Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 73 félk í fréttum Trúin skipt- ir „Lucy“ öllu máli í lífinu + Ljóshærða Uallasstjarnan Charl- ene Tilton, sem flestir þekkja betur sem I.ucj, er mjög trúuö kona, svo trúuö, að þaö er farið að valda veru- legum crfiðleikum í hjónabandi henn- ar með kúrekasöngvaranum Johnny Lee, sem er 14 árum eldri en hún. í viðtali við enskt blað nú nýlega sagöi Johnny frá áhyggjum sínum af Charlene: „Charlene hefur alltaf verið trúuð, en eftir að hún átti dótturina Cherish varð hún hreint ofstækis- full í trúmálum. Sjálfur er ég trúað- ur en ekkert í líkingu við hana. Hún notar hvert tækifæri sem gefst til að fara í kirkju og heima fyrir eyðir hún dögunum í að horfa á alls konar trúarsamkomur í sjónvarpinu. Ég elska Charlene en trúaráhugi hennar hefur gengið of langt. Ef mig langar að sjá eitthvað annað en fagnaðarboðskapinn í sjónvarpinu, verð ég að rífast og þrasa í henni því að hún skilur ekki að ég skuli hafa áhuga á einhverju öðru líka. Charlene les ekki aðrar bækur en Biblíuna, sem hún les bæði kvölds og morgna og um miðjan dag. Þegar hún fer í upptökur í Dallasþáttun- um hefur hún Biblíuna með sér og þegar hún sinnir dótturinni hefur hún Biblíuna alltaf við höndina. Hún vill endilega að ég verði jafn ofstækisfullur í trúnni og hún.“ Johnny og Charlene hafa verið gift í eitt ár en oft hefur verið talað um að þau væru að skilja. Ástæðan hefur alltaf verið afbrýðisemi Charlene, sem á erfitt með að sætta sig við, að Johnny skuli vera að heiman með hljómsveitinni „Urban Cowboy Band“. Þá segist hún vera einmana og óttast allar stúlkur, sem verða á vegi Johnny. Myndin er af Charlene Tilton. Á innfelldu myndinni er eiginmaður hennar, Johnny Lee. COSPER — Nú skal ég segja þér söguna af Kolsvörtu og dvergunum sjö. TUDOR NAMSKEIÐ Dagana 16.—17. maí höldum viö námskeiö í meö- ferð og vali á rafgeymum. Námskeiöið er einkum ætlaö þeim sem þurfa að umgangast rafgeyma sem notaöir eru í viðvörun- arkerfum, neyöarkerfum og slíku, ásamt lyftara- rafgeymum. Aukin þekking á rafgeymum, hvernig þeir starfa og i hvernig á aö viöhalda þeim, tryggja hámarksend- | ingu þeirra. Missiö ekki af þessu einstæða tæki- “ ; færi og látiö skrá ykkur strax. Nánari upplýsingar í síma 84160. Laugavegi I80 sími 84I60 Byggjum hús frá grunni Tökum að okkur alla smíðavinnu, og mótauppslátt, stórt sem smátt. Getum tekið að okkur alla fram- kvæmd og umsjón á byggingunni, ef óskað er, alveg frá grunni og upp úr. Höfum sérstaka reynslu í byggingu timburhusa og auðvitað móta- uppslætti. Leitið upplysinga. Sturla Jónsson byggingarmeistari Grétar Sigurðsson trésmiður VERKVALSF Simar 41529-79132 SPUNNIÐ UM STALÍN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN sónu Stalíns. Vel af sér vikið! Skýlaus undirgefni! Og þaðan heimtast karlinn aldrei úr hafróti Eyjaklasans. Stalín setur bréfið frá Lenin aftur í umslagið. Á hann að brenna því? Nei. Hann er einnig hjátrúarfullur. Eins og ómenntuð alþýða Grúsíu. Hann Itetur Lenin ofan í skrifborðsskúffu. Og slekkur Ijósið. 