Morgunblaðið - 22.05.1983, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.05.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar uppboö ýmislegt fundir — mannfagnaöir Uppboð til slita á sameign áeignum Vélsmiöju Ólafs- fjarðar fer fram aö kröfu Benedikts Ólafs- sonar hdl., fyrir hönd Kristjáns Mikaelssonar, fimmtudaginn 2. júní nk. kl. 15.00 og hefst í skrifstofu uppboðshaldara aö Ólafsvegi 3, Ólafsfirði og verður síöan framhaldið í hús- næði vélsmiðjunnar að Strandgötu 20, Ólafsfirði. Boðnar verða upp í einu lagi allar eignir, vélar, verkfæri, efnislager, útistand- andi skuldir og skrifstofuáhöld. Bæjarfógetinn Ólafsfiröi, 20. maí 1983. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð 2. og síöara á VB Sædísi ÁR 14 (áöur Árnesingur Ár 74), þinglýstri eign Jóhanns Altreössonar, fer fram á skrifstofu embættisins á Sel- fossi miövikudaginn 25. maí 1983 kl. 14.00 eftir kröfum Trygginga- stofnunar ríkisins, Fiskveiöasjóös íslands, Framkvæmdastofnunar ríkisins vegna Byggðasjóðs, og Vólbátaábyrgöarfólagsins Gróttu. Sýslumadur Árnessýslu. Framhaldsnám í Bandaríkjunum Góður bandarískur háskóli vill veita íslensk- um námsmönnum styrki til framhaldsnáms. Nánari uppl. í símum 21556 — 12027 milli kl. 9—12. húsnæöi i boöi Verslunarhúsnæði 325 fm til leigu við Grensásveg. Upplýsingar í síma 11930. Til leigu 120 fm verslunar- og eða iðnaöarhúsnæði á jarðhæð við Dalshraun í Hafnarfirði. Laust frá 1. júní. Uppl. í síma 53948. Tækniteiknarar Árshátíð veröur haldin í Snorrabæ laugardaginn 28. maí kl. 20.30—3.00. Skemmtiatriöi, matur og dans. Bergþóra Árnadóttir kemur og syngur Miöasala veröur aö Hólavallagötu 7 Reykjavík, þriöjud. kl. 13.00—14.00 og 17.00—21.00. Simi 22477. Breiðfirðingaheimilið hf. Breiðfirðingaheimilið hf. heldur aðalfund fyrir árið 1982, fimmtudaginn 9. júní 1983 kl. 20.30 að Hótel Sögu á annarri hæð, gengið inn um aðaldyr, lyfta. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um slit á félaginu. 3. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Þjónustumiöstöð bókasafna heldur aðalfund sinn 28. maí kl. 17.00 í húsnæði stofnunar- innar kl. 17.00 í húsnæði stofnunarinnar að Borgartúni 17. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Þórsgata — fyrsta „vistgata“ Rvíkur? Hugmyndin sett fram við borgaryfirvöld ÍBÚAR við l>órsgötu hér í hinum gamla Austurbæ Reykjavíkur hafa komið á framfæri við borgaryfirvöld nýrri hugmynd í sambandi við yfir- standandi endurlagningu götunnar, sem nú stendur yfir. Það sem íbú- arnir hafa hug á er að þegar gengið verður frá götunni endanlega verði henni breytt í það horf sem tíðkast víða erlendis og kallað er einu nafni „vistgata“. „Vistgötu“-fyrirkomu- lagið hefur verið tekið upp erlendis í gömlum borgarhlutum þar sem göt- ur eru ekki gerðar fyrir hraða um- ferð, en þær gegna eigi að síður mik- ilvægu hlutverki í umferðinni. Mið- ast þá „vistgötur" við það að draga úr hraða umferðarinnar, en um leið eykst öryggi hinna gangandi, hjól- andi og ekki síst barnanna sem búa í húsum við þessar gömlu götur. Yrði gatan ekki öll jafnhá til að draga úr umferðarhraðanum og komið upp grænum reitum. Bflastæðin við göt- una yrðu endurskipulögö. Á fundi sem haldinn var á föstudagskvöldið með íbúum við Þórsgötu, en við hana eru alls hart nær 100 íbúðir, kom fram mikill áhugi fyrir þessu og málið talið til mikilla framfara fyrir fólkið sem við götuna býr. Á fundinum komu og gerðu grein fyrir því hvað er „vistgata" hjónin Valdís Bjarna- dóttir arkitekt og Gunnar Ingi Ragnarsson verkfræðingur. Gerðu þau glögga grein fyrir málinu og því til frekari skýringar fyrir fundarmenn brugðu þau upp lit- skyggnum frá útlöndum af „vist- götum“ þar t.d. í Hollandi, Þýska- landi og Danmörku og víðar. Þá sýndu þau einnig tillöguuppdrætti sem til greina koma af Þórsgötu sem „vistgötu". Lögðu þau áherslu á að einmitt nú væri gullið tækifæri til þess að ráðast í þessa breytingu. Hún mun ekki