Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.05.1983, Qupperneq 48
Veist þú um einhverja H;_________góóa frétt? ringdu þá í 10100 Veist þú umeinhverja góöa frétt? Hs ringdu þá í 10100 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1983 HEILDAKIORSKAFLI landsmanna það sem af er árinu er um 30% minni en á sama tíma í fvrra, eða 56.279 lestum minni en þá. Samsvarar það 900 milljóna króna samdrætti í útflutningstekjum. Mestur er samdrátturinn hjá bátaflotanum á Suðurnesjum og Vestfjörðum eða tæpur helmingur. A sama tíma hefur sókn aukizt talsvert og veiðar hófust fyrr nú en í fvrra. Annar botnfiskafli en þorskur hefur aukizt lítillega samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands. I>á er afli í aprílmánuði með minnsta móti að sögn Ingólfs Arnarsonar hjá Fiskifélagi íslands. Heildarþorskaflinn fyrsta þriðj- ung ársins nam alls 139.555 lestum en var á sama tíma í fyrra 195.834. Bátar hafa fengið 96.390 lestir og togarar 43.165, en sambærilegar tölur frá síðasta ári eru 138.218 lestir og 57.616. Því hefur afli bát- anna dregizt saman um 41.828 og togara um 14.451 lest. Sé litið á botnfiskaflann í heild er munurinn nokkru minni eða 42.817 lestir. Nú er botnfiskaflinn alls 250.651 lest á móti 293.378 lestum í fyrra. Nokkur aukning hefur því orðið á öðrum tegundum en þorski, aðallega karfa. Heildaraflinn er ails 258.849 lestir á móti 314.397 í fyrra. Sam- drátturinn er því 55.548 lestir. Samdráttur þorskafla hjá báta- flotanum er mjög tilfinnanlegur og aðeins á Vesturlandi náðist meira aflamagn en í fyrra. Á Suðurnesj- um féll aflinn nú niður í 25.720 lestir úr 43.739 í fyrra. Á Vestfjörð- um hafa bátar nú aflað 4.834 lesta á móti 8.570 í fyrra. Sé litið á aprílmánuð kemur í ljós að samdráttur í þorskaflanum er verulegur, eða 24.902 lestir. í apríl í fyrra fengust 67.688 en nú 42.766. Mismunur á heildarbotn- fiskaflanum er 16.890 og hefur karfaafli aukizt nokkuð. Aðrar veiðar en botnfiskveiðar voru óverulegar, aðeins 466 lestir af rækju og 135 af hörpudiski. Fokinn losaður og enn er vel eftir í trollinu við skipshlið. Ljósm. Mbl. Sigurgeir. Geir ræðir við for- ystumenn launþega GEIR Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins átti viðræður um efnahagsúrræði við forustumenn verkalýðshreyfingarinnar, þá Krist- ján Thorlacius formann BSRB og Ás- mund Stefánsson forseta ASÍ í gær, en það er liður í stjórnarmyndunartil- raunum hans. Þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins kemur saman árdegis og verður þar væntanlega, samkvæmt heimildum Mbl., tekin afstaða til áframhalds stjórnarmyndunartil- rauna Geirs Hallgrímssonar í Ijósi at- burða síðustu viku. Þá áttu sexmenningarnir úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknar- flokki, þeir Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins, Lárus Jónsson og Matthías Á. Mathiesen og Steingrímur Her- mannsson formaður Framsóknar- flokksins, Halldór Ásgrímsson og Tómas Árnason, fjórða viðræðu- fund sinn um efnahagsmál í gær og voru viðræðuaðilar sammála um það, er Mbl. ræddi við þá í lok fund- arins, að skoðanaskipti hefðu verið gagnleg, þó ekki vildu þeir tjá sig um hvort þau myndu leiða til stjórnarmyndunar. Að sögn þeirra Geirs og Stein- gríms munu þeir ræðast við á ný í dag um framgang viðræðna þeirra í milli, þó ekki hafi formleg fund- arhöld verið ákveðin. Þingmenn Framsóknarflokks eru í viðbragðs- stöðu og sagði Steingrímur að kall- að yrði til þingflokksfundar um leið og ástæða þætti til. Sjá í miðopnu: Næstu fregna að vænta í lok þingflokksfundar Sjálfstæðisflokks. Nýr ballett eftir Helga Tómasson: Risaskref á framabraut — segir gagnrýnandi NY Times SL. MÁNUDAG var í New York frumsýndur ballettinn Isoline, og fær höfundurinn, Helgi Tómasson ballettdansari, frábæra dóma fyrir verkið hjá Önnu Kisseigoff gagnrýnanda New York Times. Segir hún að „Ballet Isoline“ sé risaskref á framabraut þessa nýja balletthöfundar. Raunar