Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 25 Kostnaður við heilbrigðisþjón- ustuna er mál okkar allra. Þessi tilvitnuðu „orð að sönnu“ eru úr einni af ritdeilugreinum lækna í sl. mánuði í kjölfar málþings um læknisfræðileg efni og kostnað- sparnað, haldið í þeim fróma til- gangi „að gera heilbrigðisþjón- ustuna markvissari og ódýrari og þar með minnka útgjöld hins opinbera og lækka skatta þegn- anna“, eins og aðstandendur orð- uðu það. Líklega ekki seinna vænna. Fram undir þetta hefur orkan að mestu farið í að auka, bæta og krefjast — í góðum til- gangi og með ágætum árangri. Ein meiriháttar afleiðing tækni- þróunar síðustu tveggja alda í Evrópu er sú, að lífsvon manna hefur lengst um helming, úr 36 árum í 72. Það er úr 315 þúsund æfistundum í 630 þúsund. En nú er greinilega í augsýn — ef ekki þegar á vettvangi — sú andstyggilega staðreynd, að ekki er hægt að auka hlutdeild heil- brigðismálanna mikið meira i þjóðarkökunni. Einfaldlega ekki aur til þess. Þjóð þarf nefnilega líka ýmislegt fleira, sem varla verður hjá komist. Nema óska- staðan sé eins og sænskur taln- aspekingur reiknaði út að yrði þar í landi að óbreyttum aðstæð- um. Með sömu fjölgun og verið hefði þar i landi mundu um næstu aldamót allir Svíar vera annað hvort sjúklingar eða starfsmenn heilbrigðiskerfisins til að stunda þá. Við sjáum því hatta fyrir þvi að nú fari þetta frekar að verða einkaslagur um fjármagnið innan heilsugæslu- landamæranna en herför til að sækja fenginn annað. Hagræð- ingin er sem sagt á dagskrá. Stikkorðin hjartavernd og til- kostnaður í þessum umræðum sendu hugsun Gáruhöfundar á flandur. Og þegar við bættist að skjóta þurfti Gárupistli inn í grúsk um franska sjómenn á fs- landsmiðum hér áður fyrr, sló saman í heilabúinu. Gneistaflug- ið varð að nýrri kenningu. Hér opinberast hún: Hjartahnoð var notað á fslandi löngu áður en það var uppfundið af vísinda- mönnum — og tilkostnaðurinn við lífgunina í lágmarki. Vissu þetta kannski allir? Svo fer venjulega þegar maður heldur að nú hafi eitursnjallri, frumlegri hugmynd slegið niður. Sjáið þið til: Þegar skip fórust við suð- urströnd fslands, sem títt var á skútuöld, fóru bændur niður á sandana til að reyna að bjarga. Iðulega rak sjómennina þá sem liðið lík. En líkunum þurfti að koma í kristinna manna reit og til sómasamlegrar meðferðar. Fiskimanninum drukknaða var þá gjarnan varpað á hest til flutnings til bæjar. Hann lá þarna á maganum yfir volgt hestbakið með hendur og fætur lafandi beggja megin hryggjar. Og hesturinn fetaði sig upp fjörugrjótið og sandana. Hvern- ig hefði flutningurinn annars átt að fara fram? Sjálfsagt hefur við þessa meðferð fyrst þrýstst upp úr honum sjórinn, sem ofan í hann hafði farið í volkinu og brjóstkassinn hnoðast í takt við göngulag hestsins. Sögur fara af því að erlendir sjómenn sem menn héldu drukknaða er þeim skolaði á landi, hafi lifnað við þegar til bæjar var komið. Höfðu þeir ekki fengið nútima hjarta- hnoð og verið bjargað með því? Sögur eru raunar til af óvænt- um björgunum af svipuðu tagi, meira að segja um nafngreint fólk, þótt ekki væri þar um sjó- menn að ræða. Ein útgáfan er eitthvað á þá leið, að bóndi einn hafi dottið af baki við skál. Lík- lega í fljót. Félagar hans töldu hann af og komu með líkið heim liggjandi yfir bak hestsins. Slengdu þvi heldur hranalega á bæjarhelluna og kuldalega, að því er stórlyndri húsfreyjunni fannst. Hún lét bera bónda sinn inn í rúm, háttaði hjá honum. Og brátt fór að færast líf i bónda. Annað hvort átti þátt í lífgjöf- inni, hrossið eða konan. Þótt ekki séu þetta kannski bestu aðferðir við að lifga fólk við, kynnu þær að