Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ1983 Milljónir manna f kröfugöngum á L maí: Lögregla skarst í leik- inn í Póllandi og Chile VVirL n fl 9 maí AP ^ New York o.fl. 2. raaí. AP. MILLJÓNIR manna tóku þátt í kröfugöngum á verkalýðsdaginn 1. maí um heim allan og í Póllandi og Chile lét lögregla hendur standa fram úr ermum að hleypa upp mannamótum og göngum. Víðast hvar fór þó allt fram með friði og spekt. í mörgum borgum í Póllandi tóku tugir þúsunda þátt í kröfugöngum og útifundum þrátt fyrir viðvaranir og bönn yfirvalda. Mikið og öflugt lið lögreglu lét til skarar skríða og réðist að fólkinu með kylfum, táragasi og háþrýstivatnsslöngum. Þá kom til harðra átaka í Chile, þar sem þúsundir manna tóku þátt í mótmælagöngum og gagn- rýndu þannig stjórn landsins. Ginkum dró til tíðinda hjá 200 manna göngu námsmanna og at- vinnuleysingja í Santiago. Riðlaði lögreglan göngunni með táragasi, en síðan réðust laganna verðir á fólkið og börðu 25 manns sundur og saman. Fimm voru svo illa leiknir að leggja varð þá á sjúkra- hús. Þúsundir verkamanna fóru fylktu liði um Rauða Torgið í Moskvu og athygli vakti, að rétt einu sinni var Konstantin Chern- enko fjarverandi, en hann er tal- inn helsti keppinautur Juri Andropovs í stjórnmálaráðinu. Hefur lítið sést til Chernenkos að undanförnu og látið í veðri vaka að hann eigi við þrálátt kvef að stríða. Hátíðarhöldin á torginu voru vel skipulögð og benda til þess að lítið ógni veldi Andropovs þessa stundina. Uppi hengu mynd- ir hinna tólf stjórnmálaráðs- manna, en myndin af Andropov var greinilega stærri en hinar. Páll páfi 2. hélt ræðu í tilefni dagsins á Péturstorginu í Róm og á ræðuna hlýddu 50.000 manns. Ýmsir bjuggust við því að páfinn myndi geta pólsku verkalýðs- hreyfingarinnar Samstöðu í ræðu sinni, en það gerði hann ekki. Hann sagði hins vegar m.a.: „Verkamenn um heim allan verða að vera meðvitaðir um hvaða hlut- verki þeir gegna. Aldrei skyldi vinna þeirra vera notuð gegn þeim, því vinna á að því að auka frelsi, jafnrétti og bræðralag." Víðast hvar fóru hátíðahöldin og göngurnar friðsamlega fram og í anda þess sem til þeirra var stofnað. Undantekning var þó Sýrland. Þá snérust fjöldagöng- urnar um friðarstefnu Banda- ríkjamanna í Miðausturlöndum. Gerðu Sýrlendingar sér margir dagamun með því að bera eld að bandaríska fánanum og stjórn- málamenn gerðu lítið úr friðar- hlutverki Bandaríkjanna í ræðum sínum. „Fjárkúgun og ekkert ann- að“. Bandaríkjamenn ætla sér að kúga arabalöndin, var vinsælt inntak í ræðunum. Símamynd-AP. Sprautað á verkalýðinn Pólska lögreglan dreifði vfða mótmæla- og kröfugöngum pólska verka- lýðsins á hátíðisdegi verkamanna, 1. maí. Kom vfða til átaka með lög- reglu og göngumönnum, svo sem í höfuðborginni Varsjá einsog sjá má á meðfylgjandi mynd. Hún er tekin fyrir utan SL Johns kirkjuna þar sem þúsundir manna komu saman. Á myndinni má sjá upplausn í röðum göngumanna og vatnselg úr háþrýstislöngum lögreglumanna. í tilefni 1. maí. Sovésku ráðamennirnir stilla sér upp á sviði sínu fyrir ofan Rauða torgið og fagna skrúðgöngunum. Þeir eru þarna allir mættir utan Chemenko. F.v.: Epishev, Kulikov, Ogarkov, Ustinov, Andropov, Tikhonov, Grishin, Gromyko, Gorbachyou