Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 Kista úr eigu Brynjólfs slegin á 5 þúsund krónur KISTA sem talin er hafa verid í eigu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Skálholti, var slegin á 5 þúsund krónur á uppboði hjá Klausturhólum á sunnudag. Fjölmenni var á upp- boðinu og var 91 númer slegið hæstbjóðenda. Meðal gripa sem seldir voru má nefna forláta Nat: ional-peningakassa með 5 skúffum en hann var sleginn á 16 þúsund krónur. Borðstofusett með norskum út- skurði, skápur, borð, 10 stólar, borðstofuskápur og glóbelín- dúkur var slegið á 110 þúsund krónur. Þá var borðstofusett úr massívri eik, 2 skápar, 11 stólar og borð smíðað af Jóni Halldórssyni slegið á 22 þúsund krónur. Á laugardag var bókauppboð og meðal bóka sem slegnar voru má nefna Skírni á 40 þúsund krónur, Svartar fjaðrir Davíðs Stefáns- sonar á 9 þúsund krónur og Sagnablöðin á 18 þúsund krónur. Verkmenntaskólinn á Akureyri: Tilboð opn luð í næsta áfai iga — Lægsta tilbod 75% af kostnaðaráætlun bauð kr. 6.194.068 (91,8%). Smári hf. bauð kr. 6.376.404,- (94,5%). Loks bauð Híbýli hf. kr. 6.440.928.- (95,4%). Verkfræðistofa Norðurlands er nú að yfirfara tilboðin, en fundur hefur verið boðaður í byggingar- nefnd Verkmenntaskólans nú á föstudaginn, og verður þá vænt- anlega tekin ákvörðun um við hvern þessara aðila verður samið. G.Berg. Fimm tilboó bárust í næsta áfanga Verkmenntaskólans. Ljóamynd G.Berg. Akureyri, 4. maí. í GÆR voni opnuð tilboð í næsta áfanga byggingar Verkmenntaskól- ans á Akureyri. Alls bárust 5 tilboð í verkið, en kostnaðaráætlun Verk- fræðistofu Norðurlands nam kr. 6.749.000.- Lægsta tilboð kom frá Tré- smiðjunni Ýr hf., kr. 5.064.138.-, eða 75% af kostnaðaráætlun. Að- algeir og Viðar hf. bauð kr. 5.657.476.- (83,8%). Norðurverk hf. Kirkjukórinn í nýju batikbúningunum. Jón Björnsson er fyrir miðju. Ljósm. Stefán Pedersen. Skagafjörður: Kirkjukvöld í Sæluviku Mælifelli í apríl. EINN ER SÁ árvissi þáttur í tónlistarlífi Skagfirðinga, sem ætíð er afar vel sóttur, en það eru kirkjukvöldin í Sauðárkrókskirkju, sem haldin eru mánu- dags- og þriðjudagskvöld í Sæluviku, nú í níunda sinn. Hátíðin í kirkjunni var nú með nokkuð sérstökum hætti, þar sem Jón Björnsson frá Hafsteins- stöðum, hið mikilhæfa tónskáld og söngstjóri, lætur senn af störfum sem organisti Sauðárkrókskirkju eftir 60 ára starf aö söng- og kirkjumálum í Skagafirði, en hann er nýorðinn áttræður. Efnisskrá kirkjukvöldsins var mjög fjölbreytt og vakti athygli, að allir flytjendur tónlistar eru búsettir í Skagafirði. Ræðumaður kvöldsins var Andrés Björnsson útvarpsstjóri, Skagfirðingur einn- ig, en hann flutti snjallt erindi um séra Pál Jónsson sálmaskáld í Við- vík. Kirkjukór Sauðárkróks, sem átt hefur frumkvæði að kirkjukvöld- unum frá upphafi, söng 6 lög, þar af tvö eftir Jón Björnsson, tvö eft- ir Sigvalda Kaldalóns og tvö út- lend. Varð kórinn að endurtaka mörg þeirra og söng Þorbergur Jósefsson einsöng í lagi Jóns söng- stjóra Við upprisu, ljóð Hólmfríð- ar Jónasdóttur á Sauðárkróki. Konurnar úr kirkjukórnum mynd- uðu kvennakór og sungu tvö lög eftir Kaldalóns og spánskt lag mjög skemmtilega og er góð til- breyting að fá að heyra kvenradd- irnar einar, þvi að oftar heyrum við karlakóra. Vert er að geta þess, að