vera brúkleg- ar ef nútíma fín og flókin tæki væru viðs fjarri, en nærtækt hross og grýtt fjara eða vel þýfð- ur mói. Mætti kannski athuga hvort við kunnum ekki í lifs- reynslupokanum að luma á ein- hverju nýtilegu og hagnýtu til brúks á þessum vettvangi sem öðrum. Ekki síst þegar við neyð- umst til að huga að hagnýtu, og hagnýta raunar að komast i tísku. Hollt er heima hvað! Eða hvað? Of mikil sérhæfing dregur úr aðlögunarhæfni og getur leitt til forheimskunar, sagði erlend- ur vísindamaður svo spaklega i fyrirlestri um tækni og visindi i Norræna húsinu í fyrra. Ekki getum við þó raunar hætt að stunda vísindi, þótt fyrri aldar fólk hafi fundið vott af þeim óafvitandi á hestshrygg. Það er bara viðbótin. Hvað skildi nú annars fara hér á landi stór hluti til rannsókna i læknavís- indum? Það má m.a. finna í fyrirlestri dr. Vilhjálms Lúð- víkssonar, framkvæmdastjóra rannsóknaráðs, á ráðstefnu um háskólarannsóknir í fyrra. Þar kom m.a. fram að hlutur lækna- vísinda hafði nokkuð vaxið á 2ja ára bili í háskólanum, en hlutur annarra raunvísinda eitthvað minnkað og dregist saman í heildina á milli áranna 1977—79. „Læknavisindin fá svipað fjár- magn hlutfallslega í Danmörku og á Islandi, en mun lægra en i Noregi og Svíþjóð og Finnlandi," sagði Vilhjálmur. Sem ég fór að glugga í þennan fyrirlestur rak ýmislegt fleira fróðlegt á fjörur i tölum sem verður að biða betri tima. Rýmið er búið! Ofanúthelltar hugrenningar höfðu þó sem endapunkt irskan brandara um lifandi dauða, sem látinn er flakka sem annað: McGill var í kirkjugarðinum og las á gröf Kalla vinar sins áletr- unina: „Ekki dáinn, bara burt sofnaður!" — Mamma, sagði hann við konu sína. — Hann Kalli okkar gabbar nú engan með þessu nema sjálfan sig! V f nn Urífí C. K’ÆÐftV'O. Þeir sem þannig hugsa og starfa samkvæmt kenningunni að til- gangurinn helgi meðalið, þola auð- vitað ekki einhug meðal þjóðar- innar um skynsamleg og frjáls- huga viðbrögð við hinum gífurlega vanda sem við blasir. Það mun fyrst sannast þegar alþýðubanda- lagsforystan horfist i augu við það, að hún fær ekki lengur færi á að sitja í ráðherrastólunum. Ættu stjórnmálaáhugamenn og fræð- ingar þá að setja mælitæki sín strax af stað til að sjá eftir hvaða leiðum og á hve löngum tíma reiði kerfiskarlanna smýgur inn í skrif- stofur verkalýðsfélaganna. Jafn- framt þarf að mæla viðnámsþrótt hinna einstöku verkalýðsfélaga og sjá hver þeirra verða fyrst til að rjúfa þá samstöðu sem er nauð- synleg til að sigrast á vandanum. Að þora og duga Allir eru sammála um böl at- vinnuleysisins. Auðvitað er það ekki stefna neinna stjórnmála- flokka að koma á atvinnuleysi og með hliðsjón af því, hve það er talinn mikill vágestur, ættu þeir stjórnmálamenn að vera dauða- dæmdir í almennum kosningum sem ótrauðir halda sínu striki, þótt á því sé hamrað ár og síð að stefnan hafi vaxandi atvinnuleysi í för með sér og tölur sýna að svo sé. Staða Margaret Thatchers í Bretlandi nú, þegar rúmar tvær vikur eru til kosninga eftir fjög- urra ára stjórnartíð og vaxandi atvinnuleysi allan tímann, sýnir að þanþolið er mikið að þessu leyti. Thatcher hefur áunnið sér svo mikið traust meðal bresku þjóðarinnar, að ekkert virðist geta hindrað sigur flokks hennar í komandi kosningum. Sýnist mega draga þá ályktun af kosningum í Evrópu undanfarið og útlitinu um úrslit í Bretlandi, að menn telji eyðslustefnuna og verðbólguna sem henni fylgir hættulegri en leitina að réttum efnahagsforsendum, þótt af henni leiði atvinnuleysi. Ef litið er til þess, hvaða mælistiku menn nota almennt í umræðum um stöðu ríkja á alþjóðavettvangi með hliðsjón af stjórn efnahagsmála, er ljóst, að mikil