Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1983 Kennarar og starfsmenn Iðnskólans á Akureyri: Telja að gengið hafí verið framhjá Aðalgeir Pálssyni — við veitingu skólastjóraembættis Verkmenntaskólans Akureyri, 3. maí. KENNARAR og starfsmenn Iðn- skólans á Akureyri hafa undirritað eftirfarandi bréf og sent það skóla- nefnd Verkmenntaskólans á Akur- eyri, en skólanefnd samþykkti með 5 samhljóða atkvæðum, svo sem fram hefur komið í Mbl. áður, að mæla með við menntamálaráðherra, að hann skipaði Bernharð Haralds- son skólastjóra hins nýja verk- menntaskóla og ráðherra skipaði síðan Bernharð í stöðuna: „Við undirritaðir, kennarar og starfsfólk við Iðnskólann á Akur- eyri, lýsum yfir undrun okkar með niðurstöðu skólanefndar Verk- menntaskólans á Akureyri varð- andi ráðningu skólameistara. Við erum þeirrar skoðunar, að gengið hafi verið framhjá núverandi skólastjóra Iðnskólans á Akur- eyri, Aðalgeiri Pálssyni, sem gegnt hefur því starfi farsællega undanfarin ár. Við drögum ekki í efa hæfni annarra umsækjenda til starfsins, en teljum að reynsla Að- algeirs Pálssonar af kennslu og skólastjórn á verkmenntasviði og tæknimenntun hans hafi ekki ver- ið metin að verðleikum." Undir bréf þetta rita 40 kennar- ar og fastráðnir starfsmenn Iðnskólans. G.Berg Ljóxm. G. Berg. Fullbúin deild fyrir drykkjusjúka er nú á Kristneshæli. Tekur væntanlega til starfa í haust. Deild fyrir drykkjusjúka á Kristnesi: Morgunbleóió/Sigrún Sigfúsdóttir. Bragi í Eden ásamt Olgu dóttur sinni. Eden í Hveragerði 25 ára HveragerAi, 4. maí. GARÐYRKJUSTÖÐIN Eden í Hveragerði átti 25 ára afmæli á sumardag- inn fyrsta. Þann dag var hátíðarblær yfir öllu í Eden og af því tilefni var opnuð myndlistarsýning í Listamannaskála hússins. Þar voru mörg fógur verk eftir gömlu snillingana þá Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Asgrím Jónsson, Brynjólf Þórðarson o.fl. Einnig mjög fágætar módelmyndir Gunnlaugs Blöndals frá árum hans í Kaupmannahöfn og París. Ég hitti Braga Einarsson, eiganda Edens, að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar: Bragi, hvernig varð þetta fyrir- tæki til? „Það var veturinn 1957—58 að ég hóf byggingu á Garðyrkjustöðinni Eden ásamt konu minni, Dúu Björnsdóttur. Flatarmál fyrsta gróðurhússins var 500 m' á 4100 m! lóð úr landi Hveragerðis við Suður- landsveg hér austast í þorpinu, en þar var þá engin byggð og þótti staðarvalið mjög óráðlegt. Stöðin tók til starfa á sumardaginn fyrsta sama ár og var starfsemin smá í sniðum og aðkeypt vinnuafl ekkert. Aðallega ræktað grænmeti og smá- vegis af blómum sem seld voru vegfarendum. Vorið 1960 er reistur 200 m2 söluskáli framan við gróð- urhúsin. Jókst þá nokkuð umsetn- ing, en var þó mjög árstíðabundin." Hvenær kom svo veitingasalan til sögunnar? þakka því, hve árangur hefur orðið góður af þeirra störfum." Hér er mikill ferðamanna- straumur, hvað heldurðu að margir komi á viku? „Já, Eden er nú einn fjölsóttasti ferðamannastaður á landinu, meiri- hluti allra erlendra ferðamanna sem til landsins kemur á viðkomu hér á leið sinni um Suðurland. fs- lenskir ferðalangar eru þó alla tíð fjölmennastir og er ekki ofáætlaö að á viku hverri yfir sumartímann komi hér 10 til 15 þúsund manns." Nú ertu líka kominn með lista- mannaskála? „Listamenn hafa um árabil sóst mjög eftir því að hengja upp mál- verk sín í listamannaskálanum og eru nú bókaðar sýningar fram á mitt næsta ár. Nú stendur yfir sýn- ing á málverkum margra bestu listamanna sem þjóðin hefur átt. Stendur sú sýning til 10. maí.