Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983
„Stundum held ég helst að þér séuð eklci með öllum mjalla. Þér eruð svo
dómgreindarlaus að það ætti að stoppa yður upp og hafa yður til sýnis“.
Guðrún Ásmundsdóttir í hlutverki leikkonunnar Hönnu segir ævintýraskáld-
inu meiningu sína umbúðalaust. (Ljísm. ói. K. Marnúwwn)
„Hanna mín ... hvernig stafar maður eiginlega ... ánamaðkur." Æviminn-
ingar Hönnu fínpússaðar.
„Nú ætla ég að segja ykkur
ævintýrið um Snædrottningunaa
Leikritið „Úr lífi ánamaðkanna“ eftir Per Olov
Enquist frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur
„Hræðilegt, fullkomlega fáránlegt
... það er Andersen aftur. Hann ...
Nú, hann er strax kominn. Táraflaum-
urinn er á leiðinni inn til okkar.“ Á
þessum orðum Jóhanns Heibergs
hefst sýning á nýlegu leikriti Per Olov
Enquist, „Ur lífí ánamaðkanna“, sem
frumsýnt verður hjá Leikfélagi
Reykjavíkur nk. miðvikudagskvöld.
Leikritið fjallar um heimsókn skálds-
ins H.C. Andersen til Heibergshjón-
anna og gerist allt verkið á einni
kvöldstund og nóttu á heimili þeirra
hjóna. Leikritið var frumflutt í Kon-
unglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn
í fyrravetur og hefur verið sýnt í fleiri
borgum á Norðurlöndunum og eru
sýningar á leikritinu einnig í undir-
búningi í París, víða í Þýskalandi og f
Bandaríkjunum.
Höfundurinn Per Olov Enquist
hefur á skömmum tíma skipað sér i
röð fremstu leikritahöfunda á
Norðurlöndum, en fyrsta leikrit
hans sem vakti verulega athygli og
hefur verið sýnt hér á landi er
„Nótt ástmeyjanna", sem sýnt var i
Þjóðleikhúsinu 1976, en þar fjallaði
hann sem kunnugt er um leikrita-
skáldið Ágúst Strindberg. Meðal
Spáð og „spekúlerað". Haukur Gunnarsson leikstjóri fyrir miðri myndinni.
annarra leikrita hans má nefna,
Manninn á gangstéttinni, Chez
Nous og leikritið Til Fedru. Enquist
hafði hlotið viðurkenningar fyrir
skáldsögur sínar áður en hann fór
að skrifa leikrit, en ein þekktasta
saga hans, „Málaliðarnir", varð
m.a. til þess að hann hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
1969. Leikritið „Úr lífi ánamaðk-
anna“ er byggt á æviminningum
Andersens og Jóhönnu Lovísu, en
þær bækur hafa þótt með merki-
legri ævisögum, en Jóhanna Lovísa
Heiberg var einn besti listamaður
Norðurlanda á síðustu öld. Höfund-
ur leyfir sér þó að lesa á milli lín-
anna í æviminningunum og bregða
birtu á ýmislegt sem þar er falið.
Blaðamaður Mbl. leit inn á eina
af lokaæfingunum nú fyrir skömmu
og fylgdist með samræðum þeirra
Andersens og frú Heiberg á sviðinu,
en Andersen er eins og fram kom í
upphafi ekki neinn aufúsugestur á
heimili hjónanna, í það minnsta
ekki til að byrja með. Leikstjóri
leikritsins er Haukur Gunnarsson,
en hann er búsettur í Osló, en hefur
auk þess leikstýrt við leikhús hér á
landi og víðar á Norðurlöndum.
Haukur hefur ekki áður unnið fyrir
leikfélagið en fyrir skömmu svið-
setti hann leikritið „Bréfberinn frá
Airles" fyrir Leikfélag Akureyrar
og þá er hann einnig væntanlegur
hingað næsta haust til að setja upp
tvö verk fyrir leikfélagið þar.
Þýðandi leikritsins „Úr lífi ána-
maðkanna" er Stefán Baldursson,
lýsingu annast Daniel Williamsson,
leikmynd og búninga gerir Steinþór
Sigurðsson, umsjón með tónlist hef-
ur Snorri Sigfús Birgisson og dansa
æfði Ingibjörg Björnsdóttir. Leik-
endur eru fjórir, Guðrún Ás-
mundsdóttir leikur Jóhönnu Lovísu
Heiberg, leikkonuna frægu, Þor-
steinn Gunnarsson fer með hlut-
verk H.C. Andersen, Steindór
Hjörleifsson leikur Jóhann Heiberg
og Margrét Ólafsdóttir leikur
ónafngreinda gamla konu sem er á
sviðinu allan tímann.
í kjallara Kjörgarðs
I MIKLU URVALI A ALLA FJOLSKYLDUNA
Flannelsbuxur
á börn frá kr. 145-225.
Sumarbuxur
á börn frá kr. 95-150.
1
U V frá kr. 250-39
\1 f Kvenbuxur
\ frákr. 90—390
n\ 1 Jakkar
m kr. 100.
jP Skyrtur frá
# kr. 50-230.
Sumar jakkar
kr. 195-490.
Munið ódýra hornið
20—90 kr.
~r\ Bolir — peysur — blússur — anor
f akkar og ótal margt fleira á hlægi-
legu verði.
Skór í úrvali á alla fjölskylduna. Á
J Það borgar sig að líta inn! #811
Sendum í póstkröfu, sími 28640. .IHHW
Stór útsölumarkaðurinn
í kjallara Kjörgarðs.