Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983 59 Nokkrir ráðstefnugesta. Hópvinna. orð Bernharðs frá deginum áður að „if you educate á man, you educate a man. If you educate a woman you educate a nation" — eða í lauslegri þýðingu: „Ef þú menntar mann, menntar þú mann, ef þú menntar konu, menntar þú þjóð.“ Sagði hún að þessi orð segðu meira en langar ræður eða fyrirlestrar. Þau hjónin dvöldu þarna í þrjú ár og sögðu þau að vera þeirra þar hefði gerbreytt öllu þeirra lífs- og gæðamati. Almenn ánægja með árangurinn Á milli erindanna var unnið í hópum um hin ýmsu málefni t.d. hvort þróunarhjálp ætti rétt á sér, berum við (þ.e. hvíti maðurinn) á margan hátt ábyrgð á ástandinu í þriðja heiminum í dag, menning- arsamskipti o.fl. Þegar ráðstefnunni lauk síðan á sunnudeginum 20. mars, voru hóp- umræður og reifuðu fulltrúar hóp- anna þar þær hugmyndir og skoð- anir sem komið höfðu fram hjá þátttakendum. Þátttakendur voru almennt á því að ráðstefnan hefði heppnast mjög vel og mörgum spurningum verið svarað, en einnig að margar spurningar hefðu vaknað um líf okkar í heiminum í dag og ábyrgð okkar gagnvart öðrum íbúum jarðarinnar. Framtíð mannkynsins í veði Björn Friðfinnsson iögfræðingur hjá Reykjavíkurborg er fulltrúi Rauða krossins við flóttamannastarf samtakanna og situr einnig í stjórn Þróunarsamvinnustofnunar íslands (ÞSSÍ). Fyrsta spurningin sem við lögð- um fyrir Björn var sú hve miklu íslendingar verðu til þróunarað- stoðar á ári hverju? „Skiiningur hefur sem betur fer aukist á síðustu árum og árið 1982 nam fjárveiting íslands til þróun- arríkja 0,065% af þjóðarfram- leiðslu en það er samt langt frá því 1% marki sem SÞ (og þar með fslendingar) hafa samþykkt að sé æskileg tala. Nauðsynlegt er á næstu árum að auka þetta enn meira þannig að framlag hins opinbera nemi 0,7% þjóðarfram- leiðslunnar jafnhliða því sem frjáls framlög almennings þ.e. einstaklinga fyrirtækja og sam- taka verði 0,3% eða aðstoðin sam- talsl% af þjóðarframleiðslu." ÞSSÍ leitar eftir samvinnu — Hvert er hlutverk ÞSSf og hvar eru verkefni á hennar veg- um? „ÞSSÍ var stofnuð samkvæmt lögum frá Alþingi 1981 en tók þá við verkefnum frá aðstoð íslands við þróunarlöndin. Þau verkefni sem stofnunin stendur nú að, eru a) samnorrænt verkefni í Kenýa, Tanzaníu og Mósambik, b) fisk- veiðiverkefni í Kenýa sem nú reyndar er nýlokið og c) stærsta einstaka verkefnið er aðstoð við Cobo Verde-eyjar á sviði fiskveiða og er í ráði að því verði haldið áfram til 1985. Þar sem stofnunin er ung að árum er starfið ekki al- veg komið í fullmótaðar skorður. Það er m.a. stefna stjórnar ÞSSÍ að semja við hin ýmsu frjálsu fé- lagasamtök hér á landi sem starfa að málefnum þriðja heimsins um framkvæmd ýmissa verkefna. Það er von okkar að með því fáist sem mest út úr þeim pening- um sem íslendingar verja til þróunarhjálpar. Einnig er það á stefnuskránni að standa að fræðslu um þróunarlöndin og þá í samvinnu við hin ýmsu samtök er áhuga hafa á málinu, og við menn sem fæddir eru í viðkomandi landi en búa nú hér á landi. Þar má nefna fólk frá t.d. Víetnam, Thai- landi, Indónesíu o.fl. sem leita má til um kynningu á matargerð, landsháttum, menningu og mörgu fleiru. „A ég að gæta bróður míns?“ — Nú varst þú alla helgina á ráðstefnu AFS. Hvernig fannst þér hún heppnast? „Ég var mjög ánægður með hana og sé alls ekki eftir þeim tíma sem fór í þetta. Svona um- ræður skapa skilning manna á millum um vandamál þróunar- ríkja. Ég lagði áherslu á í ræðu minni að þessi misskipting gæða jarðarinnar gæti ekki gengið mik- ið lengur. Það er spurning um líf og dauða í náinni framtíð að koma á réttlátari skipan mála í heimin- um. Spurningin: „Á ég að gæta bróður míns“, á hér alls ekki við og er nánast fjarstæða. Við öll, hvort sem við búum á íslandi eða í Kenýa, erum íbúar sömu plánet- unnar. Á henni eru takmarkaðar uppsprettur lífríkis, nytsamra jarðefna og orku og vandamál vegna fjölgunar mannkynsins koma til viðbótar óleystum vanda, sem einn sér ógnar tilveru allra jarðarbúa. Þar er um að ræða mis- skiptingu lífsgæða milli einstakl- inga og þjóða — milli ríkja og heimshluta. En forsendan fyrir því að eitthvað verði að gert er að al- mennur skilningur aukist og al- menningur í landinu styðji þessa viðleitni sem er, þegar fram líða stundir, öllum í hag. Ef ekkert verður að gert mun misréttið enn aukast og baráttan um stöðugt takmarkaðri lífsgæði mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir okkur öll og afkomendur okkar. Brandt Sólveig Karvelsdóttir er fram- kvæmdastjóri AFS á íslandi og bar hita og þunga af skipulagn- ingu ráðstefnunnar í ölfusborg- urn. Við spurðum Sólveigu fyrst að því hvaða samtök AFS séu og á hvaða grundvelli þau starfi. „AFS eru samtök, óháð stjórn- málum og trúarbrögðum, sem starfa undir kjörorðinu „alþjóðleg fræðsla og samskipti". Markmiðið er að upplýsa fólk, minnka menn- ingarfordóma og auka tengsl þjóða á milli til þess að stuðla að friði og jafnrétti í heiminum. Þetta reynir AFS að gera með nemendaskiptum og ráðstefnu- haldi.