Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 63 Laugameskirkja: Kaffisala í nýja safnaðarheimilinu Á UPPSTIGNINARDAG 12. maí verður nýja safnaðarheimilið við Laugarneskirkju notað í fyrsta sinn, en það hefur verið í byggingu sl. fjögur og hálft ár. Húsið er ekki full- frágengið ennþá, svo vígsluhátíð verður látin bíða enn um sinn. Uppstigningardagur hefur löng- um verið mikill hátíðisdagur í Laugarnessókn, því þá hefur Kvenfélag Laugarnessóknar haft kaffisölu með rómuðum mynd- arskap. Að þessu sinni verður kaffisalan í langþráðu safnaðar- heimili og verður allt gert til þess að gera daginn sem hátíðlegastan. Hátíðin hefst með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 14. Sigurbjörn Ein- arsson, biskup prédikar og Hall- dór Vilhelmsson syngur hluta úr kantötu eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Konur úr Kvenfélaginu lesa ritningarorð. Meðan gengið verður úr kirkju í nýja safnaðar- heimilið mun Lúðrasveit Laugar- nesskólans leika nokkur lög undir stjórn Stefáns Stephensen. Við upphaf kaffisölunnar mun Þorsteinn Ólafsson, formaður sóknarnefndarinnar flytja ávarp. Einnig mun Halldór Vilhelmsson, óperusöngvari flytja söngdagskrá við undirleik Gústafs Jóhanneson- ar. Þá mun Aage Lorange leika létta tónlist á píanóið meðan fólk nýtur veitinganna. Kvenfélagið hefur undirbúið þennan dag með miklum sóma. Auk veisluborðsins hafa þær út- búið lukkupoka fyrir börnin og safnað nýjum og gömlum munum til að selja til ágóða fyrir safnað- arheimilið. Einnig verður seld handavinna í sama tilgangi. Það verður því örugglega hátíð- arbragur í Laugarneskirkju og í nýja safnaðarheimilinu á upp- stigningardag að þessu sinni. Við vonum því að Laugarnesbúar og aðrir Reykvíkingar fjölmenni til hátíðarinnar. GARÐYRKJUÁHÖLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAOAR KANTSKERAR GAROHRÍFUR GIRÐINGA- STREKKJARAR VÍRHALDARAR GIRÐINGAVÍR, GALV. GARÐKÖNNUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI SLÖNGUGRINDUR JÁRNKARLAR JARÐHAKAR SLEGGJUR HJÓLBÖRUR GARÐSLÖNGUR 20 OG 30 MTR.BT. GÚMMÍSLÖNGUR ALLAR STÆROIR PLASTSLÖNGUR GLÆRAR MEÐ OG ÁN INNLEGGS HANDFÆRAVINDUR FÆREYSKAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRAÖNGLAR MED GERVIBEITU HANDFÆRASÖKKUR 1125—2000 gr. TIL SJÓSTANGAVEIÐI HANDFÆRAVINDUR MEÐ STÖNG SJÓVEIÐISTENGUR MED HJÓLI SJÓSPÚNAR OG PILKAR mjög fjölbreytt úrval KOLAFÆRI OG VINDUR • SIGURNAGLAR HÁKARLAÖNGLAR SKÖTULÓÐARÖNGLAR • SILUNANET, uppsett NET ASLÖNGUR FLOTTEINAR BLÝTEINAR KOLANET RAUÐMAGANET GRÁSLEPPUNET NETAFLOT • BJÖRGUNARVESTI fyrir börn og fulloröna STJÖRNULYKLAR TOPPLYKAR LYKLASETT TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL SÍMI 28855 OPIO LAUGARDAG 9—12 Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. Utgerðarmenn — Verktakar TANNHJOL OG DRIFKEÐJUR frá Rexnord — V.-Þýzkalandi DRIFRAFGEYMAR FYRIR VÖRULYFTARA O.FL. NAMSKEIÐ — EFTIRLITSÞJÓNUSTA Viö viljum vekja athygli á okkar landsþekktu eftirlitsþjónustu á drifrafgeymum fyrir raf- lyftara og stöðurafgeyma fyrir neyöarlýsingu o.fl. Betra eftirlit tryggir betri endingu. Eftir- litsmenn okkar eru ætíð reiöubúnir með stuttum fyrirvara aö veita yður tilsögn og halda námskeið um meðferö á rafgeymum. Einnig á yöar vinnustað ef óskað er. Reynið okkar þjónustu og 30 ára reynslu. CHLORIDE RAFGEYMAR 12 V. 280 Amper. GRJOTBRYNJUR OG KEÐJUR Ýmiss konar til hífingar — strekkingar og ankeri frá Pewag — Austurríki. NEYÐARLYSINGATÆKI OG HLEÐSLUTÆKI FYRIR RAF LYFTARA FRÁ Chloride Legg/Spegel — Englandi. PÓLARHFJÞPfF Einholt 6, Reykjavík, hf. símar 18401 — 15230

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.