Morgunblaðið - 03.05.1983, Síða 47

Morgunblaðið - 03.05.1983, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 27 Nr. 9 Franz Klammer (fœddur 1953). Hinn geðþekki Austurríkismaöur Franz Klammer sigraði í bruni á Olympíuleikunum í Innsbruck 1976. Hann er aá eini sem enn keppír af þeirri kynslóö sem hon- um fylgdi. Allir sem hann atti kappi við, svo sem Werner Grissmann og Sepp Walcher, eru hættir. 23 sinnum sigraöi Klamm- er í heimsbikarkeppninni í bruni á árunum 1974 til 1978. i kjölfariö fylgdi mikil íþróttaleg lægð hjá meistaranum: 1366 dagar án þess aö sigra í keppni. Þrátt fyrir þennan mótbyr var Franz Klammer valinn íþróttamaöur ársins í Austurríki. í desember 1981 sigraöi hann aftur í Val d’ls- ere. Hann er greinilega kominn á toppinn aftur. Nr. 10 Marieller Goitschel (fædd 1945). Hátindur ferils hennar var á árunum á milli 1960 og 1970. 1964 varö Marieller Goitschel til aö mynda olympíumeistari í stór- svigi og aftur fjórum árum seinna. 1966 varö hún f ööru sæti í heimsmeistarakeppninni f bruni. Marieller Goitschel býr f dag í Val d’lsere og rekur þar veitingahús foreldra sinna. Hún er tveggja barna móöir og starfar einnig í „módel-bransanum“. Systir hennar, Christine, varö 1964 olympíumeistari f stórsvigi. NR. 11 Christl Cranz (fædd 1914). Hún býr í Steibis í AllgaU (Suöur- Þýzkalandi). Hún varö 12 sinnum heimsmeistari. Hún er kennari hjá þekktum skíöaskóla og sér aðallega um aö leiðbeina yngstu keppendunum. Hún fylgist meö skíöakeppnum úr sjónvarpinu. Á Olympíuleikunum 1936 f Garm- isch-Partenkirchen datt hún f bruninu og tapaöi 19 sekúndum, en deginum áöur haföi hún 21,3 sekúndna forskot á aöalkeppi- nautinn, stúlku frá Noregi. Þrátt fyrir þetta sigraöi hún naumlega í samþættum greinum og vann því til gullverðlauna. Hvort hún myndi taka þátt í heimsbikar- keppni í dag ef hún væri yngri? „Já, örugglega, þvf aö ág er mikil keppnismanneskja." Nr. 12 Karl Schranz (fæddur 1938). Hann hefur aldrei unnið til verö- launa á Olympíuleikum. Áriö 1972 var hann af Avery Brundage, for- manni olympíunefndarinnar, úti- lokaöur frá Ol-leikunum f Sapp- oro fyrir meint brot á áhuga- mannareglum. Við heimkomuna til Vínar biöu hans 100.000 manns ásamt kanslara Austurrfkis. f 15 ár var hann í fremstu röö f alpa- greinum og eru þaö fáir eöa engir sem svo lengi hafa haldið sér á toppnum. f dag er Schranz for- svarsmaöur fyrir frægasta skföa- skóla heimsins, f St. Anton viö Ariberg. Góð frammi- staða Vésteins Vésteinn Hafsteinsson kringlu- kastari úr HSK stóð sig meö miklum ágætum á miklu stórmóti í Desmoínes í lowa um helgina, svokölluöum Drake-relays. Vé- steinn vann mótiö og sigraöi m.a. bandaríska háskólameistarann f kringlukasti frá í hitteöfyrra og eínníg kúluvarparann fræga Mike Carter. Vésteinn kastaöi 59,56 metra, en næstu menn voru meö um 55 metra, svo yfirburöir hans voru miklir. Aöstæöur voru slæmar, hringurinn sleipur, og var Vósteinn sá eini sem spjaraði sig. Þess má geta aö Vésteinn kast- aöi kringlunni sömu vegalengd um fyrri helgi og Þráinn bróöir hans kastaöi, 51,84. Vésteinn hefur margsinnis í vor kastaö 59—61 metra og sýnir þaö styrk hans. fris Grönfeldt spjótkastari úr UMSB keppti á móti í Kentucky og varö önnur meö 44,68 metra. iris var aö því leyti óheppin aö rok og rigning var þegar keppnin fór fram, og hafa flestar keppnir hennar í vor veriö viö aöstæður af þessu tagi. — ágás. • Frammarar héldu upp á afmæli sitt á Hótal Sögu á sunnudaginn, er þeir voru þar meö opíö hús. Fjölmenni mætti þar f kaffi hjá félaginu og þar er þessi mynd tekin. Ljósm. Emiiia. 