Morgunblaðið - 22.05.1983, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ1983
• Snæfellsjökull og útvörðurinn Stapafell tv. Li48m- **•
Snæfellsjökull
Þjóðsögur og veruleiki renna þar saman í eina heild
Á góðviðrisdögum blasir Snæfellsjökull furðu víða við af Vesturlandi. Keilulaga
voldugt eldfjall, en snævi þakið. Eitt af hæstu fjöllum á vestanverðu landinu, á odda
Snæfellsness, og að margra dómi örlagavaldur þess fólks sem býr undir hlíðum hans.
Þjóðsögur og veruleiki sameinast oft í eitt í kring um þetta mikla fjall sem býr yfir
einhverjum dularkrafti. Hér er ætlunin að svipast um á þessum slóðum, segja frá
fjallinu og ýmsum þeim þjóðsögum og/eða veruleika sem þar hafa spunnist.
Jarðfræði o.fl.
Snæfellsjökull er talinn 1.446
metrar á hæð. Er þá stuðst við
mælingu sem danska herforingja-
ráðið gekkst fyrir árið 1910. Áður
höfðu þeir Eggert Ólafsson og
Bjarni Pálsson freistað þess að
mæla hann og rituðu þar um í
ferðabók sinni. Töldu þeir jökul-
inn vera 2.154 metra á hæð. í
Ferðabókinni segir að Snæfells-
jökull hafi áður verið kallaður
Snjófell og hafi verið talinn hæsta
fjall landsins. Mun það hafa verið
byggt á því hversu ægihár jökull-
inn virtist skoðaður af hafi.
Jökullinn er gamalt eldfjall af
keilutegund. Síðustu tíu þúsund
árin er vitað með vissu um þrjú
mikil þeytigos og hefur fylgt þeim
mikill vikur og væntanlega hafa
mikil flóð komið í kjölfar elds-
umbrotanna, er ísinn snöggbráðn-
aði. Fyrir umræddan tíma er erf-
iðara að ákvarða gosfjölda, en tal-
ið er að Snæfellsjökull hafi oft
gosið. Á toppi fjallsins er hrika-
legur gígur, skeifulagaður og
opinn til norðvesturs, en suður- og
austurhliðar gígsins eru prýddar
hinum svokölluðu Þúfum. Þær eru
þrjár og afar hrikalegar. Miðþúf-
an er hæst, 1.446 metrar. Vestur-
þúfan er örlítið lægri, 1.442 metr-
ar, en þriðja þúfan, Norðurþúfan,
er lægst, eða 1.390 metrar. Enn-
fremur er á toppi fjallsins Þrí-
hyrningurinn, 1.191 metrar, og
Sandfellið, 1.217 metra tindur út
úr vestanverðum jöklinum við gíg-
skálina. Víðátta jökulsins er ann-
ars nokkuð breytileg, en mun ekki
vera fjarri 20—23 ferkílómetrum.
Gengið á og
í jökulinn
Ferðabókarhöfundarnir Eggert
Ólafsson og Bjarni Pálsson voru
fyrstir manna til að ganga á
Snæfellsjökul svo sögur fara af
sem á er treystandi. Aðrar sögur
eru þó til um aðra menn sem svo
gerðu einnig, miklu mun þjóð-
sagnakenndari og forneskjulegri. f
Bárðar sögu Snæfellsáss er sagt
frá manninum, Bárði, sem bjó um
sig í helli í Snæfellsjökli ásamt
fjölskyldu sinni og bústofni. Gerð-
ist hann landvættur og verndari
byggðarinnar undir Jökli og birt-
ist mönnum oft er neyðin var
stærst. Bárður var samkvæmt
sögunni kominn af þursum og
tröllum í Noregi. Ólst hann upp
hjá Dofra í Dofrafjöllum og bjó
þar í helli. Lá leiðin síðan til Is-
lands. í jökulinn flutti Bárður eft-
ir að upp úr sauð á milli hans og
Þorkels bróður hans. Börn þeirra
voru að leik, dóttir Bárðar og tveir
synir bróður hans. Þetta var um
vetur og hafís landfastur. Þeir
bróðursynir Bárðar, Rauðfeldur
og Sölvi, vörpuðu Helgu Bárðar-
dóttur út á isjaka og svo stóð vind-
ur af landi, að Helga komst ekki
til lands á ný. Rak ísinn frá og
hvarf hún sjónum manna, enda
svartaþoka er atvikið átti sér stað.
Rak ísinn á haf út og innan sjö
daga var Helga til Grænlands
komin, í Brattahlíð. Þar bjó þá
Eiríkur rauði, faðir Leifs heppna
sem síðar fann meginland Norð-
ur-Ameríku.
Merkilegt nokk, þá var Helga
enn á lífi og ekki er þess getið að
hún hafi verið aðframkomin. í vist
hjá Eiríki var íslenskur maður að
nafni Miðfjarðar-Skeggi. Hænd-
ust þau hvort að öðru og eftir vet-
urvist í Brattahlíð, fór Helga með
Skeggja til Noregs og síðar meir
til Islands á ný.
En Bárður vissi ekki um þessi
afdrif dóttur sinnar, taldi hana af.
Hann hugði á hefndir. Þorkell
bróðir hans bjó á Arnarstapa og
hélt Bárður þangað. Þorkell var
ekki heima, en Bárður tók strák-
ana tvo, sem þá voru 11 og 12 ára
gamlir, tók þá undir handarkrik-
ana, fór með þá spriklandi til
fjalla og varpaði Rauðfeldi ofan í
árgljúfur mikið, en Sölva fram af
hamri miklum þar eigi langt frá.
