Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 41 fclk í fréttum + 52.500 mismunandi gjafir. Það er uppskeran eftir ferð þeirra Karls prins og Díönu um Ástralíu og Nýja Sjáland. 1.500 gjafir á dag til jafn- aðar. Langflestar gjafirnar, sem þeim hjónunum áskotnaðist í ferðinni, eru leikföng fyrir Willi- am litla, sem nú á hvorki meira né minna en 300 koalabirni og 150 kiwi-fugla, en þeir eru ein- 1.500 gjafir á dag kennistákn fyrir Nýja Sjáland. Raunar mega þau ekki þiggja gjafirnar, sem verða sendar til barnaheimila og annarra stofn- ana, en þó kom dálítið á Karl þegar hann uppgötvaði, að hann sat uppi með 140 búmeröng. „Ja, við verðum víst að halda þessu eftir,“ sagði Karl. „Þetta er i ekki hægt að senda til baka.“ Sonurinn veldur Thatcher áhyggjum Pað fer ávallt vel á með þeim Margaret Thatcher og Elísabetu Englandsdrottningu þegar þær hittast enda eiga þær ýmislegt sameiginlegt, ekki síst áhjggjur af sonunum. Andrew Philipusson er hinn mesti órabelgur eins og alkunna er og Mark, sonur Thatchers, gef- ur honum lítið eftir. Það er þó ekki kvennafarið, sem hann er frægur fyrir, heldur alls kyns uppá- tæki önnur. Hann hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur um dagana, t.d. rallakstur, og einu sinni var hann týndur f marga daga þegar hann tók þátt í einni slfkri keppni f eyðimörkum Norður-Afrfku. Mark hefur lfka reynt fyrir sér í viðskiptum til mikillar hneykslunar fyrir landa sfna. Það var þegar hann gerði samning upp á 400 þús. fsl. um að kynna japanskan íþróttafatnað f Bretlandi, sjálfur forsætisráðherrasonurinn. Þau Denis Thatcher og Margaret eiga tvö börn, tvfburana Mark og Carol, sem standa nú á þrftugu. Denis segist taka hlutverk sitt sem eiginmaður forsætisráðherrans sem hverja aðra vinnu. Hann er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur, hvort sem um er að ræða opinberar athafnir eða ekki. Ástæð- an er sú, segir Denis, að ég elska hana Maggie, þessa óútreiknanlegu konu. ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verö. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Lítið færanlegt iðnfyrirtæki til sölu. Hentugt fyrir mann sem vill skapa sér auka- atvinnu. Upplýsingar í síma 95-5468. Notaðar vinnuvélar til sölu Comet Opera sambyggö steypuhrærivél/ steypubíll árgerð 1981 meö fjórhjóladrifi og sjálfhleöslubúnaöi. Komatsu D 45A jaröýta 90 hestafla, árgerð 1980. Hino KB 422 vörubifr. árgerö 1979. Hino KM 600 vörubifr. árgerð 1980. Komatsu FD 30 gaffallyftari dieselknúinn meö húsi og snún- ingsbúnaði, árgerð 1981. Allar nánari upplýsingar veitir sölumaður Véladeildar BÍLABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 SPUNNIÐ UM STAUN eftír MATTHÍAS JOHANNESSEN allir með tölu. Hver hefur leyft þér að hegða þér svona? Svaraðu, talaðu kona! Hver hefur leyft þér þetta? Hef ég unnið til þess, að þú umgangist mig eins og svín? Hvernig dirfistu að ögra mér svona? Þú treystir á ást mína, af því þú hefur alltaf getað treyst á hana. Hví svarar þú ekki, kona? Þolinmæði mín er á þrotum. Hún svarar: Ég? Skiptir einhverju máli, hvað ég segi? Skipti ég yfirleitt nokkru máli? Það bráir af honum, hann segir: Þú? Það skiptir að minnsta kosti öllu máli, hvort þú sýnir mér fyrirlitningu fyrir framan þetta hyski eða