Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 ©Husqvarna Stjórnborð á íslensku SEM ÞÚ GETUR SAGT TIL VERKK Nýja Husquarna Prisma 960 velur sjálfkrafa hentugasta sauminn, rétta sporlengd, sporbreidd og lætur þig vita hvaða fót og nál skal nota. Pað eina sem þú þarft að gera er að gefa vélinni upplýsingar um hvernig efni þú ætlar að sauma og hvað þú ætlar að gera. Komið við og lítið á hana. Hún er hreint ótrúleg. ÞAÐ ER OPIÐ HÚS HJÁOKKUR Á LAUGARDAGINN FRÁ KL. 13-18! UMBODSMENN UM ALT L4ND Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JOHN F. BURNS hjá New York Times Yuri Andropov rædir hér við Andrei Gromyko, sem Ulinn er einn dyggasti stuðningsmaður hans. Heilsubrestur þröskuldur á valdabraut Andropov Tæpir sex mánuðir eru nú liðnir frá valdatöku Yuri V. Andropov, sem ráðamenn í Kreml bundu svo miklar vonir við. Nú virðist hins vegar sem leiðtogann skorti kjark eða getu til þess að hrinda í framkvæmd aðgerð- um, sem gætu komið hjólunum undir efnahagslírið í landinu á ný. Stutt er í 69. afmælisdag Andropov og hann virðist nú síður líklegur til að losa Sovét- ríkin við þann doða, sem ein- kennt hefur þjóðlífið en þegar hann tók við af Leonid I. Brezhn- ev. Látnar hafi verið í ljósi efa- semdir um heilsu hans og svo virðist sem hann mæti vissri andstöðu innan stjórnmála- ráðsins. Þótt ekki virðist nein barátta um stöðu hans eru vestrænir diplómatar þeirrar skoðunar, að honum hafi ekki tekist að sýna þá festu sem þarf til þess að brjóta upp óvirkni stjórnkerfis- ins, sem hann hlaut í arf frá for- vera sínum. Sérstaklega hefur þetta verið áberandi á sviði efna- hagsstjórnunar. Andropov hefur hins vegar tekist betur upp á sviði utanrík- is- og hermála, sér í lagi varð- andi vígbúnaðarkapphlaupið. Tillögur hans um meðaldrægar eldflaugar í Evrópu hafa fengið hljómgrunn hjá stjórnarand- stöðunni í V-Þýskalandi og víðar og náð að skapa andstöðu við fyrirhugaðar aðgerðir Banda- rikjamanna á þessu sviði. I öðrum málefnum, t.d. í Afg- anistan-málinu, virðist ákveðin tregða ríkja í Kreml, rétt eins og sú er einkennir afstöðuna til frumkvæðis á sviði efnahags- mála. Nánir aðstoðarmenn Andropov gáfu á síðasta ári til kynna að hann hygðist kalla sov- éskt herlið frá Afganistan. Þess í stað hefur hann aðhyllst fyrri stefnu yfirvalda, þ.e. að snúa sovéskum hermönnum ekki heim fyrr en sigur hefur unnist á frelsisveitunum eða þær gefist upp. Valdahlutföll Valdahlutföllin nú minna mjög á fyrri tímabil eftir leiðtogaskipti í Sovétríkjunum. Bæði Krúséff og Brezhnev deildu völdum með öðrum uns þeim tókst að bola þeim frá. Vandinn, sem mætir Andropov, er sá, að enn eimir eftir af áhrifum Brezhnev í stjórnmálaráðinu, einkum og sér í lagi í kringum Chernenko og nánustu samstarfsmenn hans. Af og til hafa lekið út fréttir frá Kreml, þar sem skýrt hefur verið frá grimmri valdabaráttu. f þeim fréttum hefur verið gefið til kynna, að Chernenko, sem var nánasti aðstoðarmaður Brezh- nevs, hafi verið ýtt til hliðar. Hann hefur ekki sést opinber- lega í rúman mánuð og var t.d. ekki viðstaddur 1. maí-hátíða- höldin, þótt mynd af honum væri þá hengd upp. Væntingarnar i garð Andro- pov af hálfu yfirvalda hafa minnkað verulega eftir að per- sóna hans og markmið urðu mönnum ljósari. Sú mynd, sem gefin var af honum við valdatök- una, breyttist snarlega við birt- ingu viðtals Der Spiegel við