Morgunblaðið - 14.06.1983, Page 43

Morgunblaðið - 14.06.1983, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983 23 Stuttgart tapaði 2—0 fyrir frísku Stjörnuliði STUTTGART tapaöi 2—0 fyrir Stjörnuliöinu á Laugardalsvellin- um á laugardag. Stjörnuliöiö var mun frískara í leiknum og átti sigur fyllilega skilinn. Oft á tíðum var eins og leikmenn Stuttgart heföu alls engan áhuga á því sem þeir voru að gera og upp- skeran var í samræmi viö það. Því varö leikurinn frekar lítil skemmtun fyrir þá rúmlega 2.000 áhorfendur sem borguöu sig inná leikinn. Fyrsta mark leiksins skoraöi Lárus Guömundsson mjög glæsi- lega. Markið kom strax í upphafi leiksins. Síöara markiö skoraöi svo Jan Hamilton meö skalla á 52. mínútu eftir mjög góöa sókn. Mikiö rok og kuldi var á Laugardalsvell- inum og setti þaö svip sinn á leik- inn. — ÞR • Jóhannes Eðvaldsson lék meö Stjörnuliöinu og stóö vel fyrir sínu. Hér fylgist Jóhannes vel með Allgöwer hjá Stuttgart. Ljósm. Morgunhlaðið Guójón Steve Ovett að ná sér eftir meiðsli STEVE Ovett sigraði í 800 m hlaupi á alþjóðamóti sem haldiö var um helgina á Ítaiíu. Ovett sem hefur ekki keppt í nokkra mánuöi Nýtt heimsmet SOVÉSKA frjálsíþróttakonan Anna Ambrosene setti nýtt heimsmet í 400 m grindahlaupi á alþjóðlegu móti á laugardaginn. Tími hennar var 54.02 en eldra metiö sem var síðan 1980 átti Karin Rossley frá A-Þýskalandi. Þaö var 54.28. vegna meiösla, hljóp á 1:47,64. Hann sagði eftir hlaupið aö hann stefndi að því að veröa í topp- formi í heimsmeistarakeppninni sem fer fram í Helsinki í ágúst. Annar í 800 m varö ítalinn Tonino meö tímann 1:47,66. Önnur helstu úrslit á þessu móti uröu þau aö Mennea frá Ítalíu sigraði í 100 m hlaupi á 10,30, annar varö Larry Myricks frá Bandaríkjunum á 10,31, Walter McCoy kom fyrstur í mark í 400 m á 45,61. Sebastian Coe keppti á sama tíma á móti í Englandi og hljóp hann 800 m á 1:45,06 sem er fjóröi besti tíminn á þessu ári. Besta meðalaðsókn var í Reykjavík árið 1981 ÞAÐ er jafnan mjög athyglisvert að fylgjast meö aðsókninni aö 1. deildarleikjunum. Besta meðalaðsókn í 1. deild í Reykjavík var áriö 1981 en þá komu að meðaltali 1282 á hvern leik. Aösóknin er mjög mismunandi eftir því hvar er á landinu eins og sjá má á meöfylgjandi töflu yfir meóalaðsókn á árunum 1977 til 1982: Meðalaðsókn að leik í 1. deild árin 1977—1982: 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Reykjavík 866 784 1037 1137 1282 771 Akranes 915 819 1062 990 778 751 Akureyri 861 790 834 959 596 Keflavík Vestmanna- 866 645 821 827 634 eyjar 604 490 730 654 738 649 Kópavogur Hafnar- 645 560 795 936 918 fjöröur 445 361 425 604 478 • Sævar Jónsson í návígi viö einn leikmann Stuttgart og hefur betur. Norrænt Ólympíuþing á íslandi: íþróttamenn Finnlands verða á fullum launum DAGANA 10. og 11. júní þinguðu leiötogar Norðurlandanna í Alþjóöa ólympíunefndinni, IOC, ásamt fulltrúum frá ólympíunefndunum í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, í Reykjavík. Heiðursgestur fundarins var Antonio Juan Samaranch sem er jafnframt fyrsti forseti IOC, sem heimsækir ísland. í skýrslum hinna einstöku ólympíunefnda kom ýmislegt at- hyglisvert fram. Sérstaklega vakti þaö athygli i skýrslu finnsku ólympíunefndarinnar um aö geröur hefur veriö samningur viö finnska ríkiö um að þeir íþróttamenn, sem taka þátt í Evrópumótum, heims- meistaramótum og Ólympíuleik- um, fái full laun, ef þeir eru þátt- takendur, en þó mest 30 daga, séu þeir starfsmenn ríkisins eöa bæj- ar- og sveitarfélaga. Fundurinn lagöi til að málið yrði tekið upp af hálfu ólympíunefnda Noröurlandanna og iþróttasam- banda Norðurlandanna hvers fyrir sig og hafðar yrðu viöræöur um máliö til aö ná fram því sama á öllum Norðurlöndunum fyrir afreksíþróttir. Þá var þaö taliö mikilvægt aö taka upp þetta mál í Norðurlandaráði, sem eru samtök Norðurlanda fyrir stjórnmálalega og menningarlega samvinnu á Norðurlöndunum, til þess að ná fram samskonar samstööu í öllum löndunum. Rætt var ýtarlega um möguleika