Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. MAl 1983 Þetta málefni, norður-suöur, hefur verið ofarlega á baugi bæði hér á landi og erlendis. Ýmsar ráðstefnur hafa verið haldnar um þetta mál og hefur það hlotið verulega umfjöllun á alþjóðlegum vettvangi m.a. innan Evrópuráðsins. Norður í þessu samhengi fyrir hin þróuðu iðnríki í V-Evrópu og Amer- íku en suður fyrir þróunarríkin, þá aðallega í Afríku og Asíu. Nafn þetta var fundið upp sem annar póll við austur-vestur blokkina (USSR—USA) og fjallar um samskipti þróunar- og iðnríkja á breiðum grundvelli. eftir Andrés Pétursson Alþjóðleg fræðsla og samskipti Um helgina 18.—20. mars stóð fé- lagsskapurinn AFS á íslandi (Al- þjóðleg fræðsla og samskipti) fyrir ráðstefnu í Ölfusborgum um þetta málefni. Á henni var fjallað um vandamál þróunarlanda, þróunarhjálp, menningarsam- skipti milli Islands og Afríku o.fl. Ráðstefnan hófst á föstudags- kveldi með fyrirlestri Bernharðs Guðmundssonar, fréttafulltrúa þjóðkirkjunnar. Ræddi hann m.a. um okkar menningarheim og hugsunarhátt, tungumálaerfið- leika í Afríku, þróunarhjálp og nauðsyn breyttrar hugsunar hjá vestrænum mönnum. Var gerður mjög góður rómur að erindi Bernharðs og var mörgum fyrir- spurnum beint til hans. Ekkert samfélag er eyland Á eftir Bernharði talaði Gísli Pálsson mannfræðingur um hugmyndir vestrænna manna um önnur samfélög. Hann ræddi um hugmyndir vestrænna manna á miðöldum um hvort til væru margar tegundir manna þ.e. hvítir menn og síðan undirmálsmenn (gulir, svartir o.fl.). Gísli sagði að hugmyndir Evrópumanna á miðöldum um t.d. Steinarr Höskuldsson mannætur með hundshaus, kent- ára, stórhveli o.fl. mætti á margan hátt líkja við hugmyndir okkar nú á tímum um verur frá öðrum hnöttum t.d. E.T. Við værum mjög gjarnir á að dæma aðrar þjóðir frá þeim menningararfi (sjón- deildarhring) sem við hefðum alist upp við. í samantekt lagði Gísli áherslu að ekkert samfélag væri eyland. Án suðursins væri ekkert norður og öfugt, en það væri rangt að byggja velferð okkar á örbirgð annarra. Laugardagur til lukku Á laugardeginum töluðu Er- lendur Magnússon, hagfræðinemi, Frá ráðstefnu AFS um málefnið „norður-suður“ í • • /' Olfusborgum í mars Þorsteinn Helgason, kennari, Björn Friðfinnsson, lögfræðingur og hjónin Eygló Eyjólfsdóttir, kennari og Steinarr Höskuldsson, viðskiptafræðingur. Erlendur Magnússon ræddi um efnahags- og stjórnmálatengsl N- S. Þróunarríki er, samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans, ríki sem þjóðarframleiðslan er undir 4.500$ á mann og lífsgæða- vísitalan er undir 90 stigum. Sé þetta haft til hliðsjónar teljast 120 sjálfstæð ríki og 20—30 lands- svæði til þróunarríkja. íbúar' þeirra eru u.þ.b. 70% jarðarbúa. Hann ræddi um þrjár helstu stjórnmálastefnurnar: raunsæ- isstefnuna (realisma), frjálshyggj- una (liberalisma) og dependisma, og skilgreiningu þeirra á örbirgð þriðja heimsins. Erlendur talaði einnig um þau tök sem Vesturlönd hafa á efna- hagskerfi í heiminum. Þeim er í lófa lagið að vernda sinn markað með tollum, niðurgreiðslum o.fl. Niðurgreiddar vörur t.d. mjólk- urduft er flutt út til þróunarlanda og er þar í samkeppni við innlend- ar mjólkurafurðir. Bændur geta Þorsteinn Helgason segir frá sam- tökura „óháðra“ ríkja. Erlendur Magnússon lýsir efna- hagsvanda þriðja heimsins. „Á ég að gæta bróður míns?