Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1983 38 Minning: Ottó Björgvin Árna- son bifreiðastjóri Fæddur 28. júní 1919 Dáinn 23. aprfl 1983 Liðinn vetur hefur orðið mörg- um þungur í skauti, fyrstu sumar- dagarnir kaldir og víðast snjó- þungir, meginhluti landsins hul- inn frostgljáðum fannkyngi skrúða og þrátt fyrir komu sumars virðist vorið fjarri. En þótt kuldalegt sé um að litast munu hlýir straumar og geislar frá skini hækkandi sólar taka völdin, landið afhjúpast klaka- kufli og íklæðast blómum skrýddri gróðurskikkju. Hin sígildu orð munu rætast að aftur kemur vor í dal. Á þriðja degi þessa nýbyrjaða sumars kvaddi Ottó vinur minn þennan jarðneska heim og engill dauðans sveif með sál hans á vængjum vorsins til fegri heima þar sem eilífðin sjálf er alein til. Að þessu sinni var dvöl hans á sjúkrahúsi stutt, aðeins rúm vika þar til yfir lauk. Hann stundaði vinnu sína þar til í marsmánuði, en þá var þrekið á þrotum og fór það ekki fram hjá neinum sem til þekktu, hressandi viðmót og líf- legar viðræður urðu aðeins svipur hjá sjón. Ég sem þessar línur rita hefi þekkt Ottó sl. fjörutíu ár. Fyrst lágu leiðir okkar saman í byggingarvinnu hér í borginni. Hann var þá í fríi frá sjómennsku um stundarsakir, en að öðru leyti var sjómennskan þá hans aðal- starf. Mér er minnisstætt hvað hann var glaður og hress, skemmtilegur og hvers manns hugljúfi, bráðduglegur, kappsam- ur og ósérhlífinn. Hann var glett- inn og spaugsamur, smástríðinn og hrekkjóttur, en hrekkir hans komu öllum í gott skap en særðu engan. I febrúar 1948 lágu leiðir okkar aftur saman á BSR og höfum við verið þar starfsbræður síðan í rúm 35 ár. Það er langur tími sem segir stóra sögu ef hún væri sögð, en minningin ein verður svo margt að geyma, en hún er líka gott veganesti ef staldrað er við og litið yfir farinn veg. Lífsbraut Ottós var ekki alltaf böðuð í rósum heldur oft þyrnum stráð. Við læknisskoðun 1945 kom í ljós að hann var með berkla í lungum og þurfti að dvelja á Víf- ilsstöðum í um það bil eitt ár. Eft- ir það gekk hann aldrei heill til skógar og þurfti oft að dvelja á Vífilsstöðum, þó ekki væri það lengi í einu, einnig átti hann við erfiðan magasjúkdóm að stríða á tímabili. En þrátt fyrir heilsu- brest lét hann aldrei deigan síga, stundaði bílstjórastarfið af kost- gæfni. Þrifnaður og snyrti- mennska var honum í blóð borið og eru það eiginleikar sem henta þeim vel sem veita öðrum þjón- ustu. Ekki var hann efnishyggju- maður þótt hann væri sjálfstæður efnalega, greiðvikinn með afbrigð- um og mátti ekkert aumt sjá. Það var hans mottó að hjálpa og líkna en ekki að troða skóinn niður af náunganum. Hann hafði ákveðnar skoðanir og gat verið þéttur fyrir ef fast var deilt, en sáttfús og drengskaparmaður til orða og verka. Ottó var fæddur á Möðruvöllum í Hörgárdal 28. júní 1919, sonur hjónanna Árna Árnasonar sjó- manns og Bjargar Ottósdóttur. Faðir hans var Eyfirðingur en móðir hans vestan úr Bolungarvík en þaðan fluttu þau að Möðruvöll- um, áttu þar heima um stundar- sakir, en síðan lá leiðin til Akur- eyrar og þar áttu þau heima upp frá því. Á