Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 17 Þessar hressu dömur skipuðu aflahæstu kvennasveitina á hvítasunnumóti sjó- stangaveiðimanna í fyrra. Frá vinstri Elínborg Bernódusdóttir, Alda Harðardótt- ir, Þuríður Bernódusdóttir og Ester Óskarsdóttir. Með þeim á myndinni er mótsstjórinn Magnús Magnússon. Ljósm. Sigurgeir Jinasson Vestmannaeyjar: Alþjóðlegt sjóstanga- veiðimót um hvítasunnuna Vestmannaeyjum, 26. aprfl. NÚ UM komandi hvítasunnuhelgi heldur Sjóstangaveiðifélag Vest- mannaeyja sitt 14. alþjóðlega sjó- stangaveiðimót. Mót þetta hefur á undanrórnum árum skipað sér nokkuð sérstakan sess á meðal sjóstangaveiði- manna og hefur þátttakan í mótinu ávallt verið mikil. Á síðasta ári voru keppendur Ld. 47. Keppendur hafa aðallega komið frá Akureyri og Reykjavík, auk heimamanna og nú er búist við keppendum frá fleiri stöðum á landinu. Bæjarbúar hafa ávallt fylgst vel með mótinu, mætt á bryggjuna þeg- ar bátarnir koma að landi og leitað frétta af aflabrögðum stangaveiði- mannanna. 1 gegnum mótshald þetta hafa myndast tengsl milli manna frá ólíkum landshlutum og þegar farið er að tala um sjóstanga- veiðimót þá leitar fiðringur í bakið á sjóstangaveiðimönnum um land allt, eða það vildi Magnús Magnús- son mótsstjóri meina í spjalli við Mbl. Hann sagðist vonast til að nýstofnuð vinátta við ísfirðinga yrði til þess að auka enn á gildi mótsins, en þeir héldu í fyrra sitt fyrsta mót og eru nú farnir að undirbúa það næsta. Til eru félög á Akranesi, i Hafnarfirði og á Austfjörðum auk áðurnefndra staða og kannski viðar. Mótið verður sett föstudaginn 20. maí og róið verður bæði laugardag og sunnudag. Þeir hjá SJÓVE hafa tryggt gististaði fyrir mótsgesti og aðstöðu til kvöldrabbs og allur ann- ar undirbúningur er kominn á loka- stig. Send hafa verið auglýsinga- spjöld út um allt land og á þeim eru veittar allar upplýsingar um móts- haldið. Magnús Magnússon mótsstjóri sagði að þátttökutilkynningar i mótið þyrftu að hafa borist fyrir 10. maí nk. HKJ Fjölnismenn afhenda forráðamönnum SÁÁ gjöfina. Frá vinstri: Viggó Maack, Borgþór Úlfarsson, Guðmundur Pálsson (formaður Fjölnis), Björgólfur Guð- mundsson (formaður SÁÁ), Ólafur Flygering, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Guð- mundur Baldvinsson, Ólafur Briem og Gunnlaugur Ragnarsson. Gaf herbergi í ^ sjúkrastöð SÁÁ Lionsklúbburinn Fjölnir í Reykja- vík hefur gefíð í söfnun SÁÁ vegna byggingar sjúkrastöðvar við Graf- arvog upphæð, sem nægir til að út- búa eitt fjögurra manna herbergi í sjúkrastöðinni. Upphæð gjafarinnar er 82.000 kr., segir í fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu hefur bor- izt. Fjölnir er fyrsti aðilinn, sem gefur til ákveðins verkþáttar i sjúkrastöðinni og mun gjöfin verða sérstaklega merkt gefand- anum í sjúkrastöðinni, þegar hún verður fullbúin í október nk. Öðr- um aðilum stendur til boða að gefa til ákveðinna verkþátta bygg- ingarinnar, en auðvelt er að finna þar verkþætti, sem falla að getu hvers og eins. Sjúkrastöðin verður fokheld á næstu dögum. Framund- an er nú kostnaðarsamt tímabil, þegar stöðin verður innréttuð og fullkláruð. Tæknilegar upplysingar Steinsteypa er blanda af sandi, möl, sementi, vatni og