Andropov. Hann drakk sumsé ekki viský, lék ekki tennis og hlustaði ekki á jazz. Andófsmenn sjá slæm teikn á lofti. Þrátt fyrir að einum úr fjölskyldu hvítasunnumann- anna, sem leitaði hælis í banda- ríska sendiráðinu í Moskvu, hafi verið veitt leyfi til að flytjast úr landi, bendir allt til þess að að- gerðir gegn andófsmönnum verði hertar, yfirheyrslur og annar þrýstingur tíðari. í ljósi þessa m.a. er Andropov talinn íhaldssamari en í fyrstu var álitið. Engu að síður er orðið fyllilega ljóst, að hann hefur áhuga á róttækum breytingum á efnahagssviðinu, svo og í vinnu- brögðum stjórnmálaráðsins. Opinberar tölur, sem birtar voru eftir dauða Brezhnevs, sýndu að hagvöxtur í landinu hafði ekki verið jafn lítill frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fráhvarf frá miðstýringu í ræðu sinni á fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins í nóv- ember gaf Andropov í skyn, að hann aðhylltist stefnu sem fæli í sér visst fráhvarf frá miðstýr- ingu. Hann lagði áherslu á víð- tækari nýtingu auðlinda, að tækniframförum yrði meiri gaumur gefinn, framkvæmda- stjórar fyrirtækja ykju að- haldssemi, meiri raunsæi yrði gætt í áætlanagerð, agi á vinnu- stöðum yrði hertur og síðast en ekki síst, að einkaframtakinu yrði sýnd meiri hvatning í land- búnaði. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu Andropov benda nýjar hagtölur frá Sovétríkjunum ekki til þess að veruleg breyting hafi orðið. Ný lög og reglugerðir hafi verið sett, en þeim ekki framfylgt að því er virðist. Ein meginskýring- in á þessu lítt breytta ástandi er talin vera sú andstaða sem Andropov mætir innan stjórn- sýslukerfisins. Fyrir starfsmenn þess, sem taldir eru vera á bilinu 2 til 3 milljónir víðs vegar um landið, er yfirlýsing Andropov um frá- hvarf frá miðstýringu bein ógnun. Erlendir diplómatar telja einmitt að stuðning stjórnsýsl- ukerfisins við menn á borð við Chernenko megi rekja beint til íhaldssemi þeirra. Þá má nefna, að aögerðir Andropov gegn fjarvistum fólks úr vinnu urðu ekki verulega árangursríkar í haust. Að skipan hans þeystu lögreglumenn um Moskvu og allar helstu borgir landsins og fínkembdu biðraðir við verslanir, leikhús og íþrótta- velli í leit að fólki, sem hafði skrópað úr vinnu. Þessar aðgerð- ir lögðust af jafn skjótt og þeim var komið á. Mishcppnaöar tilraunir Sterkasta táknið um takmarkað vald Andropovs má best sjá í misheppnuðum tilraunum hans til að styrkja sitt eigið vígi. Það sem af er valdaferli hans hefur aðeins ein breyting orðið í stjórnmálaráðinu. Sú breyting er talin eiga rætur sínar að rekja til loforðs frá Brezhnev áður en dauða hans bar að höndum. Þá hefur aðeins ein breyting orðið í höfuðskrifstofum kommúnista- flokksins á valdaferli Andropov, en sú stofnun sér að mestu um daglegan rekstur ríkisins. Efasemdirnar um heilsu Andropov hafa ekki hjálpað hon- um til að styrkja sig í sessi. Þeg- ar hann tók við völdum átti hann langa sjúkrasögu að baki, fékk m.a. hjartaáfall 1966. Á þeim tíma, sem hann hefur verið við völd, hafa veikindi a.m.k. einu sinni komið í veg fyrir að hann gæti sinnt störfum sínum. Hann hefur virst fölur og þreytulegur. Skýrasta dæmið um lasleika hans kom í ljós við hátíðahöldin 1. maí er hann varð að fá aðstoð til að komast upp tröppurnar til sætis síns á meðal æðstu ráða- manna þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.