8.251 stig í tugþraut Bandaríkjamaðurinn Mark Anderson hlaut 8.251 stig í tug- þraut á frjálsíþróttamóti í Watnut í Kaliforníu um síöustu helgi, og er þaö bezti heimsárangurinn til þessa á árinu. Á mótinu náöist ágætur árangur í langhlaupum. Bretinn Adrian Royle hljóp 10 km á 27:55,8 mínút- um og landi hans, Graeme Fell, hindrunarhlaup á 8:34,7. Banda- ríkjamaðurinn Chris Fox vann 5.000 metra á 13:32,2 mínútum, sem er bezti árangur í heiminum á þessu ári. Þess má geta aö Henry Rono, Kenýa, fyrrum heimsmet- hafi, varö þrettándi í hlaupinu á 13:58,4 mínútum. 18 þúsund manns hlupu í London Átján þúsund manns lögöu upp í Lundúnamaraþonhlaupið um fyrri helgi, en samkvæmt heim- ildum Mbl. hafa ekki fyrr svo margir lagt upp í maraþonhlaup. Hlaupið fór fram í úrhellisrign- ingu, en það aftraöi ekki norsku stúlkunni Gretu Waitz aö jafna heimsmet sitt á vegalengdinni, sem er 2:25,29 stundir. Nokkru seinna bætti bandaríska stúlkan, Joan Benoit, metiö í Boston, en mikill meövindur var í því hlaupi og vilja fróöir menn ekki viöur- kenna met hennar. Góöur árangur náöist í London. Hlaupiö vann bretinn Mike Gratton á 2:09,44 stundum og landi hans Gerry Helme, var annar á 2:10,11. Einna mest á óvart kom þó danski hlauparinn Henrik Jörgensen sem varö þriöji á 2:10,46, sem er danskt met. Belgíumaöurinn Emil Puttemans varö áttundi á 2:12,26 og annar gamall jaxl, Bretinn Trev- or Wright, níundi á 2:12,28. Norð- maöurinn Öyvind Dahl varð tíundi á 2:12,42 og brezki meistarinn Dave Cannon 11. á 2:12,50. Frjélsar Ibröttlr - .. .......... ^ Knattspy r nufélagi ð Fram 75 ára KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Fram varö 75 ára á sunnudag. Þaö var stofn- að 1. maí 1908, og á stofnfundinn mættu 18 ungir menn að Aöalstræti 16 í húsi er hét Lystihúsiö. Fyrsti formaður Fram var Pétur Hoffmann Magnússon og meö honum í fyrstu stjórn voru Tómas Hallgrimsson varaformaöur, Pétur Sigurösson gjaldkeri, Arroboe Clausen ritari, Franz Andersen og Haukur Jenssen meöstjórnendur. í fyrstu hlaut félagið nafniö Fótboltafélagiö Kári. Mikil óánægja var á meðal félags- manna meö þessa nafngift og eftir miklar umræöur var nafninu breytt, einu ári eftir stofnfund, í Fram og var aðalhvatamaður að þessu nafni Arroboe Clausen. Fyrstu áratugina var aöeins iök- uö knattspyrna í félaginu. Fyrsta íslandsmeistaratitil í meistaraflokki hlaut Fram 1913 og Reykjavíkur- meistaratitil 1915. Alls hefur Fram hlotiö islandsmeistaratitil 15 sinn- um, Reykjavíkurmeistaratitil 16 sinnum og 4 sinnum oröiö bikar- meistari í meistaraflokki. Knattspyrnufélagiö Fram hefur ávallt átt sterka yngri flokka í knattspyrnu, sem unnið hafa fjölda mörg (slandsmót. Skipulagður handknattleikur var fyrst stundaöur innan Fram áriö 1940, en þá tók félagiö í fyrsta sinn þátt í islandsmóti i handknattleik. f fyrstu var fátt um sigra, en smátt og smátt náði íþróttin fótfestu inn- an félagsins. Meistaraflokkur karla vann í fyrsta sinn íslandsmót úti og inni áriö 1950. Meistaraflokkur kvenna vann sitt fyrsta mót 1948 og síðan fjölda móta næstu ár, t.d. Islandsmót 1950—'54 eða 5 ár í röö. Annars var blómaskeiö Fram í handknattleik áratugurinn 1961 — 1970 er Fram vann mikinn fjölda móta, bæði íslands- og Reykjavíkurmót. Blómaskeiö meistaraflokks kvenna var síöasti