Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 Reglur um hunda- hald í Kópavogi eftir Einar I. Sigurðsson I Morgunblaðinu þann 28. apríl sl. gefur að líta eftirfarandi: Reglum um hundahaid í Kópavogi breytt: I Lífið ánægju- legra að vera með hund í leyfil - segir Einar Sindrason læknir Síðar segir blaðamaður orðrétt: „Kópavogsbær hefur nýlega gef- ið leyfi fyrir þeim hundum sem í bænum voru í febrúarmánuði sl., en bannað hundahald að öðru leyti." Og síðar segir Einar Sindrason, læknir: „ ... og mér finnst eðlilegt, að ef maður ætlar að eignast hund (undirstrikun mín), sem er mik- ill ábyrgðarhluti og mikið fyrir því að hafa, að maður borgi sín- ar tryggingar .., “ Að gefnu þessu tilefni er rétt að benda Einari Sindrasyni lækni og öllum öðrum á það að samkvæmt þessum nýju reglum um hunda- hald í Kópavogi, sem settar eru í samræmi við vilja meirihluta Kópavogsbúa að lokinni könnun í kosningum í maí 1982 og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið hefur nú staðfest og tóku gildi 7. apríl sl., er MEGINMÁLIÐ í þeim að HUNDAHALD er BANNAÐ í lögsagnarumdæmi Kópavogs og þess vegna er ekki um það að ræða að menn eignist nýja hunda í Kópavogi, en Bæjar- stjórn Kópavogs getur þó veitt undanþágu frá banni þessu í eftir- greindum tilvikum. a) Ef eigandi lögbýlis sækir um leyfi til að halda hund vegna búreksturs. b) Ef lögreglustjóri og/eða hjálp- arsveitir sækja um leyfi til að halda hund vegna gæslu og/eða björgunarstarfa. GloRÍAV\i\dERbilr Stretch gallabuxur hæfaþér Gloria Vanderbilt stretch-gallabuxur eru ólíkar öörum gallabuxum. — Sniön- ar fyrir konur. Þær eru því sér- saumaðar fyrir þig. Cosmopolitan — Which og New York Magazine hafa kosið Gloria Vanderbilt-buxurnar þær beztu á markaðinum. Þessar frábæru gallabuxur fást hjá: ASSA, Laugavegi 118. Gullfoss, Miöbæjarmarkaðinum. Parið, Akureyri. Einar I. Sigurðsson c) Ef blindir menn sækja um leyfi til að halda hund sér til leið- sagnar. d) Ef fyrir liggur umsögn heilsu- gæslulæknis í Kópavogi og fé- lagsráðgjafa Kópavogs um það, að nauðsynlegt sé fyrir ein- stakling að halda hund vegna sérstakra læknisfræðilegra og félagslegra ástæðna. Og ef leyfi er veitt samkvæmt þessu þá er það með ströngum skilyrðum og ákvæðum um refs- ingar fyrir brot á þeim. Þessi und- anþáguheimild er svipuð því sem var í áðurgildandi samþykkt um bann við hundahaldi f Kópavogi frá árinu 1975, en frá þeim tíma og þar til nú hafa aðeins verið veitt 5 undanþáguleyfi. Þeir sem ekki hafa fengið slíkt undanþáguleyfi og eru með hunda nú eru brotlegir samkvæmt regl- um um hundahald í Kópavogi. Varðandi alla þessa óleyfilegu hunda í lögsagnarumdæmi Kópa- vogs, var sett sérstök viðbót við þessar nýju reglur um bann við hundahaldi í Kópavogi, sem er: Akvæði til bráðabirgða, en þar segir svo í 1. lið: „1) Allir óleyfilegir hundar sem voru í lögsagnarumdæmi Kópavogs 11. febrúar 1983, skulu fá að vera áfram svo lengi sem þeir lifa, enda skal færa þá alla til skráningar strax og eigi síðar en mánuði eftir að samþykkt þessi tekur gildi og hefur verið auglýst með venjulegum hætti. Að þeim tíma liðnum verður farið með alla óskráða hunda skv. 6. gr. samþykktarinnar." Hér er þessvegna ekki um það að ræða að veita ný leyfi fyrir hundum heldur einungis sagt að þeir fái að vera áfram svo lengi sem þeir lifa og eru ströng skilyrði fyrir þvi framhaldslífi ásamt gjaldsetningu, enda er hugmyndin sú með gjaldsetningunni að eig- endur þessara hunda standi undir öllum kostnaði, sem af tilvist þeirra verður, eftirliti o.fl., en sá kostnaður falli ekki á hinn sam- eiginlega bæjarsjóð eða m.