Morgunblaðið - 07.05.1983, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983
H.C. Andersen, Þorsteinn Gunnarsson, skýrir Johanne Louise Heiberg, Guðrúnu Ásmundsdótt-
ur, frá óforum sínum í höll Danakonungs.
Johann Ludvig Heiberg, Steindór Hjörleifsson, sinnir gömlu konunni, Margréti Ólafsdóttur.
Johanne Louise Heiberg, Guðrún Ásmundsdóttir, fylgist með.
Sársaukablettirnir í
lífí forarplantnanna
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Leikfélag Reykjavíkur:
Úr lífi ánamaðkanna.
Fjölskyldumálverk frá 1856.
Höfundur: Per Olov Enquist.
Þýðandi: Stefán Baldursson.
Lýsing: Daníel Williamsson.
Leikmynd og búningar: Steinþór
Sigurðsson.
Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson.
Leikrit Per Olov Enquists
fja.lla einkum um ástina, leitast
við að birta óvæntar hliðar henn-
ar, en þó gamalkunnar. Við
minnumst átaka hjónanna Aug-
usts Strindbergs og Siri von Ess-
en í Nótt ástmeyjanna.
Hjónaband Johanns Ludvig
Heibergs og Johanne Louise Hei-
berg er viðfangsefni Úr lífi ána-
maðkanna. Johann Ludvig var
afkastamikill leikritahöfundur,
frægastur fyrir Álfhól. Hann var
um skeið leikhússtjóri Konung-
lega leikhússins í Kaupmanna-
höfn. Einnig var hann atkvæða-
mikill gagnrýnandi og útgefandi
tímarita um listir. Johanne
Louise var þekktasta Ieikkona
Dana á öldinni sem leið. Kunnar
eru endurminningar hennar sem
komu út 1891.
Fjölskyldumálverk frá 1856 er
undirtitill Úr lífi ánamaðkanna.
Á heimili þeirra Heiberghjóna
birtist gestur sem í fyrstu er síð-
ur en svo velkominn, en á eftir að
höfða til frúarinnar. Þetta er
ævintýraskáldið H.C. Andersen
sem þráir að verða rómaður leik-
ritahöfundur og langar til að
semja leikrit um ástina sem sigr-
ar allt. Kjörnar fyrirmyndir eru
Heiberghjónin því að Andersen
telur sér trú um að hjónaband
þeirra sé til eftirbreytni.
En Andersen sem er í senn
skrýtinn og barnalegur, upptek-
inn af sjálfum sér og haldinn
sjálfsmeðaumkvun kemst smám
saman að því að ekki er allt með
felldu á heimili hinna virtu
Heiberghjóna. Johann Ludvig er
hættur að skrifa, en eyðir í stað-
inn nóttunum við að stara á
stjörnur. Johanne Louise ritar
endurminningar sínar þar sem
hún m.a. lýsir því hvernig hún
þvoði ánamaðka í bernsku, en
Per Olov Enquist talar í því sam-
bandi um drauma „Um að kom-
ast áfram upp á við, draumar um
hreinleika, drauma um óhrein-
indi" og segir að frú Heiberg hafi
verið ráðgáta. Hið fágaða yfir-
borð sem snýr að Andersen
breytist í skjótri svipan. Þau eiga
sér líkan uppruna, sprottin úr ör-
birgð. Oftar en einu sinni er þeim
líkt við forarplöntur. Þegar Jo-
hanne Louise brýst út úr skelinni
og fer að segja Ándersen frá for-
tíð sinni skelfist ævintýraskáld-
ið. Þessi frásögn snýst um öfug-
hneigðir í ástum, drykkjuskap
föður, þrældóm sem lagður er á
móður margra barna. Andersen
hefur líka kynnst lífinu af fleiru
en góðu, en sveipar allt ævin-
týraljóma. Hann dregur fram hið
jákvæða, gleymir illskunni og
hroðanum. En stundum er eins
og hann vakni af svefni og hann
horfist í augu við hið ljóta. Það
kemur til dæmis fram í sameig-
inlegri minningu hans og Jo-
hanne Louise um gyðingaofsókn-
ir í Kaupmannahöfn þar sem
móðir leikkonunnar var lítilsvirt.
