Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 2

Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 Bræður íslandsmeistarar í sjómanni: Gömlu heybaggarn- ir og mjaltirnar tryggðu sigurinn „ÁFRAM Ölfushreppur“, „Leggja hann, Smári“, „Þú færð helmjnginn af búinu hans pabba þíns ef þú vinnur Jón.“ Já, þau voru ófá köllin og hvatningarorðin sem heyrðust í Klúbbnum á fimmtudagskvöldið, en Islandsmeistaramótið í sjómanni var haldið þar í annað skipti. Keppt var í tveimur flokkum, hægri hendi og vinstri. I>að voru tveir bræður er skiptu með sér verðlaununum, Jón Gunnarsson í hægri handar flokknum og Konráð Gunnarsson í flokki vinstri handar. í öðru sæti í hægri handar flokknum varð Jón Einarsson og þriðji Smári Baldursson. I vinstri handar flokknum varð Jón Gunnarsson í öðru sæti og Smári þriðji. Þeir bræður, Jón og Konráð, eru fæddir og uppaldir á bænum Grímslæk austur í Ölfushreppi og hafa stundað sveitastörf nær allt sitt líf. í stuttu spjalli eftir keppnina sögðu þeir að þessi keppni hafi ekkert verið sér- staklega erfið, en vissulega hafi þeir þurft að hafa fyrir hlutun- um. Hafa þeir stundað sjómann mikið? „Nei, ég hef ekki verið mikið í þessu," sagði Jón. „Það hefur aðailega verið á sveita- böllunum." Konráð tók í sama streng: „Maður hefur ekkert stundað sjómann í 2 ár, en hérna áður fyrr var ég iðinn við þetta." „Ég get sagt þér það,“ sagði Jón, „að við höfum aldrei stundað neinar æfingar eða far- ið í líkamsrækt. Þessi hreysti er einungis tilkomin vegna sveita- vinnunnar, gömlu heybaggarnir og mjaltirnar. Eins og er erum við í fríi frá sveitavinnunni, ég vinn hérna í bænum, en Konráð er í Þorlákshöfn, en það máttu vita, að sveitin er og verður númer eitt.“ Þaö voru ekki allir jafn vel búnir og þessi kappi, sumir komu aðeins með flösku og svefnpoka og happ réði hver svefnstaðurinn yrði. Ljósm. Mbl. GR. Þetta fornfálega og skrautlega farartæki var einn aðal „partí“ staöurinn á Hvítárvöllum, en ekki veitti af hlýjum vistarverum vegna kulda um nóttina. Útlit fyrir rólega helgi ALLNOKKUR hópur unglinga safnaðist saman á Hvítárvöllum í Borgarfirði á föstudagskvöldið og er blaðamaður ræddi í gærmorgun við Þórð Sigurðsson lögregluvarð- stjóra í Borgarnesi, sagöi hann vera um 30 tjöld á þessum slóðum. Aðrar heimildir Mbl. töldu að milli 400 og 500 unglingar væru á Hvít- árvöllum og færi þeim fjölgandi. Hann kvað allt hafa farið friðsam- lega fram, og væri ekki útlit fyrir að fólk drifi að í stórum hópum það sem eftir væri hvítasunnuhelg- arinnar. Jón Guðmundsson yfirlög- regluþjónn á Selfossi kvað í gær rólegt í Arnesþingi, nokkur tjöld væru í Þjórsárdal og allt frið- samlegt þar, en unglingum hefði verið snúið frá, er þeir ætluðu að tjalda í Reykjadal innan Hvera- gerðis. Sveitarstjórinn í Hvera- gerði bannað notkun tjaldstæða þar, en kvisast hafði að þar mætti tjalda. í Reykjavík var talsverð ölvun í fyrrinótt og gistu margir fangageymslur lögreglunnar. Rúða var brotin í Alþingishús- inu, en að öðru leyti var tíðinda- lítið. Þrjú ungmenni sluppu ómeidd er bifreið þeirra valt í sunnanverðum Hvalfirði aðfara- nótt laugardags, og komu þau til lögreglunnar í Borgarfirði og til- kynntu um óhappið. Nokkrir voru teknir við ölvunarakstur í Reykjavík, Árnessýslu, Borgar- firði og víðar, en óvíða var meira um slíkt en um venjulega helgi, að sögn lögreglunnar. Um allt land taldi lögreglan í gær því út- lit fyrir fremur rólega hvíta- sunnuhelgi að þessu sinni. Vinstri viðræðurnar: Líkur á viðræðuslitum — sagði Steingrímur Hermannsson um hádegisbil í gær Ljósm. Mbl. Gudjón. Jón Gunnarsson fslandsmeistari í hægri handar flokki leggur bróður sinn Konráð, en hann varð aftur á móti sigurvegari í vinstri handar flokki. „ÉG HEF lýst því að það vanti ákaf- lega mikiö í þessar tillögur til þess að hægt sé á þeim að byggja,“ sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins í gær, en þá var hann nýkominn af viöræðufundi með Svavari Gestssyni, formanni Al- þýðubandalagsins. Sagði Steingrímur líkur á því að upp úr vinstri viðræðunum slitn- aði á fundi sem halda átti kl. 15 í gær, en þar áttu að hittast full- trúar vinstri flokkanna fimm, sem hafa verið í stjórnarmyndunarvið- ræðum undir forsæti Svavars Gestssonar