kórfólkið var klætt nýjum búningum, batikkjólum og vestum í fjólubiáum lit, unnum af Katrínu H. Ágústsdóttur, en verk hennar eru til sýnis í Safnahúsinu á Sauð- árkróki nú á Sæluviku. Bæjar- stjórn Sauðárkróks gaf kirkjuk- órnum búningana í tilefni af af- mæli kórsins og Sauðárkróks- kirkju. Tveir kennarar í Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu áttu stóran þátt í að gera kvöldið eins eftir- minnilegt og raun ber vitni, þau Jiri Hlavacék, sem lék orgelverk eftir Bach, Kuchar og Frank af mikilli snilld, og Gróa Hreinsdótt- ir, sem lék frábærlega vel undir söng kórs og einsöngvara. Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík, söng einsöng sinni háu og fögru röddu, hefur hann ekki síðri rödd en bróðir hans Kristján, söngvari. Söng Jóhann 5 lög eftir Jón Björnsson honum til heiðurs, og voru þau: Brúna ljós þín blíðu, Gott er sjúkum að sofa, Lævirk- inn, Bí, bí og blaka og Mildi blær. Þá sungu þeir Jóhann og Þorberg- ur saman þrjú lög eftir Jón Björnsson, sem einnig höfðu verið flutt í afmælishófi tónskáldsins fyrr í vetur. Falla raddirnar svo vel saman, að unun er á að hlýða, en lögin sem þeir sungu voru: Svefnljóð, Þú varst mitt blóm og Hirðingjasveinn. Kirkjukvöldið var öllum þeim, sem að því stóðu til hins mesta sóma. — Fréttaritari Mikil samvinna milli húsbyggjenda á Hólmavík Hólmavík, 10. mars. HÉR Á Hólmavík hefur verið all- nokkuð um byggingaframkvæmdir undanfarin ár. Ibúum kauptúnsins hefur á síðustu tíu árum fjölgað um þriðjung. í dag búa hér rúmlega 400 manns. 1978 komst verulegur skrið- ur á íbúðabyggingar. Frá þeim tíma hefur verið byrjað á 29 íbúðum og eru 7 þeirra enn í byggingu. Til að forvitnast um það hvern- ig væri að vera húsbyggjandi á Hólmavík þá töluðum við á dög- unum við ung hjón sem eru um þessar mundir að flytja inn í nýtt og fallegt einbýlishús. Eysteinn Gunnarsson, starfsmaður hjá Orkubúi Vestfjarða, og kona hans Jensína Guðrún Pálsdóttir hófu byggingu húss sfns fyrir u.þ.b. þremur árum síðan. Þau eiga þrjú börn á aldrinum 2ja mánaða til Vk árs. Þau Eysteinn og Jensína höfðu strax í upphafi margvíslega sam- vinnu við aðra húsbyggjendur. Þessi samvinna var meðal annars fólgin í því að fengnir voru smiðir til staðarins með flekamót til að slá upp fyrir alls þremur húsum. Eysteinn Gunnarsson framan við hús sitt. Eysteinn Gunnarsson og Jensína Guðrún Pálsdóttir ásamt hjálparkokk- unum við húsbygginguna. Þau hjón kváðust þó hafa unnið mest sjálf við byggingu hússins en auk þess sem að framan greinir þá fengu þau mann til að annast pípulagnir. Eysteinn lét þau orð falla að hýsbyggjendur fengju hér góða þjónustu hjá Kaupfélagi Stein- grímsfjarðar en nauðsynlegt reyndist þó eigi að síður að fara við og við suður til efniskaupa. Þau hjón byrjuðu með „allar hendur tómar" fyrir þremur árum síðan og létu þau vel af þjónustu lánastofnana hér í byggðarlaginu. Þau hafa einnig fengið lán úr líf- eyrissjóði og frá Húsnæðismála- stofnun. Þess ber að geta að sveit- arfélagið innheimtir ekki gatna- gerðar- og tengigjöld og er það tvímælalaust mikill stuðningur við húsbyggjendur. Að lokum óskum við fjölskyld- unni velfarnaðar í nýja húsinu og vonum að vel gangi að greiða af lánunum. Fréttaritarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.