mundi hvaða balletthöfundur sem er vekja athygli með þetta víðfeðma myndmál sem Helgi hafi skáldað inn í hreinan sígildan balletrammann. Segir þar að ballettinn sé svo góður að hann verði tekinn á reglulega sýningarskrá City Ballettsins á þessari listavertíð. Undir fyrirsögninni Nýtt verk eftir Helga Tómasson segir ballettgagnrýnandi Ny Times: Ameríski ballettskólinn, sem urnar tvær. Hefur Helgi tekið er dótturstofnun New York City Ballettsins, flutti á mánudaginn ( Julliard leikhúsinu þá bestu þáttaröð í árlega tilraunaleik- húsinu sem sést hefur i fjölda- mörg ár, og voru sýningar alla helgina. Dansfærni nemendanna í ár, einkum drengjanna, er í háum gæðaflokki. Svo maður tali ekki um nýja ballettinn eftir Helga Tómasson, sem er svo afburða góður að hann verður tekinn inn á reglulegar sýningar City Ball- ettsins á þessu starfsári. Ballettinn Isoline er aðeins annað frumsamda verkið eftir Helga Tómasson, sem hefur ver- ið aðaldansari við City Ballet síðan 1970. Eftir að hafa ráðfært sig við George Balanchine sl. haust, valdi Helgi tónlist eftir franska tónskáldið André Mess- ager, sem dó 1929, og frægastur er fyrir balletttónlistina Dúf- nokkur brot úr Dúfunum, en mestur hluti tónlistarinnar kem- ur úr óperunni Isoline, sem Messager samdi 1888. Árangur- inn er nýklassískur ballet án söguþráðar, sem ekki er hægt að kalla annað en stórfenglegan. Einn af hápunktunum er „pas de cinq“ eða danskvintett fyrir karldansara, sem skólapiltarnir leystu alveg prýðilega af hendi. Maður getur þá rétt ímyndað sér hvílíkt tækifæri þetta er fyrir atvinnudansarana í City Ballett- inum til að ná stórkostlegri sýn- ingu. Ballettinn Isoline er risaskref á framabrautinni fyrir ungan balletthöfundur. Raunar mundi hvaða balletthöfundur sem er vekja athygli fyrir þetta fjöl- breytta myndmál innan ramma hins hreina sígilda ballets, sem Helgi hefur þarna skapað." Þrír menn hafa látist á tíu dögum af neyslu vímuefiia Þrátt fyrir mikið minnkaða lyfjasölu, hefur dauðsföllum vegna vímuefna ekki fækkað ÞRÍR menn hafa látist á undafórnum tíu dögum, þar sem dánarmein hefur mátt rekja til ofneyslu vímuefna af einu eða öðru tagi. Af því tilefni sneri Morgunblaðið sér til Ólafs Ólafssonar, landlæknis og spurði hann hvort um aukningu á dauðsföllum af völdum vímuefna hefði verið að ræða á síðustu árum. Ólafur sagði að ekki virtist hafa orðið aukning á síðusu 4—5 árum og vísaði um það til ársskýrslna Rannsóknarstofu í lyfjafræði, en til hennar koma blóðsýni frá öllum réttarkrufnum. Þeir eru réttar- krufnir sem látist hafa voveiflega og þeir sem læknir treystir sér ekki til að gefa út dánarvottorð um. Á árabilinu 1977—81 reyndist dán- armein í 22—25% þeirra tilvika, þar sem réttarkrufning fór fram, vera af völdum vímuefna. Til dæm- is að taka komu 95 dauðsföll til rannsóknar árið 1981. Af þeim reyndust 21 hafa látist af völdum vímuefna. Ólafur tók það fram að hann hefði ekki sundurliðaðar töl- ur yfir árið 1982 og það sem af væri þessu ári, en hann hefði það þó á tilfinningunni að ekki væri heldur þar um aukningu að ræða. Ólafur sagði að vímuefnanotkun hérlendis væri mun minni en er- lendis. „Það er staðreynd að vímu- efnanotkun hefur víðast hvar farið vaxandi í nágrannalöndunum. Vímulyfjanotkun hefur minnkað hérlendis, en áfengisneysla aukist og erfitt er að fullyrða um notkun ólöglegra vímuefna," sagði ólafur. Það er athyglisvert, að þó að sala róandi lyfja og svefnlyfja undan- farin 5 ár hafi minnkað um tæpan helming, miðað við 5 árin þar á undan, þá hefur ekki orðið fækkun á dauðsföllum af völdum vímuefna. Það vekur þá spurningu hvort ólögleg neysla vímuefna hafi aukist í staðinn. „Okkar grunar að smygl hafi aukist, en varla í þeim mæli sem nemur minnkaðri lyfjanotkun," sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir. Þorskaflinn 56.000 lestum minni nú en í fyrra: 900 millj. samdrátt- ur útflutningstekna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.