún til silfurverö- launa. Alls varö Rosi Mittermaier 18 sinnum vestur-þýskur meist- ari. 1976 var hún eínnig útnefnd íþróttamaður ársins í Vestur- Þýskalandi. Enginn vestur-þýsk- ur skíðamaður hefur náö jafn langt í þessari grein íþrótta og hún. Nr. 3 Jean-Claude Killy (fæddur 1943). Eins og Toni Sailer tókst Frakkanum Killy árió 1968 aö vinna öll gullverðlaun í alpagrein- um á Olympíuleikunum í Gren- oble. Auk þess náói Killy betri árangri en Franz Klammer. 1967 vann hann 23 af 30 keppnum sem hann tók þátt í, þar af sex sinnum alpagreinarnar allar þrjár. Til heiðurs Killy var honum reistur minnisvaröi í heimabæ hans, Val d'lsere. Á þessum minnisvaröa stendur meöal annars skamm- stöfunin O.K. „0“ merkir Henry Oreiller, sem kemur frá sama bæ og Killy og vann á sínum tíma til olympíuverðlauna og „K“ stendur fyrir Killy. í dag starfar Killy í „auglýsingaheiminum". Nr. 4 Annemarie Moser-Pröll (fædd 1954). Aó loknu keppnistímabil- inu 1979—1980 lagði „La Pröll“, eins og hún var nefnd af aó- dáendum sínum, skíöaskóna á hilluna. Sennilega hefur engin skíöakona sigraö í jafnmörgum keppnum og Annemarie. Hún vann til gullverólauna á Olympíu- leikunum 1980 í Lace Placid í bruni, þrívegis varö hún heims- meistari og 62 sinnum sigraöi hún í heimsbikarkeppni. 13 ár samfellt keppti hún fyrir Austur- ríki á skíðum. í dag er hún eig- andi kaffihúss í Kleinarl og starf- ar þar. Hún fylgist jafnt og áóur meö helstu keppnum og ekki aó ófyrirsynju, því aó nú hefur systir Annemarie, Cony, tekió upp merki fjölskyldunnar og tekur þátt í heimsbikarkeppninni. Nr. 5 Toni Sailer (fæddur 1935). „Svarta eldingin frá Kitz“, eins og hann var jafnan nefndur í dag- blöðum á milli 1950 og 1960. Toni Sailer, Austurríkismaöurinn frá KitzbUhel, sem 1956 varö þrefald- ur olympíumeistari í Cortina d’Ampezzo, í alpagreinum, bruni, svigi og stórsvigi. Fyrir þessa frammistööu 1956 fákk Toni landsvæöi aö gjöf frá KitzbUhel aö verömæti 200 þúsundum ís- lenskra króna, sem hefur verið dálaglegur skildingur í þá daga. Á þessum tíma datt engum í hug að þessi gjöf bryti í bága við áhugamannareglur. Sailer hefur reynt fyrir sór sem söngvari og leikari. Hann hefur veriö lands- líösþjálfari þeirra Austurrík- ismanna og aðalskipuleggjandi Hahnenkamm-keppnínnar. Nr. 6 Hanni Wenzel (fædd 1956). Á Olympíuleikunum 1980 í Lake Placid vann hún til tveggja gull- verðlauna og einna silfurverö- launa. Á þessum Ol-leikum náöi hún því bestum árangri allra keppenda í alpagreinum. Hanni Wenzel er fædd í Straubing í Bay- ern. Þar sem foreldrar hennar fluttu búferlum til Liechtenstein varð vestur-þýska skíðasam- bandiö aö sjá á bak einum af sín- um efnilegustu skíöamönnum. Hanni Wenzel er tvímælalaust fjölhæfasta skíðakona síðustu ára. • Jean-Claude Killy • Franz Klammer • Annemarie Moser-Pröll • Marielle Goitschel Nr. 7 Gustav Thöni (fæddur 1951). Um 20 ára skeið tók ítalinn Thöni þátt í skíöakeppni. Þar af 10 ár í keppni meðal þeirra bestu á al- þjóðlegum vettvangi. Thöni sigr- aói í heimsbikarkeppninni 1971, 1972, 1973 og 1975. Hann vann til gullverólauna á Olympíuleikun- um 1972 í stórsvigi. 1980 hætti Thöni skyndilega allri keppni. Hann virtist ekki kæra sig um aö vera lengur í sviösljósinu á Ítalíu. Skíðasamband ítalíu kvaddi Thöni heldur fálega, sem veröur aö teljast einkennilegt því aö enginn ítalskur skíðamaöur hefur náð jafn langt og hann. í dag er Thöni starfandi sem skíöakennari og framkvæmdastjóri skíóahót- elsins „Thöni 3000“. Auk þess er hann fulltrúi fyrirtækis sem fram- leiöir fatnaö fyrir íþróttamenn. Nr. 8 Erika Hess (fædd 1962). 1981—1982 var Hess allsráöandi í skíðaheiminum. í Schladming vann þessi snotra sveitastúlka (54 kg/163 sm) til þriggja heims- meistaratitla: I svigi, stórsvigi og samþættum greinum. Auk þess náöi Erika bestum samanlögöum árangri allra skíóakvenna þetta keppnistímabilið. Hin svissneska Erika Hess sigraöi I samþættri heimsbikarkeppni og varö auk þess heimsmeistari í svigi. Henn- ar fyrirmyndir eru Lise-Marie Morerod, Stenmark og Phil Mahre. Hún er mest hrifin af bar- áttugleöi þessara skíöamanna. • Christi Cranz • Karl Schranz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.