“ Viltu segja eitthvað að lokum? „Ég vil senda öllum viðskiptavin- um Edens þakkir fyrir viðskiptin síðastliðin 25 ár og sendi þeim bestu sumarkveðjur." Þess má geta að á afmælisdaginn í Eden, var það gert til tilbreyt- ingar að gefa viðskiptavinum 2.500 blómvendi, með þakklæti fyrir löng og góð viðskipti. Alls gaf Bragi 10.000 blóm þenn- an dag og voru þau sérstaklega ræktuð í þessu tilefni. Eden í Hveragerði er ljóst vitni þess, hvað einstaklingsframtakið er sterkt, þegar saman fer dugnaður, smekkvísi og ódrepandi viljastyrk- Sigrún. INNLENT Starfsemi getur hafist í haust Akureyri, 5. maí. I NÆRFELLT eitt ár hefur fullbúin deild staðið til reiðu á Kristneshæli til frummedferðar drykkjusjúkra. Fram til síðustu áramóta stóð á fjár- veitingum til reksturs deildarinnar, en á fjárlögum yfirstandandi árs var veitt fé til ráðningar í fjórar stöður við deildina. Að sögn Bjarna Arth- úrssonar, framkvæmdastjóra Krist- neshælis, benda allar líkur til þess, að starfsemi stöðvarinnar geti hafist á haustdögum, en eftir er að auglýsa stöður lausar til umsóknar og ráða fólk til starfseminnar. Bjarni taldi líklegt, þegar Mbl. ræddi við hann, að þjálfun starfsliðs færi fram í samráði við SAA, og einnig að samstarf verði með þess- um tveim aðilum varðandi fram- haldsmeðferð, en á Kristneshæli er aðeins gert ráð fyrir frummeðferð í u.þ.b. 10 daga, síðan yrði þá vænt- anlega um eftirmeðferð að ræða á vegum SÁÁ og einnig á Vífilsstöð- um, þar sem ríkið rekur eftirmeð- ferðarstöð fyrir drykkjusjúka. G. Berg Sædýrasafnið við Hafnarfjörð: Menntamálaráðuneytið leggst gegn opnun á ný „Menntamálaráðuneytið gefur neikvæða umsögn, og mer finnst ekki hægt að gefa Sædýrasafninu starfsleyfi í blóra við ráðuneytið," sagði Einar Ingi- mundarson bæjarfógeti í Hafnarfirði í samtali við Morgunblaðið Einar kvaðst munu senda forráðamönnum Sædýrasafnsins svar við umsókn um starfsleyfi nú þegar, þar sem umsókninni yrði synjað. Einar kvað forráðamönnum safnsins vera kunn afstaða menntamálaráðuneytisins fyrir all nokkru, og myndi þetta því ekki koma þeim á óvart. Það, að Sædýrasafnið fær ekki starfsleyfi þýðir einnig, að safnið mun ekki fá leyfi til háhyrningaveiða, en þær veiðar hafa verið ein helsta tekju- lind þess undanfarin ár. Talsverðar framkvæmdir standa nú yfir í Sædýrasafninu, borað hefur verið eftir vatni, hús hafa verið endurbyggð og unnið.er að stækkun annarra. Fari svo sem horfir mun þetta þó koma fyrir ekki, og safninu verður lokað í eitt skipti fyrir öll. Talsmenn safnsins sögðu í gær að þeir hefðu ekki gef- ið upp alla von enn, en yrði leyfið ekki veitt, myndu sum dýrin verða seld, en öðrum yrði lógað. Unnið hefur verið að endurbótum á Sædýrasafninu að undanförnu. Hér er verið að stækka húsakynnin sem hýst hafa Ijón og apa. „Það var 1970 og þá má segja að verði tímamót í starfseminni og á áratugnum frá 1970 til 1980 fara viðskiptin vaxandi með hverju ári. Haustið 1981 réðist ég í að byggja nýtt og rúmgott verslunarhús og eftir þá stækkun starfar fyrirtækið nú á 2000 m2 gólffleti.” Hvað starfa margir við fyrirtæk- ið? „Vegna árstíðabundinnar sveiflu í umferð, sem að sjálfsögðu er veru- lega minni í skammdeginu, er starfsmannafjöldi ekki alltaf sá sami, en er hlaupandi frá 15 til 35 manns, en ég hef verið mjög hepp- inn með starfsfólk alla tíð og vil Góð aðsókn að „Súkkulaðinu“ LEIKRIT Þjóðleikhússins, Súkkulaði handa Silju eftir Nínu Björk Árnadóttur, hefur nú verið sýnt 37 sinnum við ágætar undir- tektir á Litla sviðinu og við mikla aðsókn. Er þetta ein bezta aðsókn að leikriti, sem sýnt hefur verið á Litla sviði Þjóðleikhússin8. Leikritið var gefið út á bók og er nær uppselt hjá útgáfunni. Fjölmargir skólar hafa tekið verkið til umfjöllunar í bók- menntanámi og félagsfræði. Leikritið fjallar um líf og hugarheim ungra mæðgna og nánasta umhverfi þeirra, vini sömu og félaga. Og andhverfan skilning tveggja kynslóða og átök sem af því leiðir. Helstu hlutverk leiksins eru í höndum Þórunnar Magneu Magnúsdóttur, Báru Magnús- dóttur og Önnu Kristínar Arngrímsdóttur. (KiútimilkynninK)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.