undanfarna daga. Saga síbrotamanns: Á að baki 40 mál þar af nauðgun og fjölmörg rán PILTUR sá sem rændi 93 ára gaml- an mann í vikunni hefur nú hafið 18 mánaða afplánun fyrir eldri afbrot. Rannsóknarlögregla ríkisins krafð- ist 90 daga gæzluvarðhalds yfir manninum vegna síbrota. Maðurinn dró til baka áfrýjunarbeiðnir um eldri dóma, sem lágu fyrir Hæsta- rétti, þegar krafa RLR kom fram, og piltur fór í afplánun. „Mál þessa pilts er dæmigert fyrir þann vanda, sem við er að etja þegar síbrotamenn eru ann- ars vegar. Hann sát í gæzluvarð- haldi til 27. apríl og var þá gert að sæta geðrannsókn. Hann var ekki fyrr sloppinn út en hann tók upp fyrri afbrotaiðju sína,“ sagði Arn- ar Guðmundsson, deildarstjóri hjá RLR, í samtali við Mbl. „Fólk telur sjálfsagt að menn, sem endurtekið gera sig seka um afbrot, séu teknir úr umferð. Þeir eru dæmdir og afplána refsivist sína, en iðulega líður langur tími frá því rannsókn mála er lokið og mönnunum sleppt, þar til dómar falla. Þarna skapast tómarúm. Úrræði til þess að vernda samfé- lagið á meðan eru ekki mörg — það verða að vera forsendur fyrir gæzluvarðhaldi. Það hefur skapast sú réttarvenja hér á landi, að í morðmálum eru viðkomandi úr- skurðaðir í gæzluvarðhald og sitja þar til dómur fellur og hefja þá úttekt. í alvarlegum málum er ekki óeðlilegt að sú þróun verði, að mönnum verði haldið þar til dóm- ar falla og þeir hefji afplánun dóma sinna. Við getum krafist gæzluvarðhalds ef ætla má að sak- argögnum verði spillt, og til þess að hafa hemil á síbrotamanni, en aðeins um takmarkaðan tíma,“ sagði Arnar ennfremur. Pilturinn, sem er tvítugur, á að baki langa afbrotasögu, alls um 40 mál. Hann hefur gert sig sekan úm alvarleg árásarmál. Árið 1981 naugðaði hann 16 ára gamalli stúlku, eftir að hafa ógnað henni með hnífi. í lok síðasta árs gerði hann sig hvað eftir annað sekan um rán og árásir; þá fyrst og fremst gegn sér minni máttar — öldruðu fóíki og unglingum. { nóvember réðst hann á mann og rændi eftir að hafa brotist inn í Bílasölu Garðars. Viku síðar rændi hann konu á sextugsaldri í hjólastól, þar sem hún var í her- bergi sínu að Hátúni 12. Hálfum mánuði síðar réðst hann á rúm- lega sjötuga konu í Hátúni 10. Hann réðst inn á heimili konunn- ar, sló hana niður og rændi. í byrjun marz réðst hann á mann á Lindargötu og reyndi að ræna, en mistókst. Þann 2. marz var hann úrskurðaður í gæzlu- varðhald til 27. apríl og gert að sæta geðrannsókn, en niðurstaða liggur ekki fyrir. Pilturinn tók upp fyrri iðju sína þegar hann losnaði úr gæzluvarð- haldi. Þann 9. maí réðst hann á tvo unglinga og krafði þá um pen- inga og fékk. Hann réðst inn í íbúð fullorðinnar konu að Hátúni lOb og gerði tilraun til þjófnaðar. Á mánudag réðst hann á 93 ára gamlan mann og rændi og sama dag reyndi hann að ræna fullorð- inn mann veski á Snorrabraut en komið var í veg fyrir það af veg- farenda. Afbrotasaga þessa ógæfusama pilts er löng og aðeins stiklað á stóru. Hann er ekki fyrr sloppinn út en hann tekur upp af- brotaiðju sina. Saga hans er óhugnanlega lík sögum annarra ógæfumanna, sem á endanum hafa unnið óbætanlegt tjón. H. Halls. Steingrímur sagðist myndu lýsa þeirri skoðun sinni á fundinum að hann teldi ósennilegt að flokkarn- ir næðu saman, enda hefði Svavar verið þeirrar skoðunar þegar Steingrímur fór með stjórnar- myndunarumboðið. Þingflokkur sjálfstæðismanna fundaði í gærmorgun, en einnig var fundur hjá þingflokki Alþýðu- flokksins, þar sem málin voru rædd áður en Magnús H. Magn- ússon varaformaður flokksins hélt til viðræðna við Svavar Gestsson. Um hádegisbilið í gær var búizt við því að verulegur kraftur mundi komast í viðræður milli Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks um helgina. Á strandstað. MorKunbtaðið/ hg Haukur GK farinn á veiðar BJÖRGUNARSKIPIÐ Goðinn náði skuttogaranum Hauki GK 25 af strandstað rétt utan Sangerðishafn- ar í nótt. Skipið er óskemmt. Það var um klukkan hálf tvö í nótt, sem Goðinn náði Hauki á flot eftir um klukkutíma tilraunir. Hann dró skipið síðan til Njarð- víkur, þar sem kafari kannaði hvort skemmdir væru á því. Svo reyndist ekki vera og snemma í gærmorgun hélt Haukur til veiða á ný.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.