Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983
71
flutt úr íbúðum sínum og selt
þær.
Eftirfarandi tillögur voru ein-
róma samþykktar á fundinum:
„Aðalfundur Samtaka aldraðra,
haldinn 29. mars 1983, skorar á
borgaryfirvöld Reykjavíkur að
gefa samtökunum kost á lóð eða
lóðum innan eldri borgarmarka til
að byggja félagsíbúðir fyrir aldna
félagsmenn sína og hraða afhend-
ingu þeirra eins og kostur er, á
meðan þörfin fyrir slíkar íbúðir er
eins brýn og nú er.
Aðalfundurinn skorar á stjórn
Húsnæðismálastjórnar að gangast
fyrir því, að til félagsbygginga
aldraðra verði veitt framkvæmda-
lán til tveggja ára, auk venjulegra
húsnæðislána, og þetta lán verði
veitt á fyrstu mánuðum bygg-
ingartímans og það verði allt að
50—60% af áætluðum byggingar-
kostnaði tveggja herbergja íbúðar
og jafna upphæð í krónutölu þó að
um eins eða þriggja herbergja
íbúðir sé að ræða.
Félagshópar og bæjarfélög gætu
komið miklu til leiðar í viðleitni
sinni við að búa öldruðum ánægju-
legt ævikvöld í félagslegu sambýli
og öryggi ef þau fengju slíkt
rekstrarfé til íbúðabygginga
sinna, hvort sem íbúðirnar yrðu
síðan leigðar eða seldar tilbúnar
undir tréverk og málningu eða
fullfrágengnar.
Aðeins örfáir aldnir geta fjár-
magnað slíkar íbúðir frá byrjun
byggingartímans, og þetta getu-
minna fólk þurfa Samtök aldraðra
og bæjarfélög að styrkja með fé-
lagsátaki til bættrar aðstöðu elli-
áranna."
Einnig voru þessar tillögur
samþykktar á félagsfundi.
„Fundurinn samþykkir að
stjórnin vinni að því að ellilífeyrir
verði gerður skattfrjáls, eða per-
sónufrádráttur verði hækkaður á
ellilífeyrisþegum sem jafngildi því
að ellilífeyrir verði i reynd án
tekjuskatts.
Fundurinn þakkar fjárveitinga-
nefnd Alþingis, félagsmálaráð-
herra og þingmönnum, þann
skilning og þann stuðning sem Al-
þingi hefur veitt Samtökum aldr-
aðra með þeim fjárstyrk sem það
hefur lagt fram, svo að félagið
hefur getað unnið markvisst að fé-
lagsmálum sínum í þágu aldr-
aðra.“
Núverandi stjórn Samtaka aldr-
aðra skipa: Hans Jörgensson
formaður, Lóa Þorkelsdóttir, Sig-
urður Gunnarsson, Soffía Jóns-
dóttir, Þórarinn Þórarinsson.
Varamenn: Ágúst Kristjánsson,
Guðrún Runólfsdóttir, Jón
Steinsson.
Wiener Festwochen
VIKUFERÐ TIL VINARBORGAR
FYRIR AÐEINS 12.800 KRONUR!
Eítt glæsilegasta ferðatilboð sumarsins
Rúmri 1,1 milljón út-
hlutað úr Þýðingarsjóði
Þýðingarsjóður er stofnaður með
lögum nr. 35 frá 26. maí 1981. Hlut-
verk sjóðsins er að lána eða styrkja
útgefendur til útgáfu vandaðra er-
lendra bókmennta á íslensku máli,
jafnt skáldverka sem viðurkenndra
fræðirita. Greiðslur skulu útgefend-
ur nota til þýðingarlauna. Tekjur
sjóðsins skulu vera framlag rfkis-
sjóðs samkvæmt fjárlögum hvers
árs. Árið 1982 var fjárveitingin 500
þús. kr., en 750 þús. kr. árið 1983.
Menntamálaráðherra skipar
stjórn sjóðsins og eiga sæti í
henni: Björn Gíslason, tilnefndur
af Félagi íslenskra bókaútgefenda,
Úlfur Hjörvar, tilnefndur af Rit-
höfundasambandi íslands, og
Knútur Hallsson, sem er formaður
stjórnarinnar.
Fyrsta úthlutun úr sjóðnum, kr.
1.158.970,00 hefur farið fram og
fer hér á eftir listi yfir þá, er út-
hlutað var að að þessu sinni:
Almenna Bókafélagið.
Decline and Fall eftir Evelyn
Waugh — Skáldsaga: kr. 50.000,00.
Don Kíkoti eftir Cervantes 4.
bindi kr. 20.000,00, 5. bindi kr.
20.000,00.
Örn & Örlygur hf.
Deo, Regi, Patriae, skrifað á
dönsku af Jóni Eiríkssyni Konfer-
ensráði — Fræðirit kr. 50.000,00.
Iðunn.
Úrval úr verkum Franz Kafka
kr. 30.600,00. Pedro Páramo eftir
Juan Rulfo — Skáldsaga kr.
18.360,00. E1 Reino De Este Mundo
eftir Alejo Carpentier — Skáid-
saga kr. 21.420,00. Shatra eftir
Zaharia Stancu — Skáldsaga kr.