verðbólga leiðir til lökustu einkunnar. Það ætti því síður en svo að vera nokkurri þjóð kappsmál að heyja baráttu um efsta sætið í verðbólgukeppninni, en eins og kunnugt er, hefur ís- land lent í hópi þeirra 5 þjóða sem þar keppa um heimsmeistaratitil- inn. Ástæðan fyrir því að þannig er komið fyrir íslendingum er eink- um sú, að ekki hefur tekist með pólitískri forystu að laga þjóðar- útgjöldin að þeim tekjum sem þjóðin aflar. Bilið hefur verið brú- að með lántökum erlendis. Skulda- byrðin hefur aukist samhliða því sem innviðirnir hafa orðið veikari og eiga erfiðara með að standast þrýsting verðbólguhraðans. Það er enginn vafi á því, að þessi þróun spillir áliti þjóðarinnar út á við og á eftir að hafa alvarleg áhrif ef menn sýna ekki þor og dug til að takast á við vandann í stað þess að ýta honum sífellt á undan sér. Þrengir aö bankakerfinu Atburðirnir í Mexíkó síðasta sumar mörkuðu tímamót í lána- þróun á alþjóðavettvangi. Á skömmum tíma minnkaði gjald- eyrisforði Mexíkó gífurlega. Ástæðan var fyrst og fremst sú, að Mexíkanar sjálfir höfðu misst trú á stjórn lands síns. Þeir sem áttu einhverja fjármuni kusu að flytja þá úr landi og við blasti þjóðar- gjaldþrot. Á tveimur dögum í byrjun ágúst tókst með sameigin- legu átaki einkabanka og alþjóð- legra fjármálastofnana að semja um skuldbreytingar sem léttu þunganum af og síðan hefur tekist að forða hruni. Hafa bankastofn- anir nú meiri áhyggjur af þróun mála í Brasiliu en Mexíkó. En á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá því að komið var í veg fyrir gjaldþrot Mexíkó hafa fleiri ríki, s.s. Júgóslavía lent í svipuðum erf- iðleikum. Það hefur þó ekki reynst eins auðvelt að bæta úr vanda Júgóslava, meðal annars vegna þess að hið alþjóðlega bankakerfi hefur ekki fé aflögu í sama mæli og þegar samið var um Mexíkó. Ónnur ríki eins og til dæmis viðskiptaland okkar Nígería hafa lent í svo miklum erfiðleikum að þau fá tæplega erlend lán til að standa undir innflutningi og verða að miða innkaup sín við útflutn- ingstekjur. Þannig er nú komið fyrir Zaire, að engin erlendur banki vill lána fé þangað og inn- flutningur byggist á þeirri megin- reglu, að greitt sé fyrir hann út í hönd. Allir sem stunda viðskipti hér á landi átta sig á því, hvað það hefði í för með sér, ef fsland lenti í svo þröngri stöðu sem Nígería svo ekki sé minnst á Zaire. Á erfið- leikatímum eins og nú þegar bankar halda að sér höndum og bíða þess að merki um varanlegan efnahagsbata i Bandaríkjunum komi í ljós, er ekki að efa að jafn skuldugt verðbólguland og fsland fær ekki hagstæð erlend lán, þótt þjóðin hafi á sér gott orð fyrir að standa í skilum. Nauðsynlegt er, að allur al- menningur á fslandi fái sem gleggstar upplýsingar um þróun þessara mála, þvi að þar með eru skapaðar forsendur fyrir að menn skilji betur nauðsyn þess að horfið sé af núverandi óheillabraut. Til dæmis væri æskilegt, að Gunnar Thoroddsen, fráfarandi forsætis- ráðherra, birti opinberlega bréfið sem Seðlabankinn sendi ráðherr- anum að beiðni hans fyrir kosn- ingar. Það eru ekki stjórnmála- mennirnir sem borga þessar skuldir heldur fólkið í landinu. f þessu samhengi er enn rétt að víkja að niðurrifsstefnu Alþýðu- bandalagsins sem með þröngsýni í iðnaðar- og orkumálum hefur staðið í vegi fyrir eðlilegri virkj- ana- og stóriðjustefnu. Er nú svo komið, að tæplega verður komist hjá því vegna vitlausrar stjórnar á efnahags- og atvinnumálum, að útlendingar eigi alfarið eða að verulegu leyti þau stóriðjufyrir- tæki sem bráðnauðsynlegt er að reisa, eigi ekki að gera Island að láglaunasvæði til frambúðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.