Morgunblaðið - 14.06.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1983
35
John Kendall préfessor ásamt nemendahópi sfnum á æfingu í Tónmennta-
skóla Reykjavíkur fyrir skömmu.
Tónleikar í
NEMENDAHÓPUR John Kendalls
prófessors við Southern Illinois Uni-
versity heldur tónleika í kvöld á sal
Hagaskólans í Reykjavík. Tónleik-
arnir hefjast kl. 20.30.
Eins og skýrt hefur verið frá í
Morgunblaðinu er staddur hér á
landi John Kendall prófessor við
Hagaskóla
Southern Illinois-háskólann,
ásamt 14 nemendum i fiðluleik á
aldrinum 6—15 ára. Hópurinn
mun halda til Akureyrar í fyrra-
málið, en býður Reykvíkingum að
hlusta á hljóðfæraleik sinn á sal
Hagaskólans kl. 20.30 í kvöld.
Hópurinn heldur síðan aftur til
Bandaríkjanna 19. júní nk.
Þessi hópur úr Félagi aldraðra á SuAurnesjum hefur dvalið á sumarhótelinu
á Flúðum og lét vel af dvölinni þar. MorgunbiaAið/Sig.SiKni.
Ferðamönnum
fer fjölgandi
llrunamannahreppi, 7. júní.
ÞEGAR tekur að vora birtast er-
lendu ferðamennirnir hér líkt og far-
fuglarnir. Síðar, eða þegar kemur
fram í júnímánuð, koma þeir ís-
lensku. Rut Guðmundsdóttir hótel-
stýra tjáði fréttaritara að ferðamenn
Niðjamót í
Mýrahreppi
AFKOMENDUR Álfheiðar Sigurð-
ardóttur og Benedikts Kristjánsson-
ar er bjuggu að Einholti á Mýrum
A-Skaftafellssýslu, koma saman í fé-
lagsheimilinu Holti í Mýrahreppi
laugardaginn 18. júní.
Þetta er í fimmta sinn sem til
slíks niðjamóts er stofnað, en að-
sókn hefur ævinlega verið mjög
góð. Tjaldstæði eru í landi Kilju-
holts sem áður hét Kiljarholt.
Dagskráin er laus og bundin, og
hefst seinnipart laugardags með
leikjum fyrir yngri kynslóðina,
einnig verður ávarp, söngur og
dans.
í maímánuði hefðu verið með flesta
móti þrátt fyrir að vegurinn um
sveitina hefði verið fremur slæmur.
Það eru svonefndir áningarfar-
þegar sem koma hér allfjölmennir
en þeir stansa stutt hér á landi, en
nota viðkomutíma sinn til að fara
einsdags ferð hingað austur fyrir
fjall. Farnar eru hópferðir svo-
kaliaðan „Gullhring" með við-
komu í Hveragerði, Skálholti, að
Gullfossi, Geysi og víðar, en há-
degisverður er snæddur á Flúðum.
Að vísu er nokkuð af ferðafólki
hér allt árið því að „Skjólborg" er
sérbyggð gistiaðstaða sem alltaf
er opin en er rekin í tengslum við
sumarhótelið á Flúðum. Gistirými
sumarhótelsins var opnað 1. júní á
sama tíma og venjulega og er þá
svefnpláss fyrir um 60 manns hér
á Flúðum. Það er vaxandi ferða-
mannastraumur hingað ár frá ári
enda býður staðurinn upp á marga
möguleika og frá Flúðum eru
hæfilegar dagleiðir til allra feg-
urstu og sögufrægustu staða á
Suðvesturlandi.
Sig.Sigm.
Aluzink — margföld ending.
Rétt
HEÐINN
Storas 4. 210 Garðabæ. Simar 52922 — 52416
Réttar leng
Allir fylglhlutir eöa
Gæöi — Reynsla -ypjónusta
RAWLPLUG
Allar skrúfur,
múrfestingar,
draghnoð og
skotnaglar
»V / o &
SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRU
SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033