“ Hvers vegna fór AFS út í það að halda slíka ráðstefnu? „Norður-Suður hefur verið ofarlega á baugi á alþjóðavett- vangi, sérstaklega eftir útkomu Brandt-skýrslunnar svonefndu um samskipti iðn- og þróunarríkja. Skýrslan er kennd við Willy Brandt fyrrum kansiara V-Þýska- lands en hann var formaður nefndar sem kannaði þessi mál. Við höfðum áhuga á því að fræða félagsmenn okkar og aðra sem áhuga hafa á þessu málefni um þær hugmyndir sem uppi eru um þetta mál.“ skýrslan var kveikjan „Þróunarhjálp er vandasamt verkefni“ Hve margir sátu ráðstefnuna og hvernig fannst þér hún heppnast? „I heild voru það yfir 40 manns með fyrirlesurunum og ég held að flestir hafi verið mjög ánægðir með þessa helgi. Því miður forföll- uðust tveir fyrirlesarar af óvið- ráðanlegum orsökum en við slíku má alltaf búast. Eftir þessa ráðstefnu geri ég mér enn betur grein fyrir því hve gífurlega stórt þetta vandamál er og hve mikilvægt það er fyrir alla jarðarbúa að það verði leyst. En þessi umræða sýndi einnig hve flókið og vandasamt verkefni þróunaraðstoð er. Það verður að þræða hinn gullna meðalveg í þessu eins og öðru. Ekki er öll að- stoð heppileg og það þýðir lítið að senda t.d. heilu verksmiðjurnar til Afríku þegar enginn kann á vél- arnar. Bernharður kom með gott dæmi um fullkomna sögunarverk- smiðju sem Norðmenn gáfu til Afríku. Þegar svertingjarnir byrj- uðu að vinna með allar þessar full- komnu vélar endaði það auðvitað með að margir misstu fingur eða hreinlega handlegg þannig að þeir flúðu í burtu og sögðu að það væru Sólveig Karvelsdóttir illir andar í vélunum. Þessi dýra verksmiðja stóð síðan ónotuð og drabbaðist niður engum til gagns. íslenskir kennarar til Ghana? Nú er AFS með nýtt prógramm í huga sem tengist þróunarhjálp? Geturðu sagt okkur frá því? „Upphafið var það að AFS í Evrópu barst beiðni frá AFS í Ghana um aðstoð vegna kennara- skorts í landinu. Eins og flestir vita býr Ghana við mikla erfið- leika um þessar mundir sem juk- ust enn þegar Nígeríumenn vísuðu þúsundum Ghanamanna úr landi. Á síðustu árum hafa Ghanamenn misst mikið af menntafólki úr landi og búa nú við mikinn kenn- araskort. Við ætluðum að reyna að styðja þá með því að senda tvo kennara héðan næsta haust til Ghana. AFS hefur ekki bolmagn til að greiða þeim laun í þennan tíma og við sóttum því um til menntamálaráðuneytisins að þeir kennarar sem færu myndu halda launum sínum þennan tíma. AFS var bjartsýnt á að þetta myndi ganga, því að kennarar eiga rétt á þessu eftir vissan starfs- tíma, og við töldum að við yrðum ekki eftirbátar annarra Evrópu- þjóða sem ekki ætla að bregðast Ghanamönnum í neyð þeirra. Undirstaðan undir allar framfarir er jú menntun og þetta eru fyrir- byggjandi aðgerðir sem við erum að stefna að þarna." „Við höfum ekki gefíst upp“ „En nú fyrir skömmu kom svar menntamálaráðuneytisins og var það neikvætt. Þetta eru geysileg vonbrigði fyrir okkur öll því við töldum að ef raunverulegur áhugi hefði verið fyrir þessu hjá ráða- mönnum hefði verið hægt að koma þessu í kring. Þetta eru einnig vonbrigði því að þegar rætt er um þessi mál, þ.e. aðstoð við þróunarlönd, eru allir af vilja gerðir en þegar á reynir eru efndirnar ekki eins miklar. Við sóttum t.d. um styrk til ÞSSÍ en þeir segjast ekki geta stutt þetta verkefni vegna fjárskorts. Það er sorglegt að þegar kemur tækifæri upp í hendurnar á okkur að sýna það í verki að við höfum raunverulegan áhuga á því að að- stoða þróunarland á fyrirbyggj- andi hátt þurfum við að leggja upp laupana. Við höfum nú samt ekki gefist upp ennþá í þessu máli og erum að þreifa fyrir okkur og vonumst eft- ir stuðningi einhvers staðar frá þannig að næsta haust verði tveir íslenskir kennarar komiiir til starfa í Ghana." Við þökkum Sólveigu fyrir spjallið og vonum að þetta dæmi eigi eftir að ganga upp þannig að við íslendingar getum lagt okkar af mörkum til aðstoðar við Ghanamenn í neyð þeirra. Andrés Pétursson var skiptinemi á regum AFS í Sriss 1979 og hetur tekið nokkur ridtöl sem hafa birst hér í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.