Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983
51
Glæsilegt íþróttahús í
notkun við Seljaskóla
FYRIR nokkni var tekið í notkun
glæsilegt íþróttahús við Seljaskóla í
Reykjavík. Innanmál íþróttasalarins
er 45x29,1 m og gert er ráð fyrir
hreyfanlegum áhorfendapöllum í
salnum, sem rúma 7—800 áhorfend-
ur. Aðeins Laugardalshöllin er
stærra íþróttahús í borginni.
Þótt áhorfendapallar séu út-
dregnir er hægt að hafa hand-
boltavöll í löglegri keppnisstærð
eða blakvöll, körfuboltavöll eða
badmintonvelli, alla f löglegri
stærð.
Þegar áhorfendapallar eru inn-
dregnir eykst nýtanlegt gólfpláss
þannig að möguleikar skapast til
þess að hafa þrjá körfuboltavelli
hlið við hlið, þversum í húsinu alla
í löglegri stærð, auk ofangreindra
valla.
Með samningi dags. 3. febrúar
1978, ákváðu menntamálaráðu-
neytið og Reykjavíkurborg, að
standa sameiginlega að byggingu
grunnskóla í Breiðholti II, —
Seljaskóla. Skóli þessi var hann-
aður þannig að hvort heldur mátti
byggja hann sem einingahús (þ.e.
hús að verulegu leyti framleitt í
verksmiðju) eða hús að mestu
steypt á staðnum á hefðbundinn
hátt.
Þar sem hér var um nokkurs
konar tilraunaverkefni að ræða,
var svo um samiö að stjórn fram-
kvæmda yrði undir stjórn sér-
stakrar bygginganefndar er báðir
aðilar tilnefndu fulltrúa í og jafn-
framt að báðir aðilar leggðu fram
fjármagn jafnóðum og að jöfnu.
Bygging I. áfanga skólans, sem
er 4 kennsluhús, hófst árið 1978 og
lauk 1980, en byggingu annars
áfanga, sem er kennsluhús nr. 4
ásamt íþróttahúsi, er nú að ljúka.
Upphaflega var gert ráð fyrir að
íþróttahúsið hefði sal af stærðinni
18x33 m en eignaraðilar ákváðu að
stækka húsið þannig að salur þess
rúmaði íþróttavelli er stæðust, að
því er stærð varðar, kröfur er sett-
ar eru vegna innanhússkappleikja.
Breyting þessi var fyrst og
fremst gerð með það I huga, að
húsið nýttist almennri félags- og
íþróttastarfsemi auk þess að vera
kennsluhús. Með þetta í huga hef-
ir einnig verið sérstaklega vandað
til vals gólfefnis og annars búnað-
ar.
Bygging íþróttahússins hófst í
desembermánuði 1981 og er að
mestu lokið nú í apríl 1983 en
framkvæmdir lágu niðri í um 5
mánaöa skeið, þannig að raun-
verulegur framkvæmdatími er um
11 mánuðir.
Miðað við áfallinn byggingar-
kostnað íþróttahússins og það sem
áætlað er ógreitt, verður kostnað-
ur hússins (án lóðar, innan-
stokksmuna og kennslutækja) kr.
22.4%.000.00 miðað við vísitölu
100 stig í janúar 1983, sem gerir
kr. 11.070.00 á hvern fermetra.
Allar arkitektateikningar að
íþróttahúsi Seljaskóla eru unnar
af Arkhönn sf., Óðinsgötu 7, og
hafa þeir Guðmundur Þór Páls-
son, arkitekt, og Jón Ólafsson,
innanhússarkitekt, unnið verkið.
Verkfræðiteikningar eru unnar
af verkfræðistofunni ítak hf.,
Túngötu 6, og hafa þeir Ágúst Þór
Jónsson, verkfræðingur, Steindór
Haarde, verkfræðingur og Tómas
Kaaber, tæknifræðingur, annast
þau störf.
Aðalverktakar hafa verið Páll
Friðriksson, byggingameistari, er
séð hefir um gerð undirstaða og
framleiðslu eininga og reisingu
þeirra ásamt gerð þaks og Sigurð-
ur Guðmundsson, byggingameist-
ari, er sá um frágang innanhúss.
Gerð loftræstikerfa annaðist
Blikksmiðjan Höfði hf.
Skoðanakönnun og kynning á þátttakendum
annað kvöld
Broadway
og hefst með borðhaldi kl. 19.00
Takið þátt í að velja verðugan fulltrúa
íslands til þátttöku í erlendum stór-
keppnum.
Þátttakendur koma fram í sundfötum frá
Matseöill
t
'Jtiumjih
Creme Soupe
Agnés Sorel
|og einnig í síðum kjólum. I d'Agneaut
^KARNABÆR
sýnir glæsilega vor og sumartízku með
en croute
módelum undir stjórn Heiðars Jónssonar.
Frumflutt veröur nýtt
verk eftir Gunnar Þórö-
arson sem hann hefur
samiö í tilefni krýningar
Fegurðardrottningar ís-
lands 1983. Flytjendur
auk Gunnars sem stjórn-
ar Hljómsveit Björgvins
eru Jóhann Helgason og
Björgvin Halldórsson.
lOREAl
Anna María
Pétursdóttir
Elín Sveinsdóttir Hulda Lárusdóttir Inga Valsdóttir
Katrín Hall
Kristin
Ingvadóttir
Lilja Hrónn
Hauksdóttir
Steinunn
Bergmann
Stella Skuladóttir Unnur Steinsson
FLUGLEIÐIR
Fegurðardrottning
Islands 1983
Fegurðardrottning Reykjavíkur — Ljósmyndafyrirsæta ársins
>
%
€7~
LANCÖME
PARIS 'V
MISS EUROPE
MISS
WORLD
MISS UNIVfRSC
Tkt M«rA */ Bfémty •
Della Dolan, Miss United Kingdom 1982 og
Guðrún Möller fegurðardrottning íslands
1982 krýna fegurðardrottningu íslands
1983.
Forsala
aögöngumiða og borðapantanir í Broadway í dag
kl. 2—4 og á morgun kl. 9—5.
Tryggið ykkur miða tímanlega,
því aðeins verður seldur takmarkaður
fjöldi miða.