Létu þeir báðir lífið, en staðirnir
heita síðan eftir piltunum, Rauð-
feldsgjá og Sölvahamar. Þegar
Þorkell frétti af þessu. fór hann til
fundar við bróður sinn og réðist
þegar á hann. Glímdu þeir lengi,
en Bárður var sterkari og slengdi
Þorkeli loks í jörðina. Lærbrotn-
aði Þorkell og var kallaður eftir
það Þorkell bundinfóti. Eftir þetta
greip þunglyndi mikið Bárð og áð-
ur en langt um leið tók hann sig
upp og hvarf með fólk sitt og bú-
stofn. Var talið að hann hefði
horfið í jökulinn og gert sér þar
helli mikinn, enda átti það betur
við ætt hans.
Ef trúa má Bárðar sögu Snæ-
fellsáss, er ljóst að Bárður var
ekki aðeins fyrsti maður til að
ganga á Snæfellsjökul, heldur var
hann sennilega fyrstur manna
hérlendis til að stunda fjallgöng-
ur. í Bárðar sögu er getið útbúnað-
ar sem hann notaði í fjallgöngum.
Þar segir: „Var hann svo oftast
búinn, að hann var í gráum kufli
og svarðreip um sig, klafakerlingu
í hendi og í fjaðurbrodd langan og
digran; neytti hann og hans er
hann gekk um jökla."
Eftir að Bárður hvarf í jökulinn
gerðist hann heitguð almennings
undir Jökli. Hann kom stundum
fram og yfirleitt fólki til aðstoðar
eins og dæmi verða nefnd um hér
á eftir. Sagt er að hann hafi sæst
heilum sáttum við bróður sinn.
Áttu þeir góðar stundir saman í
helli nokkrum í Brynjudal í Hval-
firði. Heitir hellirinn Bárðarhell-
ir, annað örnefni á þessum slóðum
er Bárðarfoss í Brynjudalsá.
Sam fyrr segir, nutu sveitungar
Bárðar góðs af kröftum hans eftir
að hann hvarf í jökulinn. Var
hann sannkallaður landvættur. í
Bárðar sögu er eftirfarandi frá-
sögn atriði þessu til áréttingar:
Hetta er nefnd tröllkona. Hún átti
byggð í Ennisfjalli og var hin
mesta hamhleypa og ill viðskiptis,
bæði við menn og fénað. Það var
einn tíma að hún drap margt fé
fyrir Ingjaldi á Hvoli. En er hann
varð þess viss, fór hann til móts
við hana; leitaði hún þá undan, en
hann elti hana allt í fjall upp.
Miklir voru í þann tíma sjóróðrar
á Snæfellsnesi og lét þó enginn
betur sækja en Ingjaldur; var
hann og hinn mesti sægarpur
sjálfur. En er Hetta dró undan,
mætli hún: Nú mun ég launa þér
fjártjón það sem ég veld og vísa
þér á mið það er aldrei mun fiskur
bresta ef til er sótt. Þarftu og ekki
að bregða af vana þínum að vera
einn á skipi sem þú ert vanur að
vera.
Hún kvaða þá vísu:
Róa skaltu fjall firðan
fram a lög stirðan
þar mun gaurr glitta
ef þú vilt Grímssmið hitta
þar skaltu þó liggja
Þórr er vís til Fryggjar
rói norpr enn nefskammi
Nesit í Hjúkhvammi
Skildi þar með þeim. Þetta var
um hausttíma. Annan dag eftir
reri Ingjaldur á sjó og var einn á
skipi og rær allt þar til er frammi
var fjallið og svo nesið. Heldur
þótti honum lengra en hann hugði.
Veður var gott um morguninn en
er hann kom á miðin var undir
fiskur nógur. Litlu síðar dró upp
flóka á Ennisfjalli og gekk skjótt
yfir. Þar næst kom vindur og fjúk
með frosti. Þá sá Ingjaldur mann
á báti og dró fiska handstinnan;
hann var rauðskeggjaður. Ingjald-
ur spurði hann að nafni; hann
kvaðst Grímur heita. Ingjaldur
spurði hann hvort hann vildi ekki
að landi halda. Grímur kveðst eigi
búinn, — „og máttu bíða þar til er
ég haf hlaðið bátinn". Veður gekk
upp og gerðist svo sterkt og myrkt
að eigi sá stafna í milli. Tapað
hafði Ingjaldur önglum sínum öll-
um og veiðarfærum; voru og árar
mjög lúnar. Þóttist hann þó vita
að hann mundi ekki að landi ná
sökum fjölkyngis Hettu og þetta
mundu allt hennar ráð verið hafa.
Kallaði hann þá til fulltingis sér
Bárð Snæfellsás. Tók Ingjald þá
fast að kala, því að drjúgum fyllti
skipið, en frýs hvern ádrykk þann
er kominn var. Ingjaldur var van-
ur að hafa yfir sér einn skinnfeld
stóran og var hann þar í skipinu
hjá honum; tók hann þá feldinn og
iét yfir sig til skjóls; þótti honum
þá sér vísari dauði en lífi. — Það
bar til um daginn heima að Ingj-
aldshvoli um miðdegi að komið
var upp á skjá um máltíð í stofu
og kveðið þetta með dimmri raust:
Út reri einn á bíti
Ingjaldur í skinnfeldi
týndi ítján önglum
Ingjaldur í skinnfeldi
ok fertugu færi
Ingjaldur í skinnfeldi
aftr kom aldri síðan
Ingjaldur í skinnfeldi.
• Skíðamaður við Miöþúfuna á Snæfellsjökli. Myndin er fengin að láni úr árbók FÍ, en Ijósmyndarinn er Páll
Jónsson.