Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ1983
Sálumessa á
Munkaþverá
eftir Steingrím
Sigurðsson
Þrítugasta apríl síðastliðinn,
sem bar upp á laugardag, voru
nákvæmlega sex ár liðin frá and-
láti síra Hákonar Loptssonar;
hann lézt úti í New York árið 1977,
hafði brugðið sér til Ameríku í
þeim erindagjörðum að heim-
sækja gamla háskólann sinn í
Baltimore, þar sem hann hafði
numið sína kaþólsku guðfræði og
búið sig undir ævistarf sitt.
Þegar dauða hans bar að, voru
liðin þrjátíu ár frá prestvígslu
hans. Heilsu hans var alvarlega
farið að hraka, þá hann réðst í
þessa för, sem farin var til þess
eins að halda upp á þetta stóraf-
mæli hans í þjónustu hinnar al-
mennu heilögu kirkju. Gott ef ekki
að nokkrir vina hans reyndu að
letja hann fararinnar, en síra Há-
kon var alla tíð maður ákvörðunar
og án alls undandrags einkum á
lífssviði andlegra verðmæta, sem í
þessu tilviki var fyrst og fremst
trúin og hollusta hans við kirkj-
una. I augum hans var guð og
kirkja eitt og hið sama — eins og
eðlilegt er — og kirkjan ekkert
lamb að leika sér við eins og kaþ-
ólskir menn segja stundum sín á
milli.
Oftlega er sagt, að nálega öllu í
þessu lífi sé stjórnað. Síra Hákon
var burt kvaddur úr þessum heimi
af þeim, sem öllu ræður, 30. apríl
1977 eins og áður segir, en sá dag-
ur er merkilegur í sögu róm-
versk-kaþólsku kirkjunnar eins og
ýmsir aðrir dagar í almanakinu —
hann er helgaður tveim dýrling-
um: Katrínu af Siena, sem var
uppi á 14. öld og lyfti Grettistaki í
trúar- og stjórnmálalífi heima-
lands síns, Ítalíu, og fékk því áork-
að að páfinn sneri aftur heim til
Rómar frá Avignon í Frakklandi;
og ennfremur er þessi dagur, 30.
apríl, helgaður Piusi páfa fimmta;
hann var uppi á 16. öld og við hann
er kennt messuformið gamla frá
1570, sem hélzt óslitið og óbreytt
til 1%9. Það var einmitt messu-
form, sem lét síra Hákoni vel og
samhæfðist honum — hann var
kaþólskur prestur í gamal-form-
stíl og leit á kaþólska kirkju- og
messusiði á svipaðan hátt og fag-
urkeri og tónlistarstjórnandi á
hlutverk sitt, enda leng3t af seri-
moníumeistari í Landakoti, þá
hann þjónaði þar sem prestur —
eins síðar þegar hann þjónaði úti á
landi og var á ferð í Reykjavík.
Hans var þörf þar á sama hátt og
kaþólska kirkjan þarfnaðist hans,
þá hún tók sér bólfestu á ný i
gamla Hólastipti — andinn þaðan
hefur alltaf lifað með þjóðinni í
minningu um síðasta biskupinn
þar, Herra Jón Arason.
Síra Hákon Loptsson þjónaði
kaþólskum mönnum á Norður-
landi frá árinu 1952 til ársins
1966, með búsetu á Akureyri að
Eyrarlandsvegi 26 á Syðri-Brekk-
unni steinsnar frá Menntaskólan-
um. Hann bjó smekklega um sig
og skapaði stemmningu i þessu
rismikla húsi eins og margir
muna. Kenndi hann flest öll ár sin
á Akureyri við M.A; einkum latínu
og ensku, og var vel þokkaður af
öllum, sem kynntust honum. Hann
var gæddur ósvikinni kimnikennd
og gleðiblær fylgdi honum, hvar
sem hann fór. Hann var örnæmur
á fólk og aðstæður og fljótur að
skilja, en seintekinn til að dæma
— það var aðal hans sem sálusorg-
ara og andlegs leiðsögumanns.
Sjálfur var hann viðkvæmari sál
með meiri sveiflur í geðslagi og
lífshvöt en títt er um þorra manna
og mikil félagsvera og vinur vina
sinna — sýndi þeim slíka rækt, að
aldrei gleymist. Hins vegar var
hann hreinskiptinn og gerði kröf-
ur til ákveðins lífsstíls — lágkúra
eða hópmcnnska var honum ekki
að skapi. Hugsunarháttur hans
var að því leyti gamaldags í sam-
ræmi við hefðir og elztu siðvenjur
kirkjunnar aftan úr öldum, sem
fela í sér ákveðna lotningu fyrir
glæsileik, enda þótt innsti kjarn-
inn eða það, sem skiptir máli, sé
einfaldleikinn. Hann var fastheld-
inn maður, en jafnframt opinn
fyrir jákvæðum nýjungum —
hann gat aldrei staðnað í einu eða
neinu — í honum var slík kvika og
hann var allt of menntaður til
Kaþólski presturinn á Akureyri fyrir framan styttuna af Jóni Arasyni á
Munkaþverá. (Ljósm.: st Sig.)
þess að slíkt gæti gerzt í lífi hans
og hugsun.