vera miklu dýrari en hin hefðbundna endurnýjun. Þá töldu þau Þórsgötu, vegna legu hennar og ýmissa annarra ytri aðstæðna, þá götuna í gamla bænum, sem einna best væri til þess falíin að gera slíka tilraun með. Það kom fram í máli þeirra að þau töldu að Þórsgatan ætti áfram að gegna hlutverki sínu í umferðarneti Austurbæjarins sem tvístefnu- gata. — Breytingin til „vistgötu“- fyrirkomulagsins hefði aðeins í för með sér hemlandi áhrif á um- ferðarhraðann. Það myndi ekki vera gerlegt að aka Þórsgötuna á fullri ferð milli óðinstorgs og Njarðargötu eins og nú er mjög tíðkað. Var gerður góður rómur að máli Valdísar og Gunnars Inga. Á fundinum las Jóhannes Arason þulur upp bréf það sem íbúar við Þórsgötu hafa sent borgarráði um þessa „vistgötu“-hugmynd. — Fól fundurinn nokkrum íbúum göt- unnar að vinna að málinu undir forystu Jóhannesar. — Bréfið til borgarráðs er svohljóðandi: „Þar sem nú er unnið að gagn- gerum endurbótum á lögnum í Þórsgötu, og senn verður gengið frá götunni á ný, viljum við, nokkrir íbúar Þórsgötu, fara þess á leit við borgarráð Reykjavíkur, að athugaðir verði möguleikar þess, að breyta skipulagi, umferð og bílastæðum, svo sem best fái þjónað hagsmunum þeirra, sem við götuna búa, að hún verði eitthvað í líkingu við það, sem kallast „vistgata". Undanfarið hefur umferðar- þungi og hraði aukist geigvænlega á þessari íbúðagötu, jafnframt hefur íbúum þar fjöigað, ekki síst börnum. Einnig á fjöldi barna leið þar um til og frá skóla. Geta má þess ennfremur, að við fæst húsa hér eru garðar, að heitið geti. Nú sýnist okkur ákjósanlegt tækifæri til að huga að þessum málum, með tiltölulega litlum kostnaði mætti bæta verulega um- hverfi allt, bæta líðan íbúanna, auka öryggi vegfarenda, yngri sem eldri, og gera mjög svo eftirtektar- verða tilraun í skipulagi miðborg- arinnar.“ 21.500 atvinnuleysis- dagar í aprílmánuði voru 8.300 í apríl f fyrra í AFRÍLMÁNUÐI sl. voru skráðir tæplega 21.500 atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Svarar það til þess aö 990 manns hafi verið á atvinnuleys- isskrá allan mánuðinn eða um 0,9% af mannafia samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar. Konur voru 44% af skráðum. Skráðir atvinnuleysis- dagar í mánuöinum á undan voru 30.500 og hefur því atvinnuleysis- dögum fækkað í aprfl um 9.000 á landinu. Sé ástandið nú hins vegar borið saman við sama tíma í fyrra kemur ótvírætt í Ijós að atvinnustig- ið er nú miklu lakara, en í aprflmán- uði 1982 voru skráðir atvinnuleys- isdagar um 8.300 eða 13.200 dögum færri en nú. Meðaltal skráðra at- vinnuleysisdaga í aprflmánuði árin 1975 til 1982 er um 7.200 dagar eða Vj af því er skráðist nú. Svo sem fram kemur af með- fylgjandi töflu hefur skráðum at- vinnuleysisdögum fækkað miðað við marsmánuð sl. á öllum svæð- um. Sé hins vegar miðað við apr- ílmánuð í fyrra hljóta tölurnar á höfuðborg. i-svæðinu og Norður- landi eystra að valda áhyggjum vegna þess að á þessum stöðum bætist nú á vinnumarkað mestur hluti þess skólafólks, sem árlega leitar eftir atvinnu yfir sumar- mánuðina, segir í frétt frá vinnu- máladeild félagsmálaráðuneytis- ins. Skráð atvinnuleysi í aprfl 1983 borið saman við mars 1983 og aprfl 1982. Skipting eftir landshlutum. Skráðir atvinnuleysisdagar: Atvinnulausir í mán.: apr. ’83 mars ’83apr. ’82 apr. ’83 mars ’83apr. Höfuðborgarsvæðið 8.734 12.513 2.299 403 577 106 Vesturland: 1.304 1.785 725 60 82 33 Vestfirðir: 197 277 0 9 13 0 Norðurland vestra: 3.147 3.959 2.081 145 182 96 Norðurland eystra: 3.905 5.182 1.476 180 240 68 Austurland: 1.681 2.431 808 78 112 37 Suðurland: 1.638 2.232 578 76 103 27 Reykjanes: 852 2.099 303 39 97 14 Allt landið: 21.458 30.478 8.270 990 1.406 382 Hlutfall af mannafla: 0,9% 1,3% o,. Mán. 23. maí 2. í hvítasunnu Stapa Keflavík. Þri. 24. maí Klúbbnum. Mið. 25. maí Selfossbíói. Fim. 26. maí Kópamaros (Manhattan Kópavogi). i«ti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.