32 1948, vetur Þetta er dapurleg skoöun, segir K. Lygin verður heims- kerfi. Katka: Réttarhöldin aður er nefndur Milovan Djilas. Svartur á brún og brá eins og sæmir Júgóslava. Holdgrannur og fínlegur. Skarpleitur. Andlitið veðrað í fjallahéruðum Júgóslavíu, þar sem hann hefur verið skæruliðaforingi gegn innrásarherjum hundóða mannsins í Berlín. Yfirmenn þýzka hersins þekkja jyennan nánasta samstarfsmann Titós. Hann er einnig þekktur í heima- landi sínu og af leiðtogum Sovétríkjanna og alþjóðasam- bands kommúnista, Komintern, sem Stalín stjórnar úr skrifstofu sinni. Að öðru leyti er Djilas óþekktur. Djilas er staddur í Moskvu á vegum stjómar sinnar. Sérstakur sendiboði Titós til að eyða misskilningi við Sovétstjórnina og Stalín persónulega. Hann hefur verið á fundi með honum og síðan í kvöldverðarboði í Kuntsevó, ásamt öðrum helztu leiðtogum Ráðstjórnarríkjanna. Hann er kominn á hótelið aftur. Það er mið nótt og skotheldur Packard Stalíns hverfur fyrir horn. Með ofsahraða eins og venjulega. Það er vinsamlegt af þeim að aka með mig í bílnum hans, hugsar Djilas með sér. En hann hristir höfuðið og gengur inn. Hann finnur, að hann er að bila í trúnni. Otspekúleraðir og kaldrifjaðir samsær- ismenn, hugsar hann með sjálfum sér á leiðinni upp stigann. óheflaðir ruddar. Og Stalín verstur. Hann hafði séð það svart á hvítu í dag. Hvernig hann hafði vogað sér að tala við fulltrúa annarra kommúnistaríkja! Eins og hunda! Skammaði þá eins og óþekktarorma. Virti þá ekki viðlits, ef þeir ætluðu að malda í móinn. Lét engan vera í vafa um, að hagsmunir Sovétríkjanna skiptu einir máli. Það var hans heimsbylting. Djilas gerir sér það nú fylli- lega Ijóst í fyrsta sinn. Stefna Stalíns er hegemony. Djilas gengur inn í hótelherbergið, fær sér bjórglas. Starir út um gluggann. Honum líkar illa við Hótel Moskvu. Hann hlakkar til að fara heim. Það hlýtur að vera fallegt í Kuntsevó á sumrin; heggur- inn; furan. Djilas finnur ilm af rússnesku sumri. Skyldu þeir drekka svona mikið vín á fundum sínum á sumrin? Það hlyti að stinga í stúf við umhverfið. Bería eins og véfrétt undir þessum þokuslæðum í augum, sem hann pírir eins og rándýr. Og undir djöfullegu glottinu leynist dauðinn sjálfur. Hann minnir á böðul öryggislögreglunn- ar í Belgrað. Og Himmler. Kannski þeir séu allir eins. Djilas er einmana. Þær hugsanir, sem á hann sækja, auka á einmanakennd hans. Hann er óglaður. Leiðist hálfklám. Klígjar við siðleysi, eins og oft er um viðkvæma menntamenn, sem lenda í lyktandi fangelsum innan um skítuga glæpamenn, sem eru til alls vísir. Það var reynsla út af fyrir sig. Hann hefði í rauninni ekki viljað fara á mis við hana. Hún gefur honum andlegt þrek og styrk í viðskiptum við fulltrúa skrifstofubáknsins. Það veit hann. Honum líkar ekki dvölin í Moskvu j>essu sinni. Samt eru norðurljós. Og sjónhringurinn minnir á Belgrað. Eða Kiev. Ræktuð fegurð þessarar miklu borgar blasir alls staðar við. Öðruvísi en þegar Napóleon horfði til himins og eldarnir brenndu til ösku stoltið og hrokann í augum hans. Stórt málverk af Kutuzov, hershöfðingja Alexand- ers keisara, hangir á vegg í ráðstefnuherberginu í Kreml, þar sem Stalín og Molotov höfðu náðsamlegast veitt þeim FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.