og Aliev. símamynd ap. AÐAL- FUNDUR VINNUVEITENDASAMBANDS ÍSLANDS 1983 veröur haldinn þriöjudaginn 3. maí í Kristalsal Hótels Loftleiöa. Dagskrá: Kl. 10:30 — Fundarsetning. — Ræöa: Páll Sigurjónsson, formaður VSÍ. — Erindi: Jón Sigurösson, forstjóri Þjóöhagsstofnunar. Kl. 12:00 — Hádegisveröur aöalfund- arfulltrúa og gesta. Kl. 13:15 — Skýrsla framkvæmda- stjóra og reikningar lagöir fram. — Ályktanir aöalfundar, — umræöa og afgreiösla. — Tilnefning í sambands- stjórn. — Kjör formanns. — Kjör 15 manna í fram- kvæmdastjórn og endur- skoðenda. — Umræöur og atkvæöa- greiösla um önnur mál. Kl. 17:00 — Fundarslit. Jón Sigurðooon Víetnamar kalla tíu þúsund hermann heim Pnohm Pehn, 2. maí. AP. MIKILL FÖGNUÐUR ríkti í Pnohm Pehn í dag vegna þeirrar ákvörðun- ar Víetnama að kalla hluta herliðs síns í Kambódíu heim. Skólabörn veifuðu fánum og talið er að um 35.000 Kambódíumenn hafi sungið dýrðaróð á götum úti um eilífa sam- vinnu Kambódíumanna og Víet- nama um leið og skriðdrekar og aðr- ir hervagnar óku í gegnum miðborg Pnohm Pehn. Þá var efnt til ýmissa annarra hátíðahalda í borginni af þessu tilefni. Vestrænir fréttamenn, sem boð- ið var til borgarinnar til þess að fylgjast með atburðum, sögðust hafa talið 57 hervagna með um 1.000 víetnamska hermenn innan- borðs, auk þess sem rúmur tugur skriðdreka ók um göturnar og 15 fallbyssur voru dregnar í gegnum miðborgina. Var fréttamönnunum tjáð, að til stæði að kalla 10.000 hermenn Víetnama af 180.000 í Kambódíu heim. Alls var 37 fréttamönnunum sérstaklega boðið til Pnohm Pehn til þess að vera vitni að þessum atburði, sem Thailendingar og bandamenn þeirra efuðust mjög um að yrði nokkru sinni af. Fengu fréttamennirnir m.a. að fylgjast með flutningunum úr þyrlum. Fékk loks skilnað eftir 36 ára hjónaband: Neitaði konu sinni um brúðkaupsferð Lundúnum, 29. apríl. AP. BILL Broadhurst, múrari { Lund- únum, stóð á því fastar en fótun- um, að hann hefði alls ekki verið vondur við konu sína eins og hún hélt fram fyrir rétti. Konu hans var veittur skilnaður í dómssalnum, en skoðun Broadhurst verður ekki haggað þrátt fyrir eftirfarandi staðreyndir: Hann þvertók fyrir að fara með konu sinni í brúðkaupsferð er þau giftu sig fyrir 36 árum. Hann bauð henni aldrei út á meðan hjónaband þeirra stóð og krafði hana um greiðslu vegna bensínkostnaðar er hann ók henni til vinnu í úrhellisrign- ingu. Hann krafði konu sína um fimm sterlingspunda greiðslu fyrir vinnu við að mála stofuloft- ið og rukkaði dóttur þeirra hjóna um greiðslu í hvert sinn, sem hún kom við á heiir.ili foreldr- anna til þess að fá að fara í sturtu. Síðast en ekki síst krafði hann fjölskylduna um fjármuni til greiðslu á rafmagnskostnaði vegna sjónvarpsnotkunar í viku hverri. „Þessi maður er ótrúlega eig- ingjarn og gersneyddur öllum mannlegum tilfinningum," sagði hæstaréttardómarinn í úrskurði sínum um leið og hann veitti eig- inkonunni skilnað á grundvelli ómannúðlegrar framkomu eig- inmannsins. Sjálfur hafði Broadhurst ítrekað neitað konu sinni um skilnað til þess að þurfa ekki að selja hús þeirra og eftirláta henni helming andvirð- isins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.