“ því ekki selt afurðir sínar, flosna upp og flytja til borganna sem vaxa með ógnarhraða en geta eng- an veginn framfleitt þessum fjölda. Ný skipan efna- hagsmála Þorsteinn Helgason, kennari, flutti erindi um samstöðu og sundrung i þriðja heiminum. Hann ræddi um hreyfingu óbund- inna ríkja, stofnun þeirra, sögu og markmið. Á síðustu árum hafa þau reynt að beita sér fyrir nýrri stefnu í efnahagsmálum og gáfu út yfirlýsingu árið 1974 í því sam- bandi. Frekar lítið hefur gengið í þá átt vegna versnandi efnahags- ástands í heiminum. Nú hafa sam- tökin beitt sér fyrir aukinni sam- vinnu sín á milli t.d. með stofnun eigin fréttastofu til að stuðla að óháðara fréttastreymi. Björn Friðfinnsson, lögfræðing- ur, ræddi um flóttamannavanda- málið og stuðning íslands við þróunarlönd. Björn er fulltrúi Rauða krossins við flóttamanna- starf samtakanna. Hjá konum Afríku felst vonin um fram- farir þeirrar álfu Hjónin Eygló Eyjólfsdóttir og Steinarr Höskuldsson sögðu frá reynslu sinni við starf í þróunar- landi, en Steinarr vann á árunum 1974—77 á vegum aðstoðar ís- lands við þróunarlöndin (sem nú heitir Þróunarsamvinnustofnun- in) við samnorrænt verkefni í Kenýa. Verkefnið var í því fólgið að koma skipulagi á stjórn svokall- aðra samvinnubúa sem höfðu ver- ið stofnuð eftir að Kenýa hlaut sjálfstæði. Þá voru smábændur hvattir til að auka framleiðni sína og tókst það vel en alla stjórn vantaði á dreifingu og markaðsleit afurðanna. Þá leitaði Kenyatta Kenýaforseti eftir aðstoð Norður- landanna og tóku íslendingar þátt í þessu verkefni. Eygló flutti erindi um stöðu konunnar í afríkönsku þjóðfélagi í dag. Ekki er langt síðan konur voru hálfgerð húsdýr og undirok- aðar af karlmönnum. Á siðustu árum hefur þetta breyst og sagði Eygló frá sterkri hreyfingu kvenna í Kenýa. Hún sagði það næstum samdóma álit fræði- manna að það væri hjá konum Afríku sem vonin um framfarir þeirrar álfu lægi. Eygló tók undir Efnahagslegt misrétti er stærsta vandamál jarðarbúa Sr. Bernharður Guðmundsson starfaði um árabil á vegum Lúth- erska heimssambandsins í Afríku. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir Bernharð var, hvernig það hefði verið fyrir hvítan mann, alinn upp í allsnægtum, að fara til þriðja heims- ins og starfa þar. „Efnahagslegt misrétti sker sárlega í augu og hjarta, þegar komið er til 3. heimsins. Þetta var ágeng lífsreynsla sem knúði mann til endurmats á lífsgildum." Nú heyrist stundum sagt: Af hverju geta þessir menn ekki hjálpað sér sjálfir? „Maður sem lagður er i spenni- treyju getur ekki losað sig úr henni nema með utanaðkomandi hjálp. Iðnríkin hafa tak á þróun- arlöndum sem þau eiga erfitt með að losa sig úr af mörgum ástæð- um. Hvfti maðurinn nýtti .auðæfi þessara landa í margar aldir án þess að gefa mikið til baka og þeg- ar þeir hvítu fóru var nánast ekk- ert til sem hét innlend verkmenn- ing. Fræðsla og upplýsing um þessi málefni hljóta að kalla á að- gerðir af okkar hálfu út frá rétt- lætiskennd okkar." „Þróunarhjálp verður að vera tvfstefna“ Oft heyrist sagt að það þýði ekkert að gefa í aðstoð því að hún lendi oftast i röngum höndum. Hvernig á að 3tanda að þróun- arhjálp þannig að hún komi að réttum notum? „Það er auðvitað ekkert einhlítt svar við þessari spurningu því þá myndum við ekki eiga við svo stórt vandamál að