Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 1983
Reyndi að
syngja
yfir hæsina
Rætt við Elínu Ósk Óskarsdóttur sem varð
í öðru sæti í söngkeppni sjónvarpsins
MorsunblaðiA/ KOE
Elín Ósk Óskaradóttir í attngtíma hjá kennara sínum, Þurfói Pílsdóttur.
„Ég er mjög ánægð meó að
hafa náð öðru sætinu. Ég gerði
mér engar vonir, sérstaklega
vegna þess að ég var ansi slæm
af kvefi. Var hreinlega með
flensuna. En ég reyndi eftir
megni að syngja yfir hæsina,
eins og sagt er á söngmáli, það
er að segja mynda tóninn eins
framarlega og ég gat. Og það
tókst vonum framar," sagði Élín
Ósk Óskarsdóttir, 21 árs gömul
söngkona, en hún varð í öðm
sæti í söngkeppni sjónvarpsins á
laugardagskvöldið, og munaði
aðeins einu stigi á henni og sig-
urvegaranum, Sigríði Gröndal.
Hlaut Sigríður Gröndal 10 stig,
en Elín Osk 11 stig. f þriðja sæti
varð Júlíus Vífill Ingvarsson
með 18 stig.
— Þú varst yngsti söngvar-
inn í keppninni Elín, aðeins 21
árs gömul. Hvað hefurðu lært
söng lengi?
„í fjögur ár. Þetta er fjórði
veturinn minn í Söngskólanum
í Reykjavík og væntanlega tek
ég lokapróf þaðan í vor. Kenn-
ari minn hefur alltaf verið
Þuríður Pálsdóttir. En 1 raun-
inni hef ég alla tíð, frá því ég
fyrst man eftir mér, haft
brennandi áhuga á söng og
tónlist og söng svolítið í kór
áður en ég byrjaði í Söngskól-
anum.“
— Hvernig fannst þér að
taka þátt í þessari keppni?
„Fyrst og fremst skemmti-
legt. Þetta var algerlega ný
reynsla fyrir mig, bæði keppn-
in og sjónvarpsvélarnar, en
mér fannst hvorugt óþægilegt.
Ég gleymdi sjónvarpsvélunum
bókstaflega, ég ímyndaði mér
að ég væri að syngja á tónleik-
um og beindi athyglinni að
fólkinu í salnum. Ég er svo
heppin að vera yfirleitt aldrei
„nervös" þegar ég syng fyrir
fólk. Svolítið spennt, en það er
öðruvísi, og það kemur oft
fyrir að mér tekst betur upp
þegar ég er að syngja fyrir
áheyrendur en á æfingu.
— Fjórir dómaranna skip-
uðu þér í fyrsta eða annað sæt-
ið en einn í fimmta. Hvað
finnst þér um það?
„Fyrir mína parta þá fannst
mér talan fimm koma dálítið
skringilega út. Og ég veit að
það finnst fleirum."
— Hvernig fannst þér hinir
keppendurnir standa sig.
Gerðu allir sitt besta?
„Ég held að margir hefðu
geta gert betur. Einn annar
keppandi var líka kvefaður og
sumir voru nokkuð „nervösir",
sem háði þeim talsvert."
— Heldurðu að það hafi
skipt máli í hvaða röð menn
sungu?
„Sumir segja að það sé vont
að ríða á vaðið og enda. En
fyrir mína parta er mér nokk
sama. Ég var til dæmis síðust i
aríunni og fannst það allt í
lagi. En ég gæti trúað því að
það sé ekki gott að byrja.
Annars ríkti enginn keppn-
ismórall hjá okkur, við reynd-
um að stappa í hvert annað
stálinu eftir bestu getu. Við
vorum þarna í þeim tilgangi að
reyna að gera okkar besta en
ekki að keppa hvert við ann-
að.“
— Hvað er framundan hjá
þér Elín, söngur og aftur söng-
ur?
„Það kemst ekkert annað að
hjá mér en söngur, og svo auð-
vitað lífsbaráttan. Næsta
verkefni á dagskrá hjá mér er
að huga að sumarvinnu, en sfð-
an fer maður að velta fyrir sér
áframhaldandi söngnámi.“
BRIDGESTONE
LítiS dýrari en
sóluð dekk, en
miklu endingar-
betri...
og gleymum heldur
ekki örygginu!
Nú fást bæSi Bridgestone radial og diag-
onal hjólbarSar hjá hjólbarðasölum um
land allt.
bridgestone á íslandi
BÍLABORG HR
Smiöshöföa 23, sími 812 99
Möguleikar
á að sjá hala-
stjörnu
næstu daga
í DAG og næstu daga eru líkur i því
að íslendingar geti séð halastjörnu,
sem nú nálgast jörð i norðurhveli
jarðar. Næst jörðu verður hún í dag
eða í um 5 milljón kflómetra fjar-
lægð og ætti að sjist bezt um miðja
nótt og þi hitt i himni í austuritt
Að sögn Þorsteins Sæmunds-
sonar, stjarnfræðings, er talið að
hún verði álíka björt og Pólstjárn-
an og nái yfir um 2 gráður af
himni. Sagði hann erfitt, að segja
til um hve vel hún sæist, það færi
eftir styrkleika hennar og birtu-
skilyrðum hér. Sagðist hann hafa
séð hana á föstudaginn og væri
hún þokukennd og án skýrra út-
lína. Þá sagði Þorsteinn, að óal-
gengt væri halastjörnur kæmu svo
nærri jörðinni.
Sjónvarpið:
6 sækja
um stöðu
fréttamanns
Á FUNDI útvarpsriðs í gær voru
lögð fram nöfn umsækjenda um
stöðu fréttamanns hji Sjónvarpinu.
Var staðan auglýst til afleysinga í
tvö ir. Alls sóttu 6 um stöðuna.
Umsækjendur eru Einar Sig-
urðsson, Gunnar Eyþórsson, Guð-
mundur Sæmundsson, Sigvaldi
Júlíusson og Steinar V. Árnason.
Einn umsækjenda óskaði nafn-
leyndar.
25% hækkun
hjá Pósti
& síma
PÚST- og símamilastofnunin hefur
fengið beimild til 25% gjaldskrir-
hækkunar, eins og skýrt hefur verið
fri í Mbl., og gildír ný gjaldskri
fyrir símaþjónustuna fri 11. maí, en
fyrir póstþjónustu fri 1. júní nk.
Helztu breytingar á símgjöldum
verða, að stofngjald hækkar úr
2.386 krónum í 2.982 krónur. Við
þessar upphæðir bætist söluskatt-
ur, þannig að stofngjaldið verður
3.683 krónur. Símnotandi greiðir
síðan fyrir talfæri og uppsetningu
tækja.
Gjald fyrir umframskref hækk-
ar úr 0,91 krónu í 1,14 krónur, sem
verður með söluskatti 1,41 króna.
Ársfjórðungsgjald fyrir síma
hækkar úr 387,00 krónum í 484,00
krónur, sem verður með söluskatti
598 krónur.
Venjulegt flutningsgjald milli
húsa á sama gjaldsvæði hækkar
úr 1.193 krónum í 1.491 krónu, sem
verður með söluskatti 1.841 króna.
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháasemlága!