Morgunblaðið - 14.06.1983, Síða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
Gunnhildur Þórarinsdóttir krynir „Stjörnu Hollywood ’83“ Jóhönnu
Sveinjónsdóttur.
Stjörnur Holly-
wood og Úrvals
STJÖRNUR Hollywood og ÍJrvals
voru kjörnar í Broadway á fostu-
dagskvöldið og báru þar sigur úr
býtum þær Jóhanna Sveinjónsdóttir
og Hanna Kristín Pétursdóttur. í
frásögn af atburði þessum, sem birt
var í Morgunblaðinu á sunnudaginn,
urðu þau mistök að mynd af stjörn-
unum sjálfum féll niður. Þessar
myndir voru teknar við krýningar-
athöfnina á fostudagskvöldið og
sýna Gunnhildi Þórarinsdóttur,
„Ungfrú Hollywood 1982“ og Höllu
Bryndísi Jónsdóttur, „Sólarstúlku
Úrvals 1982“ krýna arftaka sína
fyrir árið 1983.
Halla Bryndís Jónsdóttir festir kórónuna á Hönnu Kristínu Pétursdóttur,
sem kjörin var „Sólarstjarna Úrvals“.
Borgarfjarðarrallið:
Halldór og Hjörleifur sigr-
uðu eftir spennandi keppni
Borgarnesi, 13. júní.
IIALLDÓK Úlfarsson og Hjörleifur
Hilmarsson sigruðu { vorralli Hótel
Borgarness sem Bifreiðaíþróttaklúbb-
ur Borgarfjarðar stóð fyrir um helgina.
Logi M. Linarsson og Ásgeir Sigurðs-
son urðu í 2. ssti, skammt á eftir Hall-
dóri og Hjörleifi en Ómar og Jón
Ragnarssynir f 3. sæti. Keppnin var
hörkuspennandi frá byrjun en á fyrstu
sérleiðinni fóru Ómar og Jón útaf f
beygju og töpuðu um 15 sek. á þvf og
var spurningin allan tímann sú hvort
þeim tækist að vinna þennan tíma upp.
Það tókst þeim ekki. Frekar dró sund-
ur en saman með þeim og keppinaut-
unum um fyrsta sætið.
Úrslit urðu þessi:
1. Halldór Úlfarsson, Hjörleifur
Hilmarsson, Toyota Corolla. 2,33
refsist.
2. Logi M. Einarsson, Ásgeir Sig-
urðsson, Ford Escort. 2,40 refsi-
st.
3. Ómar Ragnarsson, Jón Ragn-
arsson, Renault alpine. 3,01
refsist.
4. Þorsteinn Ingason, Sighvatur
Sigurðsson, BMW. 3,50 refsist.
5. Ríkharður Kristinsson, Atli
Vilhjálmsson, Lada 1600. 4,33
refsist.
6. Ragnar Kárason, Ásmundur
Pálmason, Mitsubitsi Celesta.
5,55 refsist.
7. Kristinn Bernburg, Þorlákur
Einarsson, BMW. 6,33 refsist.
8. Eiríkur Friðriksson, Þráinn
Gestsson, Ford Escort. 6,46 refsi-
st.
9. Símon Aðalsteinsson, Kristín J.
Símonard., Subaro. 7,19 refsist.
10. Einar Steinsson, Helgi Jónsson,
Ford Escort. 7,33 refsist.
11. Oddur V. Júlíusson, Einar Þ.
Einarsson, Ford Escort. 7,46
refsist.
12. Hilmar Sigurjónsson, Sæmund-
ur Bjarnason, Subaro. 8,06 refsi-
st.
13. Árni Jónsson, Gestur Friðjóns-
son, Toyota Corolla. 8,37 refsist.
14. Steingrímur Ingason, Auðunn
Þorsteinsson, Datsun. 8,56 refsi-
st.
15. Jón Einarsson, Gunnlaugur
Björnsson, Ford Escort. 9,34
refsist.
16. Örn Ingólfsson, Halldór Arnar-
son, Trabant. 19,05 refsist.
17. Svavar Gestsson, Jakobína Guð-
mundsd., Datsun. 20,07 refsÍ3t.
18. Ólafur Ingi Ólafsson, Auðunn B.
Ólafss., Datsun. 27,39 refsist.
19. Jón S. Haraldsson, Hjalti Haf-
steinsson, BMW. 29,01 refsist.
Engin stórvægileg óhöpp urðu í
keppninni en tveir keppendur þurftu
að hætta vegna vélarbilana. Keppn-
isstjórn þurfti að fella úr leiðir bæði
fyrir og eftir keppni og varð leiðin
því styttri og auðveldari fyrir bragð-
ið. Sem dæmi má nefna að ekki var
farið i Hítardal þar sem áin var
ófær. Að sögn Pálma Ingólfssonar,
formanns Bifreiðaíþróttaklúbbs
Borgarfjarðar, gekk keppnin að öðru
leyti mjög vel fyrir sig og sagði hann
að samvinnan við aðra aðila, lögregl-
una og fleiri, hefði verið mjög góð.
