Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 Lesendaþjénusta Morgiinblaðsins: Spurt og svarað um garðyrkju Haflídi JóiuMon, gutyrkjutjóri R«;kj*TÍkurbor(ar, hefur tekió aó sér aó arara apurnin(uni ksenda Morgnnblaónns um (arójrkju. Þau reróa gíóan birt eftir þri sem spurnin(ar berasL Lesendur (eta lagt spurningar fjrrir Haflióa, jafnt um rrktun matjurta sem trjárarkt of blómarekL Tekió er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morfun- blaósins í síma 10100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til fbstudaga. Hafliói Jónsson er landsþekktur garóyrkjufrömuóur og hefur haft yfirumsjón meó öllum ræktunarmálum borgarinnar i naer þrjá áratugi. Hugum að grænmetisrækt Hafliði Jónsson gardyrkjustjóri svarar spurningum lesenda Mikið skortir á að við ræktum og neytum grænmetis í líkingu við það sem almennt mun vera hjá öðrum þjóðum. Ennþá eimir eftir af þeirri skoðun hjá mörg- um sem frægt er frá tíð hjúanna í Sauðlauksdal árið 1750 hjá séra Birni Halldórssyni, er settu það skilyrði fyrir vistráðningu, að þau þyrftu ekki að éta gras eins og búpeningur, en séra Björn var, eins og alþjóð veit, frum- kvöðull að ræktun matjurta hér á landi. Mér finnst full ástæða til þess að vekja máls á þessu nú, með því að margur mætti hyggja að því á þessu vori, að gera nú breytingar á hugarfari varðandi neyslu grænmetis og rækta í garðinum sínum eitt og annað matarkyns. Trjá- og runnabeð þurfa ekki að vera ónotuð opin moldarbeð undir laufguðum greinum. Þar hentar viða vel til ræktunar, t.d. á gulrótum, salati, spínati, graslauk og fleiri krydd- jurtum og í matjurtagarðinum sem helst ætti að vera til staðar á hverri húsalóð má með ágæt- um árangri rækta fjölmargar káltegundir sem hér sjást á fáum matborðum. Ég nefni þar t.d. rósakál, blöðrukál, kínakál, spergilkál og rauðkál. Fátt eitt er þó nefnt af öllum þeim teg- undum grænmetis, sem hér má rækta með góðu móti, ef rétt er að farið. Ef marka má allar þær leið- beiningar sem blöðin gefa fólki um leiðir sem vel hafa reynst gegn offitu, þá er vissulega ástæða til að huga nú að því þessa vordaga, hvort besta ráðið sé ekki einmitt það, að rækta sem mest af því fóðri sem líkam- inn þarfnast, og gera grænmeti að uppistöðu hverrar máltíðar, minnka allt fisk- og kjötát og hafa aðeins til bragðauka með grænmetinu sem við ræktum sjálf. Hugleiðum það í fullri al- vöru, hvort garðurinn okkar geti ekki verið ennþá skemmtilegri ef við hagnýtum þar alla mögu- leika til ræktunar matjurta, jafnhliða blómjurtum, trjám og runnum. Áreiðanlega kæmumst við fljótt upp á lag með að meta það grænmeti sem við ræktum sjálf til jafns við það, sem við kaupum nú oft dýru verði í versl- unum fyrir erlendan gjaldeyri, niðursoðið í dósir eða hraðfryst í plastpokum. Ennþá er nægur tími til stefnu að sá til fjöl- margra grænmetistegunda, sem hægt er að fá uppskeru af, nú á þessu sumri. I. Ranabjöllur, sniglafar- aldur og reyniáta Svavar Guðmundsson, Birki- hvammi 14, spyr: 1. Hvaða skaða valda ranabjöllur á gróðri og hvaða ráð er gegn þeim? 2. Hvernig er best að mæta snigla- faraldri (eitur margreynt en hefur reynst gagnslítið)? 