Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
3
„Var búin
með allan
varalitinn
í eintómum
æsingi“
— segir Unnur Steinsson, ný-
kjörin Fegurðardrottning Islands
„Madur veit varla hvaðan á sig stendur veðrið,“ sagði nýkjörin
Fegurðardrottning íslands, Unnur Steinsson, er blm. og Ijós-
myndari Morgunblaðsins bönkuðu upp á hjá henni snemma í
gærmorgun í glampandi sól og sumarveðri, að heimili hennar úti
á Seltjarnarnesi.
„Það er ekki hlaupið að því að
lýsa hvernig mér var innan-
brjósts þegar ljóst var að ég
hafði hreppt titilinn. En spennt
var ég orðin í lokin, held meira
að segja að ég hafi verið búin
með allan varalit af vörunum á
mér í eintómum æsingi," bætti
hún við brosandi. „Annars finn
ég það best á svona stundu
hversu marga góða vini ég á. Þá
langar mig til þess að þakka öll-
um þeim, sem stóðu að baki
þessari keppni og studdu við
bakið á mér svo og hinum stúlk-
unum fyrir skemmtileg kynni.“
Mikils virði
— Hvers virði er þér þessi
nafnbót?
Fyrir tæpum þremur irum á Filippseyjum. Unnur getur ekki leynt undrun
sinni yfir úrslitunum. Hún hafnaði í 4. sæti þeirrar keppni.
Morgunblaðið/ Friðþjófur Heigaaon.
„Hvað, bara Ijósmyndari um leið og maður vaknar." Fegurðardrottning íslands rétt béin að opna augun í
gærmorgun eftir krýningarkvöldiö.
„Hún er mér mikils virði og
veitir aðgang að mörgu. Ég tek
náttúrlega þátt í Ungfrú al-
heims-keppninni í St. Louis i
Bandaríkjunum í júlí og vafalít-
ið verða einhver frekari ferðalög
í tengslum við þetta."
— Hvernig fannst þér að
keppninni staðið?
„Eg held að allir séu sammála
um, að það hafi verið mjög
ánægjulegt hvernig til tókst
með þetta á allan hátt.“
— Var erfitt að taka þátt í
þessari keppni?
„Já, það var vissulega erfitt á
stundum og sérstaklega í
gærkvöldi. Eg fann það best
þegar ég fór í háttinn í nótt. Ég
sofnaði áður en ég vissi af. Að
sjálfsögðu var þetta líka ákaf-
lega skemmtilegt, en þetta var
þess virði.“
Stefnt á stúdentspróf
Unnur er rétt nýlega orðin
tvítug, átti afmæli 27. april, og
hefur þegar hafið starf sem
flugfreyja hjá Flugleiðum. Var
hún ein 18 tæplega 500 umsækj-
enda, sem komst í þetta eftir-
sótta starf. Hún sagði flug-
freyjustarfið aðeins vera sumar-
vinnu því í haust settist hún á
skólabekk á ný í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti og tæki stúd-
entspróf þaðan um næstu jól, ef
allt gengi að óskum.
Þrátt fyrir sigurinn í Fegurð-
arsamkeppni fslands í fyrra-
kvöld er Unnur enginn nýgræð-
ingur á þessu sviði. Hún var
kjörin Karnival-drottning hjá
Ferðaskrifstofunni Útsýn 1980
og í framhaldi af þvi tók hún
þátt í keppninni Fulltrúi ungu
kynslóðarinnar það sama ár.
Hún bar sigur úr býtum-í þeirri
keppni og hélt utan til keppni í
Miss Young International á Fil-
ippseyjum í ágúst 1980.
Ævintýri á Filippseyjum
Frammistaða hennar á Fil-
ippseyjum var glæsileg. Hún
hafnaði í 4. sæti keppninnar, en
var að auki kjörin Ungfrú
stundvís, Vinsælasta stúlkan í
hópnum, en hana velja þátttak-
endurnir sjálfir, auk þess sem
hún var kjörin ljósmyndafyrir-
sæta Philippine Airlines.
Helstu áhugamál Unnar eru
dans og skíði. Hún er í Dans-
stúdíói Sóleyjar og notar hvert
tækifæri, sem gefst til að fara á
skíði. Það er vart að frítími
hennar leyfi meira. Af og til
segist hún setjast við píanó og
leika lagstúf, en píanóleikurinn
er nokkuð, sem hún hefur meira
fyrir sjálfa sig.
— Hvað tekur nú við hjá þér?
„Það er bara vinnan fyrst um
sinn. Síðan er það þátttakan í
Ungfrú alheimur í Bandaríkjun-
um í júlí.“
Að njóta lífsins
— Áttu von á að þú haldir
eitthvað áfram á þessari braut
og takir þátt í frekari fegurðar-
samkeppni og sýningarstörfum?
„Sýningarstörfin hafa nú allt-
af verið svona meira í hjáverk-
um, en ég býst fastlega við því
að það fari að styttast í það að
ég hætti þessu. Ég var ákaflega
treg til að þessu sinni og það
þurfti mikið að ganga á eftir
mér til að fá mig til að taka þátt
í þessari keppni."
— Hefurðu einhverjar fast-
mótaðar áætlanir varðandi
framtíðina?
„Ja, það var nú einu sinni til
ákveðin áætlun," segir Unnur og
Það fer vel á með Unni og heimil-
ishundinum.
brosir. „Það er ekki meira en
hálft annað ár frá því ég var
staðráðin í að fara út í tölvu-
nám. Áætlunin hefur hins vegar
raskast ögn ýmissa hluta vegna,
en nú stefni ég bara að því að
ljúka stúdentsprófinu. Síðan
ætla ég að taka mér góða hvíld
frá náminu og njóta lífsins að-
eins áður en ég sest á skólabekk
á ný.“ — SSv
Toppferðir með toppafslætti
Sjá auglýsingu á bls. 64—65
í Morgunblaðinu í dag.
Feröaskrifstofan
Lútsýnj
AUSTURSTRÆTI 17, SÍMI 22611.