ö.o. á þá þegna Kópavogs sem virt hafa reglur um bann við hundahaldi í Kópavogi. Álla þessa hunda skal færa til skráningar strax og boðað er, en það verður gert með sérstöku dreifibréfi, sem borið verður í hvert einasta íbúðarhús í Kópa- vogi nú á næstunni, ásamt þessum nýju reglum. Þeir sem ekki hafa komið með hunda sína til skrán- ingar og annarra athugana innan mánaðar frá dagsetningu dreifi- bréfsins — skulu vera við því bún- ir að ákvæðum 6. gr. samþykktar- innar verði beitt með fullum þunga, en hún hljóðar svo: „6. gr. Óleyfilegir hundar skulu teknir hvar sem til þeirra næst og þeir færðir í sérstaka hunda- geymslu, sem starfrækt er á vegum bæjarins eða í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Þar skulu hundarnir geymdir í allt að því hálfan mánuð, meðan eig- endum er gefinn kostur á að koma þeim fyrir til frambúðar utan Kópavogs. Kostnaður við töku og geymslu hundanna skal að fullu greiddur af eigendum. Hirði eigendur óleyfilegra hunda ekki um að koma þeim í vörslu utan Kópavogs innan hálfs mánaðar frá að þeir eru teknir, né greiði af þeim áfall- inn kostnað, skulu hundarnir aflífaðir." Ennfremur er að finna í reglun- um ákvæði um að ráða sérstakan starfsmann til þess að annast framkvæmdina á þeim og einnig um mikilvægan þátt lögreglunnar í Kópavogi við framkvæmd sam- þykktarinnar. Með þessum nýju reglum um hundahald er Bæjarstjórn Kópa- vogs, í samræmi við vilja meiri- hluta íbúa Kópavogs, einhuga um að koma lagi á þessa hluti í lög- sagnarumdæmi Kópavogs — á mannúðlegan hátt. Með þökk fyrir birtinguna. Einar I. Sigurdsson er fram- kræmdastjóri heilbrigðiseftirlits Kóparogs. Hitlersdagbækurnar falsaðar segir TASS Mo.skvu, 30. aprfl. AP. SOVÉZKA fréttastofan TASS lýsti í dag dagbókum þeim, sem eignaðar hafa verið Adolf Hitler, sem „auvirði- legum folsunum", er ætlað væri að efla fasisma. Eru þetta fyrstu opin- beru viðbrögðin f Sovétríkjunum gagnvart þessum umdeildu dagbók- um. „Lýðræðissinnað fólk f Vestur- Þýzkalandi lítur á birtingu þessara auvirðilegu falsana sem grófa póli- tíska ögrun,“ segir TASS. Ýmsir vestur-þýzkir og brezkir sagnfræðingar og skjalafræðingar hafa dregið það í efa, að dagbæk- urnar væru ófalsaðar og hafa sum- ir þeirra komið fram með þá til- gátu, að þær væru falsaðar að und- irlagi kommúnista. Tímaritið Stern, sem hóf birtingu dag- bókanna, hefur hafnað tilmælum um að láta nefnd sérfræðinga frá nokkrum þjóðum rannsaka þær og heldur því fram, að allt sem unnt er hafi verið gert til þess að ganga úr skugga um sannleiksgildi bók- anna. NÚNA Á APfílí. TOLLGENGI AMERICAN EAGLE4X4 EGILL. VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kópavogi, s. 77200 og 77202 Stórkostlegur bíll sem nýtur sín jafnt innanbæjar sem til fjaUa. American Eagle 4X4 fyrir þá sem vilja bíl fyrir islenskar aöstæðux. Vegna sérstakra samninga við verksmiðjumar, getum við boðið takmarkað magn af Eagle 4x4 árg. 1982, á sérstöku af- sláttarverði. AMC-Eagle 4x4 :lli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.