Morgunblaðið - 22.05.1983, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983
1943 Richard Burton kom fyrst fram á sviöi í London í
hlutverki Glans í leikriti Emlyn Williams. „The Druid Rest“. lnm
Blaðiö New Statesman sagöi um hann: „I hálfaumu hlutverki
sýnir Burton af sér sérstaka hæfileika."
1948 Emlyn Williams skrifaði hlutverkið Gareth í mynd-
The Last Days of Dolwyn" með Burton í huga. Myndinni,
sem var sú fyrsta sem Burton lék í, var vel tekið.
1949 Hér leikur Burton í leikritinu „The Lady’s Not for
Burning", með Pamelu Brown og John Gielgud í Globe-leikhús-
inu. Leikritið naut mikilla vinsælda og var sýnt allt þetta ár.
Richard Burton
í máli og myndum
Andlitiö er sú auðlind, sem lífiö eys af og á því má sjá hvernig reikn-
ingarnir standa. Richard Burton er 57 ára, kinnfiskasoginn, eins og menn
eru þegar þeir ferðast á miklum hraða, og drengjalegt bros hans hefur
breyst með árunum eins og það beri kvíðboga yfir hvert hann stefnir. Það
er hins vegar enginn vafi á hvar hann hefur verið. Líf og leikferill
Burtons hefur farið í gegnum öll hugsanleg stig umfjöllunar fjölmiðla,
frá hálofuðum byrjendaleik, til frægðar, til alþjóðlegrar viðurkenningar.
Framlag hans til leiklistarinnar
er mikið og hann hefur tryggt sér
öruggan orðstír. Það er ekkert
vafamál og síðari kynslóðir viður-
kenna það. Á sama hátt hefur
hlægilegur leikaraskapur hans
verið tilefni til endalausra skrifa í
slúðurdálkum blaða. Launaðir
slúðurmangarar hafa notað hann í
gegnum árin, hvar sem þeir hafa
þurft að fylla autt pláss í blaði
sínu. Það er alltaf hægt að skrifa
eitthvað um Richard Burton,
hugsa þeir. Skyldi hann kaupa
nýjan demant handa Elizabeth
Taylor? eða, skyldi hann giftast
henni — aftur?
Líf sitt hóf Burton undir nafn-
inu Richard Walter Jenkins jr. 10.
nóvember 1925 í kolanámubænum
Pontrhydfen í Suður-Wales. Hann
er tólfti í röð þrettán systkina
kolanámuverkamanns. Hann vann
styrk til skólanáms í Oxford,
nokkuð sem hann þakkar fyrst og
fremst kennara snum, Philip
Burton, en þaðan tók hann sér
seinna leikaranafnið til minningar
um sinn gamla velgjörðarmann og
kennara. Áður en hann hóf nám í
háskólanum, þá 18 ára að aldri,
lék hann fyrst á sviði í Liverpool í
leikriti Emlyn Williams, „The
Druid’s Rest“, 1943. Árið eftir fór
hann með leikhópnum til London
þar sem hann skráði sig fljótlega í
breska flugherinn, en í honum
þjónaði hann landi sínu sem sigl-
ingafræðingur til ársins 1947.
Þegar hann skráði sig úr hern-
um hélt hann áfram í leiklistinni
þar sem frá var horfið og 1948 lék
hann í fyrsta sinn í kvikmynd.
„The Last Days of Dolwyn" hét
hún en við gerð þeirrar myndar
kynntist hann konunni, sem hann
átti eftir að giftast, velsku leik-
konunni Sybil Williams.
Það var á Old Vic, sem leikur
hans og sterk rödd fékk að blómg-
ast í öllu sínu veldi, í hlutverki
Hamlets, Henrys V og Othello.
Honum var fagnað ákaft, þessum
byrjanda á sviðinu. Leikarinn
Anthony Quayle, sem var sam-
tíma Burton á Old Vic, sagði: „Er-
indin streymdu um æðar hans eins
og blóð." Áður en hann hélt til
Hollywood gat hann sér góðan
orðstír í London og varð, á þessum
fyrstu árum ferils síns, kannski
hvað þekktastur fyrir leik sinn í
leikriti Chiistopher Fry’s, „The
Lady’s not for Burning". Hann lék
í því sama á Broadway í New York
og gagnrýnendur kepptust um að
hylla leikarann unga.