áratugur, en þá náöu þær frábær- um árangri. Áriö 1963 voru geröar breyt- ingar á lögum félagsins og tekin upp deildaskipting, en þá voru formlega stofnaöar knattspyrnu- og handknattleiksdeild. Eiga því þessar deildir 20 ára afmæli í ár. I dag eru 5 deildir starfandi í félag- inu, auk fyrrnefndra deilda starfa nú körfuknattleiksdeild er stofnuö var 1969, skíðadeild var stofnuö 1972 og blakdeild stofnuö 1979. Þá eru starfandi innan félagsins fulltrúaráö og Fram-konur, en þær hafa unnið geysimikiö starf innan félagsins. Skíðadeild félagsins hefur aö- setur í Eldborgargili í Bláfjöllum. Félagar skíðadeildar hafa byggt upp þar glæsilega aöstööu. Fyrir nokkru var reist ný skíöalyfta, sem gjörbreytti allri aöstööu skíða- manna. Nú er veriö aö undirbúa byggingu nýs skíðaskála, sem er oröið mikið nauösynjamál. Þáttaskil uröu hjá félaginu þegar þaö flutti starfsemi sína i Háaleit- ishverfiö. Áöur fyrr, eöa frá árinu 1940, haföi félagiö haft aöstööu fyrir neöan sjómannaskólann þar sem grjótnám bæjarins haföi veriö í mörg ár. Áriö 1958, á 50 ára af- mæli Fram, var félaginu gefiö fyrir- heit um framtíðaríþróttasvæði. Fyrst var svæöiö fyrirhugaö beggja vegna Miklubrautar, en síðar var svo félaginu úthlutaö svæöi því sem þaö hefur í dag og liggur meöfram Miklubraut til noröurs aö Álftamýrarskóla, meöfram Álfta- mýri og Safamýri. Áriö 1972 voru hafnar bygg- ingarframkvæmdir viö fyrsta áfanga félagsheimilis, sem tekiö var í notkun 1975. Á Fram-daginn sl. ár var tekin fyrsta skóflustung- an aö öörum áfanga félagsheimil- isins, sem mun gjörbreyta allri fé- lagslegri aðstööu, sem er jafnframt grundvallaratriöi aö félagið geti dafnaö og vaxiö á eölilegan hátt, en félagar eru nú rúmlega 2000 talsins. i dag eru í notkun á svæöinu auk félagsheimilis, malarvöllur og grasvöllur, þá veröur í sumar tek- inn í notkun nýr grasvöllur sem hefur verið i byggingu sl. þrjú ár meðfram Álftamýri. Heldur hefur syrt í álinn innan vallar hjá Fram í ár, en á fundi vegna afmælisins í vikunni sögöu Frammarar aö þaö þjappaöi þeim aöeins saman og voru þeir ákveönir í aö efla íþróttaandann og sýna hvers félagið er megnugt. Þeir voru ákveðnir i því að eftir næsta keppnistímabil lékju íþróttamenn Fram í efstu deildum íþróttasambandanna. Núverandi stjórn Fram er þann- ig skipuö: Hilmar Guölaugsson, formaöur, Haraldur Tómasson, varaformaöur, Helga Magnúsdóttir ritari, Ómar Arason, gjaldkeri, Guöríöur Pálsdóttir, spjaldskrárrit- ari, og meöstjórnendur eru: Magn- ús Guðjónsson, Hrannar Haralds- son og Ásgeir Sigurösson. For- menn deilda eru þessir. Blakdeild: Jón Grétar Traustason, hand- knattleiksdeild: Friðgeir Ind- riöason, knattspyrnudeild: Halldór B. Jónsson, körfuknattleiksdeild: Einar Malmberg, skíðadeild: Er- lendur Magnússon. Núlifandi heiðursfélagar eru sex: Guömundur Halldórsson, Eirikur Jónsson, Lúövík Þorgeirsson, Gunnar Níelsson, Jón Magnússon og Sæmundur Gíslason. • Nýbakaðir fslandsmeiatarar Fram { öðrum flokki karla ( handknattleik. Aftari röð frá vinatri: Sigurður Baldursson, liðsstjóri, Hinrik ólafason, Magnús Þórisson, Hlynur Jónasson, Agnar Sigurösson, Magnús Jónsson, Þorfinnur Ómarsson, Bont Nygaard, þjálfari, og Rúnar Guðlaugsson, aðstoðarþjálfari. Fremri röð: Hermann Björnsson, Tryggvi Tryggvason, Birkir Kristinsson, Bragi Ólafsson, Bergur Stefánsson, fyrirliöi, Jón Grétar Traustason og Agúst Hafberg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.