Alla sína prestskapartíð varð
síra Hákoni tíðförult inn að
Munkaþverá í Eyjafirði, en þar
var áður klaustur eins og margir
vita og Maríukirkja. Hann batt
ástfóstri við þennan gamla stað.
Þar í klaustrinu lærði Jón Arason
biskup til prests hjá frænda sínum
og í minningu um það hefur verið
reist stytta af ástmegi Norðlend-
inga og þá vitaskuld þjóðarinnar
allrar í lundinum fyrir framan
bæinn á Munkaþverá, en þar mun
klaustrið hafa staðið.
Saga hermir, að áður en síra
Hákon dó hefði hann gefið fyrir-
mæli um það, að jarðneskar leifar
hans skyldu hverfa til moldar á
þessum helga stað, Munkaþverá.
Honum varð að ósk sinni — því að
þar hvílir hann í friði. Hafði lát-
laus athöfn farið fram við útför
hans þar vorið 1977 stuttu eftir að
hann dó. Núverandi biskup lúth-
ersku kirkjunnar á íslandi, Pétur
Sigurgeirsson, sem þá þjónaði Ak-
ureyrarprestakalli, og síra Hákon
voru bekkjarbræður og miklir
mátar og þeir höfðu auk þess verið
samkennarar við Menntaskólann
á tímabili. Höfðu þeir gert með sér
óskráðan samning þess eðlis, að
það mundi falla í hlut síra Péturs
að lesa yfir moldum síra Hákonar
og þá hvergi annars staðar en á
Munkaþverá, ef sá síðarnefndi
yrði fyrri til þess að hverfa úr
þessum heimi. Og það fór líka á þá
leið með samþykki og vilja þeirra
vinanna beggja. Hafði athöfn sú
verið bæði hljóð og fögur. Síra
Bjartmar Kristjánsson, sóknar-
prestur að Laugalandi, sem þjónar
Munkaþverá, var síra Pétri til að-
stoðar við útförina. Á gröf síra
Hákonar er einfaldur legsteinn og
er hvílustaður valinn rétt við aust-
urgafl Maríukirkjunnar.
JUNCKERS
INDUSTRIER A/s
í samvinnu við Egil Á rnason hf, Timburverslunina
Völund hf. og Húsasmiðjuna hf, býður til kynningar-
fundar á Junckers parketi, borðplötum og lökkum í
húsakynnum Byggingarþjónustunnar, Hallveigarstíg
1, Reykjavik, föstudaginn 13. maí 1983 kl. 17.00. Full-
trúi Junckers Industrier A.A., Lars Olsen, kynnir
framleiðslu fyrirtækisins á massívu parketi og borð-
plötum svo og hinum ýmsu lakkgerðum fyrir gólf og
innréttingar og svarar fyrirspurnum, semfram kunna
að koma.
Vonast er eftir þátttöku semflesira áhugamanna um
gólfefni.
EGILL ÁRNASON H.F.
HÚSASMIÐJAN HP.
Timburverzlunin
Volundur hf.
Frá aðalfundi Sparisjóðs Kópavogs 9. aprfl 1983.
Aðalfundur Spari-
sjóðs Kópavogs
Árangursríkasta ár í sögu Sparisjóðsins
Útibú opnað í austurbæ, að Engihjalla 8
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi fréttatilkynning:
Aðalfundur Sparisjóðs Kópa-
vogs var haldinn laugardaginn 9.
apríl sl. í félagsheimili Kópavogs.
Formaður stjórnar, ólafur St. Sig-
urðsson héraðsdómari, flutti
skýrslu um starfsemina á liðnu ári
og Jósafat J. Líndal sparisjóðs-
stjóri lagði fram og skýrði reikn-
inga sjóðsins.
I upphafi máls síns rakti stjórn-
arformaður það sem hæst bar í
starfseminni árið 1982, en umsvif
sparisjóðsins jukust jafnt og þétt
og öll starfsemin efldist mjög
mikið. Verður að telja síðastliðið
ár eitt hið allra besta í 27 ára sögu
sparisjóðsins, en hann er greini-
lega í mikilli og stöðugri sókn.
Aukning innstæðna var 57% og
námu þær i árslok samtals 104
milljónum króna. Bundnar inn-
stæður í Seðlabanka námu 28,7
milljónum. Útlán voru alls 72,3
milljónir og höfðu aukist um 61%.
Bókfærður hagnaður ársins var
kr. 1,7 milljónir, afskriftir 374 þús.
kr. og gjaldfærsla vegna verðlags-
breytinga var 1,6 milljón. Skattur
til ríkissjóðs samkvæmt lögum nr.
65/1982 nam 659 þús. Eigið fé
sparisjóðsins jókst um 4,9 milljón-
ir, sem er liðlega 80% aukning. Er
það nú 11 milljónir, en það er
10,5% af heildarinnÍ8tæðum.
Lausafjárstaða sjóðsins var
bærileg lengstum á árinu.
Unnið var að því að setja á stofn
útibú í austurbæ Kópavogs. Útibú-
ið var opnað hinn 18. mars sl. Er
það til húsa í verslunar- og þjón-
ustumiðstöðinni að Engihjalla 8
(Kaupgarðshúsinu), en sparisjóð-