Morgunblaðið - 03.05.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 03.05.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 39 einkum knattspyrna og íþrótt hugans, skáklistin. Ottó var drengur góður. Hann tilheyrði þeirri kynslóð sem hvað mestar breytingar hefur lifað á okkar landi. Sú kynslóð sem þekkti fátaekt og kreppu af eigin raun og stóð fast á mikilvægi þess að vera bjargálna og engum háð- ur. Hann var einlægur málsvari einstaklingsfrelsis og einkafram- taks. Sjálfur var hann ósérhlífinn og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. I skoðana- skiptum flutti hann mál sitt með ákveðni og festu. Undir ákveðnum svip sló heitt og viðkvæmt hjarta. Jafnframt var hann trygglyndur og rausnalegur við vini og vanda- menn. Við flytjum eiginkonu, dóttur og fjölskyldu hennar innilegar sam- úðarkveðjur. Þökkum samfylgdina og þá minningu sem við eigum um vin og frænda. Guðmundur og Þórir í dag verður kvaddur hinztu kveðju mágur minn og vinur, Ottó B. Árnason, sem lézt í sjúkrahús- inu á Vífilsstöðum, þann 23. f.m., eftir skamma legu þar. Enda þótt andlát hans hafi naumast komið þeim á óvart, sem til þekktu, er það þó ætíð svo að þegar dauðinn í allri sinni nekt, hrifsar frá okkur ástvini, erum við trúlega flest allt- af jafn óviðbúin slíku. Ottó Björgvin, eins og hann hét fullu nafni, fæddist 28. júní 1919 á Akureyri. Þar átti hann sína æskudaga í stórum systkinahópi, en þau voru 10 og eru nú eftir aðeins systirin Kristín og bróðir- inn Júlíus af þeim hópi. Snemma mun Ottó hafa þurft að fara að vinna og leggja til heimilisins eins og títt var í þann tíð, enda enginn auður í búi hjá foreldrum hans, frekar en víða annarstaðar á þeim árum. Við sjómennsku starfaði Ottó allt til 25 ára aldurs, en þá veiktist hann af berklum og dvaldi á Vífilsstaðahæli um 3ja ára skeið. Eftir það gekk hann aldrei heill til skógar, þó hann hlífði sér í engu í starfi sínu, fremur en heilbrigður væri, enda harðger maður með af- brigðum. Árið 1950 byrjaði hann akstur á Bifreiðastöð Reykjavíkur og vann þar allan sinn starfsaldur eftir það, unz hann þrotinn að kröftum varð að hætta, en það mun hafa verið í febrúar sl. Þann 1. desember 1945 kvæntist Ottó systur minni, Guðrúnu Jóns- dóttur, og hafa þau búið hér í borg alla sína búskapartíð, lengst af Minning: Benedikt Þórar- inn Valdimarsson Fæddur 7. nóvember 1920 Dáinn 22. aprfl 1983 Benedikt fæddist 7. nóvember 1920 á Suðureyri við Súganda- fjörð, og var sonur hjónanna Valdimars Þorvaldssonar báta- smiðs, og Kristínar Benediktsdótt- ur. Hann ólst upp á Suðureyri og stundaði sjómennsku sín ungl- ingsár. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur, og hóf nám við Verslunarskóla íslands og lauk þaðan námi 1944. Benedikt hóf störf hjá A. Jó- hannsson og Smit 1946 sem versl- unarmaður. Síðan gerðist hann verslunarstjóri og eignaðist versl- unina að hálfu leyti, og það var hans starf í nær 30 ár. 1948 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Elísabetu Thoraren- sen, og eignuðust þau tvær dætur, Kristínu og Elísabetu Ingunni. Hjónaband Benedikts og ömmu minnar var mjög farsælt og minn- ist ég margra gleðistunda frá upp- vaxtarárum mínum á heimili þeirra, sem mér fannst alltaf vera annað heimili mitt. Benedikt veiktist 1975 og var sjúklingur upp frá því, en veikindi sín bar hann með hugprýði og æðruleysi. En þrátt fyrir sjúkleika hans fannst ömmu hann alltaf vera sér mikil stoð. Hann lést á heimili sínu, Gaut- landi 13, þann 22. apríl og má eig- inlega orða það svo að hann hafi látist í örmum ömmu minnar. Heimili sitt hugsaði hann ávallt um af stakri prýði, og bar velferð okkar allra alltaf fyrir brjósti. Nú þegar hann er fallinn frá + Móöir okkar tengdamóöir amma og langamma, ÞÓRA ÁGÚSTA ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsungin trá Dómkirkjunni miövikudaginn 4. maí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Margrét Þóröardóttir, Fríóa Matzat, Helga Stoner, Þorlákur Þóröarson, Jón Guömundsson, Falix Matzat, Roy Stoner, Björg Randversdóttir, börn og barnabarnabörn. Útför eiginmanns míns og föður