Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ekki rétt ályktað Sigurjón Sigurbjörnsson skrifar: „Velvakandi. Að morgni sumardagsins fyrsta, sagði þulur útvarpsins að loknum sumaróskum: „Frosið hefir saman sumar og vetur og boðar það gott sumar.“ Hér er ekki rétt ályktað. Sagt var í gamla dag, að ef saman frysi sumar og vetur, yrði „gott undir bú“ á því sumri. Það er að málnyt úr kúm og kvíaám yrði feit og smjörmikil. Því síðsprottinn gróð- ur er kjarnbetri en það gras, sem gróa fer upp úr sumarmálum. En veðurfar getur orðið með ýmsu móti, þó að saman frjósi sumar og vetur.“ Hvert orð glæðist lífi og krafti Árelfus Níelsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég vil flytja séra Eiríki J. Eiríkssyni bestu þakkir fyrir „bænarorð" hans á morgnana. Hvert orð glæðist lífi og krafti á vörum hans, laust úr öllum bókstafsfjötrum. Við skynjum þar vorblæ hins fagra, sanna og frjálsa á friðarvegum Krists. Hlustið á sólarljóð sannleik- ans hjá þessum síunga vor- manni íslands. Hann ætti að verða vígslubiskup." Sr. Eirfkur J. Eirfkaaon Finnst þessi nöfn bæði hjákátleg og vægast sagt óæskileg Ólöf hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri spurningu til viðkomandi aðila, sem ég er ekki alveg viss um, hverjir eru. Spurningin er þessi: Er það ekki ólöglegt að kalla íslensk fyrir- tæki erlendum nöfnum? Mig minnir endilega, að dr. Gunn- laugur Þórðarson hafi á sínum tíma flutt tillögu um þetta mál á Alþingi, sem varð að lögum. Ég spyr vegna þess, að ég hef nýlega séð fyrirtæki auglýst í blöðum og sjónvarpi, sem virðist heita Southern Fried Chicken, og ann- að fyrirtæki, sem auglýsir Ken- tucky Fried Chicken. Mér finnst þessi nöfn bæði ákaflega hjá- kátleg og vægast sagt óæskileg. Eiga ríkisfjölmiðlarnir, að minnsta kosti, ekki að hlú að okkar ástkæra ylhýra máli? Er þetta hægt, Matthías? Stöndum í þakkarskuld við þessi börn Keflvíkingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar að koma á fram- færi sérstöku þakklæti til krakk- anna, sem stóðu fyrir undir- skriftasöfnun og skoruðu á út- varpsráð að hætta að sýna glæpamyndir í sjónvarpinu um helgar. Við sjónvarpsáhorfendur stöndum í mikilli þakkarskuld við þessi börn. Vona ég, að út- varpsráð sjái sjóma sinn í því að taka áskorun þeirra til greina. Langvinsælasta og besta þungarokkhljómsveitin Gunnar Sævarsson skrifar: „Velvakandi. Mi£ langar til að taka undir orð LÁ. og Ó.B.G., sem skrif- uðu í Velvakanda og hvöttu til, að hljómsveitin Iron Maiden yrði fengin á listahátíð. Iron Maiden er langvinsælasta og besta þungarokkhljómsveit í heiminum núna. Undanfarin ár hafa skotið upp kollinum tölvupopp-, pönk- og nýbylgju- hljómsveitir og troðið upp á listahátíð hér á landi, eins og t.d. Clash, Stranglers og Hu- man League. Er ekki tími til kominn að þungarokkhljóm- sveit fái að spreyta sig næst? - • - í sama streng tekur J.P.V. á Blönduósi og nefnir hljóm- sveitina AC/DC til vara, enda hafi hún lýst áhuga á að koma hingað til lands. Hver er til- gangurinn? Halldór Alfreðsson, Keflavík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Fyrir nokkru var sýnt í Stundinni okkar, þegar börn voru að beita félaga sinn ofbeldi, og viku seinna lýsing á morði (aftöku?), þ.e. skothvellur heyrð- ist og síðan kom lýsing á því þeg- ar blóðið 'rennur úr viðkomandi fórnardýri á götuna. Nú langar mig til að spyrja umsjónarmenn þáttarins í hvaða tilgangi komið sé með svona efni í þátt, sem er fyrst og fremst ætlaður börnum. GÆTUM TUNGUNNAR Á íslensku er „þú“ aðeins sagt um þann sem talað er við, en alls ekki þann sem talað er um, þó að enska fornafnið „you“ sé stundum notað á þann hátt. OPIÐ HUS AUUIGARDAG KL. 13-18 Chri Berglund kynnir fyrstu saumavélina í heiminum sem getur „hugsað". Garðvörur - Gardena - Stiga. Sundlaugar og pottar - Allt í garðinn. Sanyo hljómtæki og Husqvarna heimilistæki Ný verslun - miklar breytingar. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.