Akureyri eru því æsku- stöðvar Ottós. Ottó var sjötti í röðinni af 10 systkinum. Mörg dóu ung og aðeins tvö á lífi af þessum stóra hóp. Hann ólst upp í foreldrahúsum á erfiðum tímum þegar ekki þótti sjálfsagður hlutur að hafa nóg að borða, klæðnað og húsnæði, skorturinn var oft á næsta leiti og hver þóttist góður sem gat séð sér og sínum farborða. Ungir fá ekki skilið í dag hvað fólkið í landinu þurfti áður fyrr að leggja hart að sér til að afla brýn- ustu nauðsynja; nauðsynja sem þykja sjálfsagður hlutur í dag. Ungur vann Ottó við öll venjuleg störf bæði til sjós og lands. En sjómennskan heillaði hugann og fljótlega fór hann að vinna á tog- urum og var einnig í siglingum sem þá var sóst eftir. Eins og áður segir var sjómennskan hans aðal- starf á meðan heilsan leyfði. Ekki mun Ottó hafa hlotið aðra mennt- un en skyldunám í barnaskóla. Á þeim árum gátu fæstir veitt sér það sem þeir höfðu mesta löngun til, en starfið og lífið sjálft er reynsluríkur skóli. Um tvítugsald- ur flutti hann hingað til Reykja- víkur og átti hér heima upp frá því. Eftir að hann kom frá Víf- ilsstöðum 1946 keypti hann sér vörubíl og stundaði vinnu með hann í eitt ár, en sú vinna reyndist honum of erfið svo hann skipti um og fór að keyra leigubíl á BSR, fyrst sem launþegi, en fljótlega keypti hann sér bíl og gerðist sjálfseignarbílstjóri og hélt því starfi upp frá því. Hann var mikill stuðningsmaður SÍBS og með bíl- stjórastarfi sínu veitti hann þeim samtökum mikla þjónustu. 1. desember 1945 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Jónsdóttur ættaðri úr Stranda- sýslu, frá Bæ í Hrútafirði. Þau eiga eina dóttur barna. Þau hjónin Ottó og Dúna, eins og hún er oftast kölluð, hafa búið sl. 25 ár í Gnoðarvogi 32. Þá íbúð eignuðust þau nýja og hafa búið þar síðan. Þau voru gestrisin og góð heim að sækja, falleg umgengni á lítilli íbúð ber húsmóðurinni gott vitni og þarna hefi ég fundið vermandi viðmót umvefja mig af húsbænd- anna hálfu. Ég stend í mikilli þakkarskuld við þessi heiðurshjón og aldrei sér maður betur en þegar leiðir skilur hvað maður hefur mikið misst. Bakvið hlýtt og þétt handtak bjó heiðríkja hugans og fölskvalaus vinátta. Ég tel það mér til ávinnings að hafa notið trausts og vináttu þessa góða drengs. Heilsubrestur um áratugi jafn- hliða bílstjórastarfi sem útheimt- ir mjög langan vinnudag gerði það að verkum að sumarfríin urðu hvorki mörg eða löng og aðrir frí- dagar færri en skyldi. En einu sleppti hann aldrei ef unnt var að koma því við, en það var að fara einn eða fleiri Iaxveiðitúra á hverju sumri og var þá oft farið norður í Hrútafjarðará. Fallegu umhverfi með fengsælum veiðiám unni hann mjög, þangað sótti hann hvíld frá annríki líðandi stundar. Ottó var sterkur hlekkur í samtökum okkar á BSR, hann skildi það vel að samtakamáttur- inn er sterkasta aflið til stórra átaka og því væri rétt og skylt að styrkja þau öfl sem vildu gera vel. Sigð dauðans hefur höggvið stórt skarð sem vandfyllt verður í raðir okkar á BSR, létti og hlýi hlátur- inn er hljóðnaður, fallega og hýra brosið horfið okkur sjónum, en minningin lifir