ekki. Hvað heldurðu, að þeir hugsi? Og ég sem á að halda aga hér. Eru þeir að siga þér á mig? Þér líka? Það sigar mér enginn, segir Nadya ákveðin og stendur upp. Ég skal sýna þeim í tvo heimana, láta djöfulinn læsa svörtum járnklónum í þá, steikja þá í logum helvítis. Þú ert farinn að leggja æði mikla áherzlu á svoleiðis eldamennsku upp á síðkastið. Hvað áttu við með þessu? Er þetta ögrun? Hví stork- arðu mér? Þú veður úr fyrirlitningunni í niðurlæginguna, úr niðurlægingunni í ögrunina, úr ögruninni í dylgjurnar. Hvar ætlarðu að láta þetta enda? Ætlarðu að eyðileggja mig — það skal aldrei verða! Ég — að eyðileggja þig! Þú snýrð þessu við eins og öðru. Það er aldrei annað en þú, þú, þú! Þú gekkst með börnin okkar líka, var það ekki? Þú fæddir þau. Þú kveinkaðir þér af sársauka þeirra vegna. Það er víst það eina, sem þau eiga eftir, þessi fífl allt í kringum þig — að gefa út tilkynningu um, að þú hafir fætt börnin okkar! Að þú hafir fætt alla þjóðina. Að hugsa sér, hvernig þú hefur breytzt! En ég mátti svo sem vita það eftir járnbrautar- fcrðina til Tsaritsyn, já, það hét hún 1919, áður en þið breyttuð henni í Stalíngrað — líklega í minningu þess að þú beittir mig ofbeldi þar. Hún fleygir sér á rúmið og brestur í grát. Hættu þessu, hættu þessu! segi ég. Ég þoli þetta ekki. Þeir hafa eitrað fyrir þig. Þú ert að verða sama eiturnaðr- an og þeir. Hver bruggar mér þessi launráð? Ég fæ ekki einu sinni að sofa í sama herbergi og þú lengur. Þú ert sjálfur bruggarinn. En ég er bara venjuleg eiginkona! Engin Rosa Kaganovich!, hrópar Nadya. Þetta eru lokin, hrópar Stalín. Ég held þetta ekki út lengur. Ég hef reynt að vera þér sæmileg eiginkona. En þú hefur ekki áhuga á því. Og öll þessi ísköldu augu í kringum mig, sem vilja mig feiga, festa mig í net sín. Hér fær enginn að deyja uppréttur. Yagoda og Bería eiga eftir að finna fyrir því. Énginn! Ég trúði á byltingu, en ekki siðspillingu. Ég var ritari hjá Lenin og veitti þér allar upplýsingar, þegar ég var ung. Nú — óvinur! Það verður að moka kolum á glóðina, annars kulnar hún. Þú sérð óvini alls staðar, þar sem einhver vill þér vel. Það er nóg af eldinum. En okkur vantar vatn til að slökkva hatrið. Og nú síðast félagi Nikolay! Og þú líka! Þú! Ég hefði átt að vita það! Þú sérð aldrei sólina fyrir Kíroff. Það er rétt, hann er vinur þinn, kannski sá eini. Og ég hlakka alltaf til þegar hann kemur í heimsókn til okkar á sumrin. Hann er eins og ómissandi frændi, svo góður við bömin. Þegiðu kona, þú skalt fá að standa fyrir máli þínu. Vélabrögð! Samsæri! Þú líka! Þú, Nadya! Svona glám- skyggn! Kíroff er ekki allur þar sem hann er séður. Stalín grípur fyrir eyrun, en Nadya segir: Gerðu það sem þú vilt, það sem þú telur heppilegast fyrir ríkið og Flokkinn. Þér er ekkert heilagt hvort eð er. Hann rýkur út og skellir hurðinni á eftir sér. Nadya nötrar og skelfur. Hún sezt við borð og skrifar bréf til manns síns. (Fólk, sem barði það augum, hefur sagt mér frá því, segir Svetlana. Það var skelfilegt bréf, fullt af beizkum ásökunum. Það er ekki cinvörðungu persónulcgt bréf, heldur öðrum þræði pólitískt. Eftir lestur þess mátti föður mínum virðast svo sem móðir mín hefði aðeins á KRAMIIALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.