Rokkandi á milli leiksviðsins og
tjaldsins, milli Englands og
Bandaríkjanna, lék Burton í sinni
fyrstu amerísku mynd. Það var
„My Cousin Rachel", með Olivia de
Havilland og á eftir fylgdi „The
Robe“, og honum stóðu allar dyr
opnar til að slá í gegn í drauma-
bænum Hollywood og fyrir ungan
mann er erfitt að standast freist-
ingar frægðarinnar. Jafnvel þó
allt sé hégómi og eftirsókn eftir
vindi, eins og stendur einhvers
staðar. Burton kallar þessar
freistingar nú „seiðmagn rusl-
myndanna". Margar lélegar
myndir fylgdu í kjölfar Holly-
wood-áranna. Sjaldan hefur verið
uppi eins mikill leikari, sem gert
hefur svo margar lélegar myndir.
Burton viðurkennir þetta og segir:
„Ég hef leikið hreint rusl aðeins
til að hafa eitthvað að fara á
morgnana." Samt verður því ekki
neitað að hann hefur næstum allt-
af eitthvert yfirbragð sem styrkir
jafnvel ömurlegustu myndir hans.
Það er ýmsum mönnum ráðgáta
hvers vegna Burton leikur best í
hlutverkum þar sem sá sem hann
leikur gerir sér grein fyrir því að
hann er algerlega misheppnaður,
hvort sem honum tekst að breyta
því eða ekki. Það er í myndum eins
og „The Spy Who Came in from
The Cold“, „The Night of the Igu-
ana“ og auðvitað, „Who’s Afraid
Of Virginia Woolf?“ sem er ill og
stórkostleg, tilfinningaleg og
menningarleg glíma við Elizabeth
Taylor.
1952 Lék Burton í sinni fyrstu Hollywood-mynd, sem var
Robe“, stórmynd, sem Burton kallaði seinna „rusl“.
,The
1956 Burton vann leiksinir þegar hann sneri aftur á Old Vic í London
og lék þar Henry V í samnefndu leikriti.
Maj Britt Theorin gestur friðarhóps kvenna:
Stofnun friðarhreyfíngar
í ÁGÚST á sl. ári hóf hópur kvenna í Reykjavík að ræða hugsanlega stofnun
friðarhreyfingar kvenna. Hópurinn sem samanstendur af konum úr öllum
stjórnmálaflokkum, kvenfélögum, verkalýðsfélögum o.fl. kom sér saman um
ávarp sem sent var öllum kvenfélögum í landinu, svo og bréf þar sem konur
voru beðnar um að hugleiða friðar- og afvopnunarmál og hugsanlega friðar-
hreyfingu.
Nú er stundin runnin upp, frið-
arhópur kvenna boðar til fundar í
Norræna húsinu föstudaginn 27.
mai kl. 17, þar sem rætt verður um
ifriðarbaráttu og afvopnun og af-
I' itaða tekin til stofnunar friðar-
ireyfingar kvenna, starfs hennar
>g skipulags.
Gestur fundarins verður Maj
iritt Theorin, sem hefur setið á
ænska þinginu fyrir sósíaldemo-
;rata síðan 1971 og verið í forsvari
yrir földa þingnefnda. Hún hefur
erið fulltrúi Svía hjá Sameinuðu
Iþjóðunum frá 1976 og formaður
Svía í sendinefndum um afvopn-
unarmál. Hefur hún verið kölluð
arftaki Ölvu Mýrdal sem helsti
talsmaður Svía um friðar- og af-
vopnunarmál. Mun hún flytja er-
indi um friðarbaráttu og hlut
kvenna í henni, en á eftir gefst
fundargestum kostur á að leggja
fyrir hana spurningar.
Dagskrá fundarins verður að
öðru leyti með þeim hætti að eftir
erindi Maj Britt Theorin verður
snæddur kvöldverður, en síðan
verður greint frá störfum friðar-
hóps kvenna. Margrét Heinreks-
dóttir fréttamaður mun flytja er-
indi um vígbúnaðarkapphlaupið
og stöðuna í viðræðum stórveld-
anna. Síðan verður greint frá til-
lögum hópsins um verkefni og
væntanlegar friðarhreyfingar.
Búist er við að fundinum ljúki um
kl. 23.00. Fundarstjóri verður Sig-
ríður Thorlacius, en þær sem
kynna friðarhópinn og tillögur
hans eru Gerður Steinþórsdóttir,
Margrét Björnsdóttir, Björg Ein-
arsdóttir og Kristín Ásgeirsdóttir.
Fundurinn er opinn öllum kon-
um og eru allar þær sem áhuga
hafa á friðarmálum og afvopnun í
heiminum hvattar til að koma og
leggja sitt lóð á vogarskálina, frið-
arbaráttu til framdráttar.
Fundurinn er í Norræna húsinu
og hefst kl. 17.00 föstudaginn 27.
maí.
KriAarhópur kvenna.