70.380,00.
Mál & Menning.
Glæpur og refsing eftir Dostój-
evskí — Skáldsaga kr. 100.000,00.
Hið tslenska Bókmenntafélag.
Ríkið eftir Platón — Heim-
spekirit kr. 94.500,00. Orðræða um
aðferð eftir Descartes — Heim-
spekirit kr. 40.000,00. Síðustu dag-
ar Sókratesar eftir Platón —
Heimspekirit kr. 30.000,00.
Salt hf.
Martin Luther eftir R. Bainton
— Fræðirit kr. 60.000,00.
Hörpuútgáfan.
íslandsferð 1857 eftir minnis-
blöðum og bréfum N. Olson Gadde
— Ferðalýsing kr. 20.000,00.
Svart á hvítu hf.
A Room Of One’s Own eftir
Virginia Woolf — Tilraun (essay)
kr. 23.470,00. La Condition Huma-
ine eftir André Malraux —
Skáldsaga kr. 51.700,00.
Bókaútgáfan Hagall sf.
Segelfoss By eftir Knut Hamsun
— Skáldsaga kr. 55.000,00. Zen-
Bones Zen-Flesh eftir japönskum
textum — Heimspekirit kr.
21.500,00.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
Der Prozess eftir Franz Kafka
— Skáldsaga kr. 53.340,00.
Bandalag íslenskra leikfélaga.
I’m Talking About Jerusalem
eftir Arnold Wesker — Leikrit kr.
20.800,00. Kærlighed eftir Gustav
Wied — Leikrit kr. 20.800,00.
Bókhlaðan hf. — Ægisútgáfan.
Þrælaeyjar eftir Thorkild Hansen
— Skáldsaga kr. 40.000,00.
ísalög sf.
The Bodley Head History Of
Western Music eftir C. Heading-
ton — Fræðirit kr. 68.000,00.
Arnartak.
The Concise Oxford Dictionary
of Quotations — Uppsláttarrit kr.
45.000,00.
Bókaútgáfan Vaka.
Arthur C. Clarke’s Mysterious
World eftir S. Welfare/J. Fairley
— Alþýðlegt fræðirit kr. 30.100,00.
Bókaklúbburinn Veröld.
Insektsommer eftir Knut Fald-
bakken — Skáldsaga kr. 40.000,00.
Your Erroneous Zones eftir Dr.
Wayne W. Dyer — Fræðirit kr.
46.000,00.
Bókaútgáfa Æskunnar.
Allslags dagar eftir Rune Bels-
vik — Barnabók kr. 18.000,00.
Ferðciskrifstofan Farandi efnir til sérstakrar hópferðar til Vínarborg-
ar, dagcina 2. til 9. júní næstkomandi. Hér er um að ræða einstakt
tækifæri, sem varla gefst aftur fyrir þetta verð.
Vínarborg, ein fegursta borg í heimi, býður farþega okkar velkomna
með mikilli listahátíð, Wiener Festwochen. Á þessari hátíð gefst
tækifæri til að sjá Rigoletto, Ástardrykkinn, Sígaunabaróninn
og My Fair Lady í Vínaróperunni, Svanavatnið, Romeo og
Júlíu, o.fl. með Bolschoi Ballettinum rússneska, híýða á Vínar-
drengjakórinn flytja hames.su, sækja kammertónieika, sin-
fóníutónleika, og margs konar leikhús, jazzklúbba og kaffihús.
Vínarborg er í fegursta vorskrúða á þessum tíma árs. Vínarbúar eru
líka í hátíðaskapi með vín, söng og kæti á hverju homi. Vínar-
stemmningin er engu lík. Farþegum Faranda er auðvitað frjálst að
verja tíma sínum í Vínarborg eins og þeim best hentar, en Farandi
verður með íslenskan fararstjóra til taks, sem er þaulkunnugur borg-
inni.
Þetta ferðatilboð til Vínarborgar verður ekki endurtekið. Verðið er
ótrúlegt, aðeins 12.800.00, en það innifelur beint flug til Vínarborgar
og til baka, gistingu á þægilegu austurrísku hóteli, morgunverð og
aðstoð við öflun aðgöngumiða á tónleika, óperusýningar, balletta,
söngleiki, skoðunarferðir í Austurríki eða jafnvel til Ungverjalands,
- dagsferð til Budapest.
Þetta er eitt glæsilegasta ferðatilboð sumarsins.
Verðið er ótrúlega viðráðanlegt.
Aðeins takmarkaður fjöldi kemst með!
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Ifaiandi
Vesturgötu 4 - sími: 17445.
Sérfræðingar í spennandi sumarleyfisferðum
rrasogn íslcnsksblaðamanns:
ST-É*MASe
Rússar reynduað fá mlg
tíl að njósna áíslandi
Súper-
viðtal við
Mezzo-
forte
Komu Islendlngar Cargolux á ks
klaka eða var það bara neii
Samúel skoðar málið
Largolux a kaldan
ira neimskreppan?
tið ofan í kjölinn.
Nýr og spennandi
á næsta blaðsölustað
Misstu ekki
af ’onum