á sameiginlegum feröum á Ólympíuleikana 1984 í Sarajevo og í Los Angeles. Danir, Norömenn og Svíar hafa í þessu sambandi gert samning viö SAS um flug í venju- legu áætlunarflugi, en ekki sér- stöku leiguflugi, eins og talað haföi veriö um til Los Angeles. Þá hefur einnig komiö í Ijós, að vegna mis- munandi feröa til Sarajevo, þar sem t.d. sum liðin munu veröa viö Víkingur Aðalfundur Knattspyrnufélags- ins Víkings veröur haldinn í fé- lagsheímiiinu viö Hæöargarö fimmtudaginn 23. júní nk., klukk- an 20.30. Venjuleg aöalfundar- störf. Stjórnin. æfingar fyrir keppnina, m.a. í Sviss, mun ekki veröa neitt úr beinu leiguflugi þangað. Dvöl þátttakenda i Los Angeles og ferðir til og frá keppnisstööun- um var rætt mjög náiö. Sérstak- lega veröur skipulagning aö vera góö fyrir siglingamenn, kano- ræöara og róður og jafnvel fyrir skotmenn. Hvar seinni hluti keppn- innar í skotfimi mun eiga fara fram verður ákveöiö 15. júní, eftir því sem forseti IOC upplýsti. Á alþjóðaráðstefnunni í Nairobi í Kenya fyrir nokkrum árum meö fulltrúum ríkisstjórna varö sam- komulag um sölu á ólympíu- hringjunum til verslunarnota og náöi samkomulagiö einnig yfir tekjuskiptinguna milli IOC og þjóö- arólympíunefndanna. Ríkisstjórnir Noröurlandanna og ólympíunefnd- irnar eru samt sem áður í vafa varðandi þaö aö samþykkja þenn- an samning, sem getur oröiö ólympíunefndunum til skaöa í tekjuöflun þeirra. Samaranch full- vissaði fulltrúana um aö IOC myndi aldrei gera samning, sem skaðaði þær. Þá var einnig rætt um ofnotkun lyfja (doping), en til að leysa þenn- an vanda veröur aö ná alheims- samvinnu, sem er erfitt aö ná, þar sem ákveðin lönd hafa lagst á móti alþjóðlegu lyfjaeftirliti (doping) viö æfingar og keppni í eigin löndum. Vonir standa til aö samvinna takist milli IOC og alþjóðasérsamband- anna um aö setja reglur um þessi mál og framkvæmd þeirra, sem leysa vandamáliö. Sameiginlegt norrænt markmiö er „iþróttir án lyfja". Sænsku og norsku þátttakend- urnir skýrðu frá sínum áætlunum um aö sækja um aö veröa gest- gjafar Ólympíuleikanna 1992 í Fal- un og Lillehammer á vetrarleikun- um, en fyrir sumarleikana sama ár í Stokkhólmi. Niöurstaða fundarins var aö fyrir norrænt álit væri þaö til óheilla, ef tveir norrænir bæir beröust um vetrarleikana. Þess vegna vonuðu fundarmenn og töldu heppilegt, aö samkomulag tækist á milli áhugahópanna og stjórnvalda í Svíþjóö og Noregi og muni leiöa til samkomulags um aö aðeins einn norrænn bær sæki um aö fá að halda vetrarleikana. For- seti IOC gaf þaö ráö aö slíkt samkomulag yröi gert fyrir árslok. í ræöu sinni viö setningu fundar- ins sagöi Samaranch meöal ann- ars aö náiö samkomulag yrði aö vera milli ríkisstjórna og ólympíu- nefnda til aö verja og efla hugsjón- ir og markmið, sem eru skjaldborg ólympíuhugsjónarinnar. Forseti IOC sagöi einnig, að ólympíu- samhjálpin og ólympíunefndin heföi þaö sem markmið aö styöja íþróttamenn fjárhagslega, sér- staklega í þróunarlöndunum. Á þessu ári leggur hún fram 4 millj- ónir $. Samaranch sagöi, einnig aö innan IOC heföi verið komið á laggirnar alþjóölegum dómstól sem heföi þaö verkefni aö vera æösta vald, þegar um árekstra og deilur væri aö ræöa innan ólympíuíþróttarinnar. Ennfremur gat Samaranch þess, að í mörgum löndum séu nýstofnuð samtök íþróttamanna, sem eru þátttak- endur í Ólympíuleikunum og eiga þeir oft fulltrúa í ólympíunefndum viökomandi landa. Eftir þessu ættu Noröurlöndin einnig aö vinna. Fulltrúar hinna Noröurlandanna þökkuöu að lokum fyrir gestrisni þá, sem Islendingar sýndu þeim og fyrir vel skipulagöan fund. Þá heföi forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, haft mikil áhrif á gestina, þegar hún bauö þeim til Bessa- staöa. Þá heföi forsætisráðherra, Steingrimur Hermannsson, boöiö þeim til hádegisveröar og borgar- stjórinn í Reykjavík heföi verið gestgjafi ólympíunefndanna um kvöldiö. Næsti fundur ólympíunefnda Noröurlandanna veröur í Svíþjóö 1984.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.