Halldór Úlfarsson var að vonum
ánægður með sigurinn og sagöi hann
í samtali við Mbl. eftir keppnina að
sér þætti þessi sigur sæt- jrstak-
lega þegar það væri hai. huga að
hann hefði ekki verið með í rall-
keppni af neinni alvöru sl. 3 ár.
HBj.
Rútudagurinn:
Milli 6 og 8 þúsund komu á
ferðakynningu sérleyfishafa
.RÚTUDAGURINN" var haldinn
við Umferðarmiðstöðina sl. laug-
ardag. Þar fór fram ferðakynning
á vegum íslenskra sérleyfishafa á
rútuferðum vitt og breitt um land-
ið í samvinnu viír nokkur önnur
fyrirtæki sem hafa ferðalög inn-
anlands á sinni könnu.
Áhugi fyrir þessari ferðakynn-
ingu var allmikill en að sögn að-
standenda kynningarinnar sóttu
hana á milli 6 og 8 þúsund manns.
Á kynningunni var boðið m.a.
upp á ókeypis skoðunarferðir um
borgina og fóru um 500 manns í
þessar ferðir en þær voru farnar á
hálftíma fresti frá Umferðarmið-
stöðinni. 1 tengslum við kynning-
una fór fram sýning á farskjótum
þeim sem sérleyfishafarnir bjóða
kúnnum sínum að ferðast með og
þá voru einnig til sýnis eldri rútur
sem að mestu eru búnar að þjóna
sínu hlutverki.
Aðstandendur kynningarinnar
voru mjög ánægðir með hvernig
til tókst og hve margir sóttu hana.
Vonuðust þeir til að kynning þessi
ætti eftir að auka áhuga fólks á
ferðalögum innanlands.
BOBGARnpWUB HCVKjAVg
tsrui
.íslenskt Enterprise“, stærsta rúta fslands með aðra á þakinu.
Kór undir stjórn Helgn Þórhalisdóttur aöag i afmælishátíðinni.
Þórarinn Þórarinsson, fyrrverandi
skólastjóri, flytur ávarp.
Eiðar:
Skólasetur í 100 ár
Egitastöðum, 11. júní.
í DAG var aldarafmælis skóla-
halds á Eiðum minnst við hátíð-
lega athöfn og að viðstöddum
fjölda gesta.
Sóknarpresturinn, sr. Einar
Þorsteinsson, flutti hugvekju,
skólastjóri Alþýðuskólans á Eið-
um, Kristinn Kristjánsson, rakti
skólasögu Eiðastaðar og fjöldi
gesta flutti ávörp.
Menntamálaráðherra, Ragn-
hildur Helgadóttir, sem ekki átti
þess kost að sækja hátíðina,
sendi kveðjur sínar og heillaósk-
ir ásamt ljósritaðri útgáfu Lög-
bergs af Skarðsbók. Þá bárust
Eiðaskóla margar fleiri góðar
gjafir, m.a. frá sýslunefndum
Múlasýslna og Austur-Skafta-
fellssýslu, Kaupfélagi Hér-
aðsbúa, Kvenfélagi Eiðaþinghár,
Ólöfu Guðmundsdóttur og börn-
um hennar — og frá Gróu Salv-
arsdóttur, sem lengi var
matráðskona við skólann. Þá
barst skólanum fjöldi heilla-
óskaskeyta.
Það kom fram í máli skóla- '■
stjóra, Kristins Kristjánssonar,
að skóli var fyrst settur á Eiðum
hinn 21. október 1883 og stóðu
Múlasýslurnar báðar að rekstri
hans. Það var búnaðarskóli og
starfaði hann allt til ársins 1919
— en þá var skólareksturinn
orðinn ofviða fjárhagsgetu
sýslusjóðanna. Löggjafinn ákvað
þá að alþýðuskóli skyldi stofnað-
ur á Eiðum — og hefur siðan
starfað þar óslitið.
Frá afmælishátíðinni.
Meðal þeirra sem tóku til máls
á afmælishátíðinni voru tveir
fyrrverandi skólastjórar Al-
þýðuskólans á Eiðum, Þórarinn
Þórarinsson og Þorkell Steinar
Ellertsson. Þórarinn var skóla-
stjóri Eiðaskóla frá 1938 til 1965
eða í 27 ár og hefur því átt hvað
drýgstan þátt í uppbyggingu
hans. Þorkell Steinar, sem tók
við skólastjórn af Þórarni og
gegndi starfinu til ársins 1972,
gat þess í ávarpi sínu að áhrif
Eiðaskóla á austfirskt þjóðlíf
væru ómælanleg.
Á afmælishátíðinni léku nem-
endur úr Tónskóla Fljótsdals-
héraðs á hljóðfæri og kór Eiða-
manna söng undir stjórn Helgu
Þórhallsdóttur.
Þá hafði verið komið upp
sögusýningu í skólanum í tilefni
aldarafmælisins.
í kvöld verður hátíðarhöldun-
um haldið áfram í Valaskjálf á
Egilsstöðum og ætlað að þar
komi fram til skemmtunar
nokkrar hinna knáu skóla-
hljómsveita sem gert hafa garð-
inn frægan undanfarin ár.
Á næstunni mun koma út saga
Eiðaskóla skráð af Ármanni
Halldórssyni, sem lengi var
kennari við skólann. — ólafur.