3 Brúnir, mjúkir blettir í gull- regni, sem líkjast reyniátu. Hvað er til ráða? Svar við spurningu l:Rana- bjalla veldur sjaldan verulegum skaða á gróðri en getur þó orðið afar hvimleið sé mikið af henni. Einkum sækir hún í blómkrónur sem komið er eitthvert rot í, eða eru farnar að sölna. Helsta ráðið til varnar er að blanda skordýraeitri saman við hveitiklíð og örlitlu af sírópi eða öðrum sætum vökva, koma síðan þessu klíði fyrir í gróðurbeðinu og hvolfa yfir glösum, diskum eða öðrum ílátum sem forða því að fuglar komist í þetta eitraða æti, sem lagt er út fyrir maur- inn. Svar við spurningu 2: Ef þau eiturefni sem seld eru gegn sniglafaraldrinum gagna lltið, væri rétt að reyna gamla og góða ráðið, sem eitt var til bjargar áður en eiturhernaðurinn kom til sögunnar, en það var að taka einhverja prjónaflík eða gamlan poka ofinn úr hampi, rennbleyta að kvöldi og leggja út þar sem skaðvaldarnir eru á ferð á nótt- unni. Að morgni næsta dags er svo aðgætt hvað loðir neðan í ábreiðunni og trúlega er það dágóð veiði sem rétt er að koma fyrir kattarnef, t.d. í plastpoka sem rækilega hefur verið bundið fyrir, svo að „bitvargurinn" sleppi ekki á ný í gróðurreitinn. Svar við spurningu 3: Það er dá- lítið erfitt að gera sér grein fyrir hvað þarna er um að ræða. Sennilega er einhver sveppur á ferðinni og sjálfsagt að nema grein af og fara með hana í könnun til sérfræðinga í jurta- sjúkdómum á Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins á Keldna- holti. II. Stoðir við tré Herborg Halldórsdóttir, Faxa- túni 19, Garðabæ, spyr: Hvenær ætla borgaryfírvöld að hlúa betur að þeim plöntum sem plantað er á þeirra vegum og um leið að sýna borgarbúum hvern- ig standa á að plöntun? Ég held að plönturnar þurfí betra vega- nesti, að stuðningur við þær þurfí að vera fyrir veðrum úr öll- um áttum. Svar: Það gleður mig að heyra um áhuga fyrir gróðri hér í höf- uðborginni og vitanlega er aldrei nógu vel búið eða hlúð að þeim trjágróðri sem nánast er settur á guð og gaddinn úti á víðavangi. Þó hygg ég að við gróðursetn- ingu sé þess jafnan gætt að setja sæmilegt magn af áburði með plöntunum en þess ber þó að gæta að oftast eru viðvaningar við gróðusetningu og iðulega er gróðursett í lítið eða ekkert unn- inn jarðveg. Það væri vissulega æskilegt, ef við gætum gróður- sett stærri og þroskaðri plöntur en við neyðumst nú til að gera, en því miður er þess lítill kostur, vegna þess hvað kostnaður við það er mikill. Stuðningur við trjágróður er afar þýðingarmikill og á hverju ári eru ætíð gerðar tilraunir með slíkt, þrátt fyrir verulegan kostnað, en því miður hefur reynslan orðið sú, að á þessar stoðir hefur nær undantekn- ingarlaust verið ráðist og þá ekki látið nægja að brjóta stoð- irnar heldur einnig þau tré sem þær áttu að styðja í stormum vetrarins. Það er því miður langt í land hjá mörgum að hafa ánægju og tilfinningar fyrir gróðri. III. Arfi í sáðflöt Hjörtur Gíslason, Skólavörðu- stíg 24, spyr: Þegar sáó er í grasflöt vill koma upp mikill arfí með grasinu. Fylgir þetta fræinu eða hvað er til ráða? Ég vil helst ekki þurfa að nota eiturefni ef hægt er að komast hjá því. Svar: Sé það ekki látið dragast of lengi að sá í flöt eftir að hún hefur verið undirbúin til að sá í, er lítil hætta á að illgresisfræ sem leynast í moldinni nái yfir- höndinni, en ef svo verður, er besta ráðið að ganga sem fyrst á völlinn og slá niður arfann og fjarlægja af flötinni. Láta hann alls ekki vaxa nægilega til að fella fræ. Grasið nær fljótlega að sigra í samkeppninni við arfann. Grasfræ sem hér er selt er um 95% hreint, og öruggt að því fylgir ekki illgresi. IV. Ræktun í ólestri Kristín