Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 23 Flugránið í Kína: Vildu fara til Taiwan Seoul, Suður-Kóreu, 6. maí. AP. Suður-kóreanskir embættismenn blöduðu í dag f alþjóðlegum sam- þykktum til aö finna hvernig best væri aö meðhöndla mál mannanna sex, sem í gær rændu kínverskri flugvél meö 105 manns innanborðs og neyddu flugmanninn til aö lenda í Suöur-Kóreu. Flugvélin var á leið frá Sheny- ang í Norðaustur-Kína til Shanghai, þegar flugvélaræningj- arnir, fimm karlmenn og ein kona, ruddust inn í flugstjórnarklefann og særðu tvo flugliða í átökum sem þar urðu. Þeir vildu, að flug- vélinni yrði snúið til Taiwan en flugstjórinn reyndi að blekkja þá og tók stefnuna á Norður-Kóreu. Flugræningjarnir áttuðu sig þó og lenti vélin skammt frá Seoul. Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að forsprakki flugræningjanna sé embættismaður kínverskrar hér- aðsstjórnar, 36 ára gamall maður að nafni Tjou Chang-Jen, og að hann hafi fengið hina fimm til liðs við sig þegar þau voru á ferð sam- an í janúar sl. Talsmaður stjórnar Suður- Kóreu sagði í dag, að með málið yrði farið „í anda Haag-samþykkt- arinnar" um flugrán, en þar segir að flugræningjar skuli annaðhvort framseldir eða sóttir til saka þar sem þeir nást. Ekki er vitað hvorn háttinn yfirvöld í Suður-Kóreu munu hafa á. Ovíst um júníkosn- ingar í Bretlandi Lundúnum, 6. maí. AP. ÍHALDSFLOKKUR Margrétar Thatcher hélt meirihluta sínum í kosningunum um opinber embætti á vegum borgar- og sveitarstjórna, en úrslit kosninganna gefa ekki til kynna hvort efnt veröur til kosninga á næstu mánuöum. Taliö var líklegt aö niöurstaöa um kosningar í júní fengist aö afloknum þessum kosn- ingura. Kosið var um 369 embætti víðs vegar um landið og komu bæði íhalds- og Verkamannaflokkurinn svipað út úr kosningunum og áður. Sagði talsmaður Ihaldsflokksins, að Thatcher myndi grandskoða kosningaúrslitin áður en ákvörðun um kosningar í júní yrði tekin. , ERLENT Bretland: Frækilegt afrek uppi í háloftunum Truro, Englandi, 6. maí. AP. BKKSKUR fallhlífahermaöur, Kenneth Yeoman að nafni, liggur nú hryggbrotinn á sjúkrahúsi eftir að hann bjargaði félaga sínum í háloftunum þegar fallhlif hans féll saman. Kenneth, sem er 37 ára gamall majór í hernum, náði taki á nafna sínum Campell þegar slys- ið varð og sleppti því ekki þótt hans eigin fallhlíf legðist einnig að nokkru saman í um 300 metra hæð yfir jörðu. Þeir nafnarnir voru að æfingum yfir Cornwall- skaga og stukku úr flugvélinni í 3.000 metra hæð. Fyrstu 1.000 metrana létu þeir sig falla frjálst og héldust í hendur en opnuðu síðan fallhlíf- arnar. Þá vildi svo illa til að fall- hlífarnar flæktust og fallhlíf Campells féll saman. Ef Yeoman hefði ekki náð til Campells hefði ekkert beðið hans nema dauðinn. „Þeir hefðu þó náð heilu og höldnu til jarðar ef fallhlíf Yeomans hefði ekki bilað líka en síðustu 24 metrana lokaðist hún alveg,“ sagði yfirmaður þeirra, Mike Nunn kapteinn. Kenneth Yeoman, sem er þriggja barna faðir, er lamaður fyrir neðan hné en líður að öðru leyti vel. „Yeoman hlýtur að hafa séð, að hann myndi slasast, en hann kaus að hætta á það og bjarga lífi vinar síns,“ sagði einn félaga þeirra. Bandarískir hermenn flytja vistir um borö í flugvélina sem rænt var. Símamynd—AP Tveir þingmanna græningja í vestur-þýska þinginu. Þeir þykja stinga dálítið í stúf viö aöra þingmenn, bæði í útliti og framkomu. ap. „Segist friðflytjendur ... en sáið bara hatri" — sagði Kohl við græningjana Bonn, 6. maí. AP. HKLMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, réöst í dag mjög harka- lega á flokk unihverfisverndar- manna, græningjanna svokölluðu, og sakaöi þingmenn hans um aö hafa „sáö hatri“ í vestur-þýska þing- inu. í ræðu, sem Kohl flutti á þingi við lok þriggja daga umræðu um stefnu stjórnarinnar, sakaði hann græningjana um hræsni og yfir- drepsskap. „Þið segist vera frið- flytjendur ... þið komið hingað blómum skreytt en hafið ekki ann- að erindi en sá um ykkur hatrinu," sagði Kohl. Fyrr í dag sagði einn þing- manna græningja, Otto Schily, að stuðningur vestur-þýsku stjórnar- innar við áform NATO um að koma upp kjarnorkuvörnum í landinu væri „glæpsamlegur verknaður" og í gær lét annar þingmanna þeirra þau orð falla, að enginn munur væri á Kohl og Erich Honecker, leiötoga austur- þýskra kommúnista. Kohl vísaði einnig á bug þeirri fullyrðingu græningja, að þeir væru sérstakir fulltrúar friðarins, og sagði, að „allir heiðarlegir Þjóðverjar eru í einni og stórri friðarhreyfingu". Síðustu bílarnir '82. Við sýxium American Eagle 4x4, árgerð 1982 um helgina. Líttu við og skoðaðu þenrvan glæsilega bíl og spáðu í verðið. AMC-Eagle 4X4 fl American Motors Þú færö ekki aftur svona tækifæri til að eignast amerískan lúxusbíl með Qórhjóladrifi. EGILL. VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4, Kopavogi, s. 77200 og 77202 OPEÐ LAUGARDAG 10 TO 18 I OPIÐSUNNUDAG 1) fitff |7 1 lw AMJU 4IX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.