Andersen vill hverfa á brott þeg-
ar Johanne Louise drekkur í sig
kjark til að opna hug sinn, skýra
frá sársaukablettum lífsins og
lifa þannig af. Andersen gefur sí-
fellt á sér höggstað vegna þess
hve einlægur og varnarlaus hann
er. Johanne Louise hefur skilist
að það verður hún að gera líka.
Ekki má byrgja allt inni. Forviða
og hræddur hlustar Andersen á
játningar hennar.
í gagnlegum minnispunktum
höfundar leikritsins er bent á tvö
tungumál Johanne Louise: „Ann-
að var fágað, hitt blátt áfram og
ruddalegt". Sama gilti um And-
ersen að dómi Enquists: „Herra
Andersen talaði tvö mál. Annað
var sótt til alþýðunnar, í hans
eigin fortíð, í talmálið og í óvið-
jafnanlegt hrynjandaskyn hans
sjálfs. Með því að nota þetta mál
öðlast hann — sjálfum sér til
mikillar furðu — heimsfrægð.
Ævintýrin, voru þau ekki raun-
verulegar bókmenntir, fannst
honum. Ekki list. Hitt málið, hið
fágaða, er það mál sem hann not-
aði í óbugandi tilraunum sínum
til að öðlast heimsfrægð. Enda er
það steindautt."
Til að undirstrika þetta lætur
Enquist Andersen segja Hei-
berghjónum frá veislu sem kon-
ungshjónin héldu honum til heið-
urs. f ræðu um vegsömun ástar-
innar missir skáldið út úr sér
tennurnar og verður að athlægi.
Um list og ást fjallar leikrit
Enquists. Eins og Strindberg er
hann upptekinn af hjónaband-
inu, helvíti þess. Ólíkir einstakl-
ingar lifa saman til þess eins að
tortíma hvor öðrum, gera lífið
óbærilegt. Gamla konan í leikrit-
inu, móðir Johanne Louise, sem
tákn þess hvernig hún á eftir að
verða, hluti af henni. Hún er
sjúkt afskræmi sem fær hræðileg
köst með stuttu millibili. Spyrja
má hvaða erindi hún eigi í
verkið. En er hún ekki tákn
hnignunar, draugur fortíðarinn-
ar sem enginn kemst undan þótt
hann feginn vildi?
Við skulum segja að girndin,
líka hið afbrigðilega sé hluti ást-
arinnar. Leikritið dýpkar og
eignast fleiri fleti með lýsingu
sinni á kenndum Johanne Louise
gagnvart mönnum sem hún dáir
og fyrirlítur í senn. Maðurinn er
ekki engill. Johanne Louise flett-
ir sig í raun klæðum á sviðinu án
þess að þurfa að fara úr nokkurri
spjör. Losti hinnar stoltu leik-
konu býr að baki orðanna og
látbragðsins, enda átti hún á
leyndum stað kassa með klúrum
bréfum. í leikritinu er getum
leitt að því að Johann Ludvig
hafi verið faðir hennar.
Úr lífi ánamaðkanna hefur
vakið mikla athygli á Norður-
löndum. Leikritið var frumflutt
fyrir tveimur árum í Konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn og
nokkru seinna á Dramaten í
Stokkhólmi. Uppfærslurnar
þykja misjafnar. Ég hef hvoruga
þeirra séð og get því ekki gert
neinn samanburð á þeim og verki
Hauks J. Gunnarssonar, hins
unga og dugmikla leikstjóra. En
raunsæileg og að mörgu leyti
hófsöm leikstjórn hans er
verkinu samkvæmt og reynist
nógu traustbyggð til að koma list
og boðskap til skila.
Guðrún Ásmundsdóttir var
mjög eftirminnileg í hlutverki
Johanne Louise Heiberg, eins og