íblöndunarefnum, er hafa bætandi áhrif á steypuna. Steinsteypa er flokkuð niður í brotþolsflokka eftir styrkleika. Algengustu brotþolsflokkar eru í röð eftir vaxandi styrkleika S-120, S-160, S-200, S-250 og S-350, en þessi flokkun táknar 28 daga brotþol 15 x 30 cm sívalninga, sem steyptir eru úr viðkomandi steypublöndu. í venjuleg hús er S-200 algengast. Þykkleiki steinsteypu er mældur eftir því hversu marga cm sérstök keila úr blautri steypu sígur þegar mótið er fjarlægt. Því hærra sem sigmálið er, því þynnri er steypan. Venjuleg tregfljótandi steypa er með sigmáli 5-10 cm , þunnfljótandi með meira en 20 cm sigmáli. Steyþan verður því þynnri sem meira vatni er bætt í hana. Of mikið vatn í steypu hefur skaðleg áhrif. Aldrei skyldi setja meira vatn í steypu, en minnst verður komist af með. i steinsteypu er blandað ýmsum efnum til að breyta eiginleikum hennar. Loftblendi- og þjálniefnið H-Loft frá Woermann er sett í alla steypu frá Steypustöðinni hf til að auka veðrunarþol steinsteypunnar, draga úr vatnsþörf og auðvelda niðurlögn hennar. Flotefni eru sett í steypuna, þar sem steyþan þarf að vera fljótandi, léttfljótandi eða þunnfljótandi við niðurlögn, eða þar sem þarf að fá slétta áferð á steypufleti, án þess að þau veiki hana, eins og verður við þynningu með vatni. Eftir ítarlegar samanburðarrannsóknir á hinum ýmsu efnum mælir Steypustöðin hf með flotefninu Flot 78. Steinsteypan er burðarás mannvirkisins. Gæta verður vel við niðurlögn steinsteypu að ekki myndist göt í veggi eða að steypa skilji sig og myndi malarhreiður. Vandið til allrar meðferðar steinsteypu. Alkalískemmdir I þeim mannvirkjum á Reykjavíkursvæðinu, sem notuð hefur verið möl og sandur úr Hvalfirði hefur borið á skemmdum í steinsteypu, vegna efnabreytinga er eiga sér stað milli sementsins, saltsins og steinefnanna. Kísilsýra í steinefnunum myndar með alkalíum sementsinsog saltsins kísilsýruhlaupsem sprengir steypuna. Til að koma í veg fyrir slíkar skemmdir hefur kísilryki verið bætt út í sementið, og notkun óvirkra steinefna verulega aukin í samræmi við niðurstöður rannsókna er Steinsteypunefnd hefur látið gera. Steypustöðin hf hefur ávallt notað og haft á boðstólum óvirk steinefni. Steinsteypukaup Sú hugmynd að dreifa steinsteypu með bifreiðum frá blöndunarmiðstöð þróaðist í Bandaríkjunum og fyrst slíkra stöðva ÍEvrópu.Steypustöðin hf varreistá Islandiárið1947. Steypustöðin hf býður húsbyggjendum þjónustu sína. Við reynum að fullnægja óskum viðskiftavinaokkareftir bestu getu. Skrifstofa okkar er við mynni Elliðaánna að Sævarhöfða 4. Sími okkar er 33600. Hafið samband við einhvern eftirtaldra aðila: Jón Ólafsson skrifstofustjóra, Svein Valfells verkfræðing, Halldór Jónsson verkfræðing. Steinsteypupantanir Verkstjóri okkar, sem tekur við steinsteypupöntunum,heitir Ottó Gíslason, s. 36470 eða 33600. Steypu þarf helst að panta með nokkrum fyrirvara þar eð hana þarf að framleiða um leið og hún er afhent. Steypustöðin hf tekur að sér að sjá um pöntun á steypudælu eða krana, ef annars er ekki óskað. SÆVARHÖFÐA 4, PÓSTHÓLF 245, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 33600 - 34845 - 36470 steinsteypu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.