okkar, ÞORGEIRS ÞÓRDARSONAR, múrara, veröur gerð frá Háteigskirkju miðvikudaginn 4. maí kl. 13.30. Hólmfriöur Guösteinsdóttir, Guöbjörg Þorgeirsdóttir, Guörún Þorgeirsdóttir, Gylfi Eyjólfsson, Þóröur Þorgeirsson, Inga M. Árnadóttir. Verslun Guösteins Eyjólfssonar, Laugavegi 34, verður lokuð vegna 'Jtfarar ÞORGEIRS ÞÓRÐARSONAR, múrara, miövikudaginn 4. maí frá hádegi. hefur heimili þeirra verið í Gnoð- arvogi 32, Reykjavík. Eina dóttur eiga þau, Guðrúnu Árbjörgu, sem kvænt er Richard O’Brien, tækn- ifræðingi og eiga þau eina dóttur og ala upp son hans af fyrra hjónabandi. Barnabörnin tvö voru miklir sólargeislar í lífi Ottós, enda maður barngóður. Sá er þetta ritar á þeim hjónum margt að þakka, þar sem hann dvaldi langtímum saman hjá þeim, er hann stundaði fram- haldsskólanám á yngri árum. Og ekki höfum við hjónin og börn okkar farið varhluta af ást og um- hyggju þeirra hjóna og fáum við þeim aldrei fullþakkað allt sem þau hafa fyrir okkur gert, en þökkum þó eftir beztu getu nú við fráfall okkar kæra vinar. Ottó var glæsimenni að vallar- sýn og snyrtimenni eftir því. Hann var einnig dagfarsprúður maður og svo hjálpsamur þeim sem minna máttu sín, að engan hefi eg þekkt slíkan. Okkar fámennu þjóð er mikil eftirsjá að slíkum manni, sem Ottó var, sem kveður nú löngu fyrir aldur fram. Eg bið algóðan guð að vernda um ókomin æviár hans elskulegu konu og dóttur, tengdason og barnabörn og aðra ástvini. Höskuldur Jónsson langar mig til að færa honum mínar hjartanlegustu þakkir fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig frá barnsaldri, sem verður mér veganesti um alla framtíð. Að lokum langar mig að senda mínar innilegustu samúðarkveðj- ur til ömmu minnar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Inga Lísa Bjarnadóttir + Hugheilar þakkir tyrir auösýnda samúö viö minnlngarathöfn móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Lindargötu 28. Jón Sævar, Birna, börn og barnabörn. + Þakka auösýnda samúö og vinarhug viö andlát eiginmanns míns, INGÓLFS ARNÓRS MAGNÚSSONAR. Kolbrún Óskaradóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröar- för móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, MARÍU SÍMONARDÓTTUR, Sólvallagötu 7A. Lovísa Júlíusdóttir, Þórarinn Sigurgeirsson, Óskar Kr. Júlíusson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Alfreó Júlíusson, Erna Dóra Marelsdóttir, og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröar- för eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og systur, ÞORBJARGAR FRIDRIKSDÓTTUR, hjúkrunarkennara, Stigahlfö 37. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólkl Landspítalans. Siguröur Kr. Árnason, Siguröur Péll Sigurösson, Þórhallur Sigurösson, Árni Þór Sigurösson, Steinar Sigurðsson, Friðrik Sigurðsson, Margrét H. Eydal, Ásta Friðriksdóttir, + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa BALDURS GUDMUNDSSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra, Héteigsvegi 23. Sigurjóna Jóhannesdóttir, Gunnlaugur Stefén Baldursson, Liesel Hambac, Guöbjörg Þórdis Baldursdóttir, Jóna Margrét Baldursdóttír, Geir Ólafsson og barnabörn. Rétt/erö á réttu veröi Flogið er til Luxemburg og farið í skoðunarferð um borgina og litið við í Cookpit-inn um kvöldið. Cist í Lux fyrstu nóttina. Næsta dag hefst 3ja daga rutuferð um einhver fegurstu vinræktarhéruð Evrópu. F.kið verður um Mósel- og Rínardali með öllum sinum litln, fögru þorpum og veitingastöðum. Þar gefst tækifæri til að njóta ódýrra veitinga og bragða eitthvað af hinum frægu Mósel- og Rínarvínum. Kinnig verður ekið til hinna vinalegu og frægu borga Koblenz - Heidclberg þar sem gist verður. Komið verður við í Trier á heimleið þar sem tími verður til að líta inn í einhverjar af hinum stóru verslunum sem þar eru. Verð kr. 10.580.- Brottför 13. maí Inmfalio: HuR - gistmn • morgunvcrður - rútuferð - leiðsögn - ísl. fararstjór Nýttu þér nýja orlofsaukann - Takmarkaður sætafjöld öll almenn farseðlaþjónusta innanlands og utan FERDA Ferðaskrrfstofa - Kirkjustræti 8 - Símar: 19296 og 26660 f7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.