þó maðurinn hverfi. Við hjónin þökkum langa og trausta vináttu, jafnframt vottum við eiginkonu, dóttur og fjölskyldu hennar dýpstu samúð, megi algóður guð veita þeim þrek í þungri raun. Ég kveð hann svo að síðustu með þessum sígildu ljóðlínum eft- ir „listaskáldið góða“. Flýt þér, vinur, í fegra heim, krjúptu’ að fótum friðarboðann og fljúgóu’ á vængjum morj'unroóan.s meira ad starfa jfuós um jjeim. Jakob Þorsteinsson í dag kveðjum við Ottó Björgvin Árnason. Hann lést 23.apríl sl. á Vífilsstöðum. Ottó var fæddur á Möðruvöllum 28. júní 1919. Hann ólst upp á Ak- ureyri hjá foreldrum sínum, Björgu Ottósdóttur frá Bolung- arvík og Árna Árnasyni ættuðum úr Eyjafirði. Ottó fluttist ungur til Reykja- víkur og starfaði þar sem bílstjóri, lengst af á BSR. Hann kvæntist föðursystur okk- ar Guðrúnu Jónsdóttur, 1. des- ember 1945 og áttu þau eina dótt- ur, Guðrúnu. Við kynntumst Ottó vel. Var það einkum vegna tengsla hans við foreldra okkar. Einhvern veginn átti hann alltaf samleið með okkur sem yngri vorum. Margar minningar leita á hugann. Sérlega er okkur minnisstætt ferðalag um Norðurland sumarið 1956. Hjá ungum drengjum var slík ferð eitt samfellt ævintýri. Ottó átti sér hin margvíslegustu áhugamál. Hann hafði yndi af úti- vist og veiðiskap. Einnig voru íþróttir honum hugleiknar, þá Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu meö góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + SUMARLIDI GUÐMUNDSSON, skóamidur frá Siglufirói, andaöist í Landakotsspítala aö kvöldi 1. maí. Kári Sumarliðason, Margrét Bogadóttir, Arthur Sumarliöason, Hreinn Sumarliöason, Anna Hallgrímsdóttir. t Systir okkar. GUÐBJÓRG ÞÓRARINSDÓTTIR frá Úlfsá, lést aö Sólvangi 29. april. Systkinin. Eiginmaöur minn, lést 1. maí. + BERGUR MAGNUSSON, framkvœmdastjóri Hestamannafélagsins Fáks, Drápuhlíö 25, Ragnheiöur Vilmundardóttir. + Eiginmaöur mínn og faöir okkar, HALLDÓR SIGURBJÖRNSSON, Jaöarsbraut 5, Akranesi, andaðist 29. apríl. Hildur Siguröardóttir og börn. + Móöir okkar og tengdamóöir, , INGVELDUR JÓNASDÓTTIR, áöur til heimiiis aö Eskihlíö 29, er látin. Útförin hefur farið fram. Börn og tengdabörn. + GUDLAUG FRIÐRIKKA SIGURJÓNSDÓTTIR frá Ytri-Hlíö, andaöist á elliheimilinu Grund 25. apríl. Jarösett veröur á Hofi Vopnafiröi miövikudaginn 4. maí kl. 2. Gunnar Sigurösson og aörir vandamenn. + Systir okkar. GUDBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR frá Hraungeröi, Stigahlíö 8, veröur jarösungin frá Fíladelfíukirkju fimmtudaginn 5. mai kl. 13.30. Systkini hinnar látnu. + Móöir okkar og amma, GUDRÚN EINARSDÓTTIR, Skólavöröustíg 26, veröur jarösungln frá Fríkirkjunni í Reykjavík miövikudaginn 4. maí kl. 15. Kristín Kristjónsdóttir, Gunnar Kristjónsson, Már Kristjónsson, Jón G. Jónsson. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR, Vallargeröi 6, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogsklrkju miövikudaginn 4. maí kl. Í6.3Ö. Jarösett veröur í kirkjugaröi Hafnarfjaröar. Guömundur Gíslason, Sigurlaug Guömundsdóttir, Þórður St. Guömundsson, Steingeröur Ágústsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.