glím^. Aðalatriðið er að lögð sé megináhersla á fyrir- byggjandi aðgerðir, t.d. bora eftir vatni og mennta fólkið, en eitt er það sem má aldrei gleyma og það er að hjálpin sé tvístefna. Ef þú starfar í þróunarlandi er auðvelt að faila í þá gryfju að þú hafir af miklu að miðla til að bæta kjör heimamanna. Og vissulega er þró- unaraðstoð í tæknilegum efnum lifsnauðsynleg fyrir ibúa þróun- arlandanna. En þróun á sér víðar stað en í tæknibúnaði, þróun í mannlegum samskiptum hefur orðið slík á Vesturlöndum að þar er varla um útflutningsvöru að ræða. Þar hafa hinsvegar ýnlsar þjóðir þriðja heimsins sitthvað að gefa gamla heiminum. Samsemd stjórfjöl- skyldnanna, virðing fyrir öldruð- um eru t.d. burðarásar mannlegra samskipta í ýmsum þjóðflokkum og við mættum gjarna læra þar af. „Það er sælla að gefa en þiggja“ „Það er ekki hægt að veita að- stoð, nema þiggja aðstoð á móti,“ sagði sænskur vinur minn eftir 40 ára starf í Eþíópíu. „Það er sælla að gefa en þiggja," segir Biblían og við verðum að hafa í huga að sá sem alltaf þiggur fyllist beiskju og getur jafnvel farið að hata. Það verður að taka eitt skref í einu og aðgæta að aðstoðin henti innlend- um aðstæðum." Hvað geta íslendingar, svona fáir og smáir, gert í þessum efn- um? „Eitt skrefið er að 1% af þjóðar- tekjum verði varið til þróunar- hjálpar, eins og víða tíðkast. Þó að við séum fá og upphæðin ekki stórkostleg þá holar dropinn steininn og aðalatriðið er að hugur fylgi máli. Sr. Bernharður Guðmundsson Eitt er einnig mikilvægt, nefni- lega að málsvarar okkar á al- þjóðavettvangi taki mið af hags- munum alls heimsins þegar rætt er um skipan heimsmála. En það mikilvægasta er að jákvæðar und- irtektir séu í landinu gagnvart þróunaraðstoð því það er undir- staðan í baráttunni fyrir bættum lífskjörum í heiminum." Getur þá ráðstefna líkt og sú sem AFS stóð fyrir haft áhrif í þá átt? „Tvímælalaust, en einungis ef þátttakendurnir fara út og miðla af þekkingu sinni. Annars verður það líkt og pollur án afrennslis, þ.e. vatnið fúlnar og verður ónot- hæft.“ Glöggt er gests augað Hvernig er það að vera byrjaður að starfa hér heima aftur borið saman við starfið í Afríku? „Ég er auðvitað fslendingur og hér á ég heima en ég held að okkur öllum sem búið hafa í þriðja heim- inum blöskri oft bruðlið og van- þakklætið hér í fólki. Afríkanskur vinur minn sem var í heimsókn hérna, spurði mig einu sinni: „Af hverju eru íslendingar alltaf svona þungbúnir að sjá?“ Ég reyndi að svara með því að við byggjum í harðbýlu landi með mörgum vandamálum: „Nú jæja,“ svaraði hann og taldi upp þau vandamál sem erfiðast er við að glíma í heiminum í dag: flótta- mannavandamál, hungur, ólæsi, offjölgun, trúarbragðaátök, kyn- þáttamisrétti, tungumálafjölda, fátækt, atvinnuleysi og skort á réttaröryggi, og spurði hvort við hefðum þessi vandamál. Mér varð fátt um svör og varð að viður- kenna að svarið væri nei. Þá brosti hann og sagði: „Ætli stærstu vandamál ykkar séu ekki að þið séuð of feit og svo áhyggjur af því hvort þið hafið efni á tveim bílum eða ekki.“ Ég hef oft hugsað um þessi orð vinar míns og held að hann hafi mikið til síns máls. Við íslendingar eigum að vera þakk- látir fyrir það sem við höfum en ekki gleyma því að það er fólk um allan heim sem er hjálpar þurfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.