Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
Okkur vantar samband viö góöan mann, aem
þykir vænt um gamla bíla og gæti tekið aö sér
aö koma þessum bíl á götuna.
Flestir hlutir eru til í bílinn.
Húsnæöi er hægt aö útvega ef þarf.
Upplýsingar í síma 86603 á skrifstofutíma.
Loftbitar
sígíldur stíll
audveld uppsetning
gott vcrd
BJORNINN HF
Skulatum 4 - Simi 25150 Reykjavik
Auglýtmgar & hönnunsf.
Til sölu
ám
Húseignin Frakkastíg 13 ásamt eignarlóö er til
sölu, ef viöunandi tilboö fæst. Stærö ca. 3x50 fm
og 100 fm lagerpláss eöa fyrir léttan iöanö.
Allar upplýsingar gefur Ólafur E. Ólafsson, skrif-
stofusími 10590 heima 79797.
Smiðirnír ungu
Síðan Morgunblaðið birti
ljósmynd Magnúsar ólafssonar
af smiðunum ungu á tröppum
barnaskóians í Reykjavík árið
1909 hafa margir orðið til þess
að spreyta sig á að þekkja pilt-
ana. Með myndinni voru birt
nöfn 6 pilta. Nú hafa ýmsir gefið
sig fram og bætt um betur og
greint frá nöfnum flestra pilt-
anna. Auk Kristjáns Albertsson-
ar sem nefndur var í texta með
myndinni sl. sunnudag er enn
einn sveinanna á lífi. Það er
Guðbjörn Pálsson vörubifreiða-
stjóri. Guðbjörn verður 87 ára í
næsta mánuði. Hann er hress i
máli og sýndi þá vinsemd að
lána til birtingar mynd er hann
geymir enn frá þessum vordög-
um fyrir nær þremur aldarfjórð-
ungum. Sú mynd birtist með
þessum línum, og kemur fram,
að hún er lítið eitt frábrugðin
hinni.
f fremstu röð, talið frá les-
anda, er Ágúst Brynjólfsson.
Hann var sonur Brynjólfs Þor-
lákssonar söngstjóra og organ-
leikara, og konu hans Guðnýjar
Magnúsdóttur. Brynjólfur var
kunnur maður í Reykjavík á
sinni tíð vegna áhuga á söng-
mennt. Ágúst settist í Mennta-
skólann í Reykjavik. Þar var
hann bekkjarfélagi Vilhjálms Þ.
og óskars Borg. I sögu Mennta-
skólans sjást þeir félagar á
mynd í þýskutíma hjá Jóni
ófeigssyni. Ágúst lagði síðar
stund á læknisfræði. Hann lést
árið 1921.
Annar í röðinni er Ragnar S.
Haldorsen, sonur Ole Johan Hal-
dorsen vagnasmiðs og konu hans
Else Johnsdotter, Laugavegi 21.
Reykvíkingar sem komnir eru til
ára sinna muna vel óla norska
og tilsvör hans. Ragnar Haldor-
sen starfaði lengi sem verka-
maður hjá Sameinaða gufu-
skipafélaginu í Reykjavík.
Þá koma næstir félagarnir 3,
sem nafngreindir voru um dag-
inn, þeir Kristján L. Gestsson,
Herluf Clausen og Kristján Al-
bertsson. Við hlið Kristjáns Al-
bertssonar er snaggaralegur
piltur í röndóttri peysu. Hann er
yst til hægri, frá lesendum talið.
Ekki er vitað um nafn hans.
í efri röð, yst til vinstri, er
piltur sem mundar verkfæri við
smíðisgrip sinn. Þar mun vera
Haraldur Sigurðsson. Hann var
sonur Sigurðar lögregluþjóns
Jónssonar og konu hans. Sigurð-
ur vaktari bjó í Traðarkotssundi,
kunnur maður á sinni tíð. Bróðir
Haraldar var Ásgeir forstjóri
Landssmiðjunnar. Haraldur
réðst í þjónustu Sameinaða og
fór í siglingar. Stundaði sjó-
mennsku í mörg ár og settist síð-
an að í Kaupmannahöfn. Mun
hafa búið á Amager og unað hag
sínum vel meðal Dana. Hann
kom hingað í heimsókn á sjötta
áratugnum, en hélt fljótlega til
Danmerkur.
Næstur er Karl Magnússon.
Hann var sonur Magnúsar
Gunnarssonar skósmiðs og konu
hans Þóru Ágústu Ólafsdóttur.
