Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 46

Morgunblaðið - 22.05.1983, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1983 spurt og svaraÓ Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS HAFLIÐI Jónsson, garöyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekiö aö sér aö svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garöyrkju. Lesendur geta lagt spurn- ingar fyrir Hafliöa jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekiö er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgunblaðsins í síma 10100 milli kl. 11 og 12 árdegis, mánudaga til föstudaga. Hafliöi Jónsson er landsþekktur garöyrkju- frömuöur og hefur haft yfirumsjón með öllum ræktunarmálum borgarinnar í nær þrjá áratugi. Skipulag lóða Langt er um liðið frá því að skylt var að leggja teikningar fyrir byggingarnefndir af húsum og öllum lögnum í þau, en ennþá hvílir ekki sú kvöð á húsbyggjend- um að leggja 'einnig fram teikn- ingar af skipulagi lóða. Sjaldan eru allir á eitt sáttir um ágæti þess sem skipulagt er af spreng- lærðum sérfræðingum og mörgum finnst nú til dags að þau mann- virki sem byggð voru af fákunn- andi teiknimeisturum fyrir og eft- ir aldamótin, séu höfuðprýði allr- ar byggðar á landi hér. Nú eru gömul hús í tísku og endurbyggð með ærnum tilkostnaði svo að þau geti talist íbúðarhæf, samkvæmt kröfu nútímans. Tískuhúsin með flötu þökunum, frá sjötta og sjöunda áratugnum, sem flest reyndust illa í stórrigningum, fá nú hvert af öðru ný þök með gamla laginu svo að þau fleyti af sér vatni, og engum arkitekt dett- ur lengur í hug, að gera tillögur um margra fermetra gluggarúður, eða ætlast til þess að fólk búi í gróðurhúsum. En þrátt fyrir allt þarf ennþá að skipuleggja flesta hluti samkvæmt ströngum reglu- gerðum og er ræktun lóða nánast það eina, sem menn hafa fullt frjálsræði til að framkvæma eftir eigin geðþótta og hyggjuviti. Við garðyrkjumenn segjum stundum, að ástæðan sé sú, að gróðurinn sé það eina sem nota megi til þess að fela mestu mistök- in sem til verða í ytra útliti húsa. Til skamms tíma hafa ekki verið margir menn hér á landi er hafa hlotið sérstaka menntun til að skipuleggja gróðursvæði og húsa- lóðir, en nú fjölgar þeim hins veg- ar óðum, því margir ungir menn eru erlendis við sérnám í slíkum fræðum og sjálfsagt kemur að því að nám þeirra fái tilheyrilega við- urkenningu, á sama hátt og skipu- leggjenda á öðrum sviðum mann- virkjagerðar. Fyrsta sporið í þá átt hefur nú þegar verið stigið með ákvæðum í byggingarsam- þykktum er nýlega hafa verið gerðar af öllum sveitarstjórnum landsins, er leggja bann við því, að tré sem orðin eru 40 ára eða hafa náð 4 m hæð, verði höggin niður, nema að fengnu leyfi byggingaryf- irvalda. Með þessu ákvæði verða áreiðanlega þáttaskil í ræktun húsalóða. Fram að þessu hefur ræktun lóða að mestu stjórnast af hugsjóninni sem til varð hjá ungmennafélögunum í byrjun ald- arinnar um að klæða landið skógi, en nú er svo komið að fólk er farið að sjá árangurinn og mætti þess vegna trúa á möguleika þess að klæða iandið skógi, en að skógur verður að færast frá þröngum húsalóðum út á opin og víðáttu- mikil landsvæði þar sem hann byrgir ekki úti sól frá híbýlum manna. Á húsalóðum er eðlilegt að rækta lágvaxnari gróður. Nú er líka svo komið að við eigum völ á ótrúlega miklu úrvali af runnum og garðtrjám er henta vel til rækt- unar í görðum til skjols og ánægju, og ef þeim er hyggilega fyrirkomið á lóðinni, á ekki að vera hætta á því, að gróðurinn valdi skugga á sama hátt og skóg- arviður, sem nú vex orðið mörgum til angurs á litlum húsalóðum í þéttbýli. Með sífellt minni lóðum vek þörfin fyrir það, að fólk hugi vandlega að því, hvaða gróður það velur til ræktunar í garða sína og þar af leiðandi getur það verið nokkurs um vert, að kaupa leið- sögn frá mönnum með sérþekk- ingu og sem hafa ekki atvinnu við að selja gróður í garða. I. Helluhnoðri Guóný Jónsdóttir, Háaleitisbraut 83, spyr: Undanfarin ár hef ég ekki getað fengið helluhnoðra, sem er í steinbeði, sem snýr í vestur, til að blómstra. Hvað get ég gert? Svar: Vel má vera að gagn væri af því, að losa um hann, jafnvel nægði að losa um ræturnar með lítilli handkvísl. II. Mosi á legsteini Þorgerður Bogadóttir, Brávalla- götu 16, spyr: Hvernig er best að eyða mosa af legsteini á leiði? Svar: Sennilega mun best gefast að pensla allan legsteininn með steinolíu. Láta síðan líða fáeina daga en fara þá með sápuvatn og þvo steininn vandlega. Eflaust þarf einnig að hafa einhverja sköfu (helst úr tré, t.d. smjörhníf), tii að losa um mosann. Þegar steinninn er orðinn hreinn væri hyggilegt að úða yfir hann með „silicon" sem nú fæst víða í versl- unum til að verja skófatnað fyrir bleytu. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Innritun Innritun í 3. og 5. bekk Verzlunarskóla íslands fyrir skólaár- iö 1983—84 stendur nú yfir. Verzlunarskóli íslands tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur, án tillits til búsetu. Reynist ekki unnt aö taka inn alla sem sækja um skólavist, veröur höfö hliösjón af árangri nemenda á arunnskólaprófi. Umsóknir skal senda til Verzlunarskóla íslands, Grund- arstíg 24, 101 Reykjavík. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 9—15. Umsóknir sem ekki er unnt aö veröa við sendast þeim skólum sem nemendur sækja um til vara. Skrifstofa skólans sendir umsóknareyöublöö sé um þaö beðið. Sími skrifstofunnar er 13550. Umsóknarfrestur er til 3. júní og skulu umsóknir þá hafa borist skrifstofu skólans, ásamt staðfestu afriti prófskír- teina. Ekki er tekið við óstaöfestum Ijósritum. Inntökuskilyröi í 3ja bekk Verslunardeildar er grunnskóla- próf. Inntökuskilyrði í 5. bekk Verslunardeildar er verslunarpróf. Inntökuskilyröi í Lærdómsdeild þ.e. 5. bekk Hagfræöi- og Máladeildar er verslunarpróf og aöaleinkunnin 6,50. Verzlunarskóli íslands SILSA vernda lakkið - varna ryði Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100 og pantaðu, þú færð þér svo kaffi meðan við setjum þá undir. m BUKKVER Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Simi 44100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.