Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 39

Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 39 Egilsstaðir: Hjöðnun verðbólgu raunhæfasta kjarabótin Spjallað við Jóhann Guðmundsson, húsasmið hjá Brúnási hf. JÓHANN Guðmundsson hefur starfað sem húsasmiður hjá Bygg- ingafélaginu Brúnás hf. á Egilsstöð- um í samfleytt 19 ár að tveimur ár- um undanskildum. Hann hefur þennan tíma verið virkur félagi í Iðnsveinafélagi Fljótsdalshéraðs. Við náðum tali af Jóhanni sem snöggvast á verkstæði Brúnáss hf. og spurðum hvernig væri að vera húsasmiður í dag. „Launin eru — eins og hjá öðr- um almennum launþegum — langt frá því að hægt sé að lifa af þeim, grunnlaunin eru 11 þús. kr. á mán- uði auk fastrar yfirvinnu." Hvað gera smiðir þá? „Þeir drýgja tekjur sínar á ýms- an hátt, t.d. er ég leigubílstjóri í hjáverkum, eða þá að makinn vinnur ennfremur utan heimilis til tekjuöflunar." Reynt að bjarga hvíta hvalnum í dag Skive, Danmörku, 20. maí. AP. UMFANGSMIKLAR björgunarað- ferðir eru nú í undirbúningi í Skive á Jótlandi til að ná hinum umtal- aða hvíta hval, sem villtist inn í Limafjörðinn og virðist ekki kom- ast út aftur. Verður reynt að ná dýrinu í net sem er 300 metra langt og 10 metrar á dýpt. Flutn- ingabfll með voldugum kranaút- búnaði mun láta netið síga niður í sjóinn og síðan mun með öðrum útbúnaði vera stöðugt sturtað sjó yfír hvalinn eftir að hann hefur náðst upp og verið komið fyrir í sérstöku „rúmi“ gerðu eftir leið- beiningum hvalasérfræðinga. Sturtuböðin eru til að ekki sé hætta á að skrápur og augu þorni upp á leiðinni til Torminde við Norðursjó, en þar verður svo hval- urinn látinn síga í sjó í þeirri von að hann nái þá áttum á ný. Hvalur af þessari tegund hefur ekki sést við Danmörku frá því árið 1903. Ætlunin var að reyna að ná hvalnum í dag, föstudag, en nú í kvöld var talið hyggilegra að bíða til morguns, svo að björgunarmenn og umhverfísverndarmenn og hvalafriðunarmenn, sem hafa streymt til Skive, gætu lagt síðustu hönd á undirbúninginn. Hefur verkalýðsforystan þá sofnað á verðinum í kjarabarátt- unni? „Ekki vil ég nú beint segja það — en kjarabaráttan hefur nú allt- af borið nokkurn keim af því hvort Alþýðubandalagið er utan eða inn- an ríkisstjórnar. Þegar Alþýðu- bandalagið er utan stjórnar harðnar kjarabaráttan verulega — en sé Alþýðubandalagið hins vegar í stjórn vill kjarabaráttan linast. Þetta er alkunn staðreynd." Er haldið upp á 1. mái hér um slóðir með hátíðardagskrá? „Nei, það hefur ekki verið gert — og vart tilefni til þess nú þegar óðaverðbólgan er að sliga heimilin og það liggur við gjaldþroti hjá þeim engu síður en atvinnufyrir- tækjunum." Eygirðu haldbær úrræði? Jóhann Guðmundsson „Launþegar og atvinnurekendur verða að mynda samstöðu um hjöðnun verðbólgunnar — sem er raunhæfasta kjarabótin í dag.“ Búa iðnaðarmenn á Héraði við atvinnuöryggi? „Enn hefur ekki orðið vart sam- dráttar t.d. í byggingariðnaði — en fái verðbólgan enn að leika lausum hala er atvinnuleyisvofan vart langt undan." Er vinnuaðstaða iðnaðarmanna bærileg? „Vinnuskilyrði og hollusta á vinnustað hefur batnað ár frá ári. Þar á Vinnueftirlit ríkisins stóran hlut að máli." Hver eru hvatningarorð þín til félaganna á þessum hátíðisdegi verkalýsðins? „Ég vona og trúi að launþegar beri gæfu til að taka höndum sam- an til hjöðnunar verðbólgunnar — sem nú ógnar lífgrundvelli okkar." — Ólafur VILTU FUUGft AÐRA LEIÐINA Oö SIGIAhim? í samvinnu við Arnarílug og Flugleiðir bjóðum við nýjan íerðamáta. Þú getur ílogið úr landi, eða heim og notið siglingar um borð í ms Eddu hina leiðina. Nýj'asta her- skip Rússa sent til Mið- jarðarhafs Wnshinglon, 20. maí. AP. SOVÉTRÍKIN hafa sent nýjasta flugmóóurskip sitt, Novorossiysk, sem er 37.000 tonn að stæró, inn á Miójarðarhaf. Þetta skip er eitt af þremur fullkomnustu herskipum sovézka flotans. Hin skipin eru Kiev, sem er á Svartahafí og Minsk, sem er á Norður-Kyrrahafí. Hernaðarsérfræðingar hafa lýst þessum skipum sem þungvopnuð- ustu herskipum heims. Þau eru búin margs konar eldflaugum og fallbyssum og hafa auk þess um 35 herþotur, sem geta hafið sig á loft, hvenær sem er. í fylgd með Novor- ossiysk nú eru tveir tundurspillar, sem búnir eru stýrieldflaugum. Á milli haínarborgar og ílugvallar, hvar sem hann er, íerðast þú d þann hdtt sem þér best hentar. Svona íerð er upplagt að tengja við dvöl í sumarhúsi, í íljótabdti eða gistingu d sveitakrdm og leigu d bíl erlendis. Við getum verið þér innan handar við útvegun d öllu slíku. og ekki spillir verðið ánægjunni: Flug + Sigling Verð GLASGOW NEWCASTLE 8.769 LONDON NEWCASTLE 9.388 AMSTERDAM NEWCASTLE 9.853 LUXEMBORG BREMERHAVEN 11.739 AMSTERDAM BREMERHAVEN 11.739 KAUPMANNAHÖFN BREMERHAVEN 11.807 DUSSELDORF BREMERHAVEN 11.842 Allt verð er miðað við dvól í tveggja manna klefa um borð í ms Eddu og gengi 15.5. 1983. o < r* 2 3) FARSKIP Aöalstræti 7, 101 Reykjavík. Símanúmer: 91-25166.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.