Þórisdóttir, Brekkuseli 2, spyr: Hvað er til ráða við grasflöt, sem ekkert virðist ætla að spretta á? Svar: Eina ráðið er að bera nægilega vel á. Allt bendir til að lítið hafi verið vandað til rækt- unar í upphafi, en með góðum Finnsk húsgögn njóta æ meiri vinsælda á íslandi — segir forstjóri útflutningssambands finnskra húsgagnaframleiðenda, Ritva Rissanen Safír-sófasett með leðuráklæði. Framleiðandi er Sotka-verksmiðjan í Lathi. „STÓR hluti útflutnings okkar til annarra landa fer í stærri, og þá oft í opinberar byggingar og skóla,“ sagði Ritva Rissanen, forstjóri útflutnings- sambands fínnskra húsgagnafram- leiðenda, er blm. heimsótti hana til að fræðast um þennan útflutning. Finnsk húsgögn hafa um langt skeið verið mjög vinsæl á íslandi og rómuð fyrir formfegurð, gæði og endingu. Húsgagnaútflutningur Finna til íslands tók geysilega mik- inn kipp árið 1979. Jókst hann þá um tæp 300% I krónutölu. Árið eftir var aukningin 19,4%, 81% 1981 en í fyrra var aukningin aðeins rétt rúm 3%. Húsgagnaiðnaöurinn í Finn- Iandi er býsna stór um sig. Fram- leiðendur húsgagna eru um 350 talsins og um eða yfir 16.000 manns starfa við þessa atvinnu- grein. Framleiðsluverðmæti árið 1981 nam 2,1 milljarði finnskra marka, eða um 8 milljörðum ís- lenskra króna. Nærri lætur að finnsk húsgögn séu um 1% af út- flutningsverðmætum Finna ár hvert. Stærstu kaupendur finnskra húsgagna eru Sovétríkin. Tæpur þriðjungur allra útfluttra hús- gagna fer þangað. Svíar kaupa einnig mjög mikið, eða 24,2% af heildarútflutningi í fyrra. V-Þjóð- verjar koma þar á eftir með 13,3% og síðan Norðmenn, Líbýumenn og Bretar í þessari röð. Útflutningur finnskra húsgagna hefur aukist hraðar en útflutning- ur flestra annarra finnskra vöru- tegunda á undanförnum árum. Finnar framleiða reiðinnar býsn húsgagna, en aðeins um 70% eru til eigin nota. Árið 1981 fluttu Finnar 31% allrar húsgagnafram- Ieiðslu úr landinu. Og í fyrra var heildarverðmæti útflutningsins um 700 milljónir finnskra marka. Þótt Finnar séu sjálfum sér nógir að mestu leyti á þessu sviði, sem og svo mörgum öðrum, flytja þeir einnig húsgögn inn til lands- ins. í fyrra nam húsgagnainn- flutningurinn sem svarar 700 milljónum íslenskra króna. Svo virðist, sem húsgögn al- mennt séð, eigi mun greiðari leið að mörkuðum erlendis en margir aðrir vöruflokkar. Sem dæmi má nefna, að hlutfall útflutnings í sænskri húsgagnaframleiðslu var 1980 47%, en innflutningurinn að- eins um 15% af heildarsölu hús- gagna í landinu. Sambærilegar tölur frá Noregi voru 15,6% (út- flutningur) og 32,4% (innflutning- ur). Að sögn Ritva Rissanen eru furu- og birkihúsgögn þau vin- sælustu á markaðnum, en askur og beyki eru einnig talsvert notuð til húsgagnaframleiðslu. Hún lag- ði áherslu á, að ekki mætti gleyma þeirri staðreynd, að finnskur hús- gagnaiðnaður ætti við harða keppinauta að etja, þar sem væru Danir, Norðmenn og sér í lagi Sví- ar. Ekki væri þó um neitt annað aö ræða en mæta samkeppninni því Finnar væru hlynntir frjálsu markaðskerfi á þessum vígstöðv- um sem og öðrum. „Eðlilega viljum við auka mark- aðshlutdeild á íslandi svo mikið sem kostur er. Þróunin hefur verið jákvæð undanfarin ár og mér hef- ur skilist, að finnsk húsgögn njóti æ meiri vinsælda og virðingar hjá almenningi. Á meðan þróunin er þannig getum við ekki kvartað," sagði Rissanen í lokin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.