Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR
61
vilja og nokkurri þolinmæði má
bæta þar úr.
V. Götuljós og gróður
Rósa Einarsdóttir, Kvistalandi
23, spyr:
Hefur Ijós á Ijósastaurum áhrif á
vöxt trjágróðurs og getur jafnvel
drepið hann? Eru áhrifin bundin
við tré eldri en 5—7 ára og hafa
lágir ljósastaurar meiri áhrif?
Svar: Vissulega geta sterk ljós
frá götuljóskerum haft truflandi
áhrif á trjá- og runnavöxt ef
götuluktir eru í námunda við
gróðurinn og þeim mun meiri
sem skemmra er í ljóskerin.
Þetta er þó sjálfsagt mismun-
andi eftir tegundum, en aldur
gróðursins hefur trúlega minna
að segja. Ekki veit ég dæmi þess
að slíkt hafi valdið dauða á
plöntum, en þær geta orðið við-
kvæmari fyrir kali í vetrarkuld-
um.
VI. Trjámaðkur og
blaðlús
Sigurþór Júníusson, Grenilundi
8, Garðabæ, spyr:
Eru einhver góð ráð gegn trjá-
maðki og blaðlús, önnur en
eiturhernaðurinn illræmdi? Upp-
lýsingar um þessi sníkjudýr
væru vel þegnar.
Svar: Um þetta var lítillega
rætt, í svarþætti mínum á sunnu-
daginn var og hef ég í huga að
ræða þessi mál nokkuð nánar í
forspjalli síðar, en vert er þó að
hafa vakandi auga með blaðlús-
inni því hún fer fljótt að gera
vart við sig á fljótvöxnum runn-
um eftir að þeir laufgast. Veru-
legt gagn getur verið að því að
beina að runnunum öflugri
vatnsúðun. Það skolast ætíð
eitthvað á brott af óværunni. Á
eftir gæti svo verið verulegt
gagn að úðun úr garðkönnu (eða
úðadælu) með sæmilega sterkum
sápulegi (kristalssápu eða sápu-
legi sem eitthvað er í af sóda-
upplausn). Sjaldnast vinnur
þetta fullkomið gagn en það get-
ur verið nægilegt til að skordýr-
in geri gróðurinn ekki blaðlaus-
an, sé nægilega oft herjað á þau
með þessum hætti.
VII. Rósir og
mosaskán
Ester Ólafsdóttir, Móaflöt 37,
spyr:
1. Ég setti niður All Gold og
Queen Elisabeth-rósir í fyrra-
vor. Ég klippti aðeins af þeim í
haust áður en ég huldi þær. Á
ég að gera aftur það sama í vor?
2. Sum trjábeðin hjá mér eru hul-
in grænni mosaskán eftir vetur-
inn. Þetta eru 4 ára gömul beð,
sem húsdýraáburður var settur í
þegar þau voru unnin. Síðan
hefur eingöngu verið settur í
þau tilbúinn áburður. Af hverju
stafar þetta?
Svar við spurningu 1: Rétt er að
klippa rósirnar örlítið niður nú,
einkum ef komið hefur í þær kal
þrátt fyrir góðan umbúnað yfir
veturinn.
Svar við spurningu 2: Mosaskán
sem myndast hefur í trjábeðinu
bendir fyrst og fremst til þess að
moldin sé of blaut og súr. Hyggi-
legast er að setja sandlag yfir
beðin.
VIII: Gljávíðis-limgerði
Auður Eiríksdóttir, Holtsbúð 30,
spyn
Hvenær er rétti tíminn til að
klippa gljávíði, sem notaður er í
limgerði? Er hægt að nota af-
klippið til að gróðursetja nýjar
plöntur og ef svo er, hvenær og
hvernig er það þá gert?
Svar: Lítil ástæða er til að
klippa gljávíði sem ætlað er að
mynda limgerði nema einu sinni
á ári. Þá er fyrst og fremst
stefnt að því að klippa hliðarnar
svo víðirnir þétti sig sem mest,
en leyfa plöntunum að vaxa
nokkurn veginn á hæðina óskert-
um, þar til limgerðið hefur náð
þeirri hæð sem að er stefnt, þó
er rétt að skerða þá toppsprota
sem skaga mikið uppúr. Eðli-
legast er að klippingin sé fram-
kvæmd í júlí eða ágúst, en þó má
sem best gera það á öðrum tíma.
Græðlinga til fjölgunar má taka
úr limgerðinu um þetta leyti árs.
Þeir þurfa að vera með 5 brum-
um. Standa þá 2 brum uppúr
þegar þeim er stungið í mold.
IX. Hjálp við aldraða
Sigríður Björnsdóttir, Laufás-
vegi 71, spyr:
Getur gamalt fólk fengið ein-
hverja aðstoð við garðyrkju? Ef
svo er, hvar?
Svar: Reykjavíkurborg hefur
undanfarin sumur veitt öldruðu
fólki aðstoð við umhirðu lóða, en
því miður getur það ekki orðið
fyrr en í júní, eða eftir að Vinnu-
skólinn hefur tekið til starfa.