Systur Karls voru þær Magn-
þóra kona Guðmundar ... og
Guðlaug kona Bjarna frá Vogí.
Karl nam bókband hjá Arin-
birni Sveinbjarnarsyni í Reykja-
vík. Hann starfaði í Karlakór
KFUM og einnig í Leikfélagi
Reykjavíkur. Karl lést í spænsku
veikinni 1918.
Fyrir framan Karl er Valtýr
Blöndal bankastjóri. Ekki er vit-
að hver er næstur Valtý, en til
hægri við þann pilt er Vilhjálm-
ur Þ. Gíslason. Þá kemur næstur
Guðbjörn Pálsson. Hann er son-
ur Páls Hafliðasonar skipstjóra
frá Gufunesi og konu hans Guð-
laugar Lúðvíksdóttur. Bæði voru
þau hjón kunn á sinni tíð. Páll
bróðir Hannesar skipstjóra, en
Guðlaug systir Lárusar Lúð-
víkssonar skókaupmanns.
Við hlið kennarans, Matthías-
ar fornminjavarðar, er Aðal-
steinn Björnsson, síðar vélstjóri.
Aðalsteinn var kunnur maður I
sjómannastétt. Hann var vinsæll
maður og kurteis í framkomu.
Aðalsteinn stundaði fyrst járn-
smíðanám, en síðar lauk hann
prófi í Vélskólanum (1920) og
réðst fyrst til Eimskipafélags-
ins, síðan til Landhelgisgæsl-
unnar og þá til Ríkisskips. Lengi
vélstjóri á Heklu.
Foreldrar Aðalsteins voru
Björn Sveinsson skipstjóri og
síðar seglasaumari og Anna Jak-
obsdóttir. Við hlið Aðalsteins er
Óskar Borg.
Nú vantar enn 2 nöfn til þess
að vitað sé um nöfn allra pilt-
anna. Bekkjarbræður þeirra
voru um þessar mundir: Sigurð-
ur Magnússon, Pétur L. Bjarna-
son og Sigurður Ástv. Gíslason.
Er einhver þeirra á myndinni,
eða hverjir eru piltarnir?
Pétur Péturaaon þulur.
Varði doktorsritgerð
um veirugreiningu
HINN 8. aprfl sl. varði Einar Guð-
mundur Torfason, líffræðingur,
doktorsritgerð sína, „The Detection
of Viral Antigens and Antibodies in
Clinical Specimens using Kadioimm-
unoassays" við læknadeild Uppsala-
háskóla í Svíþjóð. Andmælandi var
Lena Grillner, dósent í Stokkhólmi.
Einar lauk stúdentsprófi úr
máladeild MR 1970, BSc prófi í
líffræði við verkfræði- og raunvís-
indadeild Háskóla íslands 1974 og
framhaldsnámi í líffræði, með
veirufræði sem aðalgrein, undir
handleiðslu prófessors Margrétar
Guðnadóttur. Haustið 1977 innrit-
aðist hann í Uppsalaháskóla og
hóf þar rannsóknir sínar.
í fréttatilkynningu, sem Mbl.
hefur borizt segir um ritgerð Ein-
ars:
„Doktorsritgerð Einars fjallar
um beitingu aðferðar sem nefnist
radioimmunoassay (RIA) við
greiningu á ýmsum veirusýking-
um og/eða ónæmi gegn þeim. Má
þar nefna rauða hunda og cyto-
megalo-veirur, sem geta hindrað
eðlilegan þroska fósturs. Svipaðar
aðferðir voru þróaðar til að greina
respiratory syncytial veiru, sem
veldur öndunarfærasýkingum, og
adeno-veirur, sem einkum sýkja
öndunarfæri og/eða meltingarveg.
Ritgerðin fjallar einnig um ent-
ero-veirur, sem aðallega halda til í
meltingarfærum, en ráðast einnig
alloft á önnur líffæri, t.d. mið-
taugakerfið. Gott dæmi um slikar
veirur eru mænusóttarveirur.
Greining entero-veirusýkinga hef-
ur hingað til verið erfið og lítt
áreiðanleg, en Einar og samstarfs-
fólk hans hafa nýlega þróað að-
Dr. Einar Guðmundur Torfason
ferð, sem auðveldar greiningu á
þessum veirum."
Einar er kvæntur Svanhvíti
Björgvinsdóttur, sálfræðingi, og
eiga þau tvær dætur.