Ætlast er til að gjald komi fyrir
þessa þjónustu, sem svarar
vinnulaunum unglinganna og til-
flutninga, sem fylgja þessari
starfsemi.
Hægt er að hringja í síma
18000 og panta þessa aðstoð.
Desember 1978—janúar 1983:
Kaupmáttur kauptaxta
hefur rýrnað um 17,4%
Rýrnunin mest hjá opinberum starfsmönnum, eða 21%
KAUPMÁTTUR kauptaxta „allra
launþega“ hefur rýrnað um 17,4% á
tímabilinu frá desember 1978, þegar
hann var hvað hæstur, og til janúar
1983, og er þá miðað við vísitölu
framfærslukostnaðar 100 stig árið
1971. Vísitalan er 98,0 stig í janúar
sl., en 118,6 stig í desember 1978.
Þessar upplýsingar koma fram í
fréttabréfi Kjararannsóknarnefnd-
ar.
Ef litið er á einstaka hópa kem-
ur í ljós, að kaupmátturinn hefur
rýrnað mest hjá opinberum
starfsmönnum á þessu tímabili,
eða um 21%. Vísitalan var 100,7
stig í janúar sl., en var 125,6 stig í
desember 1978.
Kaupmáttarrýrnunin hjá verka-
mönnum er 16,2% á tímabilinu, en
þar er vísitalan 99,6 stig í janúar
sl., en var 118,8 stig í desember
1978. Hjá verkakonum er kaup-
máttarrýrnunin um 17,1%, en þar
er vísitalan 103,4 stig í janúar sl.,
en var 124,6 stig í desember 1978.
Ef litið er á kaupmátt iðnað-
armanna kemur i ljós, að hann
hefur rýrnað um 15,1% á um-
ræddu tímabili. Vísitalan var 90,9
stig í janúar sl., en var 107,0 stig í
desember 1978.
Hjá verzlunar- og skrifstofu-
fólki er kaupmáttarrýrnunin
17,1% á tímabilinu. Vísitalan var
95.8 stig í janúar sl., en var 115,4
stig í desember 1978. Loks er
kaupmáttarrýrnunin hjá land-
verkafólki innan ASf um 16,3% á
tímabilinu, en þar var vísitalan
96.9 stig í janúar sl., en var 115,7
stig í desember 1978.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
' sfóum Moggans!
Skeinkusalat — rækjusalat — ítalskt salat — amerískt salat
lauksalat — ávaxtasalat.
Ath: Opið föstudag til kl. 19.00.
Opið laugardag til kl. 16.00
______________ Nú er alltaf
opiö í hádeginu.
KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk 2.S.86JII
Okkar Skráð
verö verð
Úrvals nautasnitchel 288.00 kr. kg. 365.00.-
Úrvals nautafillet 327.00 kr. kg. 385.70.-
Úrvals nautalundir 327.00 kr. kg. 385.70.-
Saltaðar nautatungur 157.00 kr. kg. 188.00.-
Nautagullasch 237.00 kr. kg. 275.70.-
Nauta Roast Beef 296.00 kr. kg. 330.00.-
Nauta snitchel innlæri 288.00 kr. kg. 357.65,-
Nauta T-Bone steik 154.00 kr. kg. 194.10.-
Nauta grillsteikur 98.50 kr. kg. 134.80.-
Nauta bógsteikur 98.50 kr. kg. 134.80,-
Folaldasnitchel 172.00 kr. kg.
Folaldagullasch 168.00 kr. kg.
Folaldafillet 175.00 kr. kg.
Folaldamörbrá 175.00 kr. kg.
Folaldabuffvöðvar 170.00 kr. kg.
Saltað folaldakjöt 60.00 kr. kg.
Reykt folaldakjöt 65.00 kr. kg.
Kjúklingar 10 stk. í kassa — Kjúklingar í stykkjatali —
Kjúklingasnitchel kryddað — Unghænur.
Okkar Skráð
verð verö
Svínakótilettur 245.00 kr. kg. 295.00.-
Svínalærissteikur 135.00 kr. kg. 146.00.-
Svínasnitchel 215.00 kr. kg. 324.00.-
Lambaskrokkar 1. og 2. flokkur.
Lambasnitchel
Lambagullasch
Lambalundir
Lambapiparsteik
Lambageiri
194.00 kr. kg.
189.00 kr. kg.
197.00 kr. kg.
210.00 kr. kg.
158.00 kr. kg.
243.00.
239.00.
252.00.
255.00.
215.00.
Hakkað kjöt Okkar Skráö
verð verð
Nautahakk 135.00 kr. kg. 186.00,-
Kindahakk 58.00 kr. kg. 86.00.-
Lambahakk 69.00 kr. kg. 148.60,-
Saltkjötshakk 69.00 kr. kg. 148.60,-
Folaldahakk 64.00 kr. kg. 148.60.-
Svínahakk 135.00 kr. kg. 170.60.-
Lambakarbonaöi 76.00 kr. kg. 141.00.-
Kálfahakk 77.00 kr. kg. 102.